Traore samningurinn genginn í gegn

Mynd: Everton FC.

Everton tilkynnti rétt í þessu að lánssamningur framherjans Lacina Traore hjá Monaco hefði gengið í gegn. Upphaflega var óttast að þetta væri fallið um sjálft sig þar sem Falcao hjá Monaco meiddist illa um það leyti þegar átti að skrifa undir, en eins og fram hefur komið þá landar Martinez sínum mönnum. Martinez hafði þetta um Traore að segja.

Uppfært 20:04: Klúbburinn birti nánari tölfræði yfir Traore hér en þar kom fram að þessi ungi (23 ára) og hávaxni framherji (203 cm) spilaði sem táningur með Stade d’Abidjan árið 2007 og skoraði 19 mörk í 27 leikjum. Frammistaðan þar leiddi til þess að hann var seldur til rúmenska félagsins Cluj. Þar fékk hann nasaþefinn af Evrópukeppnum og þurfti ekki nema einn leik til að skora sitt fyrsta mark. Frammistaða hans þar leiddi til þess að Kuban Krasnodar í Rússlandi keyptu hann, en þar skoraði hann 18 mörk í 38 deildarleikjum. Það leiddi til þess að peningamaskínan Anzhi í Rússlandi keyptu hann á 18 milljónir punda, að talið er. Með Anzi hélt hann áfram að skora (t.d. 12 mörk í 24 leikjum tímabilið 2012-2013), og mörkin sem hann skoraði skiptu verulegu máli því helmingur marka hans á síðasta tímabili voru annaðhvort jöfnunarmark eða markið sem Anzhi þurfti til að vinna leikinn. Og ekki má gleyma þessu bráðskemmtilega marki í Evrópukeppni gegn litla bróður:

Frammistaða hans vakti athygli Monaco sem tryggðu sér krafta hans með því að kaupa hann af rússneska klúbbnum í janúarglugganum. Þar sem hann er ekki að fara að slá Falcao úr liðunu var ákveðið að lána hann út og Everton náðu að stela honum frá West Ham sem töldu sig hafa fundið bjargvættinn sem héldi þeim upp. Fleiri lið hafa að sjálfsögðu fylgst með Lacina um nokkurt skeið. Litli bróðir Everton reyndi til dæmis að kaupa hann fyrir nokkrum árum á tæpar 10M punda en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Hér eru í lokin er skemmtilegt vídeó af kappanum (hugtakið réttur maður á réttum stað kemur upp í hugann):

8 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Snilld

  2. Gestur skrifar:

    frábært, gaman að hafa rangt fyrir sér, verður vonandi mikill styrkur

  3. Gunni D skrifar:

    Sigur í næsta deildarleik,upp fyrir liverpool, og síðan ekki litið til baka! Meistaradeildin á næsta ári.Og ekkert kjaftæði!!!!!!!!!!! Annars;….góðar stundir.

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Gott mál!! Var farinn að halda að þetta hefði allt dottið út af borðinu vegna Falcao en gaman að hafa rangt fyrir sér eins og Gestur sagði.
    Ég er kannski gráðugur en mér finnst að okkur vanti enn tvo menn til viðbótar, annann sóknarmann og skapandi miðjumann sem getur komið inn fyrir Barkley. Það sást greinilega gegn WBA að það er enginn sem getur komið í staðinn fyrir hann. Osman getur svo sem leyst þessa stöðu að einhverju leyti en það er ekki nærri því sami kraftur og áræðni í honum og Barkley sem gerir það að verkum að sóknarleikurinn verður steingeldur og fyrirsjáanlegur.
    Talandi um Barkley!!
    Veit einhver hvenær hann er væntanlegur aftur úr meiðslum??
    Er að vinna með Poolara og hann er alveg himinlifandi
    yfir að Barkley verði ekki með á þriðjudag og hann varð enn glaðari þegar Coleman meiddist líka en sú gleði var ekki langlíf þegar ég sagði honum að líklega yrði hann klár í slaginn á þriðjudag.
    Þá fór hann bara að væla um að Lucas og Johnson væru meiddir.

  5. Finnur skrifar:

    Erfitt að segja með Barkley. En Martinez myndi örugglega ekki segja það fyrir leikinn við litla bróður. Gott að halda þeim í óvissunni.

    Liverpool menn mega annars hæðast eins og þeir vilja að meiðslum annarra liða því það bætist leikmaður hjá þeim á sjúkralistann í hverri viku, að því er virðist.

  6. Ari G skrifar:

    Liverpool er ekki stóra liðið eins og þeir voru fyrir 24 árum. Eigum að hætta að hafa minnimáttarkennd á móti Liverpool. Spái Everton sigri 3:2 þýðir ekkert að spá hvort Barkley verður með eða ekki aðalatriðið er að vinna leikinn og hætta að hugsa um hvort þessi sé meiddur eða ekki. Frábært að fá nýjan sóknarmann. Núna þarf Everton einn sóknarmann í viðbót helst kaupa hann.

  7. Finnur skrifar:

    Frá hverjum lest þú minnimáttarkennd? 🙂
    Litli bróðir er og verður alltaf litli bróðir. 🙂

  8. Diddi skrifar:

    ég er sammála Ara G, við þurfum alls ekki að vera með neina minnimáttarkennd gagnvart þeim rauðu, og eigum að mæta á analfield fullir sjálfstrausts, ólíkt Moyes taktíkinni, og drulla yfir þá 🙂