Muhamed Bešić skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Muhamed Bešić skrifaði í dag undir 5 ára samning við Everton (til sumars 2019) en hann er 21 árs varnarsinnaður miðjumaður sem kemur frá Ferencvaros í Ungverjalandi. Þetta kemur okkur, sem höfum fylgst með, ekki mikið á óvart, enda búið að gefa út að viðræður væru á lokastigi og leikmaðurinn ferðaðist til Tælands með liðinu. Hann hefur í Ungverjalandi verið notaður sem bæði bakvörður og miðvörður en hans besta staða er líklega varnarsinnaður miðjumaður þannig að hér er um að ræða fjölhæfan leikmann sem ætti að geta nýst víða á vellinum. Þetta eru annar leikmaðurinn sem Martinez bætir við hópinn á undirbúningstímabilinu (sá fyrsti Gareth Barry) en kaupverðið var ekki gefið upp — þó talið vera 4M punda.

Bešić varð fyrir örfáum árum síðan yngsti landsliðsmaður Bosníu — þá aðeins átján ára — þegar hann spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Slóvakíu. Og stjarna hans hefur risið nokkuð hátt undanfarið en hann tók þátt í nýloknu HM í Brasilíu þar sem hann fékk meðal annars það hlutverk að halda niðri Lionel Messi í leik gegn silfurliði Argentínu og leysti það hlutverk með prýði, eins og sjá má:

Það eru nokkur skemmtileg vídeó af honum á YouTube. Til dæmis:



Sem og allar snertingar hans í leik við Nígeríu á HM:

Hann sagði jafnframt að stjórinn Martinez hefði haft mikið um það að segja að hann valdi að ganga til liðs við Everton og Martinez var að vonum kátur með að landa honum og hafði ýmislegt að segja um hæfileika hans.

Gaman að þessu. Nú er bara að sjá hann taka næsta skref og standa sig í ensku Úrvalsdeildinni. Velkominn Muhamed Bešić!

Og í öðrum skemmtilegum fréttum þá vann Everton U21 lið Rhyl 1-0 (þeas. þeir af Everton U21 liðinu sem fóru ekki til Tælands með aðalliðinu). Hægt er að sjá helstu atriði úr leiknum í vídeói hér.

7 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Get ekki betur séð en að Martinez hafi verið að kaupa Róbert Eyþórsson! 😉

  2. Halli skrifar:

    Þetta verða vonandi mjög góð kaup mig hlakkar mikið til að sjá hann í okkar fallega buning

  3. Orri skrifar:

    Er ekki bara að koma íljós það sem ég sagði hér í færslu um daginn,að það ætti margt skemtilegt eftir að gersat hjá okkar frábæra liði varðandi kaup á leikmönnum.Góðir hlutir gerast oft hægt.

  4. Diddi skrifar:

    vonandi borðar hann samt ekki bara Mcdonalds 🙂

  5. Gestur skrifar:

    það er gott að vera búinn að kaupa fyrsta leikmanninn í sumar, líst vel á kappann.

  6. Finnur skrifar:

    Gareth Barry telst reyndar formlega vera fyrstu kaup sumarsins.

  7. Gestur skrifar:

    nýjan leikmann í hópinn