Félagaskipti — inn og út

Mynd: Everton FC.

Martinez sagði að Everton myndi styrkja sig í félagaskiptaglugganum og hefur staðið við þau orð. Fyrir utan þá fjóra (Joel Robles, Arouna Kone, Antolin Alcaraz og Gerard Deulofeu) sem komu í upphafi gluggans þá bætti Martinez við sig þremur nýjum leikmönnum í viðbót. Enn er þó beðið staðfestingar frá enska knattspyrnusambandinu þannig að þetta hér að neðan þarf að taka með smá fyrirvara. Klúbburinn staðfesti þetta klukkutíma eftir lokun gluggans.

Um tíma leit þetta illa út því Fellaini og Anichebe voru sagðir á útleið og ekki virtist ganga neitt að fá menn í staðinn (sjá yfirlit hér). Það breyttist þó fljótt undir lok gluggans þegar tilboði í Gareth Barry (frá Man City að láni) og James McCarthy (frá Wigan fyrir 13M punda) voru samþykkt og leikmennirnir skrifuðu undir. Og að auki kom Romelu Lukaku að láni frá Chelsea sem ætti að gefa smá meira bit í framlínuna hjá Everton, sem hefur átt í miklum erfiðleikum með að klára þau fjölmörgu færi sem skapast hafa í síðustu leikjum. Smáatriðin í samningunum eru þó ekki ljós.

Það sem setti þetta af stað var sala á Fellaini upp á 27.5M punda, sem er nokkuð hærra en flestir áttu von á. Martinez greinilega harður í samningaviðræðum sem er hið besta mál. Frekar fyndið að hugsa til þess að Moyes nýtti sér ekki klausuna í samningi Fellaini í júlí heldur borgaði 4M pundum meira í september! Það er náttúrulega sárt að horfa á eftir Fellaini en allir hafa sinn verðmiða og enginn er stærri en klúbburinn. Sky Sports sagði að þetta væru frábær viðskipti hjá Bill Kenwright — Fellaini er bara einn leikmaður og fékkst mjög gott verð fyrir hann en í staðinn komnir þrír gæðaleikmenn og hellingur af pening afgangs eftir viðskiptin. Anichebe var einnig seldur til West Brom fyrir allt að 6M punda en Lukaku ætti að fylla það skarð vel. Við óskum þeim báðum velfarnaðar með nýjum liðum og þökkum þeim vel unnin störf. Ég er bara guðslifandi feginn að Baines fréttin dó bara og ekkert að gera þar.

Þvílíkur gluggi!

Uppfært 22:45: Sky Sports segir að McCarthy og Lukaku séu með staðfestan samning.
Uppfært 23:00 Öll félagaskiptin fimm staðfest af klúbbnum!

31 Athugasemdir

 1. Hallur j skrifar:

  man bara ekki eftir að hafa verið jafn sattur með kaupin hja everton

 2. Ari S skrifar:

  Já þetta er flottur gluggi. Nú verður gamana að sjá hvernig Barkley fílar sig með þessa tvo við hliðina á sér… (og Gibson vin minn líka þegar hann er heill)

 3. Ari S skrifar:

  Þegar ég sagði „þessa tvo“ átti ég að sjálfsögðu við Barry og Macarthy ein er flott að fá Lukaku sem er jafn stór og jafn sterkur og Anichebe. Kannski betri… en núna voru að berast fréttir að Anichebe kaupin hefðu ekki verið nógu tímanlega…. hm… bíðum….

 4. Georg skrifar:

  Allt staðfest, þ.e.a.s. við fengum McCarthy, Barry og Lukaku.

  • Georg skrifar:

   Náðum að senda alla pappíra á tilsettum tíma, bara einhver smá pappírsvinna eftir og þá er þetta klárt. En gagnvart FA þá erum við með þá.

