Barnsley vs Everton (vináttuleikur)

Mynd: Everton FC.

Annar leikur Everton á undirbúningstímabilinu er á útivelli gegn Barnsley, á morgun (laugardag) kl. 14:00. Sá fyrri fór fram fyrir luktum dyrum gegn FK Jablonec (eins og fram hefur komur) og endaði með 1-0 sigri Everton eftir mark frá varnarmanninum Brendan Galloway.

Okkar maður, Mason Holgate, var (eins og kunnugt er) nýlega keyptur frá Barnsley og iðar í skinninu að mæta sínum gömlu félögum. Stones og Jagielka koma til með að missa af leiknum vegna meiðsla, en Stones ætti að geta náð næsta leik þar á eftir. Líklegt þykir að allir heilir leikmenn Everton fái 45 mínútur og við ættum að geta séð ágætlega hvernig leikmenn koma undan vetri.

Hægt er að kaupa aðgang á Everton síðunni að öllum leikjum Everton á undirbúningstímabilinu (nema testimonial leik Rooney) með því að kaupa aðgang á Everton FC Preseason síðunni. Aðangur að fimm leikjum Everton kosta 15.99 pund en einstakir leikir kosta 3.99 pund. Við mælum með að gengið sé frá kaupum sem fyrst, ef það er á döfinni, til að koma í veg fyrir örtröð og tafir þegar að leik kemur.

Leikjaplanið er annars: Barnsley á morgun, MK Dons þann 26. júlí, Dynamo Dresden þann 29. júlí, Real Betis þann 30. júlí og Espanyol þann 6. ágúst.

Það er óhætt að segja að stuðningsmenn séu óþreyjufullir að bíða eftir fyrsta tækifærinu til að sjá Koeman stýra liðinu, hvernig liðsuppstillingin verður og hvaða áherslur hann kemur til með að beita. Sama má segja um opnunarleik Everton í Úrvalsdeildinni gegn Tottenham en sá leikur seldist upp á methraða.

Af ungliðunum er það að frétta að þrír fengu samning sinn framlengdan um eitt ár: Russell Griffiths, Louis Gray og Calum Dyson. Einnig unnu Everton U21 lið Espanyol, 0-1, með marki frá Harry Charsley.

3 Athugasemdir

 1. þorri skrifar:

  góðan daginn félagar veit einhver um stað á netinu sem hægt er að horfa á everton æfingaleiki án þess að borga fyrir það

  • Finnur skrifar:

   Það er eitt að vilja ekki borga Sky eða Stöð 2 fyrir að horfa á leiki Everton… En mínu eigin félagi? Þá borga ég glaður.

 2. Elvar Örn skrifar:

  Fyrir þá allra sjúkustu þá er úrslitaleikur í U21 sýndur beint á YouTube þar sem Everton mætir Celtics. Að staðartíma kl 17 svo á eftir að kanna hvenær hann er sýndur hér, kannski kl 16?

  http://videocelts.com/2016/07/blogs/younghoops/watch-celtic-v-everton-live/