Arsenal – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin í leiknum: Howard, Oviedo, Distin, Jagielka, Coleman, Pienaar, Barry, McCarthy, Mirallas, Barkley, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Heitinga, Jelavic, Deulofeu, Naismith, Osman, Stones. Eitt af okkar gömlu andlitum í byrjunarliðinu hjá þeim (Arteta). Sama lið hjá Everton og byrjaði leikinn gegn Man United en Arsenal gátu hvílt tvo gegn Hull í síðasta leik (sem byrjuðu núna).

Everton byrjaði vel, líkt og í sigurleiknum gegn United í miðri viku, létu boltann ganga mög vel og greinilega staðráðnir að sækja á Arsenal. Það var athyglisvert að sjá possession statistíkina eftir hálftíma leik því Everton var með boltann 62% (Arsenal aðeins 38% — sem er nokkuð sem þeir eru ekki vanir). Og þegar Arsenal loksins náðu boltanum var eins og þeir gætu ekki náð fjórum til fimm heppnuðum sendingum í röð. Það tók Arsenal um 26 mínútur að komast í sitt fyrsta færi (Gibbs náði ekki til hættulegrar fyrirgjafar) og það tók þá heilar 40 mínútur að komast almennilega í gang og ná fyrsta skoti að marki (Cazorla með skot sem var blokkerað) en á þeim tíma var Everton búið að ná þremur tilraunum.

Everton átti fyrri hálfleikinn og litu út eins og liðið á heimavelli — ef síðustu 5 mínútur voru undanskildar og litu mun líklegri til að skora heldur en Arsenal. Bakverðir Everton (Oviedo og Coleman) voru hátt uppi á vellinum og pressuðu vel og sköpuðu stöðugt usla í vörn Arsenal. Barkley og Pienaar fljótir að spretta upp völlinn með boltann og setja pressu á Arsenal. Lukaku, Mirallas og Coleman áttu allir skot að marki en hittu ekki á rammann. Pienaar var næstum búinn að ná stungusendingu á Lukaku sem kom á hlaupinu í gegnum vörn Arsenal. Tvö færi sköpuðust þar sem boltinn barst framhjá marki Arsenal en enginn Everton maður mættur til að setja hann í netið. Það var í raun það eina sem vantaði, að almennilega láta reyna á markvörð Arsenal. Allt annað var til staðar.

Á síðustu 5 mínútunum sýndu Arsenal þó hvað þeir geta og náðu loks pressu á Everton og tveimur stungusendingum í röð í gegnum vörnina en í tvö skipti gerði Howard sig breiðann og lokaði markinu og í eitt skipti var sóknarmaður Arsenal vel rangstæður.

Svolítið shaky í lokin hjá Everton en 0-0 í hálfleik. „Sublime football from Everton“, sagði enski þulurinn og helsta umræðuefni í hálfleik var hversu óvenjulegt það væri að sjá gestaliðið yfirspila Arsenal á Emirates.

Seinni hálfleikur var jafnari, bæði liðin sköpuðu sér nokkur færi og skiptu posession jafnt með sér. Arsenal byrjaði seinni hálfleik svipað og þeir enduðu þann fyrri og fengu fyrsta færið — Carzola með skalla að marki en náði ekki krafti í hann og Howard varði.

Pienaar komst í skyndisókn á 54. og náði skoti á mark en varið. Ramsey átti skot á mark Everton en Howard varði. Og stuttu síðar átti Barkley skot á mark þegar boltinn barst óvænt til hans við D-ið á vítateignum. En inn vildi boltinn ekki.

Þreföld skipting hjá Arsenal á 67. mínútu og Ossie kom inn fyrir Pienaar á 70. mínútu. Stuttu síðar átti Giroud skot rétt framhjá stönginni.

Mirallas komst upp að marki eftir stungusendingu í gegnum vörnina en skot hans á mark var blokkerað í horn. Everton náði ágætri pressu og skallafæri upp úr horninu sem endaði með því að Distin skallaði framhjá.

Á 78. mínútu kom Deulofeu inn á fyrir Mirallas en Arsenal náðu að komast yfir augnabliki síðar. Arsenal greinilega orðnir frústreraðir að sjá þeirra venjulega sóknarleik virka illa gegn vel skipulagðri vörn Everton. Þeir tóku því Stoke á þetta, dældu boltanum inn í teig langt utan af velli. Walcott mögulega rangstæður þegar hann skallar á Giroud en Giroud hittir ekki boltann sem barst til Ozil sem afgreiddi færið upp í þaknetið. 1-0 Arsenal.

Mörg lið hefðu hengt haus í þessari stöðu og farið í damage limiting mode, en það er ekki á döfinni hjá Martinez og Everton hélt áfram að sækja. Og voru verðlaunaðir með marki. Oviedo gaf fyrir markið frá vinstri og Lukaku reyndi hjólhestaspyrnu en hitti ekki boltann. Deulofeu tók við boltanum á fjærstöng, steig til hliðar tvisvar til að plata varnarmanninn og einfaldlega þrumaði boltanum framhjá markverði Arsenal!

Lukaku komst líka í færi eftir stungusendingu gegnum vörn en varið frá honum. Hann kann þó að hafa verið rangstæður.

Lukaku sýndi enn á ný styrk sinn þegar hann vann boltann í návígi við varnarmann Arsenal rétt undir leikslok — eiginlega bara dustaði Arsenal manninn eins og ryk af öxlinni á sér og tók á sprettinn upp völlinn en skot hans fór yfir markið.

Naismith inn á í blálokin fyrir Barkley sem hafði átt stórleik og var maður leiksins. En dramað hélt áfram því Giroud var næstum búinn að stela sigrinum fyrir Arsenal rétt áður en dómarinn flautaði leikinn af — þegar hann skaut föstu skoti utan teigs í utanverð samskeytin.

En 1-1 jafntefli var niðurstaðan og Everton vel að stiginu komnir. Fyrsta jafnteflið á Emirates og Everton með frábæra spilamennsku — yfirspilaði topplið deildarinnar á löngum köflum. Ekki mörg lið sem gera það á Emirates.

Þrír leikir á einni viku, þar af tveir mjög erfiðir útileikir en afraksturinn er 7 stig af 9 mögulegum. Það er ekki hægt að kvarta yfir því.

Einkunnir Sky Sports: Howard 6, Oviedo 7, Distin 6, Jagielka 6, Coleman 7, Pienaar 7, Barry 7, McCarthy 8, Mirallas 7, Barkley 9, Lukaku 6. Varamenn: Deulofeu 8, Naismith 5 (Osman fékk ekki einkunn). Einkunnir Arsenal daprar: 6 á línuna fyrir utan Wilshere og Giroud sem fengu 5 og Özil og Koscielny voru með 7.

Fulham næst! Meira svona takk.

28 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  Hræddur en vongóður, segi 2-3 fyrir okkar menn 🙂

 2. Diddi skrifar:

  sjaldséðar tölur úr fyrri hálfleik, gestir á Emirates með 62% possession og rúmlega 120 fleiri sendingar en heimaliðið. Long may it continue 🙂

 3. Diddi skrifar:

  nú er bara að sýna að þetta sé ekki bara gegn „stóru“ liðunum sem við spilum svona, þetta verður að halda áfram, djöfull sem við vorum góðir í þessum leik, yfirspiluðum Arsenal algjörlega á þeirra heimavelli, frábært , snilld. Áfram EVERTON.

 4. Finnur skrifar:

  Mikið rétt. Við reyndar sýndum það gegn Stoke líka um síðustu helgi. 🙂

 5. Gunnþór skrifar:

  Flottur leikur flott Everton lið flottur stjóri,topp four í vor klárt.

 6. Hallur skrifar:

  Djöfull er maður sáttur með með þessa síðustu leiki hjá liðinu
  ég vel Coleman mann leiksins fanst hann frábær í vörn og altaf til í hlaup fram

 7. Finnur skrifar:

  Búið að draga í 3. umferð FA bikarsins og Everton fær heimaleik gegn QPR. Arsenal – Tottenham er hinn stórleikur umferðarinnar.

