Everton vs Tottenham

Mynd: Everton FC.

Landsleikjahléið er að baki og næsti leikur Everton handan við hornið — heimaleikur gegn Tottenham. Loksins komið að heimaleik aftur eftir strembna þriggja leikja hrinu á erfiðum útivöllum. Árangur þessara tveggja liða á tímabilinu er sá sami, fjögur stig eftir þrjá leiki (einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap) en leikjaplan Tottenham hingað til verið léttara (Newcastle, Chelsea og Burnley) en leikjaplan Everton (Stoke, Chelsea og City + Europa League leikirnir náttúrulega).

Það vakti nokkra athygli að Koeman sagði að bæði Nikola Vlasic og Oumar Niasse væru í hópnum sem mætir Tottenham en flestir áttu líklega von á að Vlasic myndi bíða betri tíma og að ferill Niasse með aðalliði Everton væri endanlega lokið. En svo er víst ekki og hann fær annan séns, en enn er víst spurning hvort hann og/eða Mirallas verði seldir til Tyrklands, en félagaskiptagluggi þeirra er enn opinn. Koeman bætti einnig við að Wayne Rooney myndi spila en hann var tekinn fyrir ölvunarakstur á dögunum.

Markvörður Everton, Pickford, meiddist víst á æfingu með landsliði Englands en þess ber þó að geta að hann var ekki á lista yfir meidda leikmenn fyrir Tottenham leikinn, sem eru mjög góð tíðindi ef rétt reynist. Bolasie, Funes Mori, Barkley og Coleman eru hins vegar allir meiddir þannig að líkleg uppstilling er: Pickford, Baines, Jagielka, Keane, Holgate, Schneiderlin, Gana, Lookman, Gylfi, Rooney, Sandro/Calvert-Lewin.

Hjá Tottenham eru Victor Wanyama, Danny Rose, Georges-Kevin N’Koudou og Erik Lamela frá og Kieran Trippier tæpur.

Leikurinn byrjar á laugardaginn kl. 14:00 og er sýndur í beinni á Ölveri!

7 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég er dálítið hræddur um að þessi leikur komi of snemma.
  Við erum með marga nýja menn sem enn eru ekki búnir að smella saman sem lið.
  Ég er þess vegna smeykur um að við töpum 0-2.
  En ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér því ég þoli ekki totteringham.

 2. Halli skrifar:

  Èg vil bara òska Gylfa til hamingju međ 28 àra afmæliđ ì dag

 3. Orri skrifar:

  Nú verða mínir menn að sína úr hverju þeir eru gerðir.

 4. Gestur skrifar:

  Þetta verður erfitt hjá okkar mönnum og ég spái 1-2 tapi. Vona svo að þetta fari að hrökkva í gang í framherja leysinu.

 5. Gunnþór skrifar:

  Held að við vinnum þennan leik 1-0.

  • Orri skrifar:

   Góðan dag Gunnþór.Ég ætla að vera í þínu liði í dag og spá okkar mönnum sigri.

 6. Gestur skrifar:

  Hvað asnalega uppstylling er þetta á liðinu og þá sérstak lega á Gylfa

%d bloggers like this: