Romelu Lukaku kynntur

Mynd: Everton FC.

Þrír nýir leikmenn inn, lítum á þá aðeins nánar og byrjum á Romelu Lukaku.

Lukaku er tvítugur leikmaður Chelsea, belgískur landsliðsmaður sem kom til þeirra sumarið 2011 og skrifaði undir 5 ára samning. Hann lék sem lánsmaður með West Brom á síðasta tímabili; lék 35 leiki með þeim, byrjaði í tuttugu þeirra og skoraði 17 mörk. Hann tók sér ekki marga daga í að skora sitt fyrsta deildarmark — gegn Liverpool — þegar hann kom inn á á 77. mínútu og skoraði mark í 3-0 sigri. Hann skoraði einnig þrennu á móti United í lokaleik þess tímabils. Lukaku var sjötti markahæsti maðurinn í deildinni á síðasta tímabili og var jafnframt markahæsti leikmaður Chelsea — þrátt fyrir að spila ekki einn einasta leik fyrir þá. Lukaku fór aftur til Chelsea að láni lokni og sagðist ekki vilja fara á láni aftur — vildi frekar fá tækifæri til að sanna sig undir nýjum stjóra, Jose Murinho. Hann stóð sig ágætlega á undirbúningstímabilinu en þurfti að láta sér nægja að koma inn á af bekknum í smá stund í þremur keppnisleikjum Chelsea. Sá síðasti þeirra var í úrslitum UEFA Super Cup þar sem markvörður Bayern varði vítaspyrnu frá Lukaku sem olli því að Chelsea misstu af þeim bikar. Murinho hefur líklega í kjölfarið gert honum það morgunljóst að hann fái ekki mörg tækifæri með liðinu á tímabilinu. Eins manns dauði er annars brauð.

Executioner’s Bong kom með ágætis greiningu á kostum hans og göllum, sem ég útlista hér í helstu atriðum. Þeir bentu á að lánið kostar Everton einhvers staðar á bilinu 3-5M punda. Stærsti veikleikar Everton hafa verið hversu erfiðlega okkur hefur gengið að klára færi og þurft því að reiða okkur á að halda hreinu til að fá eitthvað út úr leiknum. EB benda á að Lukaku ætti að vera besta blanda líkamlegrar og tæknilegrar getu sem við höfum haft síðan Saha var hjá okkur. Lukaku var með mark á 117 mínútna fresti á síðasta tímabili, sem er þriðja besti afraksturinn í efstu deild. Hann er jafnframt einn af aðeins þremur í deildinni sem skoraði að lágmarki 3 mörk með hægri fæti, 3+ með vinstri og 3+ með skalla. Skot hans hitta á réttan stað í 67% tilfella (Jelavic með 47%), sem er í 13. sæti yfir leikmenn deildarinnar. Hann getur dribblað framhjá mönnum (vann 30 og eina tilraun af 59 í fyrra — Jelavic náði 6 sinnum að gera þetta í fyrra). Einnig vinnur hann 44% skallaeinvígja, sem er mjög mikilvægt nú þegar Fellaini er farinn. Sendigetan er 72% (sem er reyndar lægra en Kone) og hann skapaði 36 færi fyrir samherja á síðasta tímabili. Hann er með góða fyrstu snertingu og ætti að ná betur samspili við miðjumenn en þeir sóknarmenn sem við höfum nú. Hægt er að sjá mörk hans og stoðsendingar í eftirfarandi vídeói:

Veikleikar segja þeir hjá EB að séu fáir. Hann er ungur enn og nýti líkamann ekki jafn vel og hann gæti í að skýla bolta, sækja brot og hafa úrslitaáhrif á leiki en segja að það komi með aukinn reynslu. Það eina sem þeir setja spurningamerki við er að hann er dýr fyrir félagið, allt að 5M punda, sem er nokkuð hátt verð fyrir leikmann sem verður mögulega ekki hjá félaginu á næsta tímabili.

En Lukaku er spenntur fyrir framhaldinu og við hin erum það sannarlega líka.

10 Athugasemdir

 1. Halli skrifar:

  Mig hlakkar svo til að sjá hann í bláa fallega búningnum

 2. Georg skrifar:

  Hann á eftir að standa sig vel í royal blá litnum ég er alveg viss um það. Velkominn Lukaku!

 3. Teddi skrifar:

  Væri til í að sjá hann byrja með Kone í næsta leik, þ.e.a.s. ef hann má spila gegn Chelsea.

  • Elvar Örn skrifar:

   Kone var nú hættulega slakur í leiknum gegn Stevenage en auðvitað í engu leikformi kallinn.

 4. Elvar Örn skrifar:

  Jelavic var frábær á undirbúningstímabilinu. Sammála með það að ég vil sjá tvo framherja spila gegn ákveðnum mótherjum.

  Ég trúi ekki öðru en að vangaveltur undanfarnar vikur um að Fellaini og Baines gætu verið á förum hafi áhrif á hópinn í heild. Ég er því gríðarlega ánægður að búið er að loka glugganum og hópurinn breiðari sem aldrei fyrr. Liðið hefur ekki verið að spila illa, hefur skapað sér fjölda marktækifæra og verið dominerandi með boltan í þeim leikjum sem búnir eru. Lokahnykkurinn (framherjarnir þá sérstaklega) hafa ekki klára vinnu sýna en nú verður kannski breyting þar á.

  Everton eru taplausir í fyrstu þremur leikjunum og ekki fengið á sig mark í tveimur leikjum í röð. Með nýtt leikkerfi þá taldi ég mestu hættuna á að vörnin væri lengi að slípa sig að þessu nýja fyrirkomulagi en í raun hefur það kannski verið sóknin, en svosem ekki nýtt hjá Everton.

  Er hræddur um að Lukaku geti komið okkur til bjargar í sókninni og mennirnir í kringum hann eru nú ekkert slor, sendingar frá Baines og Coleman og Barkley fyrir aftan.

  Spennandi tímar framundan og engin ástæða til að gráta Fellaini þó mér hafi þótt afar vænt um kaupa í Everton treyjunni.

  Væri ekki sárt að vinna Chelsea í næsta leik, hmm, verst að Lukaku fái ekki að spila gegn þeim.

 5. Elvar Örn skrifar:

  Ég veit ekki til þess að það hafi verið fjallað um frétt dagsins hér á Everton.is.Búið er að kynna -Third Kit- búininginn okkar og ég verð að segja að þetta er eitt fallegasta Everton settið sem ég hef séð í mörg ár. Gaman að heyra hvað ykkur finnst.

  http://www.evertonfc.com/1314thirdkit

  Væri alveg til í að eiga bæði treyju og stuttbuxur. Best að maður skelli sér bara til Everton-borgar og fjárfesti í einum og renni á einn leik í leiðinni, einhver með?

 6. Finnur skrifar:

  Veit ekki hvað klúbburinn er að pæla að kynna nýja treyju um og við lok félagaskiptagluggans. Maður hefur ekki við að fara yfir leikmannamál einu sinni! 🙂

 7. Finnur skrifar:

  Lukaku sagði í viðtali: „It was a crazy evening. Different clubs called me and I had to [make] the right decision. Roberto Martinez called me for 30 minutes and explained me what he expects from me. I decided that Everton was the best choice. They are a more prominent club than West Brom where I had a good time.There are a few things I need to improve in my game, and Everton’s footballing approach and possession play can be perfect for me. My movement and runs to the far post and near post could be better, and I have already had a good, long conversation with the manager… about that.“

  Svo virðist sem Martinez hafi einnig verið það sem skipti máli hér í þessum félagaskiptum. Hlakka til að sjá Lukaku raða inn mörkum fyrir okkur.

 8. Haraldur Anton skrifar:

  Flottar tölur.

 9. Elvar Örn skrifar:

  Gæti verið að Mirallas hafi reynst okkur fullkomnlega við að tryggja komu Lukaku. Snilld að lesa þetta.
  http://www.grandoldteam.com/news/transfer-news/2013/sep/04/mirallas-part-in-lukaku-transfer