Everton vs. West Brom

Mynd: Everton FC.

West Brom mæta á Goodison Park á mánudagskvöld til að mæta okkar mönnum í deildarleik sem hefst kl. 20:00. Árangur Everton gegn West Brom í gegnum tíðina hefur verið mjög góður en þeir eru með nýjan stjóra núna (Tony Pulis) og eru taplausir í janúar (2 sigrar og eitt jafntefli í öllum keppnum). Þeir hafa þó ekki riðið feitum hesti frá útileikjum sínum í deild, aðeins unnið fjóra af síðustu 26 útileikjum en tapað 15. Berahino er klárlega sá sem þarf að hafa góðar gætur á en hann hefur skorað 6 sinnum í síðustu þremur leikjum fyrir þá (í öllum keppnum) og gnæfir yfir aðra í West Brom hvað markaskorun varðar, er með 14 mörk en sá næsti er Anichebe með tvö.

Martinez sagði að hann hefði nákvæmlega sama hópinn úr að velja og hann hafði gegn West Ham nema hvað McGeady verður í banni. Hibbert er næstur endurkomu af þeim sem hafa verið meiddir, en hann er farinn að æfa aftur og Distin er ekki langt frá því að fara æfa aftur sömuleiðis. Þeir tveir eiga því séns, þó ólíklegt sé að við sjáum þá á velli. McCarthy, Gibson, Pienaar, Osman, Atsu og Howard eru allir frá og koma ekki til með að taka þátt. Hjá West Ham er Jonas Olsson meiddur og Jason Davidson með landsliði sínu.

Líkleg uppstilling: Joel, Baines, Jagielka, Stones, Coleman, Barry, Besic, Barkley, Naismith, Oviedo, Lukaku.

Í öðrum fréttum er það helst að Mirallas er leikmaður desembermánaðar en hann viðurkenndi á dögunum að hafa ekki verið 100% heill í sínum leikjum undanfarið.

Eto’o gæti einnit verið á leið til Ítalíu en Martinez sagði að tvær fyrirspurnir hefðu borist fyrir West Ham leikinn og að klúbburinn ætli að taka sér til loka mánaðar til að meta hvað væri rétt að gera. Hann sagði jafnframt að verið að skoða að fá inn annan markvörð þar sem Howard á ekki mikið eftir af sínum ferli (og er meiddur) og fá backup/samkeppni fyrir Robles.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 árs liðið lék tvo leiki, fyrst við Leicester U21 á útivelli þar sem Everton liðið var betri aðilinn en tapaði naumlega 1-0. Seinni leikurinn var svo við West Ham U21 á heimavelli og sá leikur fór 2-0 en hægt er að sjá mörkin frá Conor McAleny og Callum Connolly og helstu leikatriði hér.

West Brom á mánudaginn. Hver er ykkar spá?

10 Athugasemdir

  1. Gestur skrifar:

    Staðan er ekki glæsileg, 18 stig í fjórða sætið og bara 3 stig í fallsætið. Þetta verður að vera sigur og það sannfærandi til að koma strákunum í gang. En það vantar Mirallas og þá vantar mikið í liðið finnst mér.

  2. Diddi skrifar:

    ég vona nú að Oviedo og Mirrallas verði á köntunum og Barkley fái smá pásu miðað við frammistöðu í undanförnum leikjum. En það væri líka spennandi að sjá Kone með Lukaku frammi í einum leik. En ég ætla að spá því að við komumst í gegnum varnarmúr Pulis og ef það tekst þá vinnum við 3-0 🙂

  3. Halli skrifar:

    Það að hafa ekki unnið leik síðan 15 des er ekki gott og við þurfum að fara að ná í betri úrslit. Ég ætla að skjóta á að þetta verði eins og fyrri leikurinn við þá 2-0 fyrir okkur og Mirallas og Lukaku skori kvikindin.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Ég næ því miður ekki að horfa á leikinn í kvöld svo það er aldrei að vita nema Everton vinni sannfærandi en er samt ekki sannfærður um það.
    Eiginlega kjánalegt að hugsa til þess að Everton hefur sýnt þvílík batamerki í seinustu 3 leikjum en eingöngu gert jafntefli í þeim öllum og sá seinasti endaði með tapi eftir vítaspyrnukeppni dauðans.
    Það verður að teljast nokkuð gott uppúr þessu að komast uppfyrir miðja deild í lok leiktíðar en nú eru t.d. 13 stig í Liverpool sem er í 8 sæti. Spurning hvort Everton eigi einhverja raunverulega möguleika á að gera góða hluti í Evrópudeildinni.
    Sjáum hvað setur.

    • Orri skrifar:

      Sæll Elvar.Eftir þessi jafntefli og batamerki áliðinu,er þá ekki komið að sigurleiknum.

  5. Þorkell Freyr skrifar:

    Góðann daginn við á Irish pub minnum á okkar góðu tilboð fyrir meðlimi Everton klúbbsins á Íslandi.

    Áfram Everton.

    Kveðja
    Irish Pub

  6. Þorkell Freyr skrifar:

    Við bjóðum alla velkomna til að fylgjast með leiknum og skorum á formanninn að mæta.

    Kveðja
    Irish pub.

  7. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=8674

  8. þorri skrifar:

    sælir félagar er veikur heima kemst ekki að horfa með ykkur.En ælta að horfa á hann á tv.Ég seigi ekkert nema sigur í kvöld.sama hvort það verði 1-2 eða 3 núl og koma svo EVERTON MENN við hofum trú á okkar mönnum

  9. þorri skrifar:

    ágætur fyrri hálfleikur.Vítaspyrnan var bara óheppni,Þetta kemur í seinni hálfleik.