Aston Villa vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton mætir Aston Villa á útivelli á laugardaginn, kl 14:00, en Everton fóru illa með þá á útivelli á síðasta tímabili — unnu 1-3 og hefði sigurinn auðveldlega getað orðið stærri. Everton hefur gengið svona allt í lagi á útivelli gegn Villa, aðeins tapað einum leik af fimm, en þó aðeins unnið einn af þeim fimm. Aston Villa hefur gengið afleitlega á heimavelli á tímabilinu, tapað fyrir Tottenham tvisvar, Newcastle einu sinni og meira að segja Liverpool einu sinni en á móti kemur að þeir unnu Man City 3-2 heima (og jú reyndar Rotherham í bikarnum 3-0). Þeir hafa þó ekki skorað mark í tveimur leikjum (heima og heiman) síðan þeir unnu City.

Heitinga er tæpur fyrir leikinn en hann meiddist á æfingu. Gibson og Alcaraz verða einnig frá en Gibson var skorinn upp í vikunni og heppnaðist aðgerðin mjög vel að sögn. Líklegt byrjunarlið sama og síðast: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Barry og McCarthy á miðjunni, Osman og Mirallas á köntunum, Barkley fyrir aftan Lukaku frammi.

Klúbburinn birti samanburð á nokkrum leikmönnum liðanna tveggja og fjallaði einnig um Andy Gray sem leikið hefur fyrir báða klúbba.

Í öðrum fréttum er það helst að Mirallas er ánægður með frelsið sem hann fær undir Martinez, sem er nokkur breyting frá stjórnartíð Moyes.

Einnig er hér að finna skemmtilegt viðtal við Dixie Dean – en uppáhalds frasinn minn úr því viðtali var þegar hann var spurður um árangur sinn gegn Liverpool (hann skoraði 19 mörk í 17 leikjum gegn þeim): „There was nothing quite like quietening that Kop. When you stuck a goal in there it all went quiet, apart from a bit of choice language aimed in your direction. Scoring there was a delight to me. I just used to turn round to the crowd and bow three times to them. Some of my happiest moments were when I was scoring goals at the Kop End and I am sure that if I was playing today I would be able to quieten that ‘You’ll Never Walk Alone.'“

En þá að ungliðunum en Everton U21 mættu sterku United U21 liði sem sportaði meðal annars tveimur landsliðsmönnum úr brasilíska aðal-landsliðinu. Leiknum lyktaði með jafntefli 0-0 og ég náði að horfa á megnið af leiknum í beinni útsendingu en þetta var fjörugur leikur með nóg af færum. Everton hafði í fullu tré við United liðið og gott betur en United mátti þakka markverði sínum fyrir stigið því hann átti nokkrar góðar markvörslur og tvisvar enduðu skot Everton manna í stöng. Hægt er að sjá helstu atvik leiksins hér.

Everton U18 mættu Bolton U18 á Finch Farm og lentu 0-1 undir í leiknum en sneru honum sér í hag og unnu 2-1 með mörkum frá George Green og Callum Connoly. Everton U18 eru í öðru sæti og aðeins stigi á eftir United U18 í fyrsta sæti en eiga tvo leiki til góða. Taflan hjá U18 liðinu lítur mjög vel út.

Í lokin má geta þess að Everton ungliðarnir Ryan Ledson og Jonjoe Kenny léku allan leikinn fyrir England U17 og hjálpuðu þeim að vinna Armeníu U17 sannfærandi, 4-0.

En, Aston Villa á laugardaginn. Leikurinn er í beinni á Ölveri – – ekki missa af honum. Hver er ykkar spá?

10 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Spái 2-1 sigri Everton og Aston Villa skorar fyrst (Benteke). Coleman með fyrra mark Everton, en McCarthy innsiglar sigurinn.

  Greining Executioner’s Bong:
  http://theexecutionersbong.wordpress.com/2013/10/24/scout-scribbles-aston-villa/

 2. Halli skrifar:

  0-1 og Jagielka skorar. Ég ætla að vona að Pienaar byrji í stað Osmen í þessum leik

 3. Teddi skrifar:

  4-2 fyrir Everton. 🙂

 4. Gestur skrifar:

  1-1 lukalu

 5. Diddi skrifar:

  1-3 Benteke fyrst og svo kemur Lukaku og setur 2 og svo leysir Kone hann af þegar u.þ.b. 15 min eru eftir og setur icing on the cake 🙂

 6. Eiríkur skrifar:

  0-2
  Baines snemma og Kone af öllum, úr skyndisókn á 88 mín. Takk fyrir frábæra síðu.
  Samála, vona að Pienaar byrji.

 7. Ari S skrifar:

  0-2 Jelavic og Lukaku: )

 8. Ingvar Bæringsson skrifar:

  1-0 Fyrir Villa og he****ið hann Agbonlahor skorar. Hann skorar næstum alltaf á móti okkur.

 9. Kiddi skrifar:

  Ljóst að það verður á brattan að sækja í dag.
  Ef Belgarnir verða í stuði í er ekki nokkur leið að stoppa okkur, spái 2-1 fyrir Everton, Mirallas og Lukaku en títtnefndur Bentake skorar að venju fyrir Villa

 10. Finnur skrifar:

  Uppstillingin komin:
  http://everton.is/?p=5810