Everton vs. Crystal Palace

Mynd: Everton FC.

Everton á kvöldleik við Crystal Palace annað kvöld (miðvikudag) kl. 19:45 en með sigri getur Everton komist aftur upp fyrir Tottenham í 5. sætið. Crystal Palace eru í 15. sæti og hafa átt í erfiðleikum á útivelli undanfarið, tapað fimm og unnið einn — en á móti kemur að þeir hafa átt mjög erfitt útileikjaprógram: Chelsea, City, Tottenham og Arsenal. Everton eru akkúrat á hinum endanum á þeim skala: unnið síðustu fimm á heimavelli og aðeins tapað einum (en það var leikurinn sem Howard var rekinn út af gegn Sunderland).

Tapið í síðasta leik var afskaplega ósanngjarnt, sama hvernig á það er litið enda Everton mikið betri aðilinn í leiknum (Tottenham á eigin heimavelli náðu ekki nema tveimur skotum á markið) en það er gott til þess að hugsa að Everton hefur á þessu tímabili alltaf svarað tapleik með sigri í næsta leik. Það er fullt af leikjum enn eftir og margt sem getur gerst, enda 39 stig enn í boði.

Það er sem betur fer aðeins að létta til í meiðsladeildinni en Martinez sagði að Alcaraz væri orðinn heill og Traore gæti látið sjá sig af bekknum á móti Crystal Palace.  Hann bætti svo við að Lukaku ætti að vera orðinn góður um þessa helgi eða næstu. Gibson, Oviedo, Kone eru sem fyrr frá en að öðru leyti engin ný meiðsli. Líkleg uppstilling: Howard, Baines, Distin, Jagileka og Coleman. Pienaar og McGeady á köntunum, Barry og McCarthy á miðjunni. Osman/Barkley í holunni fyrir aftan tja… líklega Mirallas.

Leikurinn er í beinni á Ölveri og athugið að 6 leikir byrja á sama tíma þannig að mætið tímanlega til að fá góð sæti!

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 gerðu 2-2 jafntefli við Sunderland U21 en Harry Charsley gerði bæði mörk Everton. Everton U18 unnu Úlfana U18 á útivelli, 0-1, með marki frá Tyrone Duffus. Matthew Kennedy framlengdi lán sitt hjá Tranmere um einn mánuð.

17 Athugasemdir

  1. Hallur skrifar:

    Sælar stelpur þetta er algjör skyldu sigur 0en er samt hræddur um að þetta verði jafntefli þar sem okkar lið verður með boltan 70% af timanum en er því miður nokkuð geldir fremst á vellinum en vona það besta
    Góða skemtun á Ölver

  2. Kiddi skrifar:

    Mirallas verður með þrennu í fyrri hálfleik, við rúllum yfir þá.
    Sjáumst hressir á morgun.

  3. Halli skrifar:

    Það var gaman að sjá viðtalið við Martinez þar sem hann sagði að hann væri alveg klár í að taka við titlinum fyrst hinir stjórarnir fyrir ofan væru allir að tala niður væntingar til síns liðs svona eiga bændur að vera fulla ferð áfram og ekkert kjaftæði. Í tilefni þess þá set ég 3-0 á leikinn og taka bakverðirnir sitt markið hvor og svo Barkley.

    Sjáumst á Ölver

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Everton mun spila frábærann fótbolta í þessum leik, gjörsamlega stjórna honum frá a-ö. Þeir verða 75% með boltann, munu eiga 20-30 marktilraunir, þar af 15 á markið. Þetta verður tiki taka masterclass út um allann völl. En við töpum 0-1 er ég hræddur um.

  5. þorri skrifar:

    Ég segi að þetta eigi að vera skyldusigur í kvöld. Verð að vinna get ekki horft á hann. Mér er alveg sama hver skorar bara að við vinnum heima leikina okkar. Er sammála Martines með það sem hann sagði í viðtalinu.

  6. Ari S skrifar:

    Ingvar voðalega ertu hógvær… ég spái 3-0 Pienaar með stórleik og gerir öll

  7. Teddi skrifar:

    5-3 „; 🙂

  8. Finnur skrifar:

    Palace skora fyrst en eftir nokkra örvæntingu frá okkur stuðningsmönnum jafnar Everton, með marki frá… yup, you guessed it: McCarthy. 🙂 Þetta verður tvísýnt en Everton vinnur þetta að lokum, 2-1 eða 3-1. Howard með sigurmarkið 😉 og Naismith innsiglar (ef þarf).

  9. Diddi skrifar:

    Spái því að þessi leikur þróist eins og Ingvar talar um en ég er ekki sammála honum um úrslitin, ætla mínum mönnum sigur og það 4-0. Nú er að duga eða drepast. Að mínu mati er þetta tímabil ónýtt ef við töpum þessum leik 🙂 það kemur í ljós í kvöld hverjir markaskorararnir verða. Áfram EVERTON

  10. Orri skrifar:

    Oft hef ég verið sammála vini mínum Didda,en aldrei eins og núna.Þetta eru úrstlitin sem ég spái líka.Það er allt farið í vaskinn ef við töpum þessum leik.Ekkki það að ég hef ekkert á móti stærri sigri.

  11. Finnur skrifar:

    Veit ekki hvort ég sé sammála með að *allt* sé farið í vaskinn með tapi — nema fjórða sætið sé það eina sem við værum að horfa á. Við erum enn í góðum málum í FA bikarnum og enn í góðu tækifæri á að ná Europa League en eins og við sáum litu Tottenham nú ekki mjög sannfærandi út á móti okkur í síðasta leik þó þeir væru á heimavelli (tvö skot á rammann) — og markið sem þeir náðu að lauma inn var hálf vafasamt, eins og áður hefur komið fram. Hvert tap minnkar vissulega líkurnar á 4. sætinu en það eru samt 39 stig eftir í pottinum og ýmislegt sem getur gerst á lokasprettinum.

  12. Diddi skrifar:

    Europa League gerir ekkert fyrir lið fjárhagslega svo að fyrir mér er það ekki neitt til að keppa að. En auðvitað höfum við einn bikar til að keppa að ennþá. Það má líka benda á að t.d. stig á móti WBA um daginn er í dag ekkert smá stig, því bæði Chelsea og liverp… hafa farið þangað og fengið stóra trukkinn okkar fyrrverandi í fangið með jöfnunarmark. En óneitanlega er CL sæti orðið svolítið fjarlægur draumur ef þessi leikur vinnst ekki og úrslit í kringum okkur verða okkur ekki hagstæð 😉

  13. Diddi skrifar:

    það er líklegt að Kári verði á Goodison í kvöld og það í stóru hlutverki 🙁

  14. Diddi skrifar:

    þetta eru heldur ekki verstu fréttir sem við höfum fengið reynist þetta rétt :
    http://hereisthecity.com/en-gb/2014/02/12/everton-latest-striker-crisis-threatens-top-four-bid-but-deulofe/?

  15. þorri skrifar:

    Er vitað nákvæmlega hvað gerðist? Er ekki sáttur með að hafa Mírallas á bekknum. En ekki annars gott að frétta af klúbbnum okkar? Annars er ég bara nokkuð ánæður með gengi okkar manna á þessu sísonni.

  16. Finnur skrifar:

    Áttum erfiðan útileik um síðustu helgi og eigum mikilvægan bikarleik um næstu helgi. Sé ekkert að því að leyfa Mirallas að hvíla í miðri viku í heimaleik á móti liðinu í 15. sæti. Sérstaklega gott að Barkley fái smá auka-hvíld líka því hann er ekki orðinn 100% heill af sínum meiðslum eins og fram hefur komið. Það má alltaf skipta kanónunum inn á í seinni ef illa gengur að skora í fyrri.

  17. Diddi skrifar:

    sammála Finni, eigum að geta unnið Crystal Palace með „einari“ 🙂