Man Utd vs Everton 4-0

Everton tók á móti Manchester United á Old Trafford kl. 15 í dag.
Byrjunarlið Everton: Pickford, Williams, Jagielka, Keane, Baines, Martina, Gana, Schneiderlin, Davies,
Gylfi og Rooney. Bekkurinn: Stekelenburg, Ramirez, Mirallas, Klaassen, Besic, Calvert-Lewin og
Holgate.

Manchester United fékk algjöra draumabyrjun strax á 4. mínútu leiksins þegar Matic á sendingu á
Valencia sem tekur boltann viðstæðulaust á lofti fyrir utan teig og smellhittir hann og skorar,
óverjandi fyrir Pickford í markinu. Köld vatnsgusa í andliðið á Everton strax í byrjun leiks. Staðan því
1-0 fyrir United.

Fyrsta alvöru færi Everton í leiknum kom á 21. mínútu þegar Cuco Martina geysist upp kantinn á svo
fyrirgjöf fyrir og Rooney skýtur boltanum rétt framhjá. Aðeins meira líf komið í Evertonliðið á þessum
tímapunkti.

Everton var svo nálægt því að fá á sig mark á 25. mínútu þegar Keane á lélega sendingu úr vörninni
beint á Mata sem sendir á Lukaku sem setur boltann rétt framhjá.
Keane átti svo ágætist skalla á 27 mínútu eftir fína aukaspyrnu hjá Gylfa.
Það var á 29. mínútur sem Everton setti boltann í netið, Martina átti flotta fyrirgjöf á Davies sem
skallar boltann, De Gea ver og Gylfi nær frákastinu og skorar en línuvörðurinn búinn að flagga og því
ekkert mark.

Bæði lið skiptust á að sækja án þess þó að skapa sér mikið fram að hálfleik. Staðan því 1-0 í hálfleik
fyrir Manchester United.

Everton byrjaði seinni hálfleik með látum. Davies fór upp kantinn, sendir á Rooney, Rooney gerir vel
og kemst í flott skotfæri en De Gea ver. Óheppnir að ná ekki að jafna leikinn þarna.
Á 61. mínútu átti Cuco Martina fyrirgjöf sem endar hjá Gylfa sem nær skoti á markið sem De Gea ver
vel. Everton að þjarma að United í seinni hálfleik.

United fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teig á 64 mínútu. Boltinn endar í stönginni, Pickford var
mættur í hornið og hefði varið ef þetta hafi farið á rammann.

Sandro Ramirez kom inn á fyrir Tom Davies á 66. mínútu og svo kom Calvert-Lewin inn á fyrir Gana á
76. mínútu. Koeman að setja allt púður í að reyna að jafna leikinn.
Kevin Mirallas kom svo inn á fyrir Rooney á 82. mínútu en Rooney búinn að eiga flottan leik og búinn
að leggja mikið á sig í leiknum.

Staðan 1-0 á þessum tímapunkti Williams átti svo lélega sendingu úr vörninni, sendir beint á United leikmann, Lukaku sendir svo á
Mkhitaryan sem setur hann framhjá Pickford í markinu. Ótrúlega klaufalegt hjá Williams. Everton
búið að eiga álitlegar sóknir í seinni hálfleik til að jafna en staðann því orðin 2-0 fyrir Untied eftir 84.
mínútur.
Manchester fékk svo mjög ódýra aukaspyrnu á 88. mínútu þegar Lingard lætur sig detta fyrir utan
teig. Lukaku tekur spyrninuna sem fer í vegginn, boltinn berst á United leikmann sem sendir fyrir og
þar var Lukaku mættur til að klára og staðan því 3-0.
Á 90 mínútu átti Sandro Ramirez fínt skot sem De Gea ver. Everton fékk horn sem ekkert kom úr.

Manchester fékk svo vítaspyrnu á 92. mínútu þegar þegar Schneiderlin rennir sér og fær hann í
höndina. Martial tók spyrnuna og skoraði. Staðan því 4-0 fyrir United sem er í raun ótrúlegt miðað við
hvernig seinni hálfleikurinn spilaðist.

Lokastaðan 4-0 fyrir Manchester sem sagði ekki til um gang leiksins, sérstaklega þann seinni. Everton
liðið hrundi eftir að hafa fengið á sig þetta annað mark þegar Willams gerir sig sekan um slæm
misstök í vörninni. Bæði voru Rooney og Gylfi búnir að eiga flott færi til að jafna leikinn og því var
þetta algjör vatnsgusa að fá þetta mark í andliðið. Algjört hrun á liðinu eftir annað markið.

Næstu 4 leikir Everton í deildinni eru Sunderland á heimavelli, Bournmouth á heimavelli, Burnley á
heimavelli og svo Brighton á útivelli. Nú þarf liðið að gjöra svo vel og taka minnst 10 stig úr þessum
leikjum, helst 12.

7 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Sá ekki leikinn en skilst að þetta hafi verið aðeins skárri spilamennska en í síðustu leikjum og 4-0 hafi alls ekki verið verðskuldað.

  • Ari S skrifar:

   Ég sá leikinn og er sammála þessu. Við vorum að gera ágæta hluti gegn sterku liði. Einstaklingsmistök kostuðu okkur mikið í dag. Ég verð að viðurkenna að ég hætti að horfa þegar MU komust í 2-0 eftir hræðileg mistök hjá Williams. Fór í hestthúsið að mála, gat ekki meir.

   Eftir mjög erfitt prógram að undanförnu þá hef ég trú á því að lið okkar taki sig saman í andlitinu og geri góða hluti í nsætu leikjum. Það eru 4 heimaleikir framundan og nokkuð ljóst að liðið verður að fara að skila úrslitum og skora mörk.

   Mitt á meðal stuðningsmanna Everton á Old Trafford í dag var Oumar Niasse, spurjing um að gefa honum séns í næstu leikjum. Hann allavega sýnir stuðning.

   Ég er ekki með lausnir handa Koeman til að fara eftir og veit ekkert hvernig best væri að stilla upp liðinju en það er ljóst að sumir eru orðnir gamlir. Ég hef ennþá trú á því að honum takist að rífa liði upp og allt tal um að reka hann er fáránlegt finnst mér. Sjáum til eftir næstu 4 leiki sem allir eru á heimavelli.

   Kær kveðja, Ari.

   • Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég vil gefa Koeman séns fram í október, ef engin breyting hefur orðið á hlutunum um miðjan októbermánuð þá held ég að hann verði að fara.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

     Og fyrst að Niasse er ennþá í leikmannahópi Everton þá væri nú í lagi að prófa hann, við höfum engu að tapa.

 2. RobertE skrifar:

  Ótrúlega erfitt leikjaplan búið, núna þarf bara að keyra inn stigin í næstu leikjum

 3. Ari G skrifar:

  Þetta líkar mér miklu meira bjartsýnistal núna á síðunni. Núna vill ég að Koeman hætti þessarri vitleysu að spila 3-5-2-1 og fari að spila 4-4-2 eða 4-5-1. Vill sjá Klaasen í byrjunarliðinu fyrir aftan sóknarmanninn sá það í dag að Rooney var að spila 2 stöður sóknarmann og mann fyrir aftan sókn armann þetta gengur ekki lengur. Stór mistök að taka Gana útaf hefði skilyrðislaust byrjað að fórna t.d. Williams fyrst í dag. Þurfum greinilega að spila með 2 varnarsinnaða miðjumenn á móti sterku liðunum annars opnast vörnin oft illa. Rooney besti leikmaður Everton í dag en samt átti hann nokkrar misheppnaðar sendingar en endalaust barátta hans er ótrúleg.

 4. Gestur skrifar:

  Mér finnst þetta handónýt spilamennska hjá Everton, talandi um að eitthvað væri að gerast er hljómur einn. Það að spila með 7 í vörn getur ekki lífgað uppá sóknarleikinn en mér fannst Martina eiga góða spretti og stundum einmanna frammi. Þegar Koeman tók Gana útaf hrundi allt og Everton voru ráðalausir. Koeman heillar mig ekki neitt eins og hann er að spila og manni finnst eins og hann hafi ekki hugsað hvað hann var að kaupa í sumar, núna þarf hann að láta þá spila saman en það er bara ekki hægt og þetta kæruleysi að hafa ekki keypt framherja á eftir að kosta Koeman starfið.

%d bloggers like this: