Man United vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við Man United á Old Trafford síðar í dag (kl. 19:45) en þetta er fyrsti leikur Everton gegn David Moyes, sem stýrir nú Man United eins og við vitum öll (og líklega jafnframt fyrsti leikur Everton gegn Fellaini). Moyes átti erfitt uppdráttar í byrjun tímabils en virðist hafa náð að rétta skútuna af því United eru taplausir í 12 leikjum í öllum keppnum og hafa skorað 10 mörk í síðustu fjórum leikjum. Everton liðið aftur á móti er ósigrað í sjö leikjum með sjö mörk úr síðustu tveimur leikjum. Við höfum þurft að bíða 21 ár eftir sigri á Old Trafford og löngu kominn tími á sigur en horfum við þar helst til Lukaku sem hefur skorað átta mörk í 9 leikjum fyrir Everton. Einhver sagði að hann væri með bestu markatölu per mínútu frá upphafi Úrvalsdeildarinnar — sel það ekki dýrara en ég stal því. Klúbburinn bar einnig nokkra leikmenn Everton saman við leikmenn United, skemmtileg lesning þar á ferð.

Það eru engin ný meiðsli eftir leikinn um helgina þar sem liðið rústaði Stoke liðinu 4-0. Líkleg uppstilling svipuð og síðast (þó mig gruni að Deulofeu verði á bekknum): Howard, Oviedo, Distin, Jagielka, Coleman, Pienaar, Mirallas, Barry, McCarthy, Barkley, Lukaku. Hjá United er Phil Jones í banni og Robin van Persie og Michael Carrick tæpir.

Í öðrum fréttum er það helst að slúðrið sagði að Landon Donovan væri á leiðinni til Everton en stjóri LA Galaxy bar þær fréttir til baka jafnharðan. Annars les ég þetta viðtal við Martinez sem svo að Heitinga sé á leiðinni frá félaginu, sem ætti svo sem ekki að koma á óvart því hann hefur ekki fengið nein tækifæri undir Martinez, sem virðist bera meira traust til John Stones og Antolin Alcaraz og því líklega vonast eftir því að fá smá pening fyrir Heitinga og losna við hann af launaskrá.

Unglingaliðin áttu erfiða viku en bæði liðin töpuðu á útivelli. U18 ára liðið tapaði 4-1 fyrir Man City U18 en U21 árs liðið tapaði fyrir Fulham U21 2-1. Mark Everton fyrir U21 árs liðið gerði Matthew Kennedy sem kom Everton 1-0 yfir. Þess má einnig geta að Duffy framlengdi lán sitt hjá Yeovil til ársloka og John Lundstram (sem einnig er lánsmaður hjá Yeovil) lagði upp mark í sínum fyrsta leik fyrir þá og skoraði sigurmarkið í næsta leik.

En hver er ykkar spá fyrir leikinn í kvöld? Við fengum átta marka leik árið 2012. 🙂

9 Athugasemdir

 1. bertinn skrifar:

  1-3 og málið dautt

  • Finnur skrifar:

   Þegar þú minnist á það… Mig dreymdi það í gærnótt að hafa byrjað að fylgjast með í seinni hálfleik þegar staðan var 1-1 og að leikurinn endaði 1-3. Deulofeu kom við sögu í allavega einu markanna. 🙂

 2. Halli skrifar:

  0-2 allveg klárt Mirallas og MaCarthy með þessi mörk. Ég ætla að spá einni breytingu á byrjunarliðinu frá Stokeleiknum að Mirallas komi inn fyrir Osman mér finnst það áhugaverð breyting.

  Sjáust á Ölver í kvöld

 3. Gestur skrifar:

  það er aldrei gott að vera með of miklar væntingar þegar spilað er við Man.Utd. þeir eru erfiðir heim að sækja.
  Jafntefli væri góð úrslit fyrir Everton.

 4. Teddi skrifar:

  Því miður 1-0 fyrir Rooney.

 5. Elvar Örn skrifar:

  Ég er rosalega hræddur um að við séum að vinna United í fyrsta sinn í 21 ár,,,,sko skíthræddur.

 6. Ingi Þór Eyjólfsson skrifar:

  ég vildi að ég væri ekki í miðjum próflestri.. ég ætla að reyna að fylgjast með í kvöld. Vonandi taka okkar menn þetta. Ég er ansi hræddur við þennann leik, oft þegar okkar menn eru komnir á svona öldu að þá hrynur allt.. Ætla samt að vera bjartsýnn og segja 1-2 Lukaku og Mirallas.

 7. Finnur skrifar:

  Jújú, mikið rétt Gestur. Þetta hefur reynst okkur mjög erfiður útivöllur í gegnum tíðina — með þeim erfiðari eiginlega og þó við höfum af harðfylgi náð í einhver jafntefli þá er afraksturinn annars lélegur. Ég væri sáttur við jafntefli á eftir.

  Uppstillingin annars komin. Sjá: http://everton.is/?p=6124

 8. Finnur skrifar:

  Vitlaus markaskorari, Teddi. 🙂