Bournemouth – Everton 2-2

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Keane, Holgate, Coleman, Gueye, Davies, Gylfi, Richarlison, Tosun, Walcott.

Varamenn: Stekelenburg, Zouma, Digne, Niasse, Bernard, Dowell, Calvert-Lewin.

Ekki mikið af færum í fyrri hálfleik, Everton meira með boltann og virkuðu sterkari en Bournemouth stórhættulegir í skyndisóknum. Þetta virkaði þó ekki dagur Everton sem fóru oft illa með sendingar og fyrsta sendingin brást.

Bournemouth fengu eitt algjört dauðafæri þar sem þeir hefðu átt að komast yfir. Sóknarmaður þeirra á auðum sjó vinstra megin í teig á 15. mínútu (circa) en skaut yfir markið þegar hann ætlaði að reyna að setja boltann í samskeytin uppi.

En rétt fyrir hálfleik lenti Richarlison og Adam Smith saman. Smith sagði eitthvað ljótt við hann og RIcharlison brást illur við, enni og enni og smá flikk frá Richarlison. Eftir smá viðtal við línuvörð rak hann Richarlison út af.

0-0 í hálfleik og maður hélt að þetta yrði þungur róður í seinni hálfleik en Everton gekk bara á lagið og komst yfir. Frábærlega útfærð skyndisókn setti Walcott einan inn fyrir vörn Bournemouth og hann brunaði inn í teig vinstra megin og setti boltann framhjá Bebovich í markinu.

Stuttu síðar var Walcott svo aftur kominn í skyndisókn og Adam Smith gat ekkert annað en togað hann niður þar sem Walcott var aftur að sleppa inn fyrir. Dómarinn mat það (líklega réttilega) að Smith væri að koma í veg fyrir marktækifæri og rak hann útaf. Segi kannski ekki réttlætinu fullnægt, en allavega fannst okkur ekkert leiðinlegt að það skyldi vera Smith sem var rekinn út af.

Everton bætti svo öðru marki við eftir fyrirgjöf frá hægri frá Gylfa og skalla frá Keane og maður hélt þá að þeir væru að sigla þessu í höfn en Bournemouth eru ekki kallaðir comback kings af ástæðulausu.

Baines gaf þeim ódýra vítaspyrnu með því að keyra aftan í leikmann inni í teig sem var að fá háan bolta fyrir mark. Og þeir skoruðu örugglega úr því.

Seinna mark þeirra kom svo upp úr horni. Zonal vörnin enn ekki að virka (mun hún nokkurn tímann gera það?) og leikmaður Bournemouth fékk frían skalla. Boltinn fór reyndar í innanverða stöngina og út en það var leikmaður Bournemouth sem var næstur boltanum og þrumaði inn.

Ekki mikið um góð færi eftir það en 6 mínútum var bætt við í lokin og á þeim tíma lentu Gana og Keane í slæmu samstuði og um tíma leit út fyrir að þeir yrðu báðir bornir af velli en eftir mikið jamm japl og fuður kom í ljós að aðeins Keane þurfti að fara af velli. Hann var borinn út af á börum en við vonum að það séu ekki alvarleg meiðsli.

En fleiri urðu mörkin ekki. 2-2 niðurstaðan. Einkunnir Sky Sports: Pickford (8), Holgate (6), Keane (6), Baines (6), Coleman (7), Walcott (9), Gueye (8), Davies (6), Sigurdsson (7), Richarlison (6), Tosun (6). Varamenn: Zouma (6), Bernard (6), Calvert-Lewin (6). Walcott valinn maður leiksins.

28 Athugasemdir

 1. Eirikur skrifar:

  Þetta verður erfitt í vetur ef að við ætlum að spila einum færri í 45+ mínútur á útivöllum.

 2. Georg skrifar:

  Þetta var meiri vitleysan. Smith kemur upp að Richarlison og hallar sér upp að honum og Richarlison gerir það sama og snýr hausnum og fær beint rautt og Smith ekkert. Algjör skita hjá dómaranum

 3. Ari S skrifar:

  Skjót skipast veður í lofti.

  • Ari S skrifar:

   Everton í efsta sæti með 7 stig ásamt Manchester City. eins og er… liðnar eru 69 mínútur af leiknum gegn Bournemouth.

 4. Gunnþòr skrifar:

  Algjör heimska hjá Richarlison að bjóða upp á þetta.að vera komnir 2 mörkum yfir og missa það niður er einfaldlega ekki nógu gott ef víð ætlum að láta taka okkur alvarlega.

 5. Ingvar Bæringsson skrifar:

  “ Zonal vörnin enn ekki að virka (mun hún nokkurn tímann gera það?)“
  Nei hún mun aldrei virka.
  Hrikalega klaufalegt af Baines, með alla sína reynslu, að gefa þeim þetta víti.
  Everton átti svo sem að fá víti líka þegar Tosun var togaður niður en eins og svo oft áður þá var dómarinn ekki samkvæmur sjálfum sér og ekkert dæmt. Merkilegt hvað Everton lendir oft í því.
  Hrikalega svekkjandi að ná ekki að halda forustunni en það er svo sem eitthvað sem við Evertonmenn ættum að vera búnir að venjast síðustu árin.
  Vonandi gengur bara betur næst þegar Rotherham kemur í heimsókn en þetta verður erfitt tímabil ef varnarleikurinn lagast ekki.

