Félagaskiptaglugginn – opinn þráður

Mynd: Everton FC.

Félagaskiptaglugginn fyrir janúar 2018 lokast 31. janúar (kl. 23:00) og meiningin er að halda utan um afraksturinn hér, sem og hvað annað sem þið viljið ræða (t.d. slúðrið).

Við komum til með að skella inn fréttum hér þegar eitthvað nýtt gerist — í öfugri tímaröð svo að þið þurfið ekki að leita langt að nýjustu fréttum. Endilega skellið inn kommentum ef þið vitið um eitthvað sem ekki hefur komið fram hér.

Nýjasti fréttalistinn:

Fimmtudagur: STAÐFEST: Mangala til Everton til loka tímabils.
00:41  Enn ekkert að frétta varðandi Mangala. Ekki er búist við öðrum félagaskiptum þannig að við tökum stöðuna í fyrramálið.
23:49  Mo Besic fór á láni til Middlesbrough. Enn er beðið staðfestingar á láni Everton á Eliaquim Mangala.
20:36  Eliaquim Mangala er í læknisskoðun en fastlega er búist við að sá lánssamningur gangi í gegn fyrir lokun gluggans.
19:30  Ademola Lookman fór á láni til RB Leipzig til loka tímabils.
18:23  Skv. Sky Sports er Eliaquim Mangala á leið til Finch Farm að ganga frá láni til loka tímabils. Everton mun borga laun leikmannsins en ekkert lánsfé er um að ræða.
17:35  STAÐFEST: Skv. Twitter síðu Everton fór markvörður Everton U23, Louis Gray, að láni til Carlisle til loka tímabils.
16:07  Davy Klaassen fer hvergi, skv. BBC og Sky Sports.
31.01.18  Everton er sagt í viðræðum við City um lán á varnarmanninum Eliaquim Mangala. Nokkuð hefur verið rætt um að Besic og Klaassen fari á láni og David Lopez hjá Espanyol var orðaður við Everton. Sjáum hvað setur.
31.01.18  Síðasti dagur þessa janúarglugga 2018 er í dag. Nú er að sjá hvort eitthvað gerist á lokametrunum.
30.01.18  STAÐFEST: Klúbburinn staðfesti í dag að Sandro Ramirez sé á leiðinni til Sevilla á láni til loka tímbils.
19.01.18  Skv. frétt á BBC var Aaron Lennon (30 ára) seldur í dag til Burnley. Kaupverðið var ekki gefið upp.
19.01.18  Jordan Pickford er með fimmta besta árangur markvarðar í deildinni á tímabilinu, skv. þessari tölfræði. Ef það eru einhver mörk sem hann hefur fengið á sig sem hægt væri að ætlast til að hann verji hefur hann bætt það upp með því að verja í færum sem ekki er ætlast til hann verji.
17.01.18  FRÁGENGIÐ: Everton keypti Theo Walcott, eins og fram hefur komið.
12.01.18  Sam Allardyce staðfesti í dag að Everton sé í viðræðum við Arsenal um kaup á Theo Walcott.
12.01.18  Sóknarmaðurinn ungi, Harry Charsley (21 árs), fór að láni til Bolton til loka tímabils.
12.01.18  Everton er sagt vera í viðræðum við Charlton um kaup á tvítugum varnarmanni, Ezri Konsa.
11.01.18  Ýmsar sögusagnir í gangi: Theo Walcott orðaður við Everton, Adama Soumaoro sömuleiðis. Torino með áhuga á Besic.
10.01.18  Góðar fréttir: Coleman byrjaður að æfa aftur eftir meiðslin.
09.01.18  Hér er ágætis grein frá Liverpool Echo sem fjallar um fjármál Everton í samanburði við önnur lið. Svo bættist við önnur grein þar sem því var haldið fram að sóknarmenn séu eins og strætó… maður bíður í heila eilífið eftir einum og þá birtast tveir.
08.01.18  Skv. frétt á BBC verður Oumar Niasse seldur í janúar til að rýma til fyrir öðrum sóknarmanni. Davy Klaassen og Sandro Ramirez gætu fylgt í kjölfarið, segir einnig í fréttinni, sá síðarnefndi talinn líklegri til að fara.
07.01.18  STAÐFEST: Kevin Mirallas (30 ára) er farinn að láni til Olympiakos. Líklegt þykir að hér verði um kaup að ræða að láni loknu.
06.01.18  Ungliðinn Henry Onyekuru (20 ára), sem lánaður var til Anderlecht og meiddist á dögunum hefur snúið aftur til Everton til að jafna sig á meiðslunum.
06.01.18  Everton U18 liðið hóf árið á 2-1 sigri á Derby County með mörkum frá Anthony Gordon og Manasse Mampala.
05.01.18  STAÐFEST: Cenk Tozun (borið fram Jenk Tosún) var keyptur frá Besiktas. Nánar um það hér. Allardyce var að vonum kátur.
05.01.18  STAÐFEST: Ungliðinn Liam Walsh (20 ára) var seldur til Bristol City fyrir ótilgreinda upphæð.
05.01.18  STAÐFEST: Ross Barkley (24 ára) var seldur til Chelsea fyrir 15M punda. Barkley lék engan leik á tímabilinu eftir að hafa meiðst á lærvöðva.
05.01.18  STAÐFEST: Hægri bakvörðurinn ungi, Gethin Jones (22 ára), var seldur til Fleetwood Town fyrir ótilgreinda upphæð.

35 Athugasemdir

 1. RobertE skrifar:

  Deulofeu er að spila lítið hjá Barca og gæti losnað. Yrði gaman að fá hann aftur, fá meiri hraða í sóknina. Yrði svo ekki slæmt að fá Draxler fyrst að hann fær ekki að spila nógu mikið.
  Vona bara að þessi gluggi geri eitthvað gott fyrir liðið.

 2. Gestur skrifar:

  Ótrúlegt að Barkley hafi haft 20m af Everton plús launin og útgjöld sem hann þáði frá Everton. Deulofeu er búinn að fá tækifæri og er bara ekki nógu sterkur og ekki með rétt hugarar.

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Barklay er skíthaus að fara svona með félagið sem ól hann upp og alltaf hefur stutt við hann.
  Vonandi nýtur hann þess að sitja á bekknum hjá chelski.
  Annars má hann mín vegna brjóta á sér báðar lappirnar og aldrei sparka í bolta aftur, bölvaður drulludeli.

  • Orri skrifar:

   Sæll ingvar og gleðilegt ár.Ég tek undir hvert orð sem þú skrifar þarna,þegar menn koma svona fram það lýsir því hvað mann þeir hafa að geyma.Ég segli bara farið hefur fé betra.

  • Ari S skrifar:

   Skíthaus og drulludeli, brjóta báðar lappirnar sínar… ég set stórt spurningamerki við svona barnaleg skrif. Barkley fór illa frá félaginu og meira að segja Borgarstjórinn í Liverpool vill láta rannsaka málið. Fyrir mér þá má Barkley halda góðri heilsu það sem eftir er í lífi hans. Hann er bara ekki nógu góður fyrir félagið. ERoy ekki óþarfi að óska eftir að hann fótbrotna. Þetta þykir mér einum of. En ekki hafa miklar áhyggjur Ingvar þetta er bara mín skoðun.

   • Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þú mátt alveg hafa þína skoðun fyrir mér Ari, en ef þú lest betur það sem ég skrifaði þá sérðu að ég er ekki að óska honum eins eða neins. Ég sagði bara að mín vegna mætti þetta gerast.
    Mín skoðun er hinsvegar sú að Barklay sé drulludeli af verra taginu og mér er bara skítsama hvort þér finnst það barnalegt eða ekki.

 4. Gunnþór skrifar:

  Það þarf að rannsaka þessi félagsskipti það er klárt.

 5. Ari S skrifar:

  Ég veit ekki hvað Roy var að blanda sér í málið. Það átti að vera skrifað „er ekki óþarfi „

 6. Ari G skrifar:

  Barkley fór illa með Everton það er rétt. Ég óska samt engum það illt að meiðast illa. Barkley var hvort sem er mjög oft meiddur kannski er það bara gæfa Everton að hann sé farinn. Eigandinn tapar peningum að selja hann svona ódýrt það er hans vandamál ekki okkar. Ég hafði mikið álit á Barkley áður en eftir svona framkomu þá er hann gleymdur Evertonmaður fyrir mér. Skil ekki af hverju Mirallas sé bara ekki seldur skil ekki þetta endalausa leigusamninga. Við eigum að leigja út ungu strákana og selja þá eldri það eru heilbrigð viðskipti. Niasse, Sandro, Willams, Schneiderlin mega fara mín vegna fyrir viðeigandi verð 20-25 millur fyrir þá 4 alls. Vill alls ekki selja Klaasen þá er betra að leigja hann út fram á vorið.

