Man United – Everton 2-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Digne, Keane, Zouma, Coleman, Gomes, Gueye, Bernard, Gylfi, Walcott, Richarlison.

Varamenn: Stekelenburg, Baines, Mina, Tosun, Davies, Lookman, Calvert-Lewin.

Einu færin voru skallafæri fyrstu 20 mínúturnar, og þau komu sitt hvoru megin. Fyrst Gomes fyrir Everton, svo Mata fyrir United.

Lítið markvert að gerast í framlínu beggja liða, fyrir utan stórglæsilegt skot frá Pogba sem fór beinustu leið í innkast. Eitt skot reyndar frá United sem fór beint á Pickford. Auðvelt.
En þá fengu United víti þegar Gueye felldi Martial inni í teig. Gueye náði boltanum en felldi Martial í leiðinni, sem mjólkaði þetta til síðasta dropa. Pogba á punktinn og tók sinn hefðbundna gæsagang að bolta og Pickford las hann vel – varði auðveldlega en frákastið beint á Pogba sem skoraði í opið markið. Pogba heppinn þar. 1-0 United.
United virtist um tíma ætla að keyra yfir Everton eftir markið og skoruðu strax á eftir rangstöðumark sem var réttilega dæmt af. En þegar Everton liðið var búið að jafna sig á skrekknum náðu þeir áttum og áttu betri færi.
Gylfi átti til dæmis flottan skalla á mark á 36. mínútu en beint á De Gea. Walcott átti svo tvö skot á mark, bæði varin – annað auðveldlega, enda laust en hitt fast skot sem De Gea varði í horn (sem ekkert kom út úr).
Fín frammistaða í fyrri hálfleik hjá Everton en staðan 1-0 í hálfleik.
Richarlison með fínt skot strax í upphafi síðari hálfleiks, eftir að Everton hafði stolið boltanum af United en vel varið hjá De Gea.
En þá kom blaut tuska í andlitið þegar Martial náði undraskoti stöngina inn af löngu færi. Óverjandi fyrir Pickford. 2-0. Brekka framundan.
En Everton hefði átt að skora örskömmu síðar þegar Bernard komst í dauðafæri eftir stungusendingu frá Gylfa. Lék á De Gea en skaut í hliðarnetið utanvert. Illa farið með gott færi.
United svöruðu með stungu á Rashford sem komst einn inn fyrir en Pickford varði skotið frá honum vel.
Pickford kom okkur svo aftur til bjargar á 57. mínútu þegar hann varði glæsilega fast og lágt skot frá Pogba inni í teig. Kastaði sér niður og varði í horn.
Lookman inn á fyrir Bernard á 62. mínútu.
Coleman fór illa með gott færi á 72. mínútu þegar Richarlison setti hann inn fyrir hægra megin en Coleman, nálægt marki með Martial í sér, setti boltann yfir markið.
Gylfi tók þá til sinna ráða og setti Richarlison inn fyrir með frábærri stungusendingu. Richarlison felldur í teignum – alltaf víti og Gylfi afgreiddi það með stæl. Öruggt í hornið, De Gea í vitlaust horn. 2-1. Game on.
Tosun og Calvert-Lewin inn á í lokin fyrir Gueye og Walcott.
Everton liðið sótti af ákefð í lokin, settu mikla pressu á United og fengu 6 mínútur af aukatíma til að jafna. En í staðinn fengu United menn dauðafæri þegar Martial, komst einn á móti markverði, lét Pickford verja frá sér glæsilega.
Ekki hafðist það að jafna. Undramark frá Martial skildi liðin að.
Einkunnir Sky Sports: Pickford (8), Coleman (6), Keane (6), Zouma (6), Digne (6), Gomes (6), Gueye (5), Walcott (6), Sigurdsson (6), Bernard (7), Richarlison (6). Varamenn: Lookman (6).

17 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Jon Moss er skíthaus🤬🤬🤬🤬

 2. Gunnþòr skrifar:

  Allann daginn víti heimskulegt hjá ghana en nokkrum númerum of litlir fyrir stóra sviðið en þá

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Gana gerði ekkert nema vinna boltann og Martial henti sér niður. Aldrei víti.

   • Ari S skrifar:

    Þetta var ekki víti. Greinilegt að Gueye kom við boltann fyrst. Dómarinn John Moss mun sennilega dæma úrslitaleikinn í annarri hvorri Evrópukeppninni í vor…

   • Orri skrifar:

    Sammàla Ìngvar.

 3. Elvar Örn skrifar:

  Ekki nokkrum númerum of stórir. Við erum búnir að fá ansi góð færi og allt í járnum.

 4. Gestur skrifar:

  Everton mætti aldrei.

 5. Einar Gunnar skrifar:

  Það eru batamerki á leik okkar liðs og verður bara spennandi að sjá liðið halda áfram að bæta sinn leik. Eigum eftir að sækja góð stig í næsta mánuði. Hef fulla trúa á okkar mönnum, að gera eins vel og hægt er 😉 … síðan má heppnin sækja okkur heim, stöku sinnum, þá getur allt gerst 🙂

 6. Finnur skrifar:

  Borðið mitt í gær var við hliðina á borði nokkurra United manna og það var athyglisvert að fá að vera fluga á vegg og hlera það sem þeir sögðu sín á milli. Því þeir voru mun jákvæðari í garð Everton en sumir hér. Skemmtilegast fannst mér að heyra þá súpa hveljur í sumum sóknum Everton og bæta svo við að „Everton er með hörkulið“. Held við getum alveg gengið stolt frá þessu þó að úrslitin hafi ekki fallið með okkur. United þurfti undramark til að taka öll þrjú stigin og það verður fróðlegt að sjá vikulegu umfjöllunina um dómgæsluna á BBC Sky. Margir vilja meina að United hafi ekki átt að fá vítið (ég er sjálfur á báðum áttum).

 7. Finnur skrifar:

  Eitt í viðbót og svo er ég hættur.

  … kannski. 😉

  Þetta er mjög svo falleg lesning:
  https://www.premierleague.com/tables?team=U18
  https://www.premierleague.com/tables?team=U21

 8. Gunnþòr skrifar:

  Við vorum ekki nógu góðir í þessum leik sem var synd því man utd voru ekki góðir heldur,Við vorum alltof hægir í öllum aðgerðum og fyrirsjáanlegir,eigum svolítið í land að ná stòru liðunum það er sannleikur og hann er stundum sár 😉

  • Diddi skrifar:

   Svo sammála þér Gunnþór og alveg óskiljanlegt hvernig mönnum dettur í hug að vera framherjalausir í úrvalsdeildinni ár eftir ár.

 9. Finnur skrifar:

  Þó að þetta séu samkeppnisaðilar Everton, þá er þetta svolítið erfið lesning, vitandi að þetta sama gæti verið á sjóndeildarhringnum hjá okkar liði…
  https://www.bbc.com/sport/football/46049897

%d bloggers like this: