Árshátíð, aðalfundur, gisting

Mynd: FBÞ.

Nú fer hver að verða síðastur að staðfesta komu á árshátíð Everton á Greifanum á laugardaginn, sem við auglýstum í síðustu færslu. Það er mjög mikilvægt að fá að vita nákvæman fjölda, svo hægt sé að áætla hæfilegt magn af mat. Við viljum því biðja ykkur um að staðfesta eigi síðar en annað kvöld, miðvikudagskvöld. Athugið að könnunin sem send var út er ekki staðfesting á komueingöngu millifærsla staðfestir komu ykkar á árshátíð (og segir okkur til um fjölda gesta á ykkar vegum).

Reikningsnúmer: 331-26-124
Kennitala félagsins: 5110120660
Verð: 6.500 kr. (per einstakling)

Smáatriðin varðandi aðalfundinn eru einnig að skýrast, en hann verður haldinn á efri hæð á Cafe Amour og byrjar kl. 15:00 á laugardeginum (fyrir árshátíð). Þetta er jafnframt sami staður og við ætlum að hittast á þegar við horfum á leikinn daginn eftir. Flautað verður til leiks kl. 15:00.

Þau ykkar sem þurfa hótelgistingu fyrir norðan um helgina eru vinsamlegast beðin að hafa samband, en Hótel Norðurland gaf okkur tilboð í gistingu: 12þ krónur fyrir einstaklingsherbergi per nótt og 18þ fyrir tvo. Tilboðið gildir eingöngu ef skráning fer fram í gegnum Everton klúbbinn. Hótel Norðurland er í göngufjarlægð við bæði Greifann og Cafe Amour, þannig að staðsetningin er mjög heppileg.

Sjáumst á laugardaginn! Ekki gleyma að staðfesta komu ykkar með millifærslu!

4 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  Verður flott árshátíð.

  En að öðru, það virðist sem Seamus Coleman sé fótbrotinn. Þetta er þó bara sprunga eða stress-brot en ætli það sé ekki amk 6 vikna fjarvera við það hið minnsta. Kemur ekki fram hvar þetta er en líklega er þetta í ristarbeini (nr 5 er algengast) en bara getgátur. Frekari fréttir ættu að koma á morgun eða hinn.

 2. Hallur Jósepsson skrifar:

  Búinn að borga fyrir veisluna

 3. Georg skrifar:

  Búinn að greiða. Hlakka til að sjá ykkur félagar

  • Georg skrifar:

   Konan mætir líka í matinn, ég var að greiða fyrir hana (sitthvor greiðslan)