Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs Man United - Everton.is

Everton vs Man United

Mynd: Everton FC.

Manchester United menn mæta á Goodison Park á sunnudaginn kl. 16:00 í 14. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. Bæði lið hafa valdið vonbrigðum undanfarnar vikur og þurfa á sigri að halda til að rétta sig af. En United menn þurfa að hafa fyrir hlutunum ætli þeir sér að ná einhverju úr leiknum því Everton er ósigrað á Goodison Park á tímabilinu og hafa unnið síðustu þrjá deildarleiki af fjórum á heimavelli gegn United.

Aðeins Besic og ungliðinn Pennington eru frá og því er líkleg uppstilling: Stekelenburg, Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Gyeue, Barry, Mirallas, Barkley, Bolasie, Lukaku.

United stillti upp sterku liði í deildarbikarnum síðastliðinn miðvikudag gegn West Ham þar sem Rooney náði sér í spjald, og þar með leikbann. Hann verður því ekki með á morgun en Luke Shaw er einnig metinn tæpur. Fellaini og Pogba eru hins vegar komnir aftur úr banni.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U23 gerðu 1-1 jafntefli við Southampton U23 (sjá vídeó) en mark Everton í leiknum skoraði Oumar Niasse.

Manchester United næstir, kl. 16:00 á morgun (sunnudag). Leikurinn er sýndur í beinni á Ölveri.

6 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Líst ekki á þennan leik, bæði liðin að strögla og fínt fyrir Man að komast á flug í þessum leik. Spái 1-3 fyrir Man og Jagielka gefur tvær vítaspyrnur ef hann spilar. Barry með mark fyrir Everton.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    0-0 eða 1-1 ef við verðum heppnir ?

  3. Diddi skrifar:

    óttast það versta en vona auðvitað hið besta 🙂

  4. Ari G skrifar:

    Algjör skyldusigur. Everton vinnur 3:1. Svartsýni hjálpar ekki Everton . Þurfum að líta björtum augum á framtíðina. Alltaf erfitt að skipta um stjóra stundum þarf nýi stjórinn smá tíma en sumir ekki eins og t.d. stjóri Chelsea. Því miður getum við gleymt því að stefna á topp 4. Héld að þetta verður eins og er hjá Klopp byrjaði frekar illa í deildinni fyrsta árið sitt en blómstrar núna með Liverpool. Héld að þetta verður eins hjá Koeman vonandi.

  5. Orri skrifar:

    Sigur i dag hja okkur 2-1.

  6. Gunnþór skrifar:

    Erum við með nægilega góðann hóp?maður er kannski blindur á sitt lið.