Sitt lítið af hverju

Mynd: FBÞ.

Félagaskiptaglugginn hefur verið heldur rólegur það sem af er, fyrir utan nýja leikmanninn okkar, Aiden, að sjálfsögðu. Ekkert er að frétta af sölum en Heitinga var orðaður við Norwich, eftir að hafa hafnað West Ham (eins og fram hefur komið). Einnig var Jelavic orðaður við Aston Villa en lítið er að gerast í ætlaðri sölu hans til Hull. Hann sagði þó sjálfur í gær að hann væri búinn að samþykkja að flytja sig þangað.

Everton hefur sömuleiðis verið orðað við nokkra framherja: Michy Batshuayi, Jordan Cousins, Shane Long og Kenwyne Jones, en allavega sá síðastnefndi sagði opinberlega að maður ætti ekki að trúa öllu sem maður læsi í blöðunum. Mikið rétt. Einhver staðfesti að Everton ætlaði pottþétt að kaupa Jones og senda hann svo til Chelsea eftir lok tímabils og segjast vera að skila Lukaku. 🙂

Það bættist eitthvað við meiðslalistann hjá Everton því bæði Antolin Alcaraz og Ross Barkley misstu af leiknum við Norwich vegna meiðsla. Alcaraz verður þó líklega ekki lengi frá en hann er sagður þurfa tvær vikur til að jafna sig. Barkley verður eitthvað lengur, en hann er með brákaða/brotna tá og gæti verið frá í allt að 6 vikur. Þess má þó geta að þetta eru sömu meiðslin og Baines lenti í og hann kom fyrr til baka en áætlað var. Pienaar sem óttast var að hefði meiðst í leiknum gegn Norwich er hins vegar ekki meiddur.

Þar sem Everton á ekki leik fyrr en eftir helgi notaði Martinez tækifærið og fór með leikmenn til Tenerife til að brjóta mynstrið upp og losna um stund úr vetrarveðrinu í Bretlandi en bæði Alcaraz og Barkley voru í þeim hópi.

Í öðrum fréttum er það helst að Bobby Collins lést á dögunum. Hann varð dýrasti leikmaður sem Everton hafði þá keypt (árið 1954) þegar hann kom frá Celtic fyrir litlar 23.500 pund. Hann lék með Everton í fjögur ár sem miðjumaður og skoraði 48 mörk. Við sendum fjölskyldu hans samúðarkveðjur.

Af öðru má geta þess að mark Coleman gegn Southampton var valið mark desembermánaðar af lesendum Everton FC síðunnar og af ungliðunum er einnig allt gott að frétta. Everton U18 liðið sigraði Birmingham U18, í fjórðu umferð FA bikarsins, í miklum marka- og spennu-leik en Everton komst í 3-1 með mörkum frá Calum Dyson, Courtney Dufus og George Green en Birmingham náðu að jafna 3-3. Það var svo aukaspyrna frá George Green sem gerði útslagið og Everton sigraði því 4-3.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig U21 árs liðið stendur sig en nú eru níu úr því liði á láni hjá öðrum liðum, eins og fram hefur komið. Þeir hafa verið að gera það ágætt undanfarna daga, en lesa má um það nánar hér.

En orðið er laust. Hvað brennur ykkur á hjarta?

15 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Chris Long??? Á það ekki að vera Shane Long???
  Kenvyne Jones nei takk ekki nógu góður fyrir okkur og hina tvo veit maður ekkert um. Hver er Jordan Cousins??

  • Finnur skrifar:

   Jú! Takk fyrir það. Chris Long er sóknarmaður úr U21 árs liðinu og er því þegar á launaskrá hjá Everton. Hann var meira að segja að skora í sínum fyrsta lánsleik með MK Dons. Kannski var þetta bara wishful thinking hjá mér (vil sjá hann ná í aðalliðið því hann er duglegur að skora). Einhver líkti honum reyndar við Fowler á dögunum, veit ekki hvort hann taki því sem hrósi! 😉

