Swansea vs Everton

Mynd: Everton FC.

Þetta tímabil er farið að styttast í annan endann og næstu mótherjar Everton eru Gylfi Sigurðsson og félagar í Swansea í 36. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Dominic Calvert-Lewin, Aaron Lennon og Seamus Coleman voru í sviðsljósinu í vikunni en í ljós kom að Lennon er að glíma við mikið þunglyndi eftir að lögreglan pikkaði hann upp og fór með á spítala í meðferð. Ungliðinn Dominic og Coleman voru í sviðsljósinu fyrir öllu jákvæðari hluti en þeir skrifuðu báðir undir (sjá hér og hér) nýjan 5 ára samning við Everton.

Hópurinn er nokkuð svipaður og fyrir síðasta leik en Schneiderlin kemur einnig til með að missa af þessum leik. Koeman sagði að meiðsli hans væru ekki alvarleg en næg til að hann myndi ekki verða orðinn klár fyrr en á móti Watford, sem er næsti leikur á eftir Swansea leiknum. Besic hefur fengið einhverjar mínútur með Everton U23 og það kæmi ekki á óvart þó hann láti sjá sig fyrir lok tímabils, þó að kannski sé of snemmt að demba honum í þennan leik en Bolasie, Coleman og McCarthy eru frá vegna meiðsla. Koeman sagði jafnframt að Arouna Kone myndi klára samning sinn við Everton og svo halda annað.

Líkleg uppstilling: Stekelenburg, Holgate, Jagielka, Williams, Baines, Gueye, Davies, Valencia, Barkley, Calvert-Lewin, Lukaku.

Af ungliðunum er það að frétta að nýbakaðir Englandsmeistarar, Everton U23, taka á móti Liverpool U23 í lokaleik tímabilsins á mánudagskvöld.

4 Athugasemdir

  1. Ari G skrifar:

    Frábært að Coleman og Calvert að gera 5 ára samning. Finnst Coleman stórkostlegur leikmaður og Calvert er alltaf að bæta sig. Nú ert spurningin hvað Lukaku og Barkley gera enda báðir lykilmenn og nánast ómissandi. Vill endilega láta Lookman og Calvert byrja gefa Lukaku smá hvíld. Vonandi setur Koeman fleiri unga leikmenn inná höfum engu að keppa núna nema reynslu fyrir ungu leikmennina.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það hefur oft verið gott að mæta Everton þegar lið eru í basli, okkar menn eru oft svo aumingjagóðir. Þrjú stig til Swansea í dag.

  3. Orri skrifar:

    Ingvari er ekki I lagi med thig.

    • Ari S skrifar:

      Ingvar er ekkert að meina með þessu, Hann heldur að mönnum þyki þetta fyndið þar sem að sjálfskipaðir húmoristakóngar eins og Diddi og Gestur eru alltaf að þessu. Þ.e. spá slæmu gengi.

      En ég vil samt ekkert sérstaklega að Everton vinni Swansea þar sem að við förum hvorki neðar né ofar í töflunniog ég vil Swansea ekki niður. Kær kveðja, Ari.