Aðalfundur og árshátíð 2016

Mynd: FBÞ.

Aðalfundur Everton á Íslandi var haldinn á Ölveri í gær og helst frá því að segja að mæting var fín, reikningar síðustu tveggja ára voru samþykktir og stjórnin endurkjörin til tveggja ára. Og kleinurnar, kaffið, gosið og flatkökurnar kláruðust, eins og vera ber.

Eftir fund horfðum við saman á Everton sigra Middlesbrough nokkuð auðveldlega og svo var árshátíð klúbbsins um kvöldið þar sem við skemmtum okkur konunglega og fögnuðum sigrinum fram á nótt. Nokkrar vel valdar myndir eru hér að neðan en heildarmyndasafn er annars hér.

img_7639
Mr. and Mrs. Slash.

img_7605
Herra nærsýnn og fröken hárprúð.

img_7610
Það er enginn árshátíð nema Gilitrutt mæti!

img_7614
Óðinn tilbúinn í slaginn.

img_7620
„Oui! Oui! One pizza le escargot, s’il vous plaît!

img_7597
Píratinn mættur!

img_7627
Kátur að vanda!

img_7635
Harry Potter gleraugun, beljuhúfa og geislasverð er afar viðsjárverð blanda… Varist!

img_7652
Það var sko ekkert skemmtilegt á þessari árshátíð… uhh, neibb!!

img_7660
DJ Dóri

img_7687
Gaman saman.

img_7672
Gunnþór og Óðinn alvarlegir enda…

img_7683
… formaðurinn að halda ræðu…

img_7673
Albert íbygginn.

img_7678
Halli grípur í gítar og tekur nokkur lög.

img_7697
Hann átti afmæli og fékk því gjöf frá klúbbnum!

img_7714
Sáttur með gjöfina…

img_7706
… og þakkar fyrir sig.

img_7661
Formaðurinn

Við þökkum öllum sem mættu og hjálpuðu til við aðalfundinn og árshátíðina í gær. Þetta var einstaklega skemmtilegur dagur þar sem allt gekk upp og við vonum að allir gestir hafi skemmt sér konunglega — við gerðum það svo sannarlega!

2 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Það hefur verið mikið fjör hjá ykkur.

  2. Orri skrifar:

    Þarna er flottur hópur saman kominn.