Aaron Lennon keyptur

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti nú rétt í þessu að hafa keypt Aaron Lennon frá Tottenham fyrir ótilgreinda upphæð (sem talin er vera 4.5M punda) en hann ætti varla að þurfa að kynna fyrir ykkur — 28 ára kantmaður sem á 21 landsleik að baki með enska landsliðinu og lék fjórtán leiki með okkar mönnum sem lánsmaður á síðasta tímabili. Nokkrir klúbbar voru orðaðir við Lennon en hann ku hafa verið að bíða eftir tilboði frá Everton enda kunni hann vel við sig á síðasta tímabili hjá okkur.

Lennon skrifaði undir 3ja ára samning og fær númerið 12.

Velkominn aftur, Aaron!

1 athugasemd

  1. Elvar Örn skrifar:

    Vel gert. Stóð sig vel seinasta vetur hjá okkur og hefur mikinn áhuga á að spila með Everton sem skiptir mig amk miklu máli. Fannst hann líta betur út hjá okkur en með Tottenham.