Leikmenn Everton í hringiðunni

Mynd: Everton FC.

Landsleikjahlé stendur nú yfir, eins og varla hefur farið framhjá neinum, og þó að það sé okkur áhorfendum alltaf erfitt ætti það að reynast þeim leikmönnum Everton, sem eru að jafna sig af meiðslum, kærkomið. John Stones er einn af þeim sem við horfum til hvað það varðar, en hann var ekki í hópi Englands á dögunum og á því eitthvað eftir í að jafna sig af meiðslum sínum á hné. Ross Barkley, hins vegar, var maður leiksins með enska landsliðinu sem vann Eistland, 2-0, á föstudaginn og sagðist eftir leikinn vera „in the zone“ en Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, lofaði hann einnig í hástert í fjölmiðlum.

Þó nokkuð sé enn í Stones horfir öllu betur við hvað varðar meiðsli Seamus Coleman, en þó Seamus hafi misst af leik Íra við Þýskaland (sem þeir unnu frækilega og McCarthy sýndi stjörnuleik) var búist við að Seamus yrði orðinn heill gegn Pólverjum — og það reyndist rétt, hann lék allan leikinn þannig að hann ætti að vera orðinn heill með Everton gegn United.

Af öðru landsliðstengdu má nefna að Naismith kom inn á sem varamaður og skoraði fyrir Skota gegn liði Gíbraltar og fyrirliði U21 árs liði Spánar, Gerard Deulofeu nokkur, átti tvær stoðsendingar í sigri Spánar U21 gegn Georgíu U21.

Hægt er annars að sjá yfirlit yfir landsliðs-dagskrá okkar manna hér.

Í öðrum fréttum er það helst að mark september mánaðar var valið mark Ellie Stuart (sjá vídeó) en hún átti í harðri samkeppni m.a. við mörk Naismith gegn Chelsea og mark Delial Brewster með U18 ára liðinu gegn Stoke U18.

Einnig er rétt að nefna að Everton og Kitbag náðu samningum við JD Sports um sölu á búningum Everton víðs vegar um landið, bæði aðalbúningnum, sem og hvítu og grænu útitreyjunni. Það má því búast við að sjá treyjurnar í sölu allt frá flugvellinum í Liverpool, Manchester og Gatwick sem og frá Aintree til Oxford street í London. Er það hið allra besta mál. Treyjurnar verða að sjálfsögðu áfram til sölu á netinu sem og í Everton One og Everton Two búðinni í Liverpool.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 sigruðu Man City U18 3-1 (sjá vídeó) með mörkum frá Antony Evans, Michael Donohue og Tom Davies. Sá fyrstnefndi hefur sýnt frábæra takta með U18 og U21 árs liðunum og var á dögunum að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannasamning. Sá síðastnefndi, hins vegar — ásamt James Yates — var kallaður til liðs við enska U17 ára landsliðið fyrir HM U17 í þessum mánuði en báðir skrifuðu einnig undir atvinnumannasamning við Everton nú í sumar. Tom Davies var svo óvænt kallaður til liðs við enska aðallandsliðið, sem er alls ekki slæmt fyrir 17 ára gutta.

Everton U18 héldu áfram sigurgöngu sinni með 2-3 sigri á Middlesborough U18 með mörkum frá Nathan Broadhead, Michael Donohue og Delial Brewster. Þess má geta að Everton U18 eru í öðru sæti norður-riðils ensku U18 ára Úrvalsdeildarinnar, fjórum stigum á eftir Man City U18 en eiga tvo leiki til góða.

4 Athugasemdir

  1. halli skrifar:

    Þađ er gaman af því að Jagielka er fyrsti leikmaður Everton sem er fyrirliði Englands í keppnisleik og Barkley skorar í þeim leik

  2. þorri skrifar:

    veit einhver hvort Coleman sé meiddur. ég sá hann spila með norður írum um helgina. Mér finnst dálítið skrítið ef hann getur spilað með sínu landsliði en ekki með Everton eða kemst hann kannski ekki í hópinn hjá Martínes

  3. Diddi skrifar:

    Coleman hefur verið meiddur en var að spila með Írum og þess vegna hlýtur hann að vera orðinn heill 🙂