Mynd: Everton FC.
Það styttist í að nýtt tímabil hefjist og orðið er laust í kommentakerfinu. Við komum til með að skella inn fréttum hér þegar eitthvað nýtt gerist — í öfugri tímaröð til að þið þurfið ekki að leita langt að nýjustu fréttum.
Nýjasti fréttalistinn:
04.08.17 Everton mætir Hajduk Split í næstu umferð Europa League.
02.08.17 Phil Jagielka skrifaði undir eins árs framlengingu á samningi sínum.
02.08.17 Kieran Dowell fór að láni í dag til Nottingham Forest, til loka tímabils.
20.07.17 Rudzomberok höfðu betur gegn Brann í síðari leik sínum við þá Europa League keppninni. Þeir unnu 2-0, og samanlagt 2-1 og verða því mótherjar Everton eftir tæpa viku.
20.07.17 Ungliðinn Joe Williams (20 ára miðjumaður) var lánaður til Barnsley út tímabilið.
19.07.17 Funes Mori og Barkley fóru báðir í uppskurð í dag vegna meiðsla og verða frá um nokkurt skeið, Barkley í fjórar vikur ca. en Funes Mori í 6-8 mánuði (hann meiddist í mars og þurfti aftur að fara í aðgerð).
18.07.17 Matthew Pennington var lánaður til Leeds til loka tímabils.
17.07.17 Cuco Martina gekk til liðs við Everton í dag, eins og fram kom hér.
17.07.17 Ungliðinn Courtney Duffus var seldur til Oldham fyrir ótilgreinda upphæð.
13.07.17 Fyrsti leikur á undirbúningstímabilinu var 2-1 sigurleikur gegn Gor Mahia í lokaleik Sportspesa Supercup.
13.07.17 Sunderland keyptu í dag tvo Everton menn: kantmanninn Aiden McGeady og fyrrum sóknarmann Everton James Vaughan.
12.07.17 Everton liðið er mætt til Tansaníu og athygli vakti að nokkrir fóru ekki með. Robles, sem hafnaði framlengingu á sínum samningi fór ekki með og heldur ekki Funes Mori og Barkley, sem báðir eru sagðir glíma við meiðsli. Yannick Bolasie, hins vegar, fór meiddur með — en hann er einnig meiddur.
11.07.17 Cuco Martina, hægri bakvörður Southampton, sem Koeman vildi fá til liðs við Everton fyrir ári er nú með lausan samning og sást kveðja liðsfélaga sína, í landsliði Curaçao, með virktum. Athygli vakti að myndbandið á Twitter var merkt #EvertonBound.
11.07.17 Everton gaf út treyjunúmer fyrir næsta tímabil og þar var ýmislegt sem vakti athygli. Oumar Niasse (munið þið eftir honum?) fékk númerið 34 en hann fékk ekkert númer á síðasta tímabili. Ungliðinn Shani Tarashaj fékk heldur ekki númer fyrir þetta tímabil, en hann meiddist á hné og verður frá um tíma. Í öðrum fréttum þá fékk Sandro níuna og Rooney tíuna.
09.07.17 Lukaku og Rooney skiptu um lið í dag, eins og fram hefur komið hér. Rooney kaupin staðfest en Lukaku salan reyndar enn óstaðfest.
08.07.17 Nýi sóknarmaður U23 ára liðsins, Boris Mathis, sem keyptur var fyrir U23 ára liðið, beið ekki boðanna heldur skoraði tvö mörk í sínum fyrsta leik — í 6-1 sigri U23 ára liðsins. Courtney Duffus, Morgan Feeney og Calum Dyson (með tvö) skoruðu hin mörkin en Josh Bowler, nýi kantmaðurinn frá QPR var felldur í teignum og sótti vítaspyrnu.
08.07.17 Everton staðfesti í dag Tyias Browning hafi farið á láni til Sunderland til loka tímabils.
08.07.17 Skv. frétt á Sky Sports er Lukaku nú í læknisskoðun hjá United eftir að Everton samþykkti 90M punda tilboð í hann.
07.07.17 Everton staðfesti að Anton Donkor, sem var á láni hjá U23 ára liðinu, hefði framlengt lán sitt um eitt tímabil.
07.07.17 Skv. frétt á Sky Sports er Josh Bowler í læknisskoðun hjá Everton en QPR ku hafa samþykkt annað tilboð Everton upp á 4.25M punda.
06.07.17 Ungliðinn og vinstri bakvörðurinn, Antonee Robinson, skrifaði undir tveggja ára framlengingu á sínum samningi við Everton.
06.07.17 Þar kom að því… Tilboði Man United í Lukaku samþykkt, skv. frétt á Sky Sports. Enn sem komið er óstaðfest samt… og ekki kemur öllum saman um hvort þetta sé rétt eða ekki…
05.07.17 Skv. frétt í Liverpool Echo er Everton búið að tryggja sér 60M punda lánalínu frá ICBC banka, sem gerir klúbbnum kleift að afgreiða félagaskipti hraðar en ella. Áður þurfti alltaf að semja sérstaklega við fjármálastofnanir um fjármögnun hvers og eins leikmanns (sem er tímafrekt) eða selja leikmenn áður en keypt var (sem einnig er tímafrekt). Nú er hægt að taka ákvörðun um kaup á leikmönnum og afgreiða fjármögnun í rólegheitunum með þekktum kostnaði við lántöku.
05.07.17 Lán Brendan Galloway til Sunderland til loka tímabils var staðfest í dag.
05.07.17 Everton staðfesti nú rétt í þessu kaup á ungum frönskum sóknarmanni Boris Mathis.
05.07.17 Skv. frétt á Liverpool Echo er Kevin Sheedy, þjálfari í akademíunni, hættur. Ástæðan var ekki gefin upp.
04.07.17 Skv. frétt á Sky Sports er Sunderland með augastað á þremur leikmönnum Everton: Brendan Galloway og Tyias Browning (að láni) og Aiden McGeady (til kaups). Toffeeweb segja að McGeady hafi verið seldur á 4.5M punda, sem — ef rétt reynist — er bara ansi gott söluverð.
04.07.17 Everton staðfesti í dag framlengingu á samningum Gethin Jones, Calum Dyson og Courtney Duffus um eitt ár (til lok júní 2018).
03.07.17 Everton staðfesti í dag kaupin á Michael Keane!
03.07.17 Everton staðfesti einnig í dag kaupin á Sandro Ramirez!
03.07.17 Skv. frétt á Sky Sports er Michael Keane í læknisskoðun hjá Everton þessa stundina.
02.07.17 Skv. frétt á Sky Sports var Everton að klára kaup á Sandro Ramirez í dag.
02.07.17 Liverpool Echo birtu þrjár greinar í dag: eina sem sagði að Everton væru á höttunum eftir Olivier Giroud en hraði Everton á markaðnum hefur komið ýmsum á óvart. Einn þeirra sagði að aðrir enskir klúbbar „líti nú hálf aulalega út í samanburðinum“ en tóku jafnframt fram að í framhaldinu gæti Everton þurft að sýna mikla þolinmæði, sérstaklega ef landa ætti stjörnu á borð við Gylfa. Spennandi tímar framundan.
01.07.17 Félagaskiptaglugginn opnaði formlega í dag og lokar aftur kl. 22:00 þann 31. ágúst.
01.07.17 Klúbburinn staðfesti í dag brottför tólf leikmanna, þmt. Arouna Kone og Connor McAleny og átta ungliða sem voru leystir undan samningi. Einnig var Cleverley seldur til Watford og Enner Valencia kláraði lán sitt og fór aftur til West Ham.
01.07.17 Ungliðinn Boris Mathis hjá Metz sterklega orðaður við Everton.
30.06.17 Everton staðfesti í dag kaupin á Henry Onyekuru.
30.06.17 Markvörðurinn og ungliðinn Louis Gray skrifaði undir nýjan árssamning við Everton.
30.06.17 Skv. frétt á Sky Sports og BBC virkjuðu Barcelona kaupklausuna í samningi Deulofeu og hann er því leikmaður Barcelona nú. Hann var keyptur á 4.3M punda árið 2015 en var ekki í náðinni hjá Koeman og fer til baka á 12M punda.
29.06.17 Skv. frétt á Sky Sports og BBC eru viðræður Everton við Burnley, um kaup á Michael Keane, langt komnar.
28.06.17 Sky Sports fóru yfir hvað þarf til að finna leikmenn á markaðnum á borð við Ademola Lookman.
27.06.17 Hrikalegt magn er þetta af leikmönnum sem hafa verið orðaðir við Everton að undanförnu…
27.06.17 Sky Sports segja að Everton sé búið að kaupa Henry Onyekuru. Sjá nánar hér.
26.06.17 Nú segir í frétt frá Sky Sports að Everton muni brátt tilkynna um kaup á ungliðanum Josh Bowler.
25.06.17 Hér er ágætis yfirlit frá Liverpool Echo um leikmannakaup Everton hingað til og hvað er framundan.
25.06.17 Skv. frétt í Liverpool Echo nældi Everton sér í annan sérfræðing úr njósnaneti Leicester, Ole Nielsen sem sérhæfir sig í skandinavískum leikmönnum.
22.06.17 Jordan Pickford og Mason Holgate komust í undanúrslit á EM U21 með enska landsliðinu þegar liðið vann Pólland U21 3-0.
20.06.17 Ungliðinn Danny Bramall, 18 ára miðjumaður, skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning til eins árs.
16.06.17 Hlutirnir að gerast hratt núna en Sky og BBC greindu frá því að miðjumaðurinn Davy Klaasen, fyrirliði Ajax sé mættur í læknisskoðun hjá Everton en búið sé að semja um kaup og kjör.
15.06.17 Everton staðfesti í dag kaupin á Jordan Pickford.
14.06.17 Skv. frétt á Sky Sports er Everton að skoða allt að 6 ítalska leikmenn, þrjá frá Inter og þrjá frá AC Milan.
14.06.17 Leikjaplan næsta tímabils var gefið út í dag. Upphafsleikurinn er heimaleikur gegn Stoke en svo fylgir erfitt prógram í kjölfarið. Sjá hér.
13.06.17 Everton var sagt hafa náð samkomulagi við Sunderland um kaup á markverðinum Jordan Pickford, eins og fram kom hér.
11.06.17 Frábær Everton dagur! Okkar maður Dominic Calvert-Lewin skoraði sigurmarkið fyrir England U20 í úrslitaleik á HM U20 ára liða. Næstum hálft byrjunarliðið samanstóð af Everton stjörnum: Kenny, Dowell, Connolly, Lookman og Calvert-Lewin en rétt að geta þess að Tom Davies var gjaldgengur í liðið líka, en fékk frí vegna mikils leikjaálags að undanförnu. Saman áttu þessir leikmenn fimm mörk og fimm stoðsendingar í leiðinni að úrslitaleiknum og okkar maður bætti við sjötta markinu, eins og áður sagði! Svo sigraði Ísland Króatíu 1-0, eins og við vitum, með marki frá Everton manninum Herði Björgvini Magnússyni!
11.06.17 Sögusagnir gerast háværari um að Sandro, Davy Klaasen og/eða Gylfi Þór séu á leið til Everton en ekkert í hendi enn. Sandro var reyndar sagður hafa mætt í læknisskoðun hjá Everton og sú frétt er komin á BBC þannig að kannski fer eitthvað að gerast bráðum. Sky sögðu einnig að Koeman og Walsh væru að skoða miðvörðinn Michael Keane hjá Burnley.
11.06.17 Andstæðingar Everton í SportPesa Super Cup þann 13. júlí verða Gor Mahia FC.
09.06.17 Klúbburinn tilkynnti formlega hverjir verða ekki lengur á launaskrá eftir tímabilið. Það eru: Arouna Kone (eins og vitað var) og Conor McAleny ásamt nokkrum úr U23 ára liðinu: Jack Bainbridge, Delial Brewster, Michael Donohue, Tyrone Duffus, Russell Griffiths, Connor Hunt, Josef Yarney og James Yates.
08.06.17 Guttarnir okkar í enska U20 ára landsliðinu voru að komast í úrslit á HM U20 ára liða með sigri á Ítalíu. Callum Connolly var á bekknum en Jonjoe Kenny, Dominic Calvert-Lewin, Ademola Lookman og Kiearan Dowell voru allir í byrjunarliðinu og Ademola Lookman með mark! Vel gert!
05.06.17 Ungstirnið Josh Bowler, hjá QPR, sem Everton eru sagðir á höttunum á eftir, mun hafa hafnað samningi sem QPR buðu honum.
02.06.17 Steve Walsh ræddi um áform Everton í sumarglugganum.
02.06.17 Ungliðinn Shayne Lavery skrifaði undir eins árs atvinnumannasamning við Everton.
31.05.17 Ademola Lookman var að tryggja enska landsliðinu sæti í átta liða úrslitum á HM U20 með tveimur mörkum í 2-1 sigri á Kosta Ríka. Stoðsendingarnar áttu einnig Everton menn: Jonjoe Kenny í fyrra markinu og Dominic Calvert-Lewin í því seinna.
30.05.17 Liverpool Echo renndu yfir mögulega andstæðinga Everton í Europa League.
30.05.17 Deulofeu virðist vera á leið aftur til Everton eftir lán hjá AC Milan.
26.05.17 Ungliðinn Jack Kiersey skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning við Everton fram til júní 2018.
25.05.17 Everton mun spila æfingaleik í Tansaníu við sigurvegara SportPesa Super Cup.
24.05.17 Oumar Niasse virðist vera á leið aftur til Everton úr láni frá nýföllnu liði Hull.
24.05.17 Planið fyrir sumarið er alltaf að skýrast en sagt er að Everton sé að fara að leika við PEC Zwolle 16. júlí, FC Twente 19. júlí og FC Groningen þann 22. júlí.
24.05.17 Veit ekki hvort maður á að eltast við alla þessa orðróma… en Sky greindi frá því að 3M punda tilboði Everton í ungliðann Josh Bowler hjá QPR hefði verið hafnað og að annað væri á leiðinni.
24.05.17 Markvörðurinn ungi, Mateusz Hewelt, lykilmaður í liði nýbakaðra Englandsmeistara Everton U23, framlengdi samning sinn við Everton til júní 2019.
22.05.17 Everton hefur staðfest að síðasti undirbúningsleikurinn á tímabilinu verður gegn Sevilla, sem á síðasta tímabili urðu fyrsta félagið til að vinna Europa League þrjú tímabil í röð.
