Stoke – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin komin: Robles, Baines, Funes Mori, Williams, Holgate, Coleman, Schneiderlin, Davies, Barkley, Mirallas, Lukaku. Varamenn: Stekelenburg, Jagielka, Lennon, McCarthy, Barry, Valencia, Lookman.

Hefðbundin 3-5-2 uppstilling hjá Everton með Coleman og Baines sem wingbacks. Baines fyrirliði og Schneiderlin með sitt fyrsta byrjunarleik fyrir Everton ef ég man rétt.

Stoke taplausir í þremur síðustu deildarleikjum. Everton í síðustu 5.

Stoke menn voru sterkari í fyrri hálfleik og náðu að loka nokkuð vel á spil Everton til að byrja með. Þeir fengu óskabyrjun á leiknum þegar Arnautovic komst inn fyrir Holgate vinstra megin, inn í teig og sendi til hægri þar sem Crouch kom aðvífandi. Fær varla betra færi og skoraði auðveldlega. 1-0 fyrir Stoke.

Crouch var nálægt því að bæta við marki á 25. mínútu, aftur eftir góðan undirbúning frá Arnautovich en skot Crouch innan teigs rétt framhjá stöng. Aðeins fimm mínútum síðar komst Arnautovic í dauðafæri hægra megin en Robles gerði vel, hljóp út og lokaði á hann.

Everton kom boltanum í netið á 38. mínútu þegar Coleman náði skoti á mark sem fór í Shawcross og boltinn hafnaði í netinu. Upphaflega ætlaði dómarinn að dæma Lukaku rangstæðan en eftir að hafa talað við línuvörðinn breytti hann því í mark. Og réttilega, því endursýning sýndi að boltinn hafði í raun farið í Shawcross.

Allt brjálað á pöllunum hjá Stoke sem héldu að Lukaku hefði haft áhrif á leikinn (líklega rangt) og þeir brjáluðust því í hvert skipti sem dómarinn dómarnir féllu gegn þeim.

Robles bjargaði okkar mönnum svo aftur á síðustu sekúndunum fyrri hálfleiks þegar Arnautovic komst einn inn fyrir — en aftur var Robles eldsnöggur að mæta og loka á hann.

1-1 í hálfleik en hefði auðveldlega getað verið 3-1 ef Robles hefði ekki átt stórleik í fyrri hálfleik.

McCarthy skipt inn á fyrir Holgate í hálfleik og sú breyting hafði strax mikil áhrif því miklu meira jafnræði var milli liðanna í seinni hálfleik. Bæði liðin núlluðu hitt út eiginlega og mun færra færi litu dagsins ljós.

Charlie Adams reyndi langskot utan af velli á 58. mínútu þar sem Robles var svolítið framarlega í teignum en Robles fljótur aftur á línu og varði skotið.

Mirallas var svo skipt út af fyrir Lookman á 69. mínútu og það tók Lookman ekki nema nokkrar sekúndur að þvinga markvörð Stoke til að gefa horn þegar hann varði dúndru frá honum á mark.

Schneiderlin átti flottan skalla að marki eftir aukaspyrnu frá Barkley á 76. mínútu en varið. Schneiderlin var hins vegar ekki alveg hættur því hann átti þremur mínútum síðar skot af mjög löngu færi en auðvelt fyrir markvörð Stoke.

Bæði lið hefðu getað stolið sigrinum á síðustu mínútunum en heppnin var með Everton þegar Funes Mori bjargaði á línu á 85. mínútu. Stoke menn höfðu fundið Berahino með hárri stungusendingu og hann komst einn á móti markverði og náði að vippa boltanum yfir Robles sem kom hlaupandi á móti honum. Funes Mori hins vegar fljótur að hugsa, kom hlaupandi framhjá þeim og skallaði yfir.

Á 86. mínútu náði Coleman af nokkru harðfylgi að senda fyrir frá hægri og Davies kom þar aðvífandi óvaldaður og hlóð í skotið í fyrstu snertingu. Markvörður Stoke þurfti að taka á öllu sem hann átti til að verja það. Frákastið barst til Lookman sem skaut rétt framhjá stönginni. Besta færi Everton í seinni hálfleik.

En hvorugu liðinu tókst að skora í seinni hálfleik og niðurstaðan því jafntefli.

Einkunnir Sky Sports: Joel (8), Baines (7), Funes Mori (7), Williams (7), Holgate (6), Coleman (7), Schneiderlin (6), Davies (7), Barkley (7), Mirallas (6), Lukaku (6). Varamenn: McCarthy (6), Lookman (6).

7 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    flott lið hjá okkur, Barry út og Schneiderlin inn, koma svo Elvar, ég spái því að við vinnum þennan leik og segi 0-2

  2. Ari S skrifar:

    Heimsklassamarkvarsla hjá Robles… á 30. mín vel gert!

  3. Ari S skrifar:

    ÖNNUR HEIMSKLASSAMARKVARSLA! ÁFRAM JOEL ROBLES!!!

  4. Georg skrifar:

    Skrítinn fyrri hálleikur við eigum 9 skot á móti 4 en Stoke á 3 skot á markið á móti 1 hjá okkur. Robles búinn að verkja tvisvar sinnum mjög vel. Þeir eru búnir að eiga fáar en góðar sóknir, vörnin þarf að vera þéttari í seinni hálfleik.

    Finnst vanta herslu muninn hjá okkur fram á við.

    Ef ykkur vantar link á leikinn þá er hann hér í 720p gæðum:
    http://nbastreams.pw/e.php?code=RO&pos=146

  5. Georg skrifar:

    Við erum líklegast að fara í 4-4-2 í seinni hálfleik. McCarthy að koma inn á fyrir Holgate sem er búinn að vera óvenju slappur í varnarleiknum í dag. Coleman og Baines fara niður í bakverði með 2 miðverði.

  6. Gunnþór skrifar:

    Að láta langa skora hjá okkur er algjörlega óþolandi og ef við vinnum ekki þennan leik þá er gamla þunglyndið yfirvofandi.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Hefði klárlega viljað sjá sigur í þessum leik og við hefðum geta stolið sigrinum með skalla Davis þarna undir lokin.

    Ég get alveg sagt ykkur kæru félagar að sú ferð sem ég fór með aðdáendum Everton frá Liverpool til Stoke var algerlega mögnuð. Þvílíkir söngvar og læti í rútunn, hefði ekki boðið í það ef Everton hefði unnið þar sem ég þurfti smá lúr á bakaleiðinni.

    50 pund kostaði þetta, en inn í því var miði á leikinn (30 pund) og rútuferð í 2 klst hvora leið (20 pund). Get alveg sagt ykkur að ég á eftir að fara á fleiri útileiki með Everton á næstunni.