  Barnsley – Hartelpool/Coventry
  Yeovill – Leyton Orient
  Liverpool – Oldham/Mansfield
  Nottingham Forest – West Ham
  Bristol City – Wattford
  Southend United – Milwall
  Middlesbrough – Hull
  West Brom – Crystal Palace
  Kidderminster – Peterbrough
  Doncaster – Stevenage
  Stoke – Leicester
  Southampton – Burnley
  Newcastle – Cardiff
  Rochdale – Leeds
  Wigan – MK Dons
  Charlton – Wrexham/Oxford
  Manchester United – Swansea
  Port Vale – Plymouth
  Norwich – Fulham
  Aston Villa – Sheffield United
  Macclesfield – Sheffield W.
  Sunderland – Carlisle
  Bolton – Blackpool
  Blackburn – Manchester City
  Brighton – Reading
  Arsenal – Tottenham
  Birmingham – Bristol/Crawley
  Grimsby – Huddersfield
  Ipswich – Preston
  Derby – Chelsea
  Bournemouth – Fleetwood/Burton

 8. Halli skrifar:

  Þetta var flottur leikur hjá okkar mönnum og sjá tölfrædi uppá 171 heppnaða sendingu á móti 74 hjá Arsenal eftir 40 mín er með ólíkindum en þar sést hvað menn eru öruggir með sig og finna alltaf næsta mann frekar en kýla fram. Að sjá þá MaCarthy og Barry grörsamlega pakka saman 5 manna stjörnu miðju Arsenal mann var unun mér fannst þeir bestu menn leiksins og svo Barkley hann ber boltann svo vel og hratt upp völlinn og gefst ekki upp þó að hann missi boltann. Nú verður Martinez að gera breytingu fyrir næsta leik þar sem MaCarthy er kominn í bann verður ekki líklegt að Ozzy leisi hann af

 9. Finnur skrifar:

  Skemmtileg greining á leiknum frá Executioner’s Bong, að venju:
  http://theexecutionersbong.wordpress.com/2013/12/08/tactical-deconstruction-arsenal-1-1-everton/

 10. Halldór S Sig skrifar:

  Flott úrslit og gaman að sjá hvað við erum að sýna mikil gæði á móti svokölluðum stórliðum þ.e.a.s. Man.utd, Liverpool og Arsenal. Við erum á góðum stað í deildinni fyrir jólatörnina og það verður spennandi að sjá hvort við náum að vinna þau stig sem eru í boði og vera þá einhverstaðar við toppinn.
  Ég komst því miður ekki á Ölver í dag en ég kem örugglega næst. Gaman að vera Everton fan í dag og áfram svona!!

 11. Sigurbjörn skrifar:

  Þetta var kennslustund í fótbolta. Hreint frábær leikur tveggja góðra liða. Það var ótrúlegt að sjá okkar menn spila Barcelona bolta nánast allan fyrri hálfleikinn en að sama skapi dáilítið súrt að ná ekki að skora.
  Þessi leikur var að mínu mati talsverð prófraun á liðið og þeir stóðust prófið svo sannarlega og sýndu að liðið er á pari við þau bestu í deildinni. Það eina sem er að angra mig núna er að mér finnst Lukaku vera oft á tíðum mistækur í sókninni og var í rauninni sá eini sem átti ekki góðan leik í dag. Spurnig hvort Jela kallinn eigi að fá einn tvo sénsa á að sanna sig í næstu leikjum. Það væri ekki amalegt að fá hann í gamla formið aftur. Ef það tekst hins vegar ekki þá þarf að finna góðan striker í janúarglugganum.

 12. Finnur skrifar:

  Martinez segir að lánið á Deulofeu sé með möguleika á framlengingu um eitt ár ef Barcelona þarf ekki á honum að halda. http://www.bbc.com/sport/0/football/25294790

 13. Ari G skrifar:

  Barkley var magnaður í þessum leik eina sem vantar hjá honum eru að vanda betur sendingar þegar það er komið í lag þá á hann eftir að vera í heimsklassa. Carthy er stöðugt að bæta sig gæti verið nýr Roy Keene. Finnst að Deulofeu megi að fá að spila meira t.d. byrja í næsta leik markið hans hrein snilld. Frábær leikur hjá Everton.

  • Halli skrifar:

   Deulofeu er sá leikmaður sem fer helst ekki aftur fyrir miðju til að verjast þess vegna held ég að hann starti ekki í þessum tveimur leikjum eftir að hafa startað á móti Stoke og verið maður leiksins þá það verður gaman að sjá hversu mikinn spilatíma hann fær í næstu leikjum

 14. Finnur skrifar:

  Everton, Barkley og Roberto Martinez eru aðalumræðuefni Match of the Day 3:
  http://www.bbc.com/sport/0/football/25295528

 15. Finnur skrifar:

  Goal tímaritið valdi Barry og Howard í lið vikunnar og sagði að Distin hefði ekki verið langt undan:
  http://www.goal.com/en-gb/news/2896/premier-league/2013/12/10/4467143/premier-league-team-of-the-week-schurrle-berbatov-feature-up

 16. Einar G skrifar:

  Glæsilegur leikur, sá reyndar bara MOTD á BBC en mikið virtust okkar menn hafa haft tröllatrú á sér, sem er geggjað. Hvað segja menn um þessar sögusagnir og Alfreð? Haldið þið að hann myndi falla þarna inn? Jelavic vill klárlega burtu, en spurning hvort Alfreð sé rétta leiðin. Er reyndar ótrúlega góður.
  Gaman að sjá í post viðtölum að Arteta sagði við fjölmiðla að Everton hefði verið erfiðasti leikur Arsenal á tímabilinu og Wenger sáttur við að hafa náð að ganga í burtu með stigið. Glæsilegt nú verðum við að passa að detta ekki niður yfir jólahátíðina 🙂

 17. Finnur skrifar:

  Önnur bráðskemmtileg grein frá BBC um Barkley:
  http://www.bbc.com/sport/0/football/24464349

 18. Elvar Örn skrifar:

  Ein áhuvarerðasta grein frá andstæðingnum er að finna hér, þ.e. frá Arsenal aðdáanda:

  http://www.arsenalvision.co.uk/reviews/4472-everton-h-robbed-of-highest-high-koscielny-barkley.html?

 19. Diddi skrifar:

  Sá með hárið er í einhverjum vandræðum á old trafford, var ekki í hópnum á móti Newcastle og er ekki í hópnum í kvöld í meistaradeildinni, ég er svo sem ekkert að grenja yfir því, en get ekki fundið að hann sé meiddur 🙂

 20. Finnur skrifar:

  Yfirlit yfir framlag Barkley til Arsenal leiksins…
  https://www.youtube.com/watch?v=eiCDV0mQAX8
  We’ve got a player on our hands… 🙂

 21. Diddi skrifar:

  ég sé að það eru einhverjar væringar hjá Martinez um hver eigi að leysa stöðu Mccarthy á miðjunni, hann nefnir Osman, Heitinga og Mirallas, ég vil sjá Pienaar í þessari stöðu í þessum leik og hafa Mirallas og Deulofeu á köntunum, Pienaar hefur mjög oft spilað inni á miðjunni fyrir landsliðið sitt og gert það prýðilega.

 22. Elvar Örn skrifar:

  Mirallas og Deulofeu á köntunum hljómar brilliant. Líka áhugavert að sjá Heitinga í þessari stöðu þar sem kantarnir sem og Barkley yrðu gríðarlega sóknarþenkjandi. Verður spennó að sjá uppstillinguna.
  Erum í 5 sæti og 3ja sæti væri nú spennó. Fjögur af top sex liðunum með innbyrgðis viðureignir svo einhver lið munu tapa stigum í kringum okkur.

 23. Gestur skrifar:

  hvar er pistillinn fyrir leikinn á morgun?

 24. Finnur skrifar:

  Hann er í vinnslu. Var að vinna til miðnættis í gær, sem hefði verið príma tími til að skrifa hann… :/

 25. Finnur skrifar:

  Og hún er komin í loftið, loksins…
  http://everton.is/?p=6147
  🙂