Árshátíð Everton á Íslandi 2013

Mynd: FBÞ.

Opnað hefur verið fyrir skráningu á árshátíð Evertonklúbbsins á Íslandi sem haldin verður í Turninum (Nítjánda í Kópavogi) þann 23. nóvember.

turninn

Dagskráin hefst um miðjan dag (kl. 12:30) þegar við hittumst á Ölveri og horfum saman á Everton taka á móti litla bróður (Liverpool) á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 12:45 en eftir leik skemmtum við okkur í góðra vina hópi á Nítjánda kvöldverðarstað frá kl. 18:00 og stendur veislan fram eftir kvöldi — eftir því sem fólk endist.

Miðaverðið er 7.990 kr fyrir félagsmenn — sem greitt hafa árgjald — en 8.990 fyrir aðra (þ.m.t. gesti). Innifalið í því verði er fordrykkur að hætti Everton sem og glæsilegt hlaðborð þar sem finna má glæsilegt úrval for-, aðal- og eftir-rétta þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi sem og eins mikið og hver getur í sig látið. Hægt er að sjá matseðilinn hér. Borðvín verður auk þess á tilboði fyrir árshátíðargesti.

Turninn nítjanda þarf vart að kynna fyrir lesendum en þetta er hæsti veitingastaður landsins með stórfengleglegu útsýni til allra átta. Þeir bjóða upp á girnilegt kvöldverðarhlaðborð, hollan og góðan hádegisverð og ljúffengan brunch um helgar. Árshátíðin í fyrra var haldin á sama stað og þótti heppnast einstaklega vel og við viljum endilega sjá sem flest ykkar mæta í ár.

Vinsamlegast staðfestið mætingu með því að skrá ykkur hér á þessu skráningarformi.

14 Athugasemdir

  1. Halli skrifar:

    Við hjónin verðum þarna pottþétt.

  2. Finnur skrifar:

    Ég mæti 100%; hreinsaði dagatalið af öllum öðrum atburðum þennan dag enda myndi ég ekki vilja missa af þessu fyrir nokkurn mun. Þetta var frábært síðast!

    Konan mætir líklega (þurfum bara að redda pössun).

  3. Elvar Örn skrifar:

    Ég mæti og geri ráð fyrir að Georg og Gunnþór mæti líka (þeir svara svosem fyrir sig).

  4. Georg skrifar:

    Ég mæti klárlega!

  5. Gunnþór skrifar:

    Ég mæti klárt.

  6. Gunnþór skrifar:

    Hvernig er með Húsvíkingana,væri geðveikt að fá þá snillinga með á 19.

  7. Finnur skrifar:

    Það er mjög góður punktur, Gunnþór. Ég hafði samband við Adda og Didda. Sjáum hvort þeir séu lausir.

  8. Diddi skrifar:

    ég er ekki alveg viss um að ég komist en það er í athugun, Adda hef ég ekki hitt eða heyrt í nýlega þar sem ég er á Grænlandi en það væri mjög gaman að hitta ykkur og ekki útséð með það. Kv. Diddi

  9. Haraldur Anton skrifar:

    Þetta var fallegt í fyrra en verður svakalegt í ár 🙂

  10. Óðinn skrifar:

    Ég mæti

  11. Elvar Örn skrifar:

    Hvernig er með bókanir á árshátíðina, er þokkaleg mæting? Við ætlum að mæta að norðan (Ég og Georg amk). Væri gaman að sjá hverjir eru búnir að skrá sig og svoleiðis, það er farið að styttast í þetta eða rétt rúm vika.

  12. Finnur skrifar:

    Já, það er fín mæting — við erum sáttir við svörun. Ég er líka að undirbúa það að minna fólk á þetta aftur — en svo veiktist ég seint á mánudagskvöldinu og hef verið frá síðan. Fer að taka á þessu. 🙂

  13. Kiddi skrifar:

    Kemst því miður ekki á laugardaginn, hvorki á leikinn eða á árshátíðina, góða skemmtun, Áfram Everton