22.05.17 Skv. UEFA mun Everton spila í þriðju umferð Europa League þann 27. júlí og 3. ágúst og með hagstæðum úrslitum taka þátt í umspili um sæti í lokakeppninni 17. og 24. ágúst.
22.05.17 Ungliðinn Nathan Broadhead, velski unglingalandsliðsmaðurinn og nýbakaður Englandsmeistari með Everton U23, skrifaði undir framlengingu á samningi sínum til 2020.
Nú byrjar þessi spenna fyrir alvöru, það verður spennandi að sjá hvað gerist. Ég tel að það þurfi að selja einhverja menn, eins og McCarthy sem er kominn í eitthvern skrítinn meiðslalimbó við landsliðið sitt. Kannski Jagielka sé kominn á tíma og Besic þegar hann er kominn í stand. En kaldhæðninn í þessum 14 stigum sem Everton fékk meira þá gera þau ekkert í stigatöfnunni. Everton væri í 7sæti með 14 stigum minna. Evrópudeildin mun greinilega trufla undirbúning liðsins og sumarfrí verður eitthvað minna. Ég ætla ekki að tjá mig um Lukaku og Barkley það skýrist væntanlega fljótlega. Áfram Everton, Stuðningsmaður nr:88
Vonandi bætir Everton öðrum 14 stigum næsta tímabil 75 stig ætti að duga í meistaradeildarsæti þá. Bjartir tímar framundan hjá Everton hvort sem Lukaku eða Barkley fara. Hef ekki trú að Barkley fari en héld að Lukaku elti peningina eða réttara sagt umboðsmaðurinn hans.
http://www.dv.is/sport/2017/5/23/fullyrt-ad-samningar-um-kaup-gylfa-seu-i-hofn-launakrofur-hans-gaetu-tho-gert-erfitt-fyrir/
Áræðanlegar fréttir 🙂
ég man ekki eftir því að dv hafi flutt áreiðanlegar fréttir og ég var að lesa að stærsti eigandi swansea hefur sagt að Gylfi sé ekki til sölu
Finnst mikill bjartsýni að ætlast að fá 50 millur fyrir Barkley. Eðlilegt verð fyrir hann er 30-40 millur ekkert gagn að setja of hátt verð fyrir hann ef enginn vill kaupa hann á þessu verði. Eins er það með Lukaku 100 millur er lika of hátt verð mundi segja eðlilegt verð fyrir hann 60-80 millur. Auðvitað vill ég halda þeim báðum en annars selja báða ef þeir skrifa ekki undir nýjan samning. Everton þarf að nota alla peninga til að kaupa nýja leikmenn. Skil ekki hvað er að hjá Barkley hef ekkert heyrt frá honum hvað vill hann gera skil þetta ekki?
Góðan dag Ari G.´Verður niðurstaðan ekki sú að bæði Barkley og Lukaku verða áfram hjá okkur þessar tölur sem nefndar eru í sambandi við sölu á þeim eru ekki raunhæfar.
Vonandi verða þeir áfram 4 nýjir leikmenn keyptir, markvörður, varnarmaður, miðjumaður og sóknarmaður þá er 4 sætið raunhæft markmið.
Engar fréttir af okkar liði er það gott eða slæmt?
Held það sé voða lítið að gerast hjá flestum liðum þessa dagana. Félagaskiptaglugginn ekki opinn og flestir í sumarfríum.
Fari hann til andskotans 🙂 http://sportwitness.co.uk/tottenham-player-gives-straight-indication-everton-transfer-preference/
Innihaldið í greininni er allt annað en fyrirsögnin gefur til kynna — klárlega ritstjóri að peppa upp fyrirsögnina til að reyna að gera greinina áhugaverðari en hún er. Greinin segir nefnilega að Ronald Koeman sé ólíklegur til að eltast við hann, í ljósi þess hvernig Sissoko kom fram við hann þegar hann fór til Tottenham og að frammistaðan Sissoko á tímabilinu með Tottenham hafi ekki hjálpað orðspori hans. Fyrirsögnin, hins vegar, er í hrópandi ósamræmi við þetta og er líklega bara enn eitt dæmið um clickbait. Hann er ekki að fara neitt, nema kannski aftur til Frakklands…
Sammála félagi.
Ég held að þetta sé bara týpiskt skúbb sem gula draslið (gula pressan) í Englandi er að reyna að búa til. En ég er sammála Didda fari hann til fjand….. (ekki Diddi sko)
Ef að menn vilja frekar fara til liða sem eru í meistaradeildinni til þess að sitja á bekknum verði þeim að góðu.
Ekkert að frétta byrjum að kaupa í lok àgùst tìmalega
Það er nú ennþá bara 4. júní … en já ég held þetta sé rétt hjá þér við byrjum víst ekki á þessu fyrr en í ágúst. Svona 25. ágúst væri fínt.
Svona svona, félagaskiptaglugginn opnar bara 10 júní 2017 og er opinn til loka ágúst. Tel anski ólíklegt að Everton bíði með öll sín kaup til loka gluggans. Geri ráð fyrir 5-6 nýjum mönnum hið minnsta.
ég held að það sé alveg lámark.Komi tími til að gera Everton að stórveldi á Englandi. Til þess þurfum eins og einn Gylfa sig of kanski fleiri til
Sæll þorri.Everton er stórveldi.
Kannski verðum við með fimm heimsmeistara í liðinu þegar tímabilið byrjar… þeir munu allir (hvort sem þeir verða heimsmeistarar eða ekki) banka hressilega á dyrnar næsta tímabilið… Callum Connolly, Ademola Lookman, Kieran Dowell, Jonjo Kenny og Dominic Calvert-Lewein. Þetta verður spennandi tímabil og það er ljóst að einungis mjööög góðir leikmenn verða keyptir, bara landsliðsmenn, heimsklassaleikmenn eða það er allavega mín krafa.
já kanski en það vantar titla í samnið.Vonandi kemur það
Enn og aftur virðist Everton sitja eftir og eru langt á eftir öðrum liðum í kaupum á leikmönnum, það er kannski ekki til neinn peningur!
Til gamans má geta að félagaskiptaglugginn opnar ekki fyrr en 1. júlí… 🙂
Lukaku búin að semja við nýtt lið djofull verður gott að losna við hann nenni ekki að hafa menn sem hafa ekki metnað eða þor til þess að leiða everton á hærri stall nú þarf að fara negla menn sem fyrst.
Furðulegt Lukaku er með 2 ára samning við Everton samt getur hann talað við önnur lið og samið um launakjör ásamt umboðsmanni sinnum sem fær fullt af peningum í vasann. Þetta sýnir persónuleika Lukaku farðu endilega Everton hefur ekkert að gera við menn sem fara sínar eigin leiðir án samþykkis félagsins. Býst við að þetta sé Chelsea. Lýst vel á að kaupa Sandro örugglega fínn leikmaður fæst á spotprís mundi samt hafa ljótt um þetta Everton áður en eitthvað annað lið stelur honum.
Ég verð bara feginn að losna við Lukaku. Jú vissulega getur hann verið frábær leikmaður þegar hann nennir og hann skorar fullt af mörkum, sérstaklega gegn slakari liðum. En hann er algjör rasshaus. Hann má taka sitt ofvaxna egó, troða því þversum upp í trompetið á sér og drulla sér aftur á bekkinn hjá chelski ef hann heldur að það sé eitthvað betra.
