Everton – Bournemouth 2-1

Mynd: Everton FC.

Meistari Haraldur sá um skýrsluna í fjarveru ritara. Við kunnum honum bestu þakkir og gefum honum orðið:

Sæl öll,

Byrjunarliðið var svona: Pickford, Martina, Holgate, Williams, Baines, Gana, Schneiderlin, Klassen, Rooney, Calvert-Lewin og Gylfi. Bekkurinn var eftirfarandi Davis, Niasse, Kenny, Stekelenburg, Vlasic, Ramirez, Lookman.

Koaman gerði þar með þrjár breytingar á liðinu frá síðasta deildarleik: Holgate, Klassen og Calvert-Lewin koma inn í liðið. Rooney þar með að spila sinn 400. úrvalsdeildarleik.  Á flautunni í dag er Martin Atkinson.

Everton hefur spilað við Bournemouth fimm sinnum á síðustu tveimur árum. Everton unnið þrjá af þessum leikjum, gert eitt jafntefli og einu sinni tapað. Everton jafnframt unnið alla heimaleikina gegn Bournemouth hingað til.

Leikurinn hófst þannig að Bournemouth voru heldur sterkari og nýttu kantana til að koma boltanum fram, voru með tiltölulega hraða menn á köntunum. Eftir tiltölulega rólega byrjun þá jókst sjálfstraustið hjá Everton og menn voru að komast betur inn í leikinn. Fyrsta hálf-færi Everton átti Calvert-Lewin með skalla en framhjá.  Eftir ca. 10 mínútur á Gylfi skot af löngu færi sem fór yfir og Everton átti svo aukaspyrnu frá hægri hlið vítateigs. Úr henni varð svo hornspyrna sem Gylfi tók og átti Williams skot að marki en markmaður Bournemouth varði.

Schneiderlin fékk fyrsta gula spjald leiksins en það er alltaf slæmt að svona varnarsinnaður leikmaður fái spjald svona snemma í leik. Næstu mínútur einkenndust af töluverðu miðjuþófi, bæði lið þó að reyna að nýta kantana til uppspils. Eftir ca. hálftíma leik fór Rooney upp i skalla en varnarmaður Bournemouth sló hann með olboga. Þetta er brot innan teigs og kannski spurning um meira en ekki neitt, en Rooney þurfti að fara af velli þar sem sprungið hafði fyrir á augabrún og blóð lekið niður andlit hans. Rooney verulega ósáttur við dómarann á leið sinni af vellinum.

Undir lok fyrri hálfleiks átti Everton frábært færi þar sem Gana vann boltann og átti sendingu á Rooney sem skilaði honum inn í teig til Gylfa sem var að fara að skjóta á markið en rann til. Skotið þar með ekki nógu gott og endaði framhjá.  Staðan því 0-0 í hálfleik — alls ekki nógu gott hjá okkar mönnum en voru þó heldur skárra liðið í fyrri hálfleik.

Engar breytingar á liðinu í hálfleik, Everton byrjaði með boltann í seinni hálfleik og sótti strax en ekkert varð úr.  Strax eftir 5 mínútna leik í síðari hálfleik þá urðum við fyrir áfalli þegar Bournemouth komust yfir með marki frá King.  Frábært skot fyrir utan vítateig upp í vinstra hornið sem var illverjanlegt.  Rétt tveimur mínútum seinna áttu Bournemouth annað marktækifæri og ótrúlegt að þeir hafi ekki skorað.

Strax í kjölfarið tók Koeman tvöfalda skiptingu, inn komu Davis og Niasse og út fóru Klassen og hálfvankaður Rooney eftir höfuðhöggið í fyrri hálfleik. Ég er ekki viss um að Davis hafi verið í meira en mínútu inni á vellinum áður en hann var búinn að ná sér í gult spjald fyrir frekar ljóta tæklingu. Við þessar skiptingar eykst sóknarþungi Everton til mikilla muna og allt annar bragur á liðinu.

Um miðjan hálfleikinn kallaði Everton eftir vítaspyrnu þegar Lewin fór niður eftir samskipti við Ake en dómarinn hlustaði ekkert á þá.  Á sjötugustu mínútu var Everton svo nálægt því að jafna þegar Holgate á skalla sem markmaður þeirra náði ekki en varnarmaður bjargaði á línu. Á 77 minútu fór Koeman í þriðju og síðustu skiptinguna sína, inn kom Kenny í staðinn fyrir Martina.  Strax í kjölfarið kemur jöfnunarmarkið og hver annar var þar að verki en Niasse? Markið kom eftir stórkostlega sendingu frá Davis í gegnum miðja vörnina hjá Bournemouth, beint í hlaupaleiðina hjá Niesse sem tók við boltanum og þrumaði honum í markið. Frábær innkoma hjá varamönnunum.

Nú erum við að fara inn í síðustu 10 mínútur leiksins, það er sturluð tölfræði að í síðustu 4 viðureignum liðanna í úrvalsdeild hafa verið skoruð 8 mörk á síðustu 10 mínútum leikjanna.

Á 80 mínútu fær Niasse gult spjald en strax í kjölfarið fóru hlutirnir að gerast: Niasse skoraði sitt annað mark í leiknum eftir að Davis átti fyrirgjöf sem fór af varnarmanni og hátt upp í loftið. Niasse fór í skallann, markmaðurinn varði, boltinn út í teig þar sem Niasse vae mættur aftur og þrumaði honum í netið.  Mikil fagnaðarlæti á Goodison Park og stuðningsmönnum greinilega létt.

Í uppbótartíma átti Bournemouth aukaspyrnu rétt hægra megin við vítateiginn sem Pickford varði, en brotið á honum í leiðinni og átti Everton aukaspyrnu í eigin vítateig.  Leik lokið.

Bestu menn leiksins í dag voru miðjumennirnir Schneiderlin og Gana en svo var innkoma Niasse reyndar geggjuð. Gott að liðið skuli vera komið á sigurbraut aftur og vonandi höldum við áfram á sömu braut. Góðar stundir!

22 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Sá ekki leikinn, var í háloftunum þegar hann fór fram. En rakst á þetta:
    https://twitter.com/EvertonHub/status/911625600628125696

    🙂

  2. Finnur skrifar:

    Og mörkin komin á Youtube:

  3. Gestur skrifar:

    Nú segi ég burt með Koeman, hann er hálfviti.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Hann var algjör auli að stilla liðinu svona upp fyrir leikinn en hann var þó nógu skynsamur til að sjá að það var ekki að virka og gera nauðsynlegar breytingar.

      • Gestur skrifar:

        Hann gat bara ekki stillt vörninni upp öðruvísi með þrjá meidda miðverði, það neyddi hann til að spila 4-3-3 með Holgate sem miðvörð. En að vera búinn að vera með Nisasse út úr hópnum allan þennan tíma og nú er hann ekki í evrópuhópnum. Mér finnst Koeman alveg vera að gera uppá bak. Það á að hvíla Rooney, þetta ölvunar og hugsanlegt sambandslit er alveg að fara með hann og hann hefur ekki virkað í síðustu leikjum.

  4. Eiríkur skrifar:

    https://www.youtube.com/watch?v=_6hZWnTS9EY
    Þetta er áhuga verð greining á leiknum og liðinu.

  5. Diddi skrifar:

    ég vona að einhver leikmaðurinn bjóði Koeman á rúntinn á Ferrari til að hann átti sig á hvað hraði þýðir 🙂

  6. Ari G skrifar:

    Sigur er alltaf sigur. Ég er samt með miklum vonbrigðum með spilamennsku Everton núna í haust.

    • Ari S skrifar:

      Nafni, það er engin skylda að tala illa um liðið okkar… er það til að þóknast neikvæða klúbbnum? Nei….jóke….

