Íslendingaferð á Goodison Park

Myndir: Eyþór (EH)

Everton klúbburinn skipulagði ferð á Goodison Park að sjá Everton taka á móti Man City rétt undir lok síðasta tímabils (þann þriðja maí) og tók Eyþór að sér að skrá niður ferðasöguna og taka myndir og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Tek það fram að töfin er ekki Eyþóri að kenna — hef ekki gefið mér tíma til að setja þetta upp fyrr en nú, sökum anna. En ég gef Eyþóri orðið:

Ferðin hófst 2. maí 2014 og var skipulagður hittingur í Fríhöfninni á Keflarvíkurflugvelli þann morguninn. Ferðalangar voru: feðgarnir Eyþór og Róbert, Baldvin, vinirnir Gunnþór og Gísli Rúnar og tvö pör: Kolbeinn og Ólafur og konur þeirra.

Baldvin og Eyþór

Baddi og Eyþór

Flugið var kl. 8:00 um morguninn en lent kl. 11:20 að staðartíma (flugið aðeins rétt rúmir tveir tímar). Klúbburinn hafði skipulagt rútuferð af flugvellinum og beið rútan því okkar fyrir utan flugstöðina í Manchester og fór með okkur á hótelið í Everton borg. Fengum lyklana að herbergjunum okkar og svo var farið í bæinn í alls konar erindagjörðum.

Nokkrir af Íslendingunum

Að sjálfsögðu var farið í Everton verslunina í verslunarklasanum og verslað duglega. Svo um kvöldið hittust allir ferðalangar óvænt á Pizza Express fyrir utan hótelið þar sem snæddar voru pizzur og skolað niður með bjór.

Á leikdegi var hittingur í anddyri hótelsins kl. 15 og farið saman upp á Goodison Park. Þó að nokkrir hefðu verið að djamma fram á nótt mættum við öll á réttum tíma. Mikil háspenna fór í gang á leið upp á völl (ca. 25.000 volt!). Farið var á pöbb í nágrenninu og stemmingin tekin í botn en síðan rölt upp á völl — og þá hófst stemmingin fyrir alvöru!

P1090199

 

P1090203

 

P1090188

 

P1090185

 

P1090189

 

P1090207

 

P1090210

 

P1090216

 

P1090224

 

P1090230

Það var allt vitlaust þegar Barkley skoraði eftir ekki nema 10 mínútur en svo dró úr mönnum þegar City skoruðu sín tvö í fyrri hálfleik. Og þegar þeir skoruðu þriðja markið voru þó nokkrir á klósettinu að skila bjórnum. En svo tóku menn við sér þegar við skoruðum mark númer tvö, sem setti aftur spennu í leikinn. Það tókst þó ekki að jafna og því endaði leikurinn með sigri City en allir voru svo sem sáttir vegna þess að Everton hafði þegar tryggt sér sæti í Evrópukeppninni vegna úrslita annarra leikja fyrr um daginn.

P1090228

Eins og tíðkast alltaf á síðasta heimaleik tímabilsins komu leikmenn og börn þeirra inn á völlinn aftur eftir leik og gengu hringinn, veifuðu og þökkuðu áhorfendum fyrir stuðninginn á leiktíðinni. Stemmingin í hópnum var mjög fín og fórum við um kvöldið á Blue Bar og borðuðum saman mjög góðan mat.

P1090237

 

P1090239

Og svo áfram að djamma fram á nótt, að sjálfsögðu.

P1090233

Sunnudagur: Þá var hvíldardagurinn haldinn heilagur eins og stendur í þriðja boðorðinu. 🙂 Eftir hádegi á sunnudag fóru menn í verslunarferðir og gönguferðir og sunnudagskvöldið var rólegt.

Mánudagurinn 5. maí: Allir mættir í morgunmat og lagt af stað kl. 10 til Manchester flugvallar. Þegar við vorum að tékka inn þá vantaði Badda vegabréfið sitt. Hann svitnaði meir og meir eftir því sem á leið leitina að vegabréfinu en á endanum komst hann að þeirri niðurstöðu að hann hefði gleymt því í skúffu á hótelinu. Farið var til lögreglunar á flugvellinum til að staðfesta að Baddi gæti fengið að fara til Íslands með okkur og það gekk upp og allir fóru heim sælir og glaðir.

Frábær ferð að baki og þökkum við öllum samveruna!

4 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Þau ykkar sem fylgja okkur að málum á Google+ (endilega skráið ykkur) geta séð fleiri myndir úr ferðinni hér:
  https://plus.google.com/b/112748004040041987934/photos/112748004040041987934/albums/6023806700859802865?authkey=CM223MSL6NDA0wE

 2. Halli skrifar:

  Gaman að lesa þetta

 3. þorri skrifar:

  Þetta eru flottar myndir. Alltaf gaman að sjá myndir frá Goodison Park.

 4. Ólafur Már skrifar:

  Ógleymanleg ferð og hlakka til þeirra næstu!