Mér líkar þetta Ingvar
ég spái því að við kaupum leikmenn fyrir nákvæmlega sömu upphæð og við seljum fyrir í þessum glugga. Þetta er ástæðan fyrir því að ungir og efnilegir menn vilja fara frá klúbbnum að það eru bara orðin tóm þegar kemur að loforðum um peningainnspýtingu. Það er búið að vera svo í mörg ár og því miður sé ég ekkert sem bendir til að það muni breytast. Við eigum auðvitað í erfiðleikum með að laða að okkur góða menn vegna þess að við erum ekki í meistaradeild. Við erum ekki einu sinni öryggir um að spila í Evrópu því það eru erfið lið sem við gætum mætt í umspili og ég vil meina að það yrði gæfuspor fyrir okkur að komast ekki í Evrópudeildina. Leikmenn sem við erum mest orðaðir við eru leikmenn sem birmingham og önnur neðrideildarlið eru á höttunum eftir og líklega einu leikmennirnir sem við eigum séns í. Þetta er einfaldlega blákaldur veruleikinn og allt í lagi að horfast bara í augun við hann 🙂 Svo er annað að þegar við erum að spá í einhvern góðan þá þurfum við helst að básúna það yfir alla 3-4 mánuðum áður til að það sé öruggt að einhver risanna komi og gleypi :(Eitt að lokum: Áfram Everton.
Fyrir óþolinmóða gengið er hér listi yfir hvað félögin eru búin að vera að bralla undanfarið:
http://www.skysports.com/football/news/11671/10903271/premier-league-ins-and-outs-all-the-top-flight-moves-in-the-2017-summer-transfer-window
Sýnist sem hægt sé að súmmera það í einu orði: sumarfrí.
mér er alveg sama hvað hin liðin hafa verið að bralla Finnur, ég veit bara hvað við „ætluðum“ að gera 🙂
Ég ætlaði ekki að gera neitt. Hvað ætlaðir þú að gera? 😉
Æ, ég sé það núna að mitt innlegg birtist sem svar við því sem þú skrifaðir, sem var ekki ætlunin. Var meira að hugsa um nokkur komment ofar. 🙂
við Everton
Takk fyrir daginn félagi. þetta er kór rétt hjá þér um hina varðar okuur nákvæmlega ekkert um.
Eru menn bjartsýnir eða svartsýnir er kemur að felagaskipta glugganum í sumar?
Það er klárlega missir ef bæði Lukaku og Barkley fara frá félaginu en ég er viss um að við fáum nokkra sterka í sumar. Einnig vona ég á Deulofeu verði áfram hjá Everton en Barcelona hefur rétt á að kaupa hann frá okkur í sumar á um 12 mills. Spurning hvað þeir hafa langan frest, veit það einhver?
Sammála mönnum hér að Lukaku er ansi málglaður varðandi hugsanleg félagsskipti en spurning hvort Vardy væri ekki flottur í staðinn fyrir kappann.
2-3 leikmenn Barcelona eru orðaðir við Everton og spurning hvort að tengsl Koeman við Barcelona geti aukið möguleikann á því að þeir selji þessa menn til Everton.
Alveg frábært að sjá hve vel ungu strákarnir í Everton eru að standa sig með U20 liði Englands en þeir eru komnir í úrslitaleik á HM U20. Úrslitaleikurinn fer fram kl 11 á sunnudaginn og er sýndur á Eurosport2.
Þar eru 4 flottir leikmenn Everton að gera flotta hluti og geta þeir allir orðið mikilvægir fyrir aðalið Everton á næstu leiktíð.
Hvað segið þið?
ég spái því að við kaupum leikmenn fyrir nákvæmlega sömu upphæð og við seljum fyrir í þessum glugga. Þetta er ástæðan fyrir því að ungir og efnilegir menn vilja fara frá klúbbnum að það eru bara orðin tóm þegar kemur að loforðum um peningainnspýtingu. Það er búið að vera svo í mörg ár og því miður sé ég ekkert sem bendir til að það muni breytast. Við eigum auðvitað í erfiðleikum með að laða að okkur góða menn vegna þess að við erum ekki í meistaradeild. Við erum ekki einu sinni öryggir um að spila í Evrópu því það eru erfið lið sem við gætum mætt í umspili og ég vil meina að það yrði gæfuspor fyrir okkur að komast ekki í Evrópudeildina. Leikmenn sem við erum mest orðaðir við eru leikmenn sem birmingham og önnur neðrideildarlið eru á höttunum eftir og líklega einu leikmennirnir sem við eigum séns í. Þetta er einfaldlega blákaldur veruleikinn og allt í lagi að horfast bara í augun við hann ? Svo er annað að þegar við erum að spá í einhvern góðan þá þurfum við helst að básúna það yfir alla 3-4 mánuðum áður til að það sé öruggt að einhver risanna komi og gleypi :(Eitt að lokum: Áfram Everton.
Ég sver það… Það bergmálar hér inni. 🙂
Kklukkan 11 á sunnudagsmorgun, Elvar takk fyrir þetta… 🙂
https://www.youtube.com/watch?v=W6zvHp7uvZk
Og fyrst við erum að þessu eru hér mörkin í leik Englands og Ítalíu á HM U20…
https://www.youtube.com/watch?v=EZv3vE_ie40
Svolítill heppnisstimpill á fyrsta og síðasta markinu, en Lookman afgreiddi sitt færi af stakri snilld.
Eru klasseen og sandro að detta inn?lítur allavega vel út með þá.
Dominic Calvert-Lewin búinn að skora og England komið í 1-0 eftir 38 mín.
Fjórir Everton menn í byrjunarliðinu í úrslitaleiknum: Jonjoe Kenny, Ademola Lookman, Dominic Calvert-Lewin og Kieran Dowell.
1-0 lokastaðan. Frábært tímabil fyrir guttana okkar: fyrst Englandsmeistarar og nú eru nokkrir þeirra orðnir heimsmeistarar líka. Vel gert!
er þessi Klaassen á leið til okkar. Það lítur út fyrir það. Er Gylfi þá ekki lengur inn í myndinni hjá okkur ég bara vona að það sé ekki. er þessi Klaassen góður leikmaður. Seigir sá sem ekki veit það. Er eitthvað meira að gerast hjá okkur veit enhver um það
framtíðin björt hjá Everton 4 Evertonmenn heimsmeistarar. Er ekki viss að Everton þurfi að kaupa sóknarmenn ef Lukaku fer. Frekar leggja áhersluna á að kaupa markvörð, varnarmann og sóknarsinnaðan miðjumann.
Strákar mínir það er ekki nóg að vera efnilegur.
Ég hef alveg óumræðilega gaman af því að Everton skuli eiga fimm heimsmeistara. Það vita allir bæði ég og þú að þessir fimm heimsmeistarar eru ekki að fara að halda Everton á floti á næsta ári. Þeir fimm eru bara hluti af því sem ég mun hafa gaman af á næstu árum. Við vitum alveg Gunnþór minn að það er ekki nóg að vera efnilegur en það má hafa gaman af þessum strákum og gaman af því hversu vel þeim gengur. Alls ekkert að því. Kær kveðja, Arii.
Sæll Ari.Það er virkilega gaman af því að menn úr okkar liði séu að gera það svona gott með landsliðinu vonandi að það skili sér sér jafn vel hjá okkar liði.
Sæll Gunnþór.Sumir leikmenn verða stundum bara efnilegir sem er bara ekki nóg svo einfallt er það.
Jordan Pickford til Everton 30 milljón punda, hvernig lýst mönnum á það?
Mér líst vel þetta Þetta vantaði hjá okkur.
https://www.youtube.com/watch?v=eLhzt7rNRBQ
Nú er Michael Keane að sögn á leiðinni til Everton einnig. Yrði mega sáttur við það.
Já og Jordan Pickford er búinn í medical hjá Everton.
Þá er það endanlega staðfest að Jordan Pickford er orðinn leikmaður Everton. Ég verð að telja þetta fínustu afmælisgjöf. Lýst hrikalega vel á að hafa þennan á milli stanganna næstu árin.
http://www.evertonfc.com/news/2017/06/15/pickford-signs
http://everton.is/2017/06/15/davy-klaassen-keyptur-stadfest/
er klassenn kominn hús líka
Enginn nýr leikmaður kominn!? Það komu tveir í gær en nú er kominn kvöldmatur og ekki komin tilkynning um svo mikið sem EINN nýjan leikmann??!?
Ég er brjálaður! Brjálaður, segi ég.
Þetta er ágætt í bili. Vill kaupa fáa en góða lýst ekkert á leikmennina frá Milanoborg. Vill fá Micheal Keane næst algjör forgangur og Sandro þá væri ég orðinn sáttur ef Lukaku og Barkley fara ekki annars kaupa Gylfa í stað Barkleys eigum nóg af ungum sóknarmönnum ef Sandro kemur .
Hvenær skrifar Gylfi undir?
Þetta byrjar á fullu 1. júlí held ég… vonandi ekki mikið seinna en þá sem að Gylfi skrifar undir hjá okkur. 😉
Svakalega er orðið rólegt aftur í leikmannakaupum Everton keyptu 3 um daginn svo er allt stopp. Gott að Milan maðurinn sagði nei við Everton nógu góður fyrir Arsenal. Veit ekki hvort Gylfi sé rétti maðurinn fyrir Everton allt of dýr fyrir 28 ára leikmann 40 millur okur. Vildi miklu frekar vilja fá William frá Chelsea kostar minna ca 25-30 mun fljótari en Gylfi en Gylfi er betri að verjast. Finnst þetta taka alltof langan tíma algjört bull hjá Everton að reyna að selja Barkley á 50 millur og Lukaku á 100 millur þurfum að lækka verðið á Barkley í 30 millur og Lukaku á 70 millur mega fara báðir mín vegna núna. Svo getur Everton keypt Sandro og kannski 3-5 í viðbót alls 7-9 leikmenn ætti að duga.
Félagaskiptaglugginn hefur enn ekki formlega opnað og til samanburðar má nefna að skv. listanum á Sky (http://www.skysports.com/football/transfer-deals) eru ansi mörg félög ekki búin að tilkynna ein einustu kaup á leikmanni (Tottenham, Chelsea, Crystal Palace, Southampton, Swansea, West Brom og Burnley þar á meðal). Í raun er Brighton eina liðið með fleiri kaup (þrjú) í aðalliðið en Everton og fastlega er búist við því að Everton tilkynni um þriðja leikmanninn þegar HM U21 er lokið.
> Finnst þetta taka alltof langan tíma algjört bull hjá Everton að reyna að selja Barkley á 50 millur og Lukaku á 100 millur
> þurfum að lækka verðið á Barkley í 30 millur og Lukaku á 70 millur mega fara báðir mín vegna núna.
Alls ekki að mínu mati. Lukaku á tvö ár eftir af sínum samning og klúbburinn *þarf* ekki að selja hann fyrr en eftir ár (ef hann framlengir ekki). Kæmi mér ekkert á óvart þó við fáum allavega eitt tímabil út úr honum í viðbót. En ef einhver *vill* borga eitthvað í nágrenni við 100 millur þá má alveg skoða það. Hvað Barkley varðar er staðan þrengri — hann á eitt ár eftir og eins og staðan er í dag sé ég ekki að hann verði mikið lengur hjá félaginu. Ég sé samt ekki að sé til neins að vinna fyrir Everton með því að flýta sér að losa sig við hann. Sé ekki að þau skilaboð hjálpi mikið til við að laða aðra leikmenn til félagsins og mér sýnist heldur ekki að félagið þurfi á Barkley peningunum að halda til að kaupa aðra leikmenn í staðinn. Og svo er félagaskiptaglugginn náttúrulega ekki opinn enn, eins og áður sagði. 🙂
Barkley er allt í einu orðinn hikandi að fara. Vonandi breytir hann um skoðun og verður áfram. Sé engan tilgang að Lukaku verði áfram meðan hann hagar sér svona. Vill ekki hafa leikmann sem er ekki með hjartað hjá félaginu nema hann breytir um skoðun en þá verður hann að skrifa undir nýjan samning alls ekki taka sjensinn á að hafa hann eitt ár í viðbót ef hugur hans er annars staðar. Finnst 70-80 millur fínn peningur fyrir Lukaku enginn er ómissandi vildi frekar hafa Barkley áfram en Lukaku.
> Finnst þetta taka alltof langan tíma algjört bull hjá Everton að reyna að selja Barkley á 50 millur og Lukaku á 100 millur
> þurfum að lækka verðið á Barkley í 30 millur og Lukaku á 70 millur mega fara báðir mín vegna núna.
—————————————————
Ég les ekki alla pósta hérna en hver skrifaði þetta bull Finnur?
Ég gerði það nafni. Sé ekkert eftir því. Vonandi breytir Barkley um skoðun og verður áfram. Héld að það sé best fyrir liðið að Lukaku fari mín skoðun þótt eigandinn fái bara 7o millur fyrir hann en ég hugsa um allt liðið eins og Ferguson sagði einu sinni enginn er stærri en liðið. Eins ef Lukaku vill allt í einu skrifa undir nýjan samning þá er það bara gott en ég stend með Koeman ef menn vilja ekki skrifa undir samning eiga þeir að fara samanber Barkley.
Já sorry nafni ég ætlaði ekkert að vera grimmur við þig. en mín hugsun er sú að við eigum ekkert að vera að hugsa of mikið um það hvað þeir kosta þessir blessuðu leikmenn. Ég vil hafa þá báða áfram í liðinu okkar en ef einvher vill kaupa þá þá verað þeir að borga það sem upp er sett. Málið er að Everton er ekki að reyna að losna við þá heldur eru hin liðin að reyna að fá þá og að sögn vilja þeir báðir fara. (en vitum við það?) Þess vegna eigum við ekki að lækka verðið. Kær kveðja, Ari S.
Næsti kominn :
Henry Onyekeru 20 ára sóknarmaður sem var að ég held markahæstur í Belgíu í fyrra með Anderlecht. Veður samt lánaður næsta vetur til Anderlecht þar sem hann fær ekki atvinnuleyfi í UK fyrr en að ári liðnu að ég held. Kostar um 7 Mills.
http://www.skysports.com/football/news/11671/10928800/everton-agree-deal-for-nigerian-striker-henry-onyekuru
Markahæstur með *Eupen* á síðasta tímabili (ásamt öðrum sem skoraði jafn mörg mörk) og verður lánaður til Anderlecht á þessu tímabili.
http://everton.is/2017/06/27/henry-onyekuru-keyptur/
This just in
Just had a message Barkley has signed a 5 year deal more to follow
Yesss
Col
Hvaðan hefur þú það?
Segi þér það þegar það verður staðfest Officially 🙂
Ég á erfitt með að sjá hvers vegna svoleiðis tilkynning myndi dragast á langinn. Um leið og hann skrifar undir þá er fréttin tilbúin á official síðunni…
Hann er í sumarfríi og kemur heim á föstudaginn, þá verður þetta tilkynnt.
En ég hef nánast alltaf rétt fyrir mér varðandi komandi leikmannakaup. Segjum bara að þú skuldir mér einn kaldann ef þetta reynist rétt 🙂
Það er erfitt að sjá á eftir einum köldum á minn kostnað ofan í þig, þannig að já. Ef Barkley skrifar undir þá er ég alveg til í að splæsa á þig stórum ísköldum bjór. 🙂 Þremur ef Lukaku er næstur til að framlengja! 🙂
vonandi er það nú bara vondur draumur hjá þér Elvar
Athyglisvert…
Michael Keane to choose Everton over Liverpool
https://www.nsno.co.uk/everton-news/2017/06/michael-keane-choose-everton-liverpool/
Innan fjögurra daga mun Everton tilkynna 2 nýja leikmenn eða framlengingu lykilmanna. Allt að gerast.
Þetta mun vera rétt hjá þér Elvar.
Ramirez og Keane staðfestir eins og ég sagði „innan fjögurra daga“. Ég er geðveikt góður spámaður þó ég segi sjálfur frá 🙂 Ætla að leggjast undir feld og sjá hvort ég sé kaup á Gylfa fyrir, læt vita niðurstöður á morgun.
Tekið af Facebook síðu Gylfa (líklega þó ekki skrifað af honum) :
https://m.facebook.com/GylfiSigurdsson23/#!/story.php?story_fbid=1394477650617382&substory_index=0&id=113706328694527&__tn__=%2As
http://www.skysports.com/football/news/11096/10931576/everton-target-michael-keanes-battle-to-become-premier-league-star
Hérna er mjög góð grein um Michael Keane sem var hjá Manchester United á sínum tíma undir handleiðslu Sir Alex Ferguson.
Gerard Deulofeu farinn aftur til Barcelona, frekar súrt en vonandi fær hann að spila þar eða verður á láni hjá Everton á næstu leiktíð.
Til hamingju með daginn, Albert Gunnlaugsson — heiðursélagi, fyrrum formaður og stofnandi Everton klúbbsins á Íslandi! 🙂
Everton var að staðfesta Sandro Ramirez:
http://everton.is/2017/07/02/sandro-ramirez-keyptur/
Fín afmælisgjöf fyrir Albert! 🙂 Vonandi að Michael Keane fylgi í kjölfarið í dag.
NÆÆÆÆÆÆSTIIIII!
http://everton.is/2017/07/03/michael-keane-keyptur-stadfest/
Heyrist Rooney verða næstu kaup Everton. Reyndar free transfers en fær góð mánaðarlaun. Skiptar skoðanir en ég er thrilled. En ég vil Gylfa líka.
Ég er mjög klofinn í afstöðu minni gagnvart Rooney; finnst tilhugsunin bæði jákvæð og neikvæð. Ef United eru tilbúnir láta hann á free transfer, eins og sagt er, þá er ég til í að skoða það. Svo eru líka hlutir sem maður hugsar síður um en eru partur af pakkanum:
http://www.bbc.com/sport/football/40502079
„Rooney’s best days may be behind him but he still retains a global status – making him the perfect acquisition as Everton continue their fiercely ambitious strategy of demonstrating their determination to be major players once more. He remains one of the most marketable players in England. Everton don’t have anyone who comes close.“
Ég er kannski á móti mörgum en ég vil ekki sjá Rooney koma, veit að hann myndi örugglega auka treyju sölu eitthvað en held bara að við höfum ekkert við hann að gera..
Þetta er ekki eins og þegar við vorum að fá Gazza og Ginola, svo langt frá því. Við þurfum hann ekki og akkúrat þess vegna er ég ánægður með að hann skuli koma til okkar núna. Gæti gert gagn.
Þarna stöndum við seyðfirðingarnir saman.
ég hlýt að vera Seyðfirðingur 🙂
Sæll Diddi.Ég veit að þú vildir vera seyðfirðingur en því miður fyrir þig okkur seyðfirðinga ertu þú það ekki,en Einnar getur st´ttað af því.
Ég las þessa grein í dag. Þetta rugl sem að bbc skrifar þarna í endann skiptir akkúrat engu máli. Hvort að við höfum eða höfum ekki einhvern sem er eins og hann. Ég held að blaðamaður bbc hafi skrifað þetta til að „hugga“ stuðningsmenn Manchester United. En hvað veit ég, þetta eru bara mínar hugleiðingar. Kær kveðja, Ari.
Sjöundi leikmaðurinn kominn í hús:
http://everton.is/2017/07/05/boris-mathis-keyptur-stadfest/
https://www.nsno.co.uk/everton-news/2017/07/reports-everton-agree-fee-sigurdsson/
Everton samþykkir að borga 32 milljónir punda fyrir Gylfa Sigurðsson. Gott fólk, búið ykkur undir stórtíðindi á næstu dögum. Það ætla ég að gera.
kær kveðja, Ari
ps. Diddi ertu ekki örugglega að lesa þetta 😉
Nýjasta slúðrið er að Everton sé að reyna að fá til sín Edin Dzeko, bara nett slúður sem komst bara í netmiðla nú seinnipartinn. Einhvers staðar kemur fram að hann sé enn í eigu Man City en Wikipedia segir hann vera nú orðinn leikmann Roma (var þar fyrst á láni). Hann var að standa sig ansi vel í fyrra og er ég ekki að sjá að Roma vilji selja mann sem skorar 29 mörk í 37 leikjum. Dzeko er orðinn 31 árs og hefur skorað 50 mörk í 85 landsleikjum með Bosníu.
Að sögn stefnir Everton að ná inn 3 leikmkönnum til viðbótar áður en glugginn lokar. Þetta segir Jim White eftir samtal við Moshiri en Jim þessi er fréttamaður hjá Sky Sports og er einhverra hluta vegna með nokkurs konar beinan aðgang að Farhad Moshiri að því er virðist (nei ekki grín).
Væri til í Gylfa og Giroud þá væri ég að verða nokkuð sáttur.
Giroud vantar hraðann til að vera toppstriker í deildinni
Hann er hugsaður í boxið hann skorar nánast í hverjum leik.
nú er það? það er eitthvað sem við þurfum ekki, spilum öðruvísi
Er ekkert að frétta af Gylfa maður getur ekki unnið með þessu.
Lítið sem ekkert að frétta varðandi Gylfa í dag. Sögur segja samt að eigi að verða af þessum kaupum verði það fyrir mánudaginn næsta, annars munu Everton snúa sér annað.
Plís Gylfi, komdu í Everton, þín og mín vegna 🙂
Las í dag að Swansea fari utan í sínu Pre-Season eftir tvo daga og menn tala um það að samningur verði líklega gerður innan 48 klst og niðurstaðan muni ráða því hvort Gylfi fari með í þann túr eða ekki. Spennandi maður, spennandi.
Á morgun, fimmtudaginn 11 júlí, er fyrsti leikur Everton á Pre-Season gegn Gor Mahia. Komið hefur fram að Rooney spili 45 mínútur í þeim leik.
Ég ætla að að gerast „Official member“ að Everton sem fjallað hefur verið um hér áður og kostar 25$ og gefur ýmis fríðindi þar með talin aðgang að líklega þremur Pre-Season leikjum og margt fleira. Vita menn hver munurinn er á aðgang sem heitir „adult“ og „international“ hef ekki séð muninn? Anyone?
Ætla að kaupa þennan aðgang til að geta horft á leikinn á morgun.
gallinn er bara sá að að morgun er 12. júlí og þá er líka miðvikudagur hér fyrir norðan a.m.k. annars er þetta bara nokkuð góður pistill hjá þér Elvar minn. 🙂
er ekki bara verið að meina utan Englands þegar þeir tala um International ?
Búinn að kaupa þetta International
Ég tók eftir þessu líka (adult og international). Er með tengilið úti hjá klúbbnum sem ég skal spyrja.
Ég keypti international líka en sá hvergi hver munurinn á því og adult væri.
Já og rétt Diddi, það er miðvikudagur á morgun en ekki fimmtudagur en svona gerist alltaf þegar maður er kominn í sumarfrí.
Fer svo ekki að styttast í árshátíð Everton?
Ég keypti aðgang um daginn, er með Adult. En veit ekki munin á milli Adult og International. Bkíð eftir svari frá tengiliðnum finnur 🙂
Svarið frá tengiliðnum kom mér á óvart því mér sýnist enska útgáfan hafi bara tvennt fram yfir International: gefur meðlimum *forgang* á biðlista fyrir ársmiða og aðgang að einhverju margmiðlunarefni sem ég sá ekki í International útgáfunni (exclusive digital content, including feature interviews, audio match commentary and analysis). En þar með er það upptalið og það virðist vera betri díll að vera með International útgáfu, ef ég á að segja eins og er því sá listi er töluvert lengri…
Hér er heildarlistinn yfir það sem við fáum með International áskrift:
Benefits:
– Free Entrance to Everton Ladies home games^
– Free Entrance to Under-23s home games^
– Priority access to home match tickets^
– Option to join the Season Ticket waiting list for 2018/19 season
– Access to five live streamed fan events
– Everton podcast and live commentary for all first team games
– Live streaming of selected pre-season and Under-23 games (subject to availability and scheduling)
– Matchday analysis with ambassadors (including live Q&A sessions)*
– Enhanced weekly Everton Show and monthly exclusive player interview
– Birthday card for juniors
– Chance to win tickets for events in quarterly prize draws and competitions
– Access to a Junior Party
– Gifts/Merchandise
– A welcome pack including an official membership card
– Ability to vote on Club initiatives and shape decisions
– Enhanced cashback via Everton Rewarded to purchase Everton products
*Available for selected fixtures
^ Subject to availability.
2. Types of Membership
2.1. Membership of the Membership Scheme will be made available to individuals at the Club’s sole discretion. The Club currently has four (4) Membership Schemes as follows (as may be amended by the Club from time to time):
Adult
available to individuals aged 18 or over as at the date of initial purchase of the Membership
International
available to individuals who are not residents of the UK
Young Blues
available to individuals aged between 5 to 17 years old as at the date of initial purchase of the Membership
Infant
available to individuals aged 4 or under as at the date of initial purchase of the Membership
eins og mér datt í hug og reit hér að ofan. International fyrir þá sem eru fyrir utan Bretland 🙁
Bara svona til að leiðrétta, þá er leikurinn ekki á morgun heldur fimmtudaginn 13 júlí. Þar hafið þið það.
Barklay var skilinn eftir heima vegna meiðsla í nára.
Bolassie fór samt með þó hann sé ekki leikfær.
Ég er ekki að kaupa þessa skýringu með Barklay, en þið?
Bolasie er nánast heimamaður á þessum slóðum og er mjög vinsæll í Afríku. Og hann vill vera áframhjá Everton. Það vill Barkley EKKI!
Cuco Martina er á leiðinni til Everton. Besta mál, enda hægri bakvarða staðan vandamál í fjarveru Coleman.
Er einhver með símanúmerið hans Gylfa Sig? Þarf að ná aðeins af honum, er áríðandi.
http://www.independent.co.uk/sport/football/transfers/gylfi-sigurdssons-everton-transfer-closer-swansea-pre-season-tour-a7838736.html
Þú hefur þá náð tali af honum Elvar.
Ég hallast að því að það nái ekki saman nú í upphafi leiktíðar að landa Gylfa.
En ætla þess í stað að spá; Swansea muni verða í ströggli frá upphafi nýs keppnistímabils, Gylfi mun fara fram á sölu um áramótin. Metnaður, hæfileikar og dugnaður hans eiga að haldast í hendur við ferilskránna. Gylfi verður leikmaður Everton á keppnistímabilinu 😉
Hann fer ekki með til usa þannig að það er eitthvað í gangi hef trú á því að hann komi á næstu 48 stundum. Og þá þarf að fara að plana ferð sem fyrst í haust ???
Það er náttúrulega algjörlega ljóst!
Þurfum á Gylfa að halda til að búa til mörk. Finnst hann of dýr samt en Everton fær sennilega 90 millur fyrir Lukaku með tímanum svo það er allt í lagi að borga 40 millur fyrir Gylfa og hann virðist vera opinn að koma til Everton fyrst hann er svona óviss um framtíð sína annars hefði hann sagt nei við Everton strax. Hef mikla trú á Sandro þótt ég hef aldrei séð hann spái að það verði bestu kaup Everton í sumar miðað við verð og gæði 5 millur er brandari. Þurfum svo bakvörð lýst vel á hann frá Southampton kostar ekkert. Vill ekki sjá Benteke þá er Giroud mun skárri kostur er frábær í loftinu sérstaklega ef Gylfi kemur. Samt treysti ég alveg Sandro, Rooney og hina ungu til að leysa Lukaku af.
Sammála þér Ari með benteke hann er latari en mirallas á vellinum.
Væri flott að fá Giroud og Gylfa.. gæti komið flott út. Þó svo að Barkley hafi verið í uppáhaldi hjá mér, þá held ég að það ætti bara að láta hann fara eitthvert annað… gæti blómstrað hjá öðru liði.
Er Gylfi peninganna virði? Tveir spekúlantar kíktu á málið og komast að mismunandi niðurstöðu…
Einn segir nei…
http://www.skysports.com/football/news/11671/10947289/gylfi-sigurdsson-to-everton-is-the-swansea-man-value-for-money
en annar já…
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/stats-justify-evertons-interest-40m-13329417
Veit alveg hvað flestir hér myndu segja… 🙂
ég segi nei
Góðan daginn Diddi, sem betur fer eru Walsh og Koeman stjórar í leikmannamálum hjá Everton.
Ég segi já
Spurningin er, hvað er til af peningum? Peningar eru nefnilega einskis virði……………….. fyrr en þú eyðir þeim.
Við erum að komast að því, með hverri vikunni sem líður í þessum glugga, hversu mikið er til af peningum — og svörin halda áfram að koma okkur á óvart… En það er samt ekki nóg að eyða peningunum; það er lykilatriði að eyða þeim *rétt* og þar þarf að koma saman bæði rétt leikaðferð og réttir leikmenn fyrir þá leikaðferð sem á að spila. Leicester náðu þessu tvennu þegar þeir urðu meistarar og nú setjum við traust okkar á Steve Walsh að hann geti endurtekið leikinn með Everton.
Steve Walsh er bara eins og allir aðrir kallar, hann spottar stundum góða menn en hann hefur líka keypt rusl og algjör flopp þannig að hann er enginn guð almáttugur og tala um að hann endurtaki leikinn er verið að gera lítið úr Ranieri að mínu mati. Þarna small einfaldlega allt saman og Walsh á ekkert frekar heiðurinn að því en hver annar. Við skulum því varast að setja allt okkar traust á hann
Góðan dag Diddi.Ég er þér algjörlega sammála í þessu.Það er ekki allt gull sem glóir hvað leikmenn varðar.
Diddi! Þú gleymir aðalatriðinu.
Að segja að aðrir skuli ekki gleyma Ranieri og á sama tíma þá gleymir ÞÚ sjálfur RONALD KOEMAN!
Þarf ég að segja meira?…. Nei helt ekki…
hvar gleymdi ég Koeman í þessu máli Ari minn, ég er ekki að skilja núna
Ari S, hvort haldið þið Finnur að það hafi verið Koeman eða snillingurinn Walsh sem ætlaði að kaupa Moussa Sissoko í fyrra, leikmann sem tottenham verður að borga til að losna við ? 🙂
https://royalbluemersey.sbnation.com/2017/7/18/15982492/everton-transfer-news-gylfi-sigurdsson-swansea-city-latest-koeman-walsh
Þetta er frábær grein sem ég hvet alla til að lesa.
Ljóst er að Everton mætir Ruzomberok frá Slóvakíu í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar. Ruzomberok gerði sér lítið fyrir og vann síðari leikinn gegn Brann í annari umferðinni með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli Brann eftir að hafa tapað heima þar sem Brann skoraði eina mark leiksins.
Fyrri leikurinn fer fram eftir viku, þ.e. næstkomandi fimmtudag þann 27 júlí og fer fram á Goodison Park. Liðin mætast síðan í Slóvakíu viku síðar.
„Manchester United legend Ryan Giggs says Swansea City star Gylfi Sigurdsson could thrive at Everton alongside Wayne Rooney“
Hérna er ágætis lilnkur til að lesa á ensku:
http://www.walesonline.co.uk/sport/football/transfer-news/manchester-united-legend-ryan-giggs-13369680
Athyglisvert að sjá Fréttablaðið í dag, Lukaku í rauðu, Rooney í bláu, Gylfi í…bláu og ómerktu? Semsagt mikil óvissa í gangi þannig hann fær bara lit en ekkert lið.
Viðræður um Gylfa halda áfram við ákveðinn klúbb, skv. stjóra Swansea. Ég les í þetta viðtal að Everton sé við það að landa honum og mögulega sé verið að skoða eftirmann fyrir Gylfa, það muni gerast fljótlega og þá gangi þetta í gegn.
http://www.skysports.com/football/news/11671/10970844/swansea-city-boss-paul-clement-confirms-gylfi-sigurdsson-transfer-talks-are-ongoing
Þetta verður frábært að fá Gylfa til okkar.
halló kæru félagar mér sýnist að GYLFI sé bara kominn ég er kátur með það ÁFRAM EVERTON
Kieran Dowell að blómstra í sínum fyrsta leik með Nottingham Forest, frábært það og bjóst ekki við öðru reyndar:
http://www.toffeeweb.com/season/16-17/news/35288.html
Ég er með hugmynd. Veit að Chelsea hefur áhuga á Barkley. Væri alveg til að skipta á Barkley og Diego Costa sem mundi spila með Everton í 1 ár og selja svo hann til Atleco Madril næsta sumar af ósk hans hægt að setja þetta ákvæði í samningnum hans svo hann mundi samþykkja að koma til Everton. Gott að fá reynslubolta í sóknina og gleyma Giroud og Benteke enda er Costa mun betri leikmaður en þeir.
„No more ‘little Everton’, content with seventh and the odd rousing Goodison night; this is a club that wants to take big strides, that seeks to challenge the established order, whether now or in the not-too-distant.“
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/sport-opinion/everton-royal-blue-summer-sent-13434703
Riyad Mahrez fór fram á sölu frá Leicester í vor og í nýju viðtali við Sky þá vill hann klárlega fara en aðeins Roma hefur boðið í hann og því tilboði hafnað. Það tilboð var að ég held um 25m,því bíður Everton ekki í þennan kappa td um 30m? Væri flott viðbót í Everton.
Svo verðum við að klára kaupin á Gylfa áður en Tottenham og Liverpool selja sýna bestu menn til Barcelona og vantar menn eins og Gylfa, vil að þetta klárist nú um helgina.
ég mundi neita að fara til Everton ef ég væri Gylfi. Það er ekki eins og við höfum einhverja trú á honum, hvaða helv. máli skiptir hvort greiddar eru 35 milljónir punda eða 48 milljónir !!! Ég vil hann reyndar ekki fyrir þessa upphæð. En að kaupa Mahrez………hann er alltof fljótur fyrir okkur. Öll kaup hafa verið í þá átt að hægja á liðinu. Það vantar allan hraða í þetta lið. Ég hef áhyggjur 🙁 Og svo lánum við út allt tímabilið bestu ungliðana okkar. Kenny að mínu mati miklu betri í hægri bak en þessi stjúpsonur Koemans hann martina 🙂
Rólegur herra jákvæður
alveg pollrólegur en finnst samt flestir leikmenn okkar rólegri (hægari) 🙁
Gylfi var ekki í leikmannahóp Swansea I dag í þeirra seinasta leik á undirbúningstímabilinu gegn Sampdoria. Hann er að koma strákar.
http://m.fotbolti.net/news/05-08-2017/gylfi-tekur-ekki-thatt-i-sidasta-aefingaleik-swansea
Ég vona Gylfa vegna að hann losni frá Swansea. Þetta er alltof þungur vagn að draga fyrir 27 ára gamlan lykilmann í íslenska landsliðinu , enskt úrvalsdeildar lið í fallbaráttu ár eftir ár. Þess vegna vil ég fá hann til Everton plús það að ég held að við höfum mikil not fyrir svona dugnaðarfork sem Gylfi er.
http://www.visir.is/g/2017170819260/ekkert-lid-i-ensku-urvalsdeildinni-med-fleiri-evropumeistara-en-stoke
Finnst alltaf merkilegt þegar fréttamenn kynna sér ekki betur önnur lið en Arsenal, Liverpool, Man Utd, Man City og Chelsea.
Everton er með 2 Evrópumeistara í sínu liði, Wayne Rooney og Sandro Ramirez, þó svo að Sandro spilaði ekkert í úrslitaleiknum þá spilaði hann 3 leiki og fékk medalíu og viðurkenningu þegar Barcelona vann Meistaradeildina 2015.