Barkley skrifar undir til 2018!

Mynd: Everton FC.

Þær frábæru fréttir bárust í dag að Barkley hefði skrifað undir nýjan samning til ársins 2018. Það er alltaf mikill léttir þegar búið er að festa bestu leikmenn liðsins á langtímasamning og gott merki um það að leikmenn hafi trú á framtíðina og stjórann, Roberto Martinez. Og trúin er gagnkvæm, því Martinez er sá sem gaf Barkley stórt hlutverk í liði Everton á síðasta tímabili og sá nýtti aldeilis tækifærið; sló í gegn og spilað sig í leiðinni inn í enska landsliðið. Enda einn besti leikmaðurinn í sínum aldursflokki, ekki bara á Englandi heldur víða.

Barkley sagði við þetta tækifæri: „As soon as I got told about it, I knew I was going to sign. It means everything, signing the new contract. It is a dream to have been playing for Everton all my life and today is a great thing for me. I am settled in at Everton, this is the Club I love. I see it as my home, I never think of anything away from Goodison“.

Martinez sagði jafnframt: „It’s a big moment as every Everotnian will tell you as Ross is the kind of player that everyone loves to go and watch play football. He brings back memories of the great legends we have at this football club. This gives us piece of mind of avoiding any kind of speculation about his future. Ross is a major part of anything that is going to be involved in Everton Football Club.“

Hægt er að sjá viðtal við Martinez (vídeó) og Ross Barkley (vídeó) á Everton TV. Og klúbburinn tók einnig saman fimm bestu mörk Barkley (sjá hér).

Þær gerast varla betri, fréttirnar! 🙂

15 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Snilld.

    Lukaku næst takk.

  2. Ari S skrifar:

    Frábærar fréttir 🙂 vel gert Everton

  3. Halli skrifar:

    Þetta eru frábærar fréttir. Flott 40 ára afmælisgjöf handa ritara Evertonklúbbsins á Íslandi frá okkar flotta klúbbi. Til hamingju með daginn Finnur.

  4. Ari G skrifar:

    Ég er orðinn mjög bjartsýnn að Everton gangi vel næsta vetur ef liðið lendir ekki í miklum meiðslum. Barkley spái ég verði kóngurinn næstu árin hjá Everton. Miðjan að verða fín vantar samt einn vængmann. Vörnin í góðu lagi en Everton þarf sennilega betri varamarkvörð héld ég. Hvaða sóknarmaður verður keyptur það kemur í ljós vill ekki vera of bjartsýnn kannski kemur Martinez okkur öllum á óvörum.

  5. Orri skrifar:

    til hamingju með daginn Finnur,þetta er fín afmælisgjöf til þín og góðar fréttir fyrir okkur hin.

  6. Finnur skrifar:

    Takk fyrir það! 🙂

  7. Gestur skrifar:

    þetta eru frábærar fréttir , loksins eitthvað að gerast hjá okkar mönnum.

  8. Gestur skrifar:

    Eru menn tilbúnir að eyða 30m í Lukaku? Ég var það ekki fyrr en ég sá að við seldum Fellaini á 27m og þá þarf ekki að bæta við nema 3m , held að það sé þess virði.

  9. Finnur skrifar:

    30 milljónir eru náttúrulega svolítið mikill peningur en þegar þú leggur það svona upp (Felli+3m) þá er það náttúrulega no brainer! 🙂

  10. Halli skrifar:

    Ég tala nú ekki um ef það yrði til þess að Atsu kæmi á lánssamningi með honum þá væri það frábær díll fyrir okkur

  11. Orri skrifar:

    sælir félagar.Eru ekki koma stótfréttir fyrir okkur nú á næstu klukkustundum,er ekki allt að gerast hjá okkur vonandi á þessum sólarhring.

  12. Halli skrifar:

    Það er verið að tala um að það verði blaðamannafundur kl 19.00 í kvöld á Finch farm það getur bara verið ein ástæða fyrir því

  13. Gestur skrifar:

    frábært , nú er allt að gerast

  14. Baddi skrifar:

    Til hamingju með daginn Finnur, og löndum svo Lukaku næst og hlakka til að sjá alla á ÖLVER kv Baddi.

  15. Ari G skrifar:

    Til hamingju með afmælið Finnur.