West Brom – Everton 1-2

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin komin: Stekelenburg, Baines, Funes Mori, Jagielka, Holgate, Guyey, McCarthy, Barry, Barkley, Mirallas, Deulofeu. Varamenn: Robles, Oviedo, Williams, Cleverley, Lennon, Bolasie, Lukaku. Nokkuð sterkt að sjá Williams, Lukaku og Bolasie á bekknum.

3-5-2 uppstilling eins og síðast. Barry og Gueye djúpir og Baines og McCarthy sem wingbacks.
En þetta var nú hálf dapurt til að byrja með því fyrstu 30 mínúturnar voru afar slakar. Engin ógn frá hvorugu liðinu fyrir framan mark — ef frá er talinn skalli úr horni sem Gareth McAuley skoraði úr fyrir West Brom. Sýndist Berahino reyndar brjóta á markverðinum Stekelenburg sem lá því í grasinu þegar skallinn kom. Hvað um það — 1-0 West Brom og alls ekki það sem má gerast á móti West Brom því Tony Pulis og félagar eru snillingar í að pakka í skipulagða vörn og loka leikjum.
Barry átti skot innan teigs eftir lága fyrirgjöf frá Baines af vinstri kanti en beint á markvörð og svo var bara ekkert að gerast. Everton með boltann 65% en það var ekkert að frétta fyrir framan markið (mörkin). Einfaldlega ekki neitt.
Augljóslega þurfti einn stóran og stæðilegan Everton mann frammi til að breyta gangi leiksins og Koeman sá það; skipti McCarthy út á 37. mínútu. Inn á kom Lukaku, Deulofeu á kantinn og þá fóru hlutirnir að gerast og loksins komin smá pressa á vörn West Brom.
Rétt fyrir lok hálfleiks (45+2) tók Mirallas svo til sinna ráða, var fyrir utan teig, sendi boltann á Barry og tók hlaupið án bolta á vörn West Brom. Barry sendi á Barkley sem var inni í teig og Barkley sá Mirallas koma á hlaupinu og lagði hann fyrir hann. Skotið frá Mirallas flott, markvörður reyndar með fingurgómana á boltanum en breytti bara stefnunni aðeins — endaði í hliðarnetinu innanverðu.  Þriðja mark Mirallas í þremur leikjum á Hawthorns leikvanginum. Áhorfendur ekkert að elska hann þar. 🙂
1-1 í hálfleik. Allt annað að sjá til liðsins síðustu 10 mínútur hálfleiks.

Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleik og var fyrir vikið miklu skemmtilegri.

Fletcher komst snemma í færi fyrir West Brom sem Stekelenburg varði glæsilega með fæti. Hinum megin komst Holgate í færi alveg upp að marki (með hjálp flottrar hælspyrnu frá Lukaku) en skotið frá Holgate blokkerað í horn.

Svo fór að draga til tíðinda eftir um klukkutíma leik því Forster varði glæsilega skalla frá Funes Mori mark kom upp úr því horni. Holgate utarlega í teginum með skot sem var ekki það bessta, leit út fyrir að vera að sigla framhjá fjærstönginni þegar Barry skallaði inn af stuttu færi. 2-1 fyrir Everton.

Nýi maður okkar, Yannick Bolasie, var skipt inn á á 62. mínútu og hann skapaði dauðafæri strax á 72. mínútu þegar hann skildi Evans eftir í rykinu á hægri kanti og sendi unaðslegan bolta fyrir mark, beint á skallann á Barkley. Nema hvað Barkley… hitti ekki markið og kom þar í veg fyrir að Bolasie fengi sína fyrstu stoðsendingu eftir aðeins 10 mínútur á vellinum. Ótrúlega illa farið með algjört dauðafæri hjá Barkley.

Bolsaie átti svo skot stuttu síðar af löngu færi en rétt yfir markið.

Mirallas út af fyrir Williams á 81. mínútu.

Bolasie sýndi sprengikraft sinn nrétt fyrir lok leiks þegar hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn West Brom og tók sprettinn upp að vítateig. Þar sendi hann sendingu til hliðar sem setti Lukaku í algjört dauðafæri, einn á móti markverði en lét verja frá sér.

Bolasie var greinilega ekki ætlað að eiga stoðsendingu í þessum leik, en hann lofar aldeilis góðu: Tvö algjör dauðafæri sköpuð fyrir 30 mínútur af spilatíma.

West Brom menn reyndu sitt besta, aðallega úr hornum og aukaspyrnum en þeim tókst ekki að jafna.

Fyrsti sigur Koeman á tímabilinu og Everton í fimmta sæti eftir leikinn. Fín byrjun.

Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (7), Baines (7), Funes Mori (7), Jagielka (6), Holgate (8), McCarthy (5), Barry (8), Gueye (6), Barkley (7), Mirallas (6), Deulofeu (5). Varamenn: Lukaku (7), Bolasie (7), Williams (6). Sky Sports völdu Gareth Barry mann leiksins.

13 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    West Brom byrjaði betur og skoraði mark. Ég sá ekki markið örugglega verðskuldað. Lukaku kom inn á á 38 mínútu og þá breyttist allt. McCarthy fór útaf og Lukaku inná.

    Everton byrjaði að sækja miklu meira þar sem að varnarmenn WBA færðu sig mun after eftir að fyrrverandi félagi þeirra Lukaku kom inná. Jöfnunarmarkið kom síðan frá Mirallas í uppbótartíma eftir að Everton hafði verið betra síðustu 5 mínúturnar þar á undan.

    Manni getur ekki annað en hlakka til að sjá nýju mennina tvo í seinni hálfleiknum, þá Yannick Bolasie og Ashley Williams.

    kær kveðja,

    Ari

  2. Ari S skrifar:

    1-2 fyrir Everton flott mark frá Gareth Barry eftir fyrirgjöf frá Holgate… fyrirgjöfin var frekar skrýtin en fyrirgjöf var það nú samt 🙂

    • Ari S skrifar:

      Smá leiðrétting hérna, ég er ekki lengur svo viss um að þetta hafi verið fyrirgjöf frá Mason Holgate, en það er samt möguleiki á því hehe… 😉

  3. Ari S skrifar:

    Jæja til hamingju félagar, fyrsti sigurinn í höfn. Liðið spilaði vel eftir 40. mínútu og Mason Holgate er klárlega maður leiksins. Yannick Bolasie var fínn og hefði getað verið með tvær stoðsendingar með smá heppni. 1-2 sigur ánægjuleg staðreynd.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ánægður með stigin 3 og liðið spilaði mun betur eftir að Lukaku kom inn á.
    Þetta var kannski ekki alltaf fallegt á að horfa en leikir gegn liðunum hans Tony Pulis eru það sjaldnast.
    Mér fannst Holgate virkilega góður og eins Mirallas.

  5. Gunnþór skrifar:

    Þetta lítur bara vel út virðumst þéttari og menn eru að vinna fyrir hvorn annann virðist allt allt annar bragur á liðinnu undir stjórn koeman heldur en í fyrra.

  6. þorri skrifar:

    Kæru félagar. Ég var að horfa á leik okkar manna endursýndan. Þetta er allt annað lið heldur en í fyrra. Og vel spilandi lið. Það eina sem var svolítið varasamt er vörnin mér fannst hún á köflum smá götótt. þetta er flottur hópur sem Koeman er með nú hlakkar manni bara til að horfa á leikina okkar.

  7. Gunnþór skrifar:

    Koeman má eiga það að hann er með plan b jafnvel plan c ólíkt martinez allavega. Mjög ólíkir stjórar.

  8. þorri skrifar:

    Góðan daginn og til hamingju með góðan sigur í gær.Getur einhver sagt mér er Joe hart að koma til everton.Ef svo er gangi honum vel að reina að taka sætið af okkar markmani sem við höfum í dag Mér finst hann koma vel út hjá okkur

  9. Gunnþór skrifar:

    Hann leit ekkert sérstaklega vel út þegar þeir skoruðu þurfum hart klárlega nr.1 hinn er flottur nr2.

  10. þorri skrifar:

    Mér fanst hann standa sig vel . Hann varði 2 mjög vel og bjargaði stigi fyrir okkur .Þetta er mín skoðun á þessu. En hinsvegar þá er mjög gott að fá Hart til okkar ef að verður.

  11. Finnur skrifar:

    Mason Holgate í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/football/37150746