Everton – Aston Villa 2-1

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Aston Villa á heimavelli í dag og maður vonaðist til þess að leikmenn kæmu brjálaðir til leik eftir slysið á þriðjudaginn síðasta en jafnframt hálf smeykur þar sem sóknarlínan er orðin ansi þunnskipuð eftir meiðsli Lukaku og maður sá því ekki hvaðan mörkin ættu að koma. Nýi sóknarmaður Everton, Lucina Traore, kynntur fyrir leik en hann var ekki leikfær fyrir leikinn.

Uppstillingin fyrir Villa leikinn var eftirfarandi: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Stones, Osman, McGeady, Barry, McCarthy, Barkley, Mirallas. Osman því á vinstri kanti og McGeady á hægri og Mirallas frammi, eins og beðið hefur verið um eftir að Lukaku meiddist. Nú fengi maður loksins að sjá hvað Mirallas gæti frammi en það var staða sem hann hefur spilað í grísku deildinni.

Og Everton virtist ætla að byrja með látum því McGeady átti eftir horn flott skot sem hafnaði í nærstönginni og fór út aftur. Everton með boltann 65% leiks eftir 15 mínútur og létu boltann ganga vel manna á milli en sköpuðu sér afskaplega lítið af færum í fyrri hálfleik. McGeady átti annað skot innan teigs á 26. mínútu en skotið arfaslakt og beint á markvörð. Villa menn þó lítið betri, þeir áttu eitt skot sem fór langt upp í stúku og engin hætta í sókninni hjá þeim eiginlega allan leikinn.

Barkley var felldur á 32. mínútu við miðju, greinilegt brot en ekkert dæmt, kannski vegna þess að Barkley reyndi hvað hann gat til að halda jafnvægi en gekk ekki. Ó.þol.andi að refsað sé fyrir að reyna að standa í lappirnar. Villa tóku tvær fljótar snertingar fram völlinn og komust í dauðafæri og sóknarmaður þeirra náði að skjóta boltanum gegnum lappirnar á Howard. 0-1 fyrir Villa. Algjörlega óverðskuldað.

Everton svaraði næstum því strax þegar Mirallas náði hjólhestaspyrnu á mark eftir fyrirgjöf en varnarmaður bjargaði í horn sem ekkert kom úr.

0-1 í hálfleik og ansi þungt í manni hljóðið þar sem hvorugt lið leit út fyrir að eiga eftir að skora fleiri mörk og Mirallas gerði lítið annað í sókninni en að safna hornspyrnum og rangstæðum. Maður var farinn að hugsa að jafntefli væri nú kannski ekki slæm úrslit úr því sem komið var. Tölfræðin leit þó ágætlega út, Everton með boltann 70% í fyrri hálfleik, með 5 tilraunir á markið (1 sem rataði á rammann), Villa með 2 tilraunir á markið, ein á rammann.

Martinez gerði tvær lykilskiptingar í leiknum, aðra í hálfleik þegar Barkley fór út af og Pienaar kom inn en Pienaar bætti upp fyrir arfaslakan leik gegn litla bróður á þriðjudaginn og átti frábæran leik.

Everton mun betra liðið á vellinum en lítið gekk þó að skora. Hver stórsóknin á fætur annarri fór forgörðum án almennilegs færis og afraksturinn eingöngu hver hornspyrnan á fætur annarri (13 horn samtals í öllum leiknum, Villa menn fengu eina!).

Osman komst reyndar innfyrir vinstri megin eftir stungusendingu (frá Pienaar?) en skotið varið í horn og markspyrna dæmd. Einn af nokkrum mjög skrýtnum dómum í leiknun. Osman komst aftur í færi hinum megin teigs eftir flotta sendingu inn í teig frá Stones, Osman með bak í mark en sneri sér og skaut. Skotið hins vegar slakt og beint á markvörðinn.

Hvert hornið á fætur öðru fylgdi í kjölfarið en Everton náði ekki að nýta nein þeirra. Pienaar átti fast skot eftir eitt hornið en beint á Guzan í markinu.

Hin lykilskipting Martinez kom á 69. mínútu þegar Stones var skipt út af fyrir Naismith. Martinez greinilega að blása til stórsóknar (sóknarmaður fyrir varnarmann) enda voru yfirburðir Everton töluverðir í leiknun.

Benteke var næstum búinn að skora sjálfsmark í leiknum þegar varnarmaður Villa skallaði boltann í hausinn á honum, en Villa menn sluppu með skrekkinn. Boltinn rétt framhjá markinu. Það kom þó ekki að sök því varamennirnir Pienaar og Naismith náðu frábærlega saman á 72. mínútu þegar Everton jafnaði. Pienaar fékk boltann frá Barry að mig minnir, við D-ið á teignum og „flikkaði“ boltanum inn fyrir þvöguna þar sem Naismith kom á hlaupinu og tók við boltanum og var kominn einn á móti markverði. Ekki ósvipað færi og Jelavic fékk í 4-0 sigrinum gegn Stoke (og lét verja frá sér) en Naismith átti í engum erfiðleikum með að klára færið. Everton loksins búið að jafna. 1-1.

En Everton menn voru ekki hættir. Mirallas sótti brot rétt utan teigs þegar varnarmaður Villa sparkaði hann niður. Mirallas gerði sér lítið fyrir og átti enn eina glæsi-aukaspyrnuna alveg við nærstöng sem svoleiðis söng í netinu. 2-1 fyrir Everton!!

Hibbert inn á fyrir McGeady á 86. mínútu og örskömmu síðar hefði Everton átt að skora þriðja markið þegar Pienaar sendi fyrir en Naismith skallaði beint á markvörð úr ágætis færi.

Villa menn áttu skot rétt yfir undir lok leiks, sem var þeirra fyrsta almennilega skot í seinni hálfleik, að mig minnir. Samtals áttu þeir 4 skot í öllum leiknum en aðeins eitt sem rataði á rammann (mark þeirra í fyrri hálfleik).

Everton með 12 skot, 5 á rammann og varla að Villa menn fengju boltann (Everton með hann 71% leiks). Sigur Everton í höfn og jafnframt fín úrslit úr öðrum leikjum: United og Newcastle töpuðu bæði (United fyrir Stoke og Newcastle fyrir Sunderland). Að auki gerðu Tottenham menn jafntefli. Nú þarf Anichebe bara að tryggja West Brom sigurinn gegn litla bróður á morgun og umferðin er fullkomnuð! 🙂

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 6, Distin 6, Jagielka 7, Stones 6, Osman 7, McCarthy 7, Barry 6, McGeady 7, Barkley 5, Mirallas 8. Varamenn: Pienaar 8, Naismith 7, Hibbert 4 (sökum þess hvað hann fékk fáar mínútur). Skil reyndar ekki af hverju einkunnir byrja ekki í 6 og fara upp og niður eftir frammistöðu, frekar en að gefa mönnum sem fá 3 mínútur í leiktíma fjóra í einkunn.

En, höfum ekki áhyggjur af því. 2-1 sigur í höfn. Akkúrat meðalið sem við þurftum! Everton komið á sigurbrautina aftur.

33 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  Frábært að fá Distin inn og þegar ég stillti óskaliðinu mínu upp þá hreinlega gleymdi ég Osman, en hann var frábær eftir að hann kom inná í seinasta leik. Reyndar hefur hann ekki spilað nægilega vel þegar hann hefur byrjað inná en komið flottur inn af bekknum.
  Stend við spána mína 2-0 þar sem Mirallas gerir wondergoal og Barkley tekur hitt.
  Það er alveg spurning hvort hann hefur Mirallas eða jafnvel Barkley sem framherja, því með Barkley fremstan þá spilar Mirallas kant og McGeady hinn kantinn og Osman fyrir aftan Barkley, það væri magnað að sjá en spurning hvort Barkley sé of óvanur framherjastöðu.

 2. Elvar Örn skrifar:

  Coleman er á bekknum svo þetta er allt að koma. Vonandi bætast við Deulofeu og Traore við liðið fyrir næstu helgi.

 3. Gestur skrifar:

  Góður seinni hálf leikur. Barkley ekki alveg tilbúinn ennþá.
  Pienaar góður af bekknum og svo kom Naismith inná og hann getur alveg spilað frammi, flottur leikur hjá honum.
  Aukaspyrnan hjá Mirallas var alveg frábær. Góður sigur hjá okkar mönnum og ég er ánægður að hafa spáð vitlaust.

 4. Halli skrifar:

  Þetta var var sannkallaður vinnusigur og sigur liðsheildar mér fannst allt liðið standa sig vel og berjast vel fyrir sigrinum. Það er skemmtileg staðreynd að það hafa engin lið mæst eins oft í efstu deild á englandi og þessi 2 eða 198 sinnum og einnig að þetta er í fyrsta skipti sem Everton vinnur báða leikina á 1 tímabili. Gott recovery eftir leikinn í vikunni.

 5. Finnur skrifar:

  Já Gestur, mig grunar líka að Barkley þurfi líklega aðeins meiri tíma en verður vonandi orðinn sjálfum sér líkur fyrir Tottenham leikinn um næstu helgi. Engar áhyggjur með spána 🙂 — ég hélt líka í hálfleik að þetta myndi fara 0-1 fyrir Villa en gott að sjá að menn stigu upp og kláruðu dæmið. Gott að sjá 6 stig úr þessum leikjum við þá — löngu kominn tími til! 🙂 Þeir hafa oft reynst okkur erfiðir.

 6. Elvar Örn skrifar:

  Mögnuð frammistaða og gaman að heyra lýsandann tala um öfluga og þétta vörn Aston Villa fram í miðjan seinni hálfleik en tók ekki eftir að Everton vörnin var nú stórbrotin og fékk Howard aðeins 1 skot á rammann í öllum leiknum sem því miður varð mark.
  Mirallas ekki alveg með touchið sem framherji en ég verð að hrósa innkomu Naismith sem gaf Mirallas mikilvægara hlutverk.
  Frábærar skiptingar Martinez og liðið gafst aldrei upp.
  Ég spáði wondergoal frá Mirallas og það sannarlega stóðst, þvílíkur þrumufleygur hjá drengnum.
  Allt annað að sjá liðið í dag og væri magnað að fá Traore, Deulofeu og Coleman inn fyrir næsta leik.
  Ekki skemmdi fyrir að Tottenham tapaði stigi og Man Utd tapaði og erum í 5 sæti bara stigi á eftir liðinu sem fékk engann nýjan leikmann í nýliðnum leikmanna glugga 🙂
  Mikilvægur 6 stiga leikur næstu helgi og tap er bannað. Tottenham stigi a eftir okkur og 5 stig í United. Vonast eftir góðum úrslitum á morgun líka.

 7. Finnur skrifar:

  Og gleymdi að minnast á að Elvar var ansi nálægt í spá sinni um úrslit. 2-0 sagði hann og Mirallas með wondergoal. Hann sá þó ekki fyrir dómaramistökin sem skópu mark Villa. 🙂

 8. Orri skrifar:

  Frá fyrstu mínútu sá maður að ekkert annað en sigur kom til greina hjá okkar mönnum.Þetta var sigur liðsheildarinar.En okkur sárvantar góða framherja þó svo að við kláruðum leikinn ídag.

 9. Gunnþór skrifar:

  glæsileg þrú stig í hús,menn eru farnir að falla full aftarlega á móti Everton liðinnu er það ekki styrkleikamerki.

 10. Ari S skrifar:

  Jú rétt Gunnþór, Martinez kom einmitt inn á þetta í einhverju eftir viðtali eftir einhvern leikinn. Everton farnir að halda botlanum og lið farinn að bakka vel á móti þeim. Mjög jákvætt og vonandi höldum við dampi þangað til allir verða heilir, allavega framherjarnir stóru.

  Ég sá því miður ekki leikinn gegn Aston Villa þannig að ekkert stórt komment kemur frá mér í þetta sinn 🙂

  Markið frá Mirallas stórkostlegt og nú erum við komnir með jafn tvo góða aukaspyrnumenn, þeir ættu að vekja ógn hjá markmönnum þegar við fáum aukaspyrnur rétt fyrir utan.

 11. Andri G skrifar:

  Reyndar er þetta langt frá því að teljast dómaramistök, Delph besti leikmaður Villa einfaldlega rændi boltanum af okkar manni. Barkley var einfaldlega værukær og áttaði sig ekki á að ungur og sprækur maður var að elta hann! Enda sást það greinilega í endursýningunni að hann var einfaldlega rændur á frábæran hátt 🙁
  Leikurinn hjá okkur var ágætur en erfitt reynist liðinum að skapa clearcut chances. Þegar það lagast? Þá er þetta lið með smá tilfærslum og réttum kaupum að keppa um titilinn ár eftir ár! Áfram Everton!!!!!!

  • Elvar Örn skrifar:

   Já mér fannst þetta svona 50/50 hvort þetta væri brot á Barkley eða ekki en vert að benda á að fyrr í leiknum kom upp samskonar atvik þar sem Stones stal boltanum en þar var dæmt á Stones.
   Mikilvægt að tapa ekki leikjunum á móti Tottenham og Chelse (verður erfitt gegn Chelse) en síðan eru margir leikir gegn „smærri“ liðum sem ættu að gefa Everton möguleika á að seikja að 4 sæti.

 12. Diddi skrifar:

  ANICHEBE!!!!!!!!

 13. Finnur skrifar:

  Nákvæmlega, Elvar.

  Og tek undir með Didda: „Aaaaaaaanichebe!“
  Liverpool slakir í leiknum en maður sá ekki hvaðan mörk WB ættu að koma, þangað til Liverpool gaf Anichebe mark á silfurfati. Reyndar áttu WB glæsilegan skalla sem var varinn á línu. Tvö stig í litla bróður. 🙂

 14. Diddi skrifar:

  Mér finnst reyndar áhyggjuefni hvernig liverpool getur alltaf gírað sig upp í leiki gegn okkur, hér áður fyrr vorum það við sem breyttumst úr meðalmönnum í dýrvitlaus ljón, en undanfarin ár hefur mér fundist verða mikil breyting á þessu, gerrard breytist úr gömlum alltof hægum manni sem áhangendur liðsins eru farnir að hafa áhyggjur af í einn heimsklassa leikmann sem er eins og hann sé að berjast fyrir lífi sínu þegar hann leikur á móti okkur, þessu þurfum við að breyta. Það er eins og það þurfi ekki að mótívera þá á móti okkur.

 15. Gunnþór skrifar:

  Diddi þú veist að það er erfitt að mótivera liðið gegn slakari liðum.

 16. Diddi skrifar:

  hittir naglann á höfuðið Gunnþór 🙂

 17. Diddi skrifar:

  Ég get hvergi fundið link inni á fótbolti.net (þeirri auðvirðilegu síðu) inn á hið frábæra sigurmark Mirallas 🙂
  ætli það hefði nokkuð verið þar heldur þó að nagdýrið þeirra hefði sett hann 🙂

 18. Diddi skrifar:

  ég var búinn að sjá þetta inni á 101great goals, en takk samt Finnur, var bara að hæðast að Fótbolti.net

 19. Finnur skrifar:

  Ég líka (ég reyndar fer aldrei þar inn — that much is true). 🙂

 20. Ari S skrifar:

  Mér tókst loksins að sjá extendet highlights á heimasíðu félagsins. Þvílík gæði í mörkum okkar manna. Naismith markið flott vegna aðragandans. Hæstánægður með spilamennskuna og flotta innkomu frá McGeady. Hann styrkir liðið án efa.

 21. Georg skrifar:

  Það er ekki annað hægt en að gleðjast yfir úrslitum helgarinnar, bæði hjá okkur og liðunum í kringum okkur. Að Man Utd tapaði var mjög flott þar sem þeir voru farnir að narta í hælana á okkur og kom mér hreinilega á óvart að þeir töpuðu gegn Stoke. Flott að Tottenham og Liverpool fengu bara stig gegn Hull og WBA. Fengum einhver 6m pund fyrir Anichebe ef ég man rétt og svo 2 stig af Liverpool er fín útkoma fyrir okkur. Næsta umferð verður mjög fróðleg, Liverpool að mæta Arsenal og við að mæta Tottenham á útivelli. Baráttan um 4 sætið heldur áfram.

  Varðandi leikinn þá náði ég bara part af honum, var á leið í bústað og náði að streama einhverjum 25 mínútum á 4G og datt svo inn á gprs netsamband þar sem bústaðurinn var og ekki séns að stream´a á 56kb neti. Fékk þó góða stöðuskýrslu frá Elvari á meðan á leiknum stóð. Var svo núna að horf aá extended higlights og var ekki að sjá á öðru þar að þetta hafi verið mikil einstefna af okkar hálfu og markið þeirra kom í raun úr engu og ekkert búið að vera í gangi hjá þeim. Miðað við þetta highlight þá vorum við meira og minna með boltann eins og tölfræðin segir og kannski vantaði alltaf örlítið upp á að klára færin, vorum að koma okkur í góðar stöður en vantaði lokahnykkinn sem hefur oft áður verið okkur til vandræða. Pienaar inn á í hálfliek frískaði greinilega upp á spilið og er eðlilegt eftir þessa fjarveru að Barkley sé aðeins ryðgaður og fínt að koma honum aðeins inn í þetta. Skiptingin hjá Martínez þegar hann tekur Stones út af og setur Naismith inn á skilaði sér heldur betur vel. Frábær skipting sem skilaði stuttu seinna marki frá Naismith. Frábært mark svo hjá Mirallas af löngu færi. Ekki amarlegt að vera núna með 2 af heitustu aukaspyrnumönnum deildararinnar (Mirallas og Baines), svo hefur Barkley líka sýnt að hann kann líka að taka aukaspyrnur.

