West Brom – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Everton og West Brom áttust við í leik sem var, líkt og heimaleikurinn gegn þeim, mest megnis frústrerandi og ekki mikið fyrir augað. West Brom parkeruðu ekki rútunni fyrir framan markið í þetta skiptið heldur reyndu að spila, enda komnir með nýjan stjóra og þann aukna kraft sem því fylgir.

Uppstillingin fyrir West Brom leikinn var annars eins og búist var við, nema hvað Oviedo kom inn fyrir Pienaar sem var ekki sjáanlegur á bekknum: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman, Oviedo, Barry, McCarthy, Mirallas, Osman, Lukaku. Bekkurinn: Robles, McGeady, Hibbert, Heitinga, Stones, Vellios, Naismith.

Oviedo fékk það hlutverk að spila á hægri kanti í leiknum, sem hann hefur kannski ekki átt að venjast, en stóð sig vel. Var mjög ógnandi og óheppinn að skora ekki tvisvar í fyrri hálfleik, boltinn rétt framhjá stöngunum sitt hvoru megin.

Fyrir leikinn leit maður svo á að þetta væri spurning um hvor væri í formi, Anelka (sem skorar alltaf á móti Everton) eða Lukaku (sem skoraði ansi mörg mörk á Hawthorns á síðasta tímabili). Á endanum voru báðir hálf lélegir, Anelka sýnu verri og var skipt út af í seinni en Lukaku átti þó flotta stoðsendingu á Mirallas í fyrri hálfleik sem gaf mark, skallaði boltann frá Distin upp völlinn beint í hlaupalínuna hjá Mirallas sem stakk varnarmann West Brom algjörlega af, hljóp inn í teig og setti boltann snyrtilega í netið framhjá Foster í markinu.

Spilamennskan í fyrri hálfleik var allt í lagi og 0-1 staðan ekki ósanngjörn þó Everton væri ekki að spila neinn frábæran bolta. West Brom fengu hins vegar greinilega Pepe-talk frá nýja þjálfaranum í hálfleik og komu tvíefldir til leiks í þeim seinni. Manni fannst Everton bakka full mikið og West Brom líklegri til að jafna en Everton að bæta við því Everton átti slakan seinni hálfleik. En samt, voru West Brom bitlausir frammi, með sendingar fyrir mark þar sem enginn var mættur eða skot hátt upp í stúku. Ein sókn þeirra heppnaðist þó fullkomlega, sóknarmaður West Brom náði sendingu fyrir markið í gegnum klofið á McCarthy og annar sóknarmaður stangaði boltann í netið framhjá Howard. Óverjandi. 1-1.

Við héldum reyndar að draumamarkið hefði komið nokkrum sekúndum fyrir leikslok þegar Distin setti hann í netið en markið dæmt af (réttilega) vegna rangstöðu.

Á heildina litið var jafntefli ekki ósanngjörn úrslit, sem kannski er ekki hægt að segja um flest jafnteflin á tímabilinu — sem eru orðin allt of mörg. Everton áttu betri færi í fyrri hálfleik og skoruðu eitt. West Brom betri í seinni og skoruðu eitt.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Baines 6, Distin 7, Jagielka 6, Coleman 7, Mirallas 8, Barry 7, McCarthy 6, Oviedo 7, Osman 6, Lukaku 7. Varamenn: Stones 6, Naismith 6, McGeady 6. West Brom þóttu aðeins slakari: sjöur og sexur, ein fimma og eina áttan hjá Anichebe (!?), sem kom inn á í seinni og tja… gerði frekar lítið eftir því sem ég best sá…

Bikarinn um næstu helgi og svo heldur slagurinn um Champions League sætið áfram með leik á útivelli gegn litla bróður.

15 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Hver er númer 17?

  😉

 2. Diddi skrifar:

  eins og Orri vinur minn segir, þá er mér skítsama hver skorar mörkin bara ef við skorum fleiri en andstæðingurinn 🙂

 3. Diddi skrifar:

  þetta er öruggt núna svo framarlega að þeir hleypi ekki Anichebe á okkur 🙂

 4. Diddi skrifar:

  djöfullinn, hann er kominn inná, týpískt ef hann skorar 🙂

 5. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Andskotans klúður!!! Fyrri hàlfleikur fínn en seinni ömurlegur.
  Er ansi hræddur um að nú sé draumurinn um fjórða sætið úr sögunni.
  Held samt enn í vonina.

 6. Gunnþór skrifar:

  Þetta er ekki sama everton lið og var að spila fyrri hluta mótsins skrítið hvernig spilamennskan hefur hrapað niður

 7. Gestur skrifar:

  Barkley er greinilega orðin alltof mikilvægur liðinu , það getur engin tekið við af honum.

 8. Finnur skrifar:

  Barkley og Pienaar skapa báðir helling. Það munar um þá tvo. Þarna hefði Osman þurft að stíga upp og skapa eitthvað, eins og hann gerir oft, en hann átti arfaslakan leik og var skipt út af í seinni eftir að hafa meiðst lítillega, að því er virtist.

 9. Finnur skrifar:

  Martinez staðfesti jafnframt í viðtali eftir leikinn að þeir væru að vinna í að fá atvinnuleyfi fyrir sóknarmanninn Traore, sem hefur verið orðaður við Everton á undanförnum dögum.

 10. Ari S skrifar:

  Já ég var frekar svekktur í lokin. Bara að Distin hefði verið aaaaðeins innar á vellinum þarna í lokin. Mér fannst Anicheba skjóta með hálfum huga hefði vel getað jafnað þarna fannst mér með beta skoti. Gífurlegt svekkelsti að tpa þessu niður. Leikmenn okkar eru mjög yfirvegaðir í sínu spili og halda boltanum vel þegar þeir eru upp á sitt besta EN….. það má ekki laka OF mikið á eins og sást best þegar Baine var úti á þekju og missti boltan…. það var eins og hann hefði sofnað standandi. Alls ekki boðlegt fyrir mann af hans caliberi, alls ekki! Ég sá ekki markið hjá WBA get ekki dæmt um það.

  Þá er það næsti leikur sem verður að vinnast. Þetta er eins og Cup Final á Wembley ekkert annað!

  kær kveðja,

  Ari

 11. Ari S skrifar:

  Ég sé að það vantar fullt af stöfum hjá mér … og nokkrar villur, var að flýta mér aðeins of mikið haha….

 12. Ari G skrifar:

  Ekki góður leikur hjá Everton. Mirallas langbestur og Osman hræðilega lélegur. Núna sér maður hvað Barkley er mikilvægur sennilega orðinn mikilvægasti leikmaður Everton í dag eins og hann hefur spilað í vetur. Svo vona ég að Pineer komi inn sem fyrst hann er ómissandi þótt hann gæti kannski ekki spilað á fullu nema í 60 mín þá má skipta honum útaf þá. Hlakka til að fá vonandi unga Belgann hjá Standard L og Monako manninn þá eru við vel settir með 3 góða sóknarmenn. Alveg sammála spilamennskan er mun hægari núna en var fyrr í vetur.

 13. Georg skrifar:

  Þetta var nokkuð kaflaskiptur leikur, við vorum framan af fyrri hálfleik mjög hættulegir og áttum nokkur góð færi en í seinni hálfleik þá var liðið að spila undir pari og vantaði gredduna fram á við. Mér finnst Osman vera orðinn betri leikmaður að koma af bekknum heldur en að byrja leiki. Hann hefur átt flottar innkomur í leikjum sem hann spilar 15-25 mínútur en mér finnst allt of oft á þessari leiktíð þegar hann fær heilan leik að hann standi sig illa, hann var ekki að ráða við tempóið og virtist vera orðinn mjög þreyttur þegar leið á leikinn var hvorki að skapa fram á við né að gera mikið varnarlega. Við söknum klárlega Barkley mikið enda er hann gríðarlega duglegur að keyra upp völlinn og hraða á spilinu okkar fram á við. Oviedo fannst mér leysa mjög vel hægri kant stöðuna miðað við að vera að spila úr stöðu, átti nokkur hættuleg færi og virkaði líflegur stóran part leiksins. Mirallas fannst mér spila mjög vel og er gott að sjá hann vera að bæta sig mikið á síðustu vikum og er líkari þeim leikmanni sem maður var að búast við í byrjun leiktíðar, farinn að skora eða eiga þátt í mikið af okkar mörkum.

  Ég er rétt að vona að þetta séu ekki alvarleg meiðsli hjá Coleman því við megum ekki við því að missa enn einn leikmanninn í hamstring meiðsli. Núna hefur öll aftasta línan dottið í meiðsli á síðustu vikum vegna tognunar aftan í læri. Eins og ég hef sagt hér áður að þá verður að passa að ofspila ekki leikmönnum svo þeir detti í 3-5 vikna meiðsli. Frekar að sleppa einum leik og vera með hina leikina. Coleman er samt sem áður orðinn ómentalegur í hægri bakvarðarstöðunni og erfitt að fylla í hans skar, svo maður skilur Martínez mjög vel að vera ekki að hvíla hann.

  Við vorum þarna í dauðafæri að ná 4 sætinu en því miður var þetta ekki okkar dagur. Ég skil samt ekki menn sem eru að afskrifa 4. sætið því við unnum ekki þennan útileik, allir útileikir eru erfiðir og WBA hefur verið að gera flotta hluti síðustu ár. Við erum ennþá bara 1 stigi frá 4. sætinu og finnst mér skrítið að menn segji þetta. Núna er kominn tími á að vinna á Anfield enda orðið allt of langt síðan að við tókum 3 stig á Anfield. Við brutum Old Trafford gríluna fyrr í vetur og nú kominn tími á að brjóta Anfield gríluna.

  Varðandi leikmannakaup þá virðumst við vera að landa þessum Traore að láni, sem ég þekki reyndar ekki og hef ekki gefið mér tími í að skoða almennilega og svo voru foreldar Michy Batshuayi framherja Standard Liege að segja að við værum búnir að ræða við Standard Liege vegna hans. Þar er ungur efnilegur leikmaður á ferð. Martínez greinilega ætlar sér að styrkja framlínuna áður en glugginn lokar sem er jákvætt.

  Nú vonar maður bara að við förum að fá menn úr meiðslum þar sem við höfum verið án lykilmanna síðustu vikurnar, alltaf einhver nýr að meiðast þegar aðrir eru að koma til baka.

 14. Diddi skrifar:

  mjög góð greining á leiknum Georg, mér finnst þó Mirallas oft óþarflega selfish, en auðvitað verða menn að vera gráðugir, en sem sagt sammála að öllu leyti 🙂