Jólakveðja

Stjórn Everton á Íslandi óskar lesendum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári og þakkar kærlega samfylgdina á árinu sem er að líða. Það eru bjartir tímar framundan hjá liðinu okkar ef marka má frammistöðuna hingað til og vonandi að Everton liðið nái að klára tímabilið á nýju ári með sama hætti og undanfarin ár.

Jóla- og áramótakveðja frá stjórn Everton á Íslandi!
Haraldur Örn Hannesson
Baldvin Þór Heiðarsson
Eyþór Hjartarson
Finnur Breki Þórarinsson
Óðinn Halldórsson
Gunnþór Kristjánsson
Róbert Eyþórsson

9 Athugasemdir

 1. Ari G skrifar:

  Óska öllum aðdáendum Everton gleðilegra jóla og farsældar. Sendi baráttukveðjur til leikmanna Everton sem hafa sannarlega staðið undir væntingum í vetur og gott betur.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Gleðileg jól Evertonmenn og konur.

 3. Orri skrifar:

  Ég óska öllum aðdáendum Everton gleðilegra jóla.Góða skemtun við horfa á leiki okkar manna núna um jólin.

 4. Finnur skrifar:

  Sama hér. Gleðilega hátíð! Besta jólagjöfin vonandi framundan (Champions League eða betra) og tveir sigrar á heimavelli vonandi forboðinn. 🙂 Takk fyrir samveruna.

 5. Diddi skrifar:

  Ég óska öllum aðdáendum EVERTON gleðilegra jóla. Þetta verða EVERTON jól. 🙂

 6. Halli skrifar:

  Ég óska ykkur bræður og systur í bláu gleðilegra jóla og hafið það sem best um hátíðarnar.

 7. Gestur skrifar:

  Gleðileg jól til allra og hafið það sem allra best , nýárs kveðjur koma seinna.

 8. Gunnþór skrifar:

  Gleðileg jól allir stuðningsmenn Everton á Íslandi og landsmenn allir. NIL SATIS NISI OPTIMUM Á VEL VIÐ UM ÞETTA STÓRFENGLEGA FÓTBOLTALIÐ.

 9. Ari S skrifar:

  Gleðileg jól allir/öll vonandi fáum við Everton sigra í jólagjöf frá leikmönnum….. 🙂