 5. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Veit einhver hvað við fengum fyrir Anichebe? Það stendur bara á heimasíðu Everton „could rise to 6 million“.
  Miðað við þetta þá ættum við að eiga eitthvað til að versla fyrir í janúar, en ef maður þekkir Bill og félaga rétt þá verða þessir peningar horfnir þá.

 6. Helgi Hlynur skrifar:

  Glæsileg niðurstaða.

 7. Orri skrifar:

  Þetta var góður dagur fyrir okkur.

 8. Gunni D skrifar:

  Gátum við ekki látið Kone upp í kaupin á Macarthy.Smá djók.En djöfull var flott að fá Lukaku.Vonandi erum við búnir að fá strikerinn sem okkur hefur vantað í mörg ár.Og svo ættu að vera til rúmar 20 mills til að kaupa varanlega annan í janúar.Til hamingju með daginn í gær strákar.Þetta verður spennandi vetur. Góðar stundir.

 9. Haddi skrifar:

  Ég er gríðarlega sáttur með hvernig þetta fór, búinn að gera ráð fyrir því að Fellaini færi síðan í vor, gott að fá þennan pening + það að selja Anichebe. Veit lítið um McCarthy, Barry vinnuhestur með hellings reynslu, á alltof háum launum að vísu og svo LUKAKU hann á eftir að verða frábær.

 10. Halli skrifar:

  Vonandi verður hægt að ganga frá kaupum á Lukaku í kjölfarið á þessum lánssamningi

 11. Einar G skrifar:

  Þetta er magnað.. Og vil ég byrja á að þakka bæði fyrir þennan þráð og þráðin á undan. Vel gert. Mér lýst ágætlega á þetta allt saman, 27,5M punda fyrir Felli er held ég mjög ásættanlegt og á bara eftir að nýtast. Maður sá það í síðasta leik að hann var til í að fara. LukaLuka verður bara flottur held ég og vonandi stígur Jelavic þá líka upp. Verður þetta ekki 4-4-2 uppstilling hjá Martinez

 12. Halli skrifar:

  Lukaku spilar væntanlega ekki næsta leik þar sem við spilum við Chelsea og lánsmenn yfirleitt ekki löglegir gegn sínum félögum

 13. albert gunnlaugsson skrifar:

  Er mjög ánægður…… Hlakka til næstu leikja!

 14. Finnur skrifar:

  BBC fjallaði um spennandi félagaskiptaglugga í gær í vídeói og byrjuðu á að fjalla um Everton:
  http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/23936920
  Allir á svipaðri línu, að því er virðist, báði stuðningsmenn og hlutlausir, Nett pósítívir yfir glugganum.

 15. Haraldur Anton skrifar:

  Þetta er bara frábær gluggi.

 16. Holmar skrifar:

  Ansi sáttur við þennan glugga bara, eins svartsýnn og ég var undir lok hans. Fellainin vildi greinilega fara, en fínt að það gerðist eftir að klausan um lágmarksverð rann út. Auka 4 mills þar.

  Bind miklar vonir við að Lukaku leysi framherjavandamál okkar og skori 20 mörk. Svo fer hann aftur til Chelsea á næsta ári og skorar ekkert, þetta fræga eins season syndrom sem virðist leggjast á alla framherja sem leika fyrir Everton.

  McCarthy veit ég lítið um en vona að hann komi mér skemmtilega á óvart. Svolítið dýr, en fyrst að gott verð fékkst fyrir Fellaini þá hef ég minni áhyggjur af því. Ætti að verða til peningur í janúar.

  Barry er fínn „squad player“ á eflaust eftir að redda okkur af og til í vetur ef svo ólíklega vildi til að meiðsli faru að hrjá Gibson.

  Annars bara NSNO, spennandi tímabil framundan.

  Og já sendið endilega hárkollurnar ykkar á skrifstofu Moyes, eins og Finnur stakk uppá 😉

 17. Georg skrifar:

  Þetta var flottur gluggi hjá okkar mönnum og við náðum að auka breidd í öllum stöðum vallarins og auka gæðin. Mín tillfinning fyrir þessum leikmönnum:

  Joel Robles: Efnilegur markmaður og er flottur til taks ef það þarf og gæti verið eitthvað með í bikarleikjum, hann sýndi flotta tilburði á undirbúningstímabilinu og á framtíðina fyrir sér, mjög góður einn á einn. Búinn að spila með öllum U landsliðum spánverja.

  Antolin Alcaraz: Besti varnarmaður Wigan, var reyndar meiddur nánast alla síðustu leiktið og náði ekki að spila nema 8 leiki, hefði verið gott ef hann hafi ekki meiðst hjá okkur á undirbúningtímabilinu, hann hafi geta barist um sæti í liðinu, en verður til taks þegar hann kemur til baka úr meiðslum en þarf klárlega einvherjar vikur til að koma sér í stand. Hann eykur klárlega gæðin og breiddina í vörninni.

  Gerard Deulofeu: Þetta er alvöru spánverji, hann hefur alla burði í að vera klassa leikmaður, svolítið viltur en við gætum nýtt hann vel í vetur og sérstaklega þegar líður á leiktíðina, hann færir okkur nýja vídd í sóknarspilið, óhræddur við að taka menn á og getur bæði skorað mörk og skapað. Mjög spennandi leikmaður.

  James McCarthy: Verð að viðurkenna að ég hef ekki séð hann nógu mikið til að dæma hann en ef það er einhver sem þekkir hann þá er það Martínez og hann er búinn að á eftir honum allan gluggann, verður spennandi að sjá hann koma inn í liðið. Hef tilfinningu að hann eigi eftir að standa sig vel.

  Gareth Barry: Kemur klárlega með reynsluna í liðið á miðjuna þegar þarf. Neville og Hitzlsperger farnir og kominn í þeirra stað mun betri leikmaður. Hann er búinn að vera svo gott sem fastamaður í Man City síðustu 4 ár og við ættum að geta nýtt krafta hans.

  Arouna Kone: Sama með hann og McCarthy þá hefur maður ekki séð hann nógu mikið en hann hefur alltaf verið góður á móti Everton og var alltaf þeirra hættulegasti leikmaður þegar ég sá hann spila. Hann á klárlega mikið inni og er smá riðgaður, hann á eftir að sanna sig þegar á líður, ég er viss um það.

  Romelu Lukaku: Held að þetta hafi verið sá leikmaður sem við þurftum, skiptum út Anichebe sem er sterkur strákur en var aldrei að fara skora mikið, þess í stað erum við að fá mjög sterkann leikmann sem kann að skora mörk og bara 20 ára gamall. Ég sé hann fyrir mér í 20 mörkum+ hjá okkur. Finnst Mourinho skrítinn að láta hann fara.

 18. Finnur skrifar:

  > Romelu Lukaku: […] Finnst Mourinho skrítinn að láta hann fara.

  Í leik Chelsea gegn United byrjaði Murinho með Lukaku á bekknum og *engan* recognized striker í framlínunni. Það sendi ansi sterk skilaboð til Lukaku, held ég.

  • Georg skrifar:

   17 mörk í 20 byrjunarliðsleikjum í deildinni á síðustu leiktíð ásamt 7 stoðsendingum ætti nú að gefa hint fyrir Mourinho að þarna væri alvöru maður á ferðinni og það með WBA sem er ekki með sömu gæðaleikmenn fyrir aftan sig og Chelsea til að búa til færi fyrir framherjana. Hann kom inn á fyrstu tveim leikjum Chelsea í deildinni í 15 og 25 mín. Það er ekki eins og Mourinho hafi gefið honum séns í byrjunarliðinu að sanna sig. Ég held að Mourinho með engan framherja hafi verið meira skot á Abramovich að hann vildi striker. Hann sýndi í raun Torres, Ba og Lukaku það að hann væri ekki 100% að treysta þeim. En svo held ