Hull vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Fyrsti leikur Everton á nýju ári er á heimavelli Hull kl. 15:00 á nýársdag. Nýtt ár er til merkis um nýja byrjun sem er akkúrat það sem við vonumst eftir því þó liðinu hafi gengið afskaplega vel í Evrópukeppninni það sem af er þá hefur deildarkeppnin aldrei farið almennilega af stað á þessu tímabili.

Þær fréttir bárust að Tim Howard yrði frá næstu 6 vikurnar eftir að hafa meiðst í leiknum gegn Stoke þannig að nú reynir aldeilis á varamarkvörðinn Joel Robles, sem fær loks tækifæri til að bola hinum 35 ára gamla Howard úr aðalliðinu. Vonandi lætur hann það ekki sér úr greipum ganga. Phil Jagielka, James McCarthy og John Stones eru allir tæpir og verða metnir á leikdegi. Hibbert, Osman og Gibson eru allir frá og Pienaar ekki í leikæfingu eftir sín meiðsli, líklega allavega tvær vikur í hann.

Líkleg uppstilling: Robles, Baines, Distin, Alcaraz, Coleman, Garbutt, Barry, Barkley, Mirallas, Naismith, Kone. Ég satt best að segja vona að ég sé ekki með einhvern sem er skráður meiddur eða tæpur í uppstillingunni hér að framan, því meiðslalistinn er það langur og sífellt að breytast að ég er einfaldlega farinn að missa yfirsýn yfir það hver er heill og hver ekki.

Í öðrum fréttum er það helst að varnarmaðurinn ungi, Matthew Pennington, fékk lán sitt framlengt hjá Coventry fram í febrúar en Coventry menn hafa verið mjög ánægðir með veru hans þar.

18 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    Nú dettum við í gang og ég spái að við opnum nýja árið með sannfærandi sigri 1 – 4. Mirallas, Barkley, Kone og Lukaku með mörkin 🙂 Koma svo bláir 🙂

  2. Orri skrifar:

    Sælir félagar.Leikurinn verður sýndur á stöð 3 kl 1450 1/1 2015.

  3. Ari S skrifar:

    Algerlega sammála Didda, við vinnum 1-4 en eitthvað sé ég mörkin öðruvísi (hehe 😉 ) Kone verður með þrennu og Naismith með eitt.

  4. Teddi skrifar:

    Hann Einar (frændi minn),
    hann segir að Everton muni ekki tapa leik í janúar. 🙂

    • Finnur skrifar:

      Hefur Einar frændi þinn oft haft rangt fyrir sér þegar kemur að Everton spám? 🙂

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta verður auðvelt…..þ.e.a.s. fyrir Hull.
    Spái 3-0 fyrir Hull 🙁

    • Diddi skrifar:

      Gleðilegt ár Ingvar minn 🙂 Hlakka til að sjá hvernig þú lýgur þig út úr þessu eftir leik 🙂

      • Orri skrifar:

        Ingvar er greinilega ekki spámannlega vaxinn.

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Já gleðilegt ár sömuleiðis 🙂 og vonandi þarf ég að „ljúga“ mig út úr þessu, en það kæmi mér reyndar skemmtilega á óvart.

        • Ari S skrifar:

          Ha ha Ingvar, prufaðu bara að spá okkur sigri. Það kostar ekkert og er miklu skemmtilegra… 🙂

          Gleðilegt ár 🙂

          • Ingvar Bæringsson skrifar:

            Ég hef prófað það með skelfilegum afleiðingum.
            Gleðilegt ár

  6. Gunnþór skrifar:

    ´GLEÐILEGT NÝTT ÁR EVERTONMENN UM ALLAN HEIM,ÁFRAM EVERTON.

  7. Elvar Örn skrifar:

    Áhugaverð staðreynd:

    Fjöldi stiga um áramót:
    Núna á tímabilinu 2014/2015 21 stig (eftir 19 leiki)
    Tímabilið 2011/2012 21 stig (eftir 17 leiki)
    Tímabilið 2010/2011 22 stig (eftir 19 leiki)
    Þó 37 stig í fyrra og 33 stig árið þar áður en samt ekki ný staða fyrir okkur.

    Árið 2011/2012 enduðum við í 7 sæti með 56 stig.
    Árið 2010/2011 enduðum við í 7 sæti með 54 stig.

    Bara að skjóta inn smá bjartsýni í þetta. Samt alveg klárt að með Howard lengi frá og Jagielka eitthvað líka þá er maður ekki of bjartsýnn. Samt sem áður er gaman að sjá Robles fá séns og væri ekki slæmt ef Jagielka og Stones gætu spilað næstu leiki. Dauðlangar líka að sjá McCarthy spila með Besic á miðjunni og vil sjá meira af Kone.

    Gleðilegt ár strákar og megi nýja árið byrja með Stæl(um) gegn Hull.

  8. halli skrifar:

    0-3 auđvelt í dag

  9. Orri skrifar:

    Eg held að sigurinn verði stór í dag.Ég spái okkar mönnum 4-0 sigri í leiknum á móti Hull.

  10. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=8600

    Ég hef ekki spáð fyrir um úrslit um nokkurn tíma. Kannski hefur það verið óhappa — þannig að ég ætla að spá því að batamerki fari nú að sjást og liðið merji 1-2 sigur á Hull. Kone og Coleman með mörkin.