  • Eric Einarsson skrifar:

   Ég bjóst við að Everton yrði einum af Topp-4, en það er svoleiðis aldeildis ekki að sjá, þetta er bara svona ósköp venjulegt miðjlið sem enginn gerir ráð fyrir. Einu sinni enn úff!!!

  • Diddi skrifar:

   Rétt hjá þér Ingvar með svæðisvörnina, hún er ekki að virka og varð Silva að falli þegar hann var með Watford. Hann þarf að hætta þessu bulli. En vítið sem dæmt var á Baines var aldrei víti og Guardiola klórar sér örugglega í hausnum þegar hann sér það og að hans lið fékk ekki víti þegar maður í hans liði var nánast tekinn niður í fjölbragðaglímutökum 🙂 En þessir dómarar eru bara mennskir því miður. Sá ekki leikinn en sá þessi atvik sem skiptu máli og þau féllu ekki með okkur 🙁

   • Elvar Örn skrifar:

    Sorry Diddi, en þetta var alltaf víti á Baines, kjánalega gert af honum að vaða í bakið þegar hann gat farið framfyrir hann og stoppað hann þannig. Það sem er kannski meira svekkjandi er að sama gerðist í teignum hinu megin þegar brotið var á Tosun og ekkert dæmt.

    • Diddi skrifar:

     Keane átti að fá rautt fyrir að skalla Gana 🙂

     • Elvar Örn skrifar:

      Diddi, algerlega, Klárt rautt á Keane. En hann verður hvort sem er í „banni“ næstu 6 leiki amk svo þetta kemur út á eitt

     • Diddi skrifar:

      Fjúúúú

 6. Eric Einarsson skrifar:

  Ég bjóst við, fullum hálsi, að Everton yrði í topp-4, en að sjá þetta þá er þetta eins og hverskonar annað miðlungslið!

 7. Elvar Örn skrifar:

  Hvernig fengu þeir víti en við ekki?. Klárt brot á Tosun.

  Í stöðunni 0-2 þá á Silva að gera skiptingar og fara í varnar gírinn.
  Svekkjandi að missa þetta niður.
  Baines ekki alveg að standa sig og sjálfsagt að koma Digne inn í næsta leik.
  Keane gæti verið off og þá er spurnig hvort Zouma byrji ekki í miðverði þar sem Mina á við smávægileg meiðsli að stríða.
  Davis olli mér vonbrigðum og vildi ég sjá Bernard koma í hans stöðu en ekki skipta Walcott útaf.
  Held líka að Niasse hafi átt meira erindi inná fyrir Tosun heldur en Calwert Lewin.
  Erum samt taplausir og sigur heima gegn Huddlesfield kemur okkur í ágæta stöðu.

  • Finnur skrifar:

   > Hvernig fengu þeir víti en við ekki?. Klárt brot á Tosun.

   Fannst þetta lykta af víti þó að sjónarhornið í endursýningunni væri ekki nógu gott. En ef við erum að fara út í þá sálma þá átti Bournemouth líka að fá annað víti þegar Holgate hrinti sóknarmanni þeirra í dauðafæri inni í teig þegar sóknarmaðurinn var kominn upp að marki og var að skjóta. Það var enginn vafi þar, nema í huga dómarans. Ég hefði öskrað á víti hinum megin.

 8. Elvar Örn skrifar:

  Gylfi og Walcott með góða dóma og Gana einnig.
  Gylfi staðið sig vel það sem af er leiktíð.

  • Diddi skrifar:

   renndi í skurðinn í dag og var að hugsa um að líta við hjá þér í seinni hálfleik en er feginn að ég gerði það ekki. Þú hefðir örugglega kennt mér um hvernig fór 🙂

   • Elvar Örn skrifar:

    Hefðir klárlega verið velkominn Diddi en samt alveg rétt að þér hefði verið kennt um að missa þetta niður í jafnteflið 🙂

 9. Finnur skrifar:

  Ekki góðar fréttir fyrir Keane, en hefði getað farið mun verr…
  https://www.bbc.com/sport/football/45314844

  • Ari S skrifar:

   Já það hefði getað farið ver og akkúrat þess vegna eru þetta mjög góðar fréttir fyrir hann… 😉

   • Finnur skrifar:

    Hmm, tja… góðar fréttir fyrir Keane hefði verið heilahristingur eða eitthvað minna alvarlegt. Það hefði þýtt að hann myndi spila næsta leik. Hann má núna ekki skalla bolta í um mánuð (basically ekki spila fótbolta á þeim tíma), sem er afar bagalegt fyrir hann, sérstaklega þegar horft er til þeirrar auknu samkeppni sem myndast hefur í þessari stöðu… Það er ekkert víst að hann verði fyrsti valkostur í aðalliðið eins og verið hefur en hann var að spila vel í þessum leik (og skoraði að auki mark).

 10. Elvar Örn skrifar:

  Richarlison var í dag valinn í landsliðshóp Brasilíu í fyrsta skiptið og gæti því tekið þátt í æfingarleikjum gegn USA og El Salvador.
  Vel gert hjá honum.

%d bloggers like this: