Tottenham – Everton 4-0

Cenk Tosun fór beint í byrjunarliðið gegn Tottenham á Wembley í dag en byrjunarliðið var annars: Pickford, Kenny, Holgate, Jagielka, Martina, McCarthy, Gueye, Bolasie, Rooney, Gylfi, Tosun.
Bekkurinn: Schneiderlin, Williams, Lennon, Niasse, Calvert-Lewin, Lookman, Robles.

Það var nokkuð jafnræði með liðunum í fyrri hálfeik. Rooney fékk gott færi á 15 mínútu eftir frábæra sendingu frá Cenk Tosun, sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Everton, en Rooney hitti boltan ekki nógu vel og boltinn fór framhjá.

Everton fékk hornspyrnu á 25. mínútu sem Gylfi tók, Tosun vann skallaboltann og stýrir honum í átt að markinu, Rooney flikkar honum svo með hausnum inn í markið, en markið fékk ekki að standa þar sem línuvörðurinn flaggaði réttilega rangstöðu.

Það var svo á 26. mínútu sem dró til tíðinda, en þá kemur sending frá Tottenham þvert yfir völlinn þar sem Aurier er alveg laus og brunar inn í teig, Martina elti Son í stað þess að mæta Aurier, Aurier ætlar að skjóta, hittir hann ekki sem endar með frábærri „sendingu“ á Son sem leggur boltann inn í markið. Staðan því 1-0 fyrir Tottenham og varnarleikurinn alls ekki nógu góður þarna.

Nokkur hálffæri voru hjá báðum liðum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, staðan var því 1-0 í hálfleik fyrir Tottenham.

Tottenham mættu öflugir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu mark strax á 26. mínútu og var Harry Kane þar á ferðinni, sami línuvörður og flaggaði Rooney rangstæðan í fyrri hálfleik var svo seinn niður línuna að hann sá ekki að Kane væri rangstæður. Markið stóð því ranglega og staðan orðið 2-0. Lykil atvik í leiknum.

Lennon kom inn fyrir Bolasie á 57. mínútu.

Kane kom svo Tottenham í 3-0 þegar hann setti boltann inn eftir fyrirgjöf. Varnarleikurinn ekki til fyrirmyndar frekar en í hinum 2 mörkunum á undan.

Calvert-Lewin kom svo inn fyrir Cenk Tosun á 62. mínútu. Tosun var einn af ljósu punktum fyrri hálfleiks hjá Everton en eins og allt liðið sást lítið til hans í seinni hálfleik. Verður gaman að fylgjast með Tosun í næstu leikjum.

Schneiderlin kom svo inn fyrir McCarthy á 72. mínútu.

Það var svo á 81. mínútu sem Tottenham kláraði leikinn endanlega, þar sem þeir sundurspiluðu Evertonliðið sem endaði með því að Eriksen var slopinn í gegn og skoraði framhjá varnarlausum Pickford í markinu. Staðan því 4-0.

Leikurinn endaði 4-0 fyrir Tottenham og er nokkuð ljóst að liðið þarf að gera miklu betur.

Næstu tveir leikir eru heimaleikir gegn WBA og Leicester.

13 Athugasemdir

 1. Gunnþór skrifar:

  Við erum svo lélegir að það er bara vont mörgum ljósárum á eftir tottenham í fótbolta.

 2. Gestur skrifar:

  Þetta er handónýtt Everton lið. Þeir eru alveg drullulélegir og nú eru búnar 60 mín. og Everton ekki átt skot á markið.

 3. Ari S skrifar:

  Hvað verður Allardyce lengi hjá okkur?

 4. Ari G skrifar:

  Lýst ekki á þetta spái að Sam verði rekinn í sumar handónýtur þjálfari. Tyrkinn góður í fyrri hálfleik svo hvarf hann í seinni. Fann Holgate bestur en svakalega er Martina lélegur vill enda honum út í næsta leik að sækja Sunderland manninn strax í hans stöðu. Fyrri hálfleikur var svo ok en seinni hörmung.

  • Ari S skrifar:

   Pottþétt að Martina er að gera sitt besta en félagið á skilið skömm í hattinn fyrir að vera ekki búnir að ná í vinstri bakvörð. Sökin liggur alfarið hjá klúbbnum fyrir það finnst mér.

  • Orri skrifar:

   Sæll Ari G.Ég vona að hann fari mun fyrr því fyrr því betra fyrir okkur.

 5. þorri skrifar:

  bara ömurleigir eitt orð yfir það

 6. Finnur skrifar:

  Takk fyrir skýrsluna, Georg! Ég hélt að ég myndi ná leiknum í dag — hefði verið algjörlega idealt ef hann hefði verið klukkan þrjú eins og mig minnti (en ekki 17:30), því þá hefði ég verið með ykkur í betri stofunni hjá Elvari. En, kannski eins gott að ég missti af honum því ég hefði ekki fengið að koma aftur þangað í ljósi úrslitanna! 😉

 7. Gunnþór skrifar:

  4 skot á markið í síðustu 5 leikjum. Vá það er eitthvað ekki verið að gera rétt.

 8. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Tosun leit ágætlega út í þessum leik og virðist vera klókur og baráttuglaður leikmaður. Það verður örugglega snarlega barið úr honum.
  Annars ömurlegur leikur og í fyrsta skipti á ævinni gefst ég upp á að horfa áður en leikurinn klárast en þá voru 20 mínútur eftir og engin merki um að Everton næði svo mikið sem skoti á markið.

 9. Gestur skrifar:

  Tosun var mjög góður í leiknum og eini ljósi punturinn í þessum ömulega leik af Everton hálfu. Sam bíður nú erfiður tími að samfæra okkur að hann sé réttur stjóri og hætta að láta Gylfa líta svona ílla út leik eftir leik. Sam getur ekki lengur falið sig á bakvið það að það vanti framherja.

%d bloggers like this: