Lacina Traore kynntur

Mynd: Everton FC.

Nýi sóknarmaður Everton, Lacina Traore, var kynntur á blaðamannafundi klukkan 9 í morgun en hann kemur til okkar að láni frá Mónako til loka tímabils. Hægt er að horfa á viðtalið við hann hér.

Í viðtalinu staðfestir hann meðal annars að fleiri klúbbar í Úrvalsdeildinni hefðu komið til greina en hann valdi Everton framyfir þá vegna þeirrar tegundar fótbolta sem Martinez leggur upp með en hann segir „passing-game“ leikskipulag sem byggist á tekknískum leikmönnum henti sér best.

Uppfært: 11:30: Vitnað var í Martinez á Sky Sports vefnum, þar sem hann sagði um Traore:

„He is a very hungry footballer which, at this stage of the season, is very important,“ said Martinez. „His size will give you the wrong impression of the way he is as a footballer. He is technically very gifted, he has a real understanding of the space and combination play around him and is really quick with his penetrating runs, he is a real athlete.“

9 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Martinez segist líklegur til að kaupa leikmann fyrir lok gluggans ef að Heitinga fer, áhugaverð staða þar. Greinilega komin tvö tilboð í kappann svo hver veit nema við sjáum ferskt andlit fyrir lok gluggans.

    http://www.nsno.co.uk/everton-news/2014/01/martinez-new-signings-depend-on-heitinga/?

    Ég hefði haldið að klúbburinn ætti meiri pening en þetta eftir góðar leikmannasölur seinustu misseri.

  2. Elvar Örn skrifar:

    Frétt sem ég rakst á þar sem talað er um að Martinez hafi áhuga á að fá annan framherja og það að láni, ég hélt nú að klúbburinn mætti ekki fá fleiri lánaða en þá fjóra sem nú eru að láni. En væri gaman að sjá Everton fá einn framherja þó ekki sé nema uppfylling.

    http://efcfeelinblue.com/martinez-eyes-striking-reinforcements/

    Svo er einn guttalingur sem er að skora helling af mörkum í Hollensku deildinni með Heerenveen og er reyndar markahæstur þar. Já er auðvitað að tala um Alfreð Finnbogason og hver veit nema hann gæti spjarað sig með Everton.
    Marco Van Basten, stjóri Heerenveen, er víst að hætta með liðið svo það er alveg spurning hvort bestu menn þar hugsi sér ekki til hreyfings við þær fregnir.
    Hvað finnst mönnum um að fá Alfreð í stóra klúbbinn okkar? Þess má geta að klúbburinn þyrfti samt að kaupa 2 framherja næsta sumar þar sem Traore og Lukako fara til síns heima, ég held að það sé ekki gott að þurfa að kaupa 3 framherja í sumar, hmm.

  3. Finnur skrifar:

    Það er tvennt í stöðunni varðandi þennan Saber Khalifa sem lánsmann. Annaðhvort var þetta skrifað af einhverjum sem þekkir ekki hámarkið á láns-samningum (sem sagt uppspuni) eða þá að Martinez sé (eða hafi verið þegar þetta kom upp) verið að hugsa um að skila Lukaku til Chelsea þar sem meiðslin litu verr út í upphafi. Ég þekki samt ekki reglurnar, hvort það sé hámark fjórir að láni eða bara fjórir _í einu_.

    Ég myndi annars taka Finnbogasyni fagnandi. Íslendingar eru dugnaðarforkar, með mjög líkt attitude og Írarnir (Coleman t.d.) sem mér hefur sýnst passa vel við Everton klúbbinn. Það væri auk þess gaman að fá Íslending í liðið og yrði örugglega gott fyrir bæði klúbbinn úti sem og hér heima. 🙂

    • Elvar Örn skrifar:

      Já Alfreð er nú búinn að skora 19 mörk í 17 leikjum á þessari leiktíð og með 5 stoðsendingar. Frá því að hann kom til liðsins held ég að hann sé með einhver 43 mörk í 50 leikjum sem er magnað og bara 24 ára.
      Heerenveen er einnig sagt í fjárhagskröggum en fréttir herma að klúbburinn vilji fá 5m punda fyrir kappann sem mér finnst bara ekki mikið. Er þetta ekki no-brainer strákar?

      Þið verðið að afsaka þessa munnræpu (á skriflegu formi) en svona gerist þegar maður er óvænt í fríi og engin börn í kringum mann sem öskra eftir athygli,,annars hér eitt enn.

      Ég var að hlusta á viðtalið á Everton síðunni sem tekið var af Traore, tek það þó fram að það var túlkað svo ekki 100% viss á að túlkun sé rétt.
      Þar kemur fram að það hafi komið honum verulega á óvart að Monaco hafi viljað lána hann um leið og þeir höfðu fest kaup á honum. Einnig kom fram að hann hefði alltaf haft mikinn áhuga á að spila í Enska boltanum og var gríðarlega ánægður að fá þetta tækifæri og ætlaði að nýta næstu 6 mánuði eins vel og mögulegt er og hver veit hvað gerist að því loknu (áhugavert comment).
      Ég las það nú úr þessu viðtali að kappinn væri jafnvel spenntari að vera hjá Everton en Monaco en tók þó fram að hann væri leikmaður Monaco í dag. Kæmi mér ekki á óvart ef Everton keypti kappann í vor ef hann stendur sig vel.

  4. Andri G skrifar:

    Held að það væri mistök að fá Alfreð, einfaldlega vegna þess að hann skortir þá hæfileika sem Everton þarfnast. Lukaku er sterkur og öflugur, auga fyrir samspili við uppbyggingu og getuleysi til að taka menn á sem og að draga menn í sig og senda réttar sendingar er ábótavant og við uppbyggingu forðast liðið til að senda á hann. Einungis er leitað að honum á síðasta hluta vallarinns. Við þurfum framherja sem liði leitar til á fyrri stigum sóknarinnar. Alfreð er ekki sá framherji því miður. Reyndar er erfitt að finna slíkan framherja í dag, og þess vegna er ekki farið í að kaupa leikmann sem ekki uppfyllir kröfur liðsins og spilagetu. Lánsmennirnir eru hæfilegir til að halda dampi en liðið þarfnast annars konar leikmanns.

  5. Ari S skrifar:

    Andri ert að tala um Messi?

  6. Ari S skrifar:

    Tek það fram að þetta er gott innlegg frá þér og rétt pæling. Ég væri samt til í að fá Alfreð til Everton því að hann virðist vera einn ár þeim leikmönnum sem er alltaf að læra og stöðugt að bæta sig auk þess að hann virkar alltaf frekar þroskaður og heilsteyptur í viðtölum.

  7. Gestur skrifar:

    er þessi lánsamningur eitthvað panik? leikmaðurinn er meiddur og getur ekki spilað næstu 2 vikur. Þetta lítur ekki nógu vel út.

  8. Finnur skrifar:

    Samkvæmt þessari frétt…
    http://www.mbl.is/sport/enski/2014/01/31/fulham_sagt_hafa_bodid_1_6_milljarda_i_alfred/
    … bauð Fulham 10M Evra (ekki 10 *milljarða* Evra eins og segir í fréttinni) í Alfreð en því var hafnað. Það gerir ríflega 8M punda, sem myndi þýða (ef rétt er) að Alfreð myndi vera svolítið dýr, að mínu mati.