Orðsending frá stjórn

Kæru félagar,

Nú þarf stjórnin vinsamlegast á smá hjálp frá ykkur að halda…

Ef þú annaðhvort…
– ert núverandi stuðningsmaður Everton (eða langar að gerast meðlimur í stuðningsmannaklúbbnum)… og/eða
– hefur áhuga á að skemmta þér með okkur fyrir norðan (árshátíð og aðalfundur)

… þá viljum við biðja þig að fylla út þetta form. Það er mikilvægt að við öll sem þetta lesum gerum það en sem betur fer tekur það ekki nema örskamma stund.

Af hverju skiptir þetta máli?
Þetta þjónar tvennum tilgangi.

Við þurfum, að beiðni Everton FC, að uppfæra meðlimalista stuðningsklúbbsins hér heima, til að staðfesta stærð stuðningsmannaklúbbsins.

Everton FC gerir kröfu um ákveðinn lágmarksfjölda meðlima stuðningsklúbba til að fá að kallast official stuðningsmannaklúbbur og njóta þeirra réttinda sem því fylgir. Til dæmis gæti sú staða komið upp, ef skráningin liggur ekki fyrir, að við getum ekki keypt miða fyrir ykkur á Everton leiki í forsölu. Vegna nýrra persónuverndarreglna í Evrópu megum við ekki deila upplýsingum úr félagatali með Everton FC nema samþykki ykkar liggi fyrir, sem fæst með skráningunni.

Þar að auki er einfaldlega kominn tími á að endurnýja meðlimaskráninguna, því sumar upplýsingarnar hafa ekki verið uppfærðar frá stofnun klúbbsins (1995)! Þetta er því kjörið tækifæri til að slá nokkrar flugur í einu höggi!

Hvað þarf ég að gera?
Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út þetta form.

Tíminn er ansi knappur því við þurfum á næstu dögum að skila þessu inn. Ekki bíða með að skrá þig!

9 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  Búinn, tók 48 sekúndur.

 2. Elvar Örn skrifar:

  Hvað með þá sem eru undir lögaldri, á að skrá þá?

 3. Hallur skrifar:

  Buinn
  Verð því miður að smala rollum 15 september

 4. Orri skrifar:

  Ég er búinn að græja þetta.

 5. ólafur már skrifar:

  búinn að redda þessu

 6. Ari S skrifar:

  Búinn, en náði ekki eins góðum tíma og Elvar 😉

 7. Finnur skrifar:

  Þið eruð snillingar öll sömul, verð ég að segja. Ég óttaðist að fólk myndi ekki nenna að fylla inn allar þessar upplýsingar, en ég er reglulega búinn að heyra „ding“ í símanum mínum í allan dag, um leið og svörin berast — og er það vel.

  Svörun við skráningu er búin að vera framar björtustu vonum og mér sýnist það verði frábær mæting á alla þrjá viðburðina (aðalfundur, árshátíð og horfa saman á leikinn).

  Ef þú hefur enn ekki skráð þig, gríptu þá tækifærið núna!
  https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScdoOylgBDKBboq8AqcBuFa2JaOjtUcl_1kp-TfVwumWbkY6g/viewform

 8. Anton skrifar:

  Allt klárt

%d bloggers like this: