Everton vs. Middlesbrough — aðalfundur og árshátíð

Mynd (gömul): Everton FC.

Áður en lengra er haldið er rétt að minna á aðalfundinn kl. 15:00 á laugardaginn sem haldin verður rétt fyrir leikinn við Middlesbrough — og svo árshátíðina um kvöldið! Sjá nánar hér.

En þá að leiknum… Nýliðar Middlesbrough hafa staðið sig ágætlega það sem af er í deild, sitja í efri hluta Úrvalsdeildar með 5 stig eftir fjóra leiki — einn sigur í farteskinu (reyndar gegn Sunderland) og tvö jafntefli (Stoke og West Brom). Þeirra eina tap hingað til var gegn Crystal Palace í síðasta leik.

Nýi lánsmaður Everton, Enner Valencia, gæti látið sjá sig — þó ekki væri nema á bekknum. Annars hefur enginn bæst á meiðslalistann þannig að líklegt er að byrjunarliðið verði svipað og síðast — bara spurning hvort Barkley fái annan séns í byrjunarliðinu (eftir að hafa verið skipt út í síðasta leik) eða hvort Deulofeu fái að byrja. Við spáum þessu svona: Stekelenburg, Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Gueye, Barry, Bolasie, Mirallas, Deulofeu, Lukaku.

Af ungliðunum er það að frétta að það kom loks að því að Everton U23 unnu ekki leik á tímabilinu en þeir lutu í lægra haldi fyrir Sunderland U23 0-1 og sveið nokkuð að þeir skyldu ekki nýta færi sín betur. Þeir eru þó í öðru sæti eftir umferðina, aðeins stigi á eftir toppliðinu.

Við viljum annars sjá ykkur öll á aðalfundi klukkan 15:00 á laugardaginn á Ölveri (væri gott að heyra frá þeim sem ætla að mæta en hafa enn ekki meldað komu sína) og í lokin rétt að minna árshátíðargesti á að leggja inn fyrir árshátíðinni (6.500 kr. per mann á reikning félagsins: 331-26-124, kennitala 5110120660).

8 Athugasemdir

 1. Albert Gunnlaugsson skrifar:

  Sjáumst kl. 15 í Ölveri á morgun.

 2. Einar G skrifar:

  Ég var búinn að melda mig í einhverri könnun að koma á fundinn en ekki á árshátíðna, ég allavegana kem á fundinn +1, hann karl föður minn. Sjáums

 3. Gunnþór skrifar:

  Klárir á Ölver á á fund og leik.

 4. Orri skrifar:

  Ég geri bara eina kröfu til minna manna að við tillum okkur á toppinn á morgun.En til þess að það veriði þurfum við sigur á Middlesbrough á morgun.

 5. Elvar Örn skrifar:

  Ef Everton vinnur í dag er það í fyrsta skipti sem Everton nær að vinna 4 leiki í fyrstu 5 umferðunum síðan deildin var stofnuð.
  Virkilega gaman að sjá Everton spila og Koeman greinilega ekkert hræddur við að taka lykilmenn útaf ef þeir eru ekki að standa sig.
  Langar að sjá aðeins meira af Deulofeu.

  Varðandi nýju mennina:
  Stekelenburg, gerði engar væntingar þegar hann var keyptur á 1 milljón punda og virtust bara vera kaup á varamarkmanni og allir biðu eftir kaupum á 15-25 milljóna króna markmanni. En Stekelenburg hefur ekki stigið feilspor með Everton og lítur mikið betur út Robles, öruggari í öllum sínum aðgerðum. Er á meðan er.
  Idrissa Gueye/Gana, okkar besti maður so far og virkar miklu meira en bara hreinsarinn fyrir framan vörnina, hann er með góðar sendingar og virkar vel framávið. Ótrúleg kaup verð ég að segja.
  Ashley Williams, kom aðeins seinna til okkar og líklega bara spilað seinustu tvo leiki en Everton haldið hreinu í þeim báðum ef ég man rétt, svakaleg kaup þarna þó séu bara til næstu 3-5 ára.
  Yannick Bolasie, alltaf fundist hann sterkur á móti okkur en hefði haldið að hann næi ekki að standa undir verðinu sem hann var keyptur á. Efast pínu um hann sem skorara og svolítið óskrifað blað í þeim efnum. En jeminn hvað hann var góður í síðasta leik þegar hann fór yfir á vinstri kantinn, alger ragetta og dældi boltunum á Lukaku. Lofar góðu en ég er með varann á mér 🙂
  Enner Valencia,,,held hann fái að spila lítið en spurning hvort hann leysi af í fjarveru Lukaku. Hann segir sjálfur að West Ham hafi sett hann í óhentuga stöðu (kantinn) þar sem hann er framherji, en veit sjálfur ekkert um kappann þannig séð.

  Eiginlega ótrúlega öflugur gluggi fyrir okkur miðað við frammistöðu þessara manna það sem af er.

  Tökum fyrsta sætið í dag 🙂

  • Finnur skrifar:

   Góðar pælingar.

   Ein athugasemd samt: Ashley Williams hefur spilað *fjóra* leiki í röð með Everton (þrjá í deild og einn í bikar), þar af þrjá síðustu í en hann kom inn á sem varamaður gegn West Brom í fyrsta leik sínum.

   Og skemmst frá því að segja að Everton hefur ekki fengið á sig eitt einasta mark með Ashley Williams inni á vellinum.

   • Elvar Örn skrifar:

    Já ég reyndar vissi að hann kom inná í einum leik en man ekki betur en það hafi verið lítið eftir og fyrir voru tveir miðverðir svo ég bara taldi hann ekki með.
    Rétt, var búinn að gleyma leiknum í bikarnum.

    Klárleg merki Koeman komin á vörnina hjá okkur og verður gaman að sjá liðið gegn top 6 liðunum.

    Leiðinlegt að komast ekki til ykkar að horfa á leik og árshátíð en við Georg erum á leið í tvöfalt 40 ára afmæli. Önnur árshátíðin sem við missum af, ekki gott mál. Held við þurfum að taka upp svona half year meeting (t.d á Akureyri hehe).

 6. þorri skrifar:

  Kæru vinir og félagar góða skemmtun á ölveri og á fundinum. ég segi að everton vinnur leikinn á eftir. ég kemst því miður ekki á ölver né fundinn skemmtið ykkur bara vel og njótið að borða góðar veitingar og drykkjar og segjum ÁFRAM EVERTON. VIÐ tillum okkur á toppinn á eftir og man city tapar skemmtið ykkur allir sem einn sé ykkur svo seinna