Everton – Bournemouth 2-0

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Bournemouth í dag og þrátt fyrir að spilamennskan væri oft ekki áferðarfalleg náðu þeir 2-0 sigri.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Zouma, Keane, Coleman (fyrirliði), Gomes, Gueye, Bernard, Gylfi, Lookman, Richarlison.

Varamenn: Stekelenburg, Walcott, Mina, Tosun, Davies, Calvert-Lewin, Kenny.

Bournemouth byrjuðu leikinn af nokkrum krafti, fengu hálffæri, vildu víti á ákveðnum tímapunkti (þulirnir ekki á því en rifust svo um það í hálfleik) og komust í dauðafæri en skutu í stöng.

Everton mjög lengi í gang. Tók um hálftíma að finna hálffæri og þá komu tvö í röð og svo skalli eftir horn sem fór rétt yfir slána (skallinn frá Keane).

Arfaslakur fyrri hálfleikur. Staðan 0-0 í hálfleik.

Everton betri í byrjun seinni hálfleiks og komust snemma í dauðafæri, þegar Richarlison fékk boltann óvænt inni í teig en skallinn laus og beint á fyrsta varnarmann. Frákastið fór hins vegar beint aftur á Richarlison sem náði skoti framhjá markverði og tveimur varnarmönnum en bjargað á línu.

Á 60. mínútu dró loks til tíðinda eftir hornspyrnu Everton. Hreinsað frá, en Luca Digne náði með ótrúlegum hætti fyrirgjöf, beint á kollinn á Zouma, sem fékk frían skalla á mark. Ekki brást honum bogalistin. 1-0 fyrir Everton.

Smá líf færðist í leik Everton við þetta, en færin létu á sér standa. Walcott kom svo inn fyrir Bernard á 75. mínútu og Calvert-Lewin fyrir Richarlison á 86. mínútu.

Ekki mikið að frétta eftir þetta, annað en að Bournemouth pressuðu vel í lokin – enda aðeins eitt lið fengið fleiri stig á tímabilinu eftir að hafa lent undir. Vitað að Bournemouth gæfust aldrei upp. Þetta voru því taugaveiklandi síðustu mínútur og ekki batnaði það þegar FIMM mínútum var bætt við (!), þrátt fyrir litlar tafir. En Everton kláraði dæmið alveg undir lokin. Dominic Calvert-Lewin skoraði mark á síðustu mínútunni eftir frábæran undirbúning frá Lookman. Lokastaðan 2-0.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (6), Zouma (8), Keane (7), Digne (8), Gueye (7), Gomes (4), Sigurdsson (6), Lookman (7), Bernard (6), Richarlison (6). Varamenn: Walcott (5), Mina (5), Calvert-Lewin (6). Maður leiksins: Luca Digne.

19 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Leikurinn er í beinni á Ölveri. Mættur. 🙂

 2. Diddi skrifar:

  leikurinn í dag er allt í einu orðinn leikur um fallbaráttu, það mætast liðin í 18 og 19 sæti í deildinni ef við tökum síðustu 6 leiki sem viðmið. Mikið hefur verið skorað af mörkum í viðureignum þessara liða eða 29 mörk í 7 leikjum og meðaltalið er það hæsta í viðureignum liða sem hafa spilað fleiri en 6 deildarleiki uppá 4,14 mörk í leik. Ég held að þetta verði strögl en vona að við vinnum en er skíthræddur við þetta Bournemouth lið. Mín spá er tap 2-3 🙁

 3. Finnur skrifar:

  Sky alveg að standa sig í vali á þulum og spekingum í salnum fyrir þennan leik. Fjórir fyrrum liverpool leikmenn (Souness, Jamie Redknapp, Carragher og Robbie Keane) og einn eða tveir hlutlausir (eða Bournemouth menn, ekki viss).

  • Diddi skrifar:

   Everton liðið versnar ekkert við það Finnur minn 🙁

   • Finnur skrifar:

    Bíddu… hvar nákvæmlega sagði ég að þetta hefði áhrif á frammistöðu Everton með nokkrum hætti? #strawmanargument

    Ég skil einfaldlega ekki hvernig hægt er að bjóða áhorfendum upp á að hlusta endalaust á fyrrum leikmenn erkióvinarins þegar manns eigin lið er að spila. Og þetta er ekkert einsdæmi. Þetta gerist aftur og aftur og aftur. Fimm spekúlantar í útsendingu og fjórir af þeim eru frá hinu liðinu í borginni. Voru allir Everton-hliðhollir spekúlantar með ebóluveikina þessa helgi? Fundust ekki einu sinni hlutlausir aðilar til að fjalla um leikinn? Er alveg nauðsynlegt að fylla öll sætin í útsendingunni af Liverpool leikmönnum? Come on.

   • Ari S skrifar:

    Nei Everton liðið versnar ekkert, en það getur verið leiðinlegt fyrir þá sem að skilja ensku og neyðast til að hlusta á þessa rauðu trúða.

 4. RobertE skrifar:

  Þessi leikur var ansi tæpur á köflum, alltof mörg gul spjöld sem Everton fékk á sig og voru heppnir að Gomes hafi ekki fengið rautt spjald (2 gul).
  Annars er ég sáttur með 3 stig og að Everton hélt hreinu.

 5. Diddi skrifar:

  betra liðið tapaði í dag sem betur fer 🙂

  • Orri skrifar:

   Mér fannst Everton betra liðið í dag allt annað að sjá baráttuna í dag enn undaförnum leikjum 3 stig gott mál.

 6. Davíð skrifar:

  Hægt að þakka dómaranum fyrir þetta. Everton áttu að vera einum færri síðustu 20 mínútunar en dómarinn hafði ekki kjarkinn til að reka Gomes útaf. Og svo 100% víti á Gomes í lokin þegar hann reif niður Lerma minnir mig niður.

 7. Einar Gunnar skrifar:

  Frábært að ná þremur stigum í hús. En ekki var ég bjartsýnn eftir fyrri hálfleik.

 8. Ari G skrifar:

  Fannst vörn Everton góð í þessum leik en sóknarleikurinn var alls ekki góður og ég skil ekki af hverju má ekki breyta til spila 4-4-2 henda öðrum varnarsinnuðum miðjumanni út t.d Gomes og setja inn Lewin eða Cent Tosun í staðinn. Þetta var viti á Gomes ekki spurning og það mætti alveg setja Gomes á bekkinn næstu leiki og nota annan sóknarmann. Skil ekki þessa einkunnagjöf hjá Pickford fær 6 ætti að fá 8 mjög góður leikur hjá honum. Gylfi var mjög slakur í dag kannski er það veðrið veit ekki eða þreyta.

 9. Finnur skrifar:

  Zouma og Lookman í liði vikunnar að mati BBC:
  https://www.bbc.com/sport/football/46858792

 10. Ingvar Bæringsson skrifar:

  JEYYYY!! Loksins sigur.

 11. Ari S skrifar:

  Það var einhver sem að hældi DCL hérna um daginn. Ég er sammála þeim manni, sérstaklega eftir að hafa séð markið sem hann skoraði á 95. mínútu í leiknum sem þessi þráður er um. Markið var snyrtilegt og flott og einnig tók hann þátt í aðdraganda marksins. Eitt atriði (fyrir mér í þessu) er að hversu seint þetta gerist, það má aldrei slaka á. Vel gert DCL!

 12. RobertE skrifar:

  Vantar ekki félagsskiptaþráð?