 7. Gestur skrifar:

  Everton vantar sárlega vinstri bakvörð, Baines er að komast á aldur verður 34 ára á árinu.

 8. Ari S skrifar:

  Walcott mættur í læknisskoðun. Ég er sæmilega sáttur við að fá hann til okkar. Mér leiðist samt að við skulum vera að pikka upp gaura sem að komast ekki í lið hjá öðrum enskum liðum. Samt má skoða það þannig að hann er búinn að vera þarna hjá þeim frá því hann var krakki og gæti verið orðinn leiður á því að vera þar. Einnig hefur hann verið mikið meiddur þannig að ekki er gott að treysta á hann… EN ef við þurfum ekki að treysa á hann (Walcott) sem okkar fyrsta valkost þá er fínt að hafa hann í liðinu.

  Samantekt, ég er ánægður, þetta eru ekki mínir peningar og svo frv… áfram Everton.

  kær kveðja, Ari…Sssss…….

 9. Gestur skrifar:

  Er Everton að spila í dag?

 10. Ari S skrifar:

  http://www.skysports.com/football/news/11668/11207583/antonio-conte-exit-starting-to-look-inevitable-say-sunday-supplement-panel

  Þetta er athyglilsverð grein þar sem talað er um að Antonio Conte muni ekki vera hjá Chelsea á næsta tímabili. Væri ráð fyrir eigendur Everton að bjóða honum upp á kaffibolla… eða það finnst mér.

  Hvað finnst ykkur… sry Finnur að ég skuli setja þetta í félagaskiptagluggann en kannksi á þetta líka heima hérna… ég er jú að tala um félagaskipti þjálfara.

  Kær kveðja, Ari.

  • Orri skrifar:

   Sæll Ari.Það er í góðu lagi að velta þessum hlutum fyrir sér núverandi stjóri er veldur ekki starfinu.

 11. Ari S skrifar:

  Ef ég reyni að einfalda hlutina þá finnst mér Walcott betri en Mirallas.

 12. Orri skrifar:

  Er,Walcott buinn ad fara I laekniskodun hja Everton I dag.

 13. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég ætla rétt að vona að þetta sé bara eitthvað djók eða blöff hjá kallinum. http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-boss-sam-allardyce-reveals-14175945
  Það vita allir að okkur sárvantar vinstri bakvörð.

 14. Gestur skrifar:

  Eru ekki allir ornir spenntir, hverjir koma til okkar á gluggadegi?

 15. Ari G skrifar:

  ÉG er alveg hættur að botna í Everton. Vilja ekki selja Schneiderlin til West Ham á 20 millur sem hefur ekkert getað í vetur svo er í lagi að leigja út Besic sem er ekki síðri leikmaður. Mundi selja nokkra ef það fæst gott verð fyrir þá höfum fullt af leikmönnum sem mega fara mín vegna.

 16. Gunnþór skrifar:

  Það vantar meiri gæði í hòpinn hef sagt þetta áður.

 17. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Lookman farinn til RB Leipzig á láni.

 18. Teddi skrifar:

  Bara sorglegt.

  Lookman getur alveg spjarað sig.
  Mangala? City hlæja alla leið í bankann að losna við þann launatékka.

  • Ari S skrifar:

   Við getum hlegið að hafa fengið hjá þeim 47 millur fyrir Stones.

   • Teddi skrifar:

    Já eins og hann hefur spilað síðan, þegar upp verður staðið,
    líklega fín kaup miðað við upphæðirnar í dag.

 19. Ari S skrifar:

  Frétt um að Aron Martin hafi verið á innkaupalistanum hjá Everton og verið búinn að semja um laun en Espanyol hafnað tilboðinu sem að Everton gerði. Vonandi verður hann keyptur í sumar.

  • Ari S skrifar:

   Aarón Martín Caricol (born 22 April 1997) Svona er nafnið hans skrifað.

%d bloggers like this: