Everton vs. Chelsea

Mynd: Everton FC.

Næsti leikur Everton er á sunnudaginn kl. 13:05 þegar efsta lið deildarinnar, Chelsea, mætir í heimsókn. Með sigri getur Everton hleypt smá spennu í toppbaráttuna og um leið haldið í veika von um fjórða sætið sem og reynt að klifra upp úr 7. sæti til að losna við umspil í Europa League. Þeir hafa engu að tapa því sjöunda sætið var gulltryggt með tapi West Brom gegn Leicester í dag og þó að þetta sé fyrnarsterkt lið Chelsea sem mætir þá mun ljónargryfjan Goodison Park reynast Everton sterkur bakhjarl. Miðað við heimavallarformið eingöngu myndi Everton vera í þriðja sæti deildar, þegar borið er saman við heimaleikjarform annarra liða.

Everton getur með sigri náð þeim níunda í röð, en metið er 10 leikir í röð, sem var sett tímabilið þegar Everton varð enskur meistari síðast — tímabilið 86/87. Lukaku jafnaði félagsmet Dixie Dean þegar hann skoraði í níunda leiknum í röð á heimavelli í síðasta leik og gæti (með enn einu markinu) náð að bæta metið á morgun.

Koeman hefur úr sama hóp að ráða og síðast, nema hvað Enner Valencia gæti látið sjá sig (mátti ekki spila gegn West Ham). Besic, McCarthy, Funes Mori, Bolasie, Coleman og Lennon eru allir frá vegna meiðsla og líkleg því uppstilling: Stekelenburg, Holgate, Baines, Williams, Jagielka, Gueye, Schneiderlin, Davies, Barkley, Mirallas, Lukaku.

Í lokin má svo minnast á skemmtilegan samanburð um Idrissa Gana Gueye og N’Golo Kante hjá Chelsea í þessari grein og Everton U18 liðið gerði 1-1 jafntefli við Stoke U18. Mark Everton skoraði Daniel Bramall.

En, Chelsea næstir. Leikurinn er í beinni á Ölveri.

10 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég held að við endum mánuðinn eins og við byrjuðum hann, með tapi.
    Þetta fer 1-3.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Eftir tap WBA í dag þá er Everton búið að tryggja þáttöku í Evrópudeildinni á næsta ári, gott mál það. Endum ekki neðar en 7 sæti en gott að reyna að komast ofar til að komast hjá forkeppninni.

  3. Ari S skrifar:

    Chelsea eru með sterkasta liðið um þessar mundir en Tottenham er þeim ekki langt undan og ég er að vona að Everton hleypi nýrri spennu í þessa keppni á toppnum. Á meðan að Tottenham sigrar Arsenal 1-0 þá sigrum við Chelsea 3-1 með mörkum frá Lukaku (2) og Jagielka.

  4. Gunni D skrifar:

    Lukaku hlýtur að sýna sínar bestu í dag.

    • Einar Gunnar skrifar:

      Ég er ekki frá því að þetta verði raunin. Hann verður með þrennu!

  5. Gunnþór skrifar:

    Þvi miður erum við ekki nógu sterkir til að vinna chelsea væri gott ef víð næðum jafntefli.

  6. Diddi skrifar:

    5-0 fyrir Chelsea