 2. Elvar Örn skrifar:

  Hef akkúrat enga trú á Kenwyne Jones og tel reyndar að Shane Long henti ekki Everton eins og það er að spila í dag. Ég verð gríðarlega svekktur ef Kenwyne Jones kemur í stað Jelavic því ég hélt að liðið stefndi hærra en það.
  Slæmt að missa Alcaraz og Barkley út núna en gott að Jagielka er kominn aftur og Mirallas farinn að spila mikið betur en hann gerði.
  Gott að sjá að hópurinn fór á sólarströnd að æfa í viku og klárlega gott fyrir Aiden McGeady að koma inn í hópinn á þeim tímapunkti, bæði til að æfa og einnig til að komast inn í hópinn sem fyrst.
  Djöfullegt að hafa ekki Everton leik um helgina en kannski virkar bara helgin lengri með Everton leik á mánudaginn 🙂
  Vonandi verðum við í þeirri stöðu eftir leikinn gegn WBA að geta farið uppfyrir Liverpool þegar við mætum þeim í næsta leik þar á eftir en leikurinn er þó á Anfield þar sem Everton hefur ekki verið að gera góða hluti seinustu ár, en Martinez er nú vís til að breyta því, hmmm.

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Ég er algjörlega sammála þér varðandi Jones, hann er það sem Bretarnir kalla shite.
   Shane Long er heldur ekki nógu góður fyrir lið sem er að berjast um CL sæti.

 3. Finnur skrifar:

  Mikið vona ég að þetta sé satt!
  http://www.bbc.com/sport/0/football/25745171

 4. Sigurbjörn skrifar:

  Vonandi að þessi samningur við Baines verði að veruleika og menn geti hætt þessum endalausu vangaveltum um að hann sé að fara.
  Varðandi framherja málin þá finnst mér við algerlega fara úr öskunni í eldinn að láta Jelavic fara og fá Jones í staðinn. Ég er eiginlega á þeirri skoðun að það séu mistök að láta Jelavic fara. Mér hefur fundist hann vera nálægt því að finna sitt gamla form í síðustu deilarleikjum og hann klárlega fann það í bikarleiknum á móti QPR. Það verður þó að viðurkennast að tölfræðin er ekki að vinna með honum, hann hefur ekkert mark skorað síðustu 700 mín. í deildinni. Ég sé bara ekki að þessi nöfn sem verið er að tala um núna séu neitt betri kostur. Held að við fáum amk. engan sem er jafnhungraður um þessar mundir og Jela.
  Við verðum að treysta að Martinez taki rétta ákvörðun í þessum málum því það er klárlega krísa hjá okkur með framherja og algerlega óviðunandi að Lukaku skuli aðeins hafa skorað eitt mark í síðustu 8 leikjum.

 5. Finnur skrifar:

  Það skiptir voða litlu máli hver skora mörkin svo lengi sem Everton vinnur leikina. Martinez hefur bent á að hlutverk Lukaku er miklu stærra en bara það að skora mörk. Hann vinnur til dæmis boltann oft vel af varnarmönnum og heldur boltanum vel í framlínunni þegar hann er einn að bíða eftir samherjum að hjálpa sér við sóknina (markið sem Barry skoraði í síðasta leik er gott dæmi). Hann er auk þess það góður framherji að varnarmenn þora oft varla annað en að fara tveir í hann — sem gerir það að verkum að pláss opnast fyrir aðra sem eiga þá auðveldara með að skora. Þetta er hlutur sem áhorfendur kannski sjá ekki eða meta ekki til jafns við það þegar sóknarmaðurinn skorar — en ættu að gera það, því aðalatriðið er að liðinu gangi vel en ekki að Lukaku sé markahæstur í liðinu að loknu tímabili (og verðmiðinn rjúki upp úr öllu valdi).

  Slúðrið: Mér finnst svolítið skondið hvað menn taki orðrómi um Jones hjá Stoke sem áreiðanlegri frétt (sérstaklega þar sem hann bar það sjálfur til baka opinberlega). Ég nenni yfirleitt ekki að velta þessum leikmanna-orðrómi mikið fyrir mér (utan leikmannagluggans) nema það sé skemmtilegt að velta möguleikanum fyrir sér, til dæmis ef um Íslending er að ræða (ekki að það geri orðróminn líklegri).Og meira að segja þó glugginn sé opinn þá eiginlega læt ég þetta bara fylgja af skyldurækni.

  Svo má líta á að hér er verið að tala um 1M punda, sem er ekki mikið fyrir sóknarmann með reynslu sem á sínum þremur tímabilum hjá Sunderland var að slaga upp í ca. 10 Úrvalsdeildarmörk per tímabil. Sama með hans fyrsta tímabil hjá Stoke, þó hann hafi ekki náð sömu hæðum undanfarið. Ég viðurkenni það að ég er voða lítið spenntur fyrir honum. En fyrir 1M væri ég alveg til í að hafa hann á bekknum til að koma inn á þegar Lukaku og vonandi annar góður striker (sem við kaupum) þreytast í lok leiks.