      Vonbrigði eða ekki það var alltaf vitað að liðið með yfir 11 nýja leikmenn yrði smá tíma í gang. Ef að einhver hefur búist við meistaraspilamennsku hjá liðinu og það a móti frekar sterkum liðum, þá er sá hinn sami á villigötum með sínar væntingar. Tölum íslensku hérna það er engin skylda að skammast og væla yfir liðinu okkar. Ari G þú hefur ofta á tíðum skrifað mjög vel hérna en plís ekki fara yfir í neikvæða klúbbinn, við hinir megum ekki missa þig yfir…

      Kær kveðja, Ari S

  7. Finnur skrifar:

    Oumar Niasse í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/football/41381529

  8. Gunni D skrifar:

    Veriði rólegir strákar, þetta á allt eftir að slípast saman. Koeman veit alveg hvað hann er að gera. Menn þurfa tíma til að kynnast og þekkja hvern annan í leik.

    • Elvar Örn skrifar:

      Algerlega sammála. Að skipta út 70% af byrjunarliðinu frá seinustu leiktíð mun taka tíma að fínpússa.
      Erfitt prógramm að baki og verður gaman að sjá hvort þetta fari ekki að koma í næstu leikjum.
      Gylfi og Klaassen eiga t.d. báðir svakalega mikið inni og hef ég engar áhyggjur af öðru en að þeir muni sanna sig.

      Verður mjög áhugavert að sjá hvort að Niasse fái að byrja eitthvað í næstu leikjum en einhvers staðar las ég að Niasse væri ekki í Evrópu-hóp Everton, það er fúlt ef satt reynist.

      Svo erum við að styrkja okkur enn betur í Janúar þar sem ég hef fengið það staðfest að Edinson Cavani mun koma til Everton, það verður bara ansi flott.

      • RobertE skrifar:

        Hvaða heimildir eru þetta? Finnst ansi ólíklegt að Cavani komi í janúar þar sem Everton er ekki að fara að borga 200-300 þúsund pund í vikulaun. En þú hefur ekki haft rangt fyrir þér ennþá þegar kemur að leikmannakaupum þannig ætli við verðum ekki að treysta þér og hlakka til í janúar.

        • Ari S skrifar:

          Alls engar heimildir, þetta heitir slúður. Ábyggilegt slúður.

  9. Ari G skrifar:

    Nafni ég fer aldrei í neikvæða klúbbinn. Bjóst aldrei við að Everton mundi byrja vel með þessa erfiða leiki í byrjun. Ég var eini hér sem spáði Everton í 4 sætinu í vor. Ætla að halda mig við þá spá en það verður samt mjög erfitt. Héld að Utd, City og Chelsea séu með bestu liðin. Kannski væri best að Everton dytti út í Evrópukeppninni til að eiga sjens að vera fyrir ofan Tottenham, Liverpool og Arsenal. En framtíðin er björt hjá Everton með fullt af ungum efnilegum leikmönnum. Vonandi fer Koeman alltaf að spila 4-4-2 þurfum meiri hraða framávið.

    • Ari S skrifar:

      Gott svar nafni. Þetta var vel meint hjá mér… 🙂

      Já við hljótum að fara að rétta úr kútnum og tveir síðustu leikir/sigrar eru fín byrjun á því.

    • Orri skrifar:

      Er einhver neikæður klúbbur í gangi í okkar röðum ???????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????????

  10. Ari G skrifar:

    Hef miklar áhyggjur að við höfum selt Lukaku allt of ódýrt. Hefði Everton haldið sig við að fá 100 millur hefði það alltaf gengið upp og örugglega meira eftir bullið með Neymar sem hækkaði verðið á bestu leikmönnunum um 100%. Er eitthvað að ske með Barkley héld að það sé leikmaðurinn sem okkur vantar núna til að rífa Everton alvörulega upp. Finnst grátlegt að sjá öll stóru liðin blómstra með helsta framherja sinn Harry Keene, Lukaku, Morata og Aguerro. Koeman verður að breyta leikskipulaginu sínu eins og skot setja Gylfa inná miðjuna fyrir aftan sóknarmanninn eða setja Gylfa sem fremsta sóknarmann. Klaasen er frábær leikmaður en vantar reynslu í enska boltann grátlegt að Barkley sé meiddur núna.

  11. þorri skrifar:

    ég heimta sigur hjá okkar mönnum í kvöld get því miður ekki horft á hann.