Everton U23 tvöfaldir meistarar eftir 1-0 sigur á Newcastle

Mynd: Everton FC.

Everton U23 léku við Newcastle U23 í úrslitum PL2 Cup Final í kvöld, en flautað var til leiks kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Uppstillingin: Joao Virginia, Ryan Astley, Brendan Galloway, Nathangelo Markelo, Morgan Feeney (fyrirliði), Lewis Gibson, Josh Bowler, Dennis Adreniran, Fraser Hornby, Bassala Sambou, Antony Evans.

Varamenn: Nathan Broadhead, Mateusz Hewelt, Matthew Foulds, Alex Denny, Kyle John.

Ég horfði á fyrri hálfleik með öðru auganu og þetta var nánast einstefna á mark Newcastle — man allavega ekki eftir færi frá Newcastle. Everton með nokkur mjög góð færi, þar af eitt algjört „hvernig-var-hægt-að-skora-ekki-úr-þessu-dauðafæri“ hjá Fraser Hornby þegar hann setti boltan yfir slána alveg upp við mark. Josh Bowler mjög líflegur á hægri kanti allan leikinn og var óheppinn að skora ekki. Hann á eftir að verða frábær leikmaður ef hann heldur áfram á sömu braut. Fraser Hornby var einnig óheppinn að skora ekki þegar hann náði frákasti frá markverði eftir flott skot en markvörður sá við honum með því að verja með fæti úr dauðafæri alveg upp við mark.

0-0 í hálfleik en mark — og jafnvel mörk frá Everton virtust liggja í loftinu.

Minna um færi í seinni hálfleik en Everton liðið sterkarara og nýttu sér það á 59. mínútu þegar Morgan Feeney skoraði laglegt mark með skalla eftir aukaspyrnu. Þetta reyndist eina markið í seinni hálfleik og þrátt fyrir einhver færi (meira Everton megin) voru Newcastle menn aldrei líklegir til að koma í veg fyrir tvöfaldan Everton titil á tímabilinu.

Everton 1 – Newcastle 0.

Everton U23 eru því bæði deildarmeistarar og bikarmeistarar U23 ára liða og eru fyrsta liðið til að ná þeim áfanga. Mjög vel gert hjá þeim! Framtíðin er björt!

8 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  …ogég sem hélt að ég væri að horfa á, í beinni… 😉 Glæsilegt hjá okkar mönnum….

  Áfram Everton 🙂

  • Ari S skrifar:

   …og það verður gaman að fylgjast með Morgan Feeney í framtíðinni. Guttinn gæti jafnvel verið í hóp á Sunnudaginn (spái ég)

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Frábært hjá þeim!
  Verst að það verða í besta falli tveir eða þrír sem verða mögulega nógu góðir fyrir aðalliðið.

  • Ari S skrifar:

   Það veit enginn ennþá

   • Gunnþòr skrifar:

    Sammála ingvari það er stòrt skref að fara úr því að vera efnilegur í það að verða góður,en þetta lítur vel út.

    • Ari S skrifar:

     Ertu sammála honu í hverju? Að í besta falli verða það bara tveir eða þrír góðir, hinir lélegir? Nei bara spyr… 😉

 3. Gunni D skrifar:

  Ein spurning strákar. Ef Arsenal vinnur evrópudeildina og City bikarinn , er þá laust evrópusæti?

  • Finnur skrifar:

   Nei, mig minnir að ég hafi lesið að það virki ekki þannig.