  Hvað Jelavic varðar er erfitt að segja hvað verður. En mér finnst athyglisvert að áður en hann fór til Rangers var hann með deildarmark að meðaltali í 29% leikja (27 mörk í 71 leik, með þremur liðum). Hann var náttúrulega eldheitur á tveimur tímabilum hjá Rangers eins og við þekkjum (sem höfðu nokkra yfirburði yfir liðin í deild sinni) en hann er basically kominn í sama hlutfallið og hann var í áður en hann fór til Rangers (er nú með 27% markahlutfall, 16 mörk í 59 leikjum) í Úrvalsdeildini. Hann hefur helst náð að skora gegn andstæðingum sem eru mun lægra skrifuð en Everton, en fjögur af síðustu 6 mörkum hans voru gegn (í öfugri tímaröð): QPR, Cheltenham, Sunderland og Wigan. Allt lið sem eru í fallsæti Úrvalsdeildar eða neðar — sum mun neðar. Jú, eitt af þessum 6 mörkum var vissulega á móti Man City á síðasta tímabili en það var skot sem breytti um stefnu af varnarmanni og fór yfir Joe Hart. Töluverður heppnisstimpill á því marki.

  Svo má heldur ekki gleyma því að það er Jelavic sem vill leita á önnur mið. Það er ekki Martinez sem er að reka hann á brott.

 6. Georg skrifar:

  Jelavic er farinn til Hull það er staðfest á Evertonfc.com. Það verður fróðlegt að sjá hver kemur í hans stað. Jones hefur Lukaku skrokk en hann er Anichebe fyrir framan markið svo ég vill hann ekki.
  Dzeko væri hugsanlega góð kaup, veit ekki hvort city vilji selja hann. Hann er stór og sterkur, getur haldið boltanum og kann að skora og er nokkuð snöggur miðað við stærð.
  Með tilkomu McGeady þá er option að setja Mirallas á topp eða fyrir aftan striker. Hann spilaði oft þar í grikklandi og skoraði grimmt. McGeady reyndar ekki fit til að byrja leiki strax.

 7. Diddi skrifar:

  ég er viss um að ef einhverjar pælingar eru hjá Martinez um Jones þá er það bara til að auka möguleikana (ef hann fæst fyrir 1 millu þætti mér það ekki slæmur kostur) en hann er örugglega með einhvern í sigtinu sem er safaríkari í okkar augum og við skulum bara bíða og sjá hmmmm 🙂

 8. Ari G skrifar:

  Gott að það sé búið að selja Jelavic. Hann vildi spila meira og við höfum ekkert að gera með hann á bekknum. Ef Everton ætlar að ná 4 sætinu þarf Everton að byggja upp á leikmönnum sem eru betri en þeir sem fara. Já Mirallas getur spilað fremsti sóknarmaður þótt ég vilji frekar nota á vængnum. Núna treysti ég Martinez að leigja eða kaupa alvöru sóknarmenn ekki rusl. Lýst mjög vel á að leigja Dzeko hann skorar mörk ef City vill leigja hann. Efast um að það sé hægt að kaupa enda vill hann spila í meistaradeildinni og svo mundi hann kosta lágmark 20 millur.

 9. Finnur skrifar:

  Jebb, það hlaut að koma að því.
  http://everton.is/?p=6417

  (Takk fyrir heads-up-ið, Georg).

 10. Sigurbjörn skrifar:

  Já nú þýðir ekkert ekkert annað en að óska Jelavic góðs gengis á nýjum vígstöðvum. Nú er bara að vona að Martinez galdri fram góða lausn í centers málunum. Ég er á þeirri skoðun að lið sem ætlar sér að vera í toppbaráttu verði að hafa center sem skorar 15-20 mörk á tímabili.

 11. Finnur skrifar:

  Hull keyptu líka Shane Long frá West Brom.
  http://www.bbc.com/sport/0/football/25757771

  Þeir hjá BBC bentu á að West Brom væru nú búnir að missa þá tvo menn (Lukaku og Long) sem skoruðu 30 af 53 mörkum þeirra á síðasta tímabili. Þeir þurfa líklega eitthvað að skoða sóknarmenn í glugganum, gæti ég trúað.

 12. Finnur skrifar:

  Samningur við Baines er forgangsatriði, skv. Martinez.
  http://www.bbc.com/sport/0/football/25800692