  Liðið sínir flottan karakter að koma til baka, sérstaklega þegar maður hugsar til þess að leikurinn á undin hefur setið í mönnum og að fá mark í hausinn gegn gangi leiksins, þá þarf mikinn karakter að koma til baka, sem að liðið gerði. Gríðarlega mikilvæg 3 stig og er miklu sætara að vinna leikinn á þennan hátt til að auka sjáflstraustið í liðinu. Núna vil ég bara sjá 3 stig næstu helgi gegn Tottenham og ekkert annað í boði.

 22. Finnur skrifar:

  Já, það var voða lítið að gerast í sókninni hjá Villa og markið þeirra var eina skotið sem við fengum á rammann okkar. Við fengum nokkur ágæt: Naismith fékk dauðafæri og afgreiddi það í netið og svo frían skalla á mark sem hann hefði getað gert betur úr. Mirallas setti inn aukaspyrnuna og fékk eitt ágætt að auki (hjólhestaspyrna) og McGeady skaut náttúrulega í stöng.

  > að vera núna með 2 af heitustu aukaspyrnumönnum deildararinnar (Mirallas og Baines)

  Þrjá ef þú telur Hibbert með!

 23. Diddi skrifar:

  Á síðustu leiktíð vorum við með 10 sigra, 11 jafntefli og 3 töp og mörk f/a 37/27 eftir 24 leiki. Núna erum við með 12 sigra, 9 jafntefli og 3 töp og f/a 37/27. Aðeins uppá við en við þurfum að skora fleiri mörk finnst mér og breyta þessum helv. jafnteflum í sigra 🙂

 24. Finnur skrifar:

  Eða eins og Guðni Ágústs hefði sagt: „Þar sem stig koma saman, þar eru framfarir“.

  Annars alveg sammála þér, en mér sýnist þetta allavega stefna í rétta átt: Tvö jafntefli breyttust í sigra. Gott mál.

 25. Elvar Örn skrifar:

  Áhugavert:

  Everton are the most fouled side in the Premier League this season (315 times).

  The Toffees have conceded the most penalties in the Premier League this season (6)

 26. Elvar Örn skrifar:

  Leighton Baines (0) has fewer Premier League assists than team-mate Tim Howard (1) this season.

  Everton have lost only two of their last 13 Premier League encounters with Tottenham.

 27. Finnur skrifar:

  Athyglisvert. Baines er kominn með þrjú mörk — sem er mjög lágt miðað við hans standard en varaskeifan (Oviedo) var rétt að komast fram úr honum þegar hann meiddist (tvö mörk og tvær stoðsendingar).

  En er ekki bara komið að hægri vængnum? Mirallas með 5 mörk og 5 stoðsendingar og Coleman 5 mörk og eina stoðsendingu. 🙂

 28. Gestur skrifar:

  en er þetta ekki eins og gerist þegar einhver er góður að þá fer andstæðingarinar að dekka þann sem er góður og þá losnar um hina.
  en mér finnst samt eins og vinsti hafi slakað aðeins á í velgengni hægri og vona að Baines og Pienaar komi sterkir í loka hlutanum

 29. Ari G skrifar:

  Þurfum lágmark 28 stig í viðbót til að ná 4 sætinu t.d. vinna 8 4 jafntefli og 2 töp finnst það raunhæft markmið 73 stig gæti dugan í 4 sætið en Everton má alls ekki tapa fyrir Tottenham betra að tapa fyrir efstu liðinum t.d. Chelsea og City og tapa engum öðrum leikjum sem eftir er. Ætla að spá Everton fái 73 stig og nái 4 sætinu. City 1 Chelsea 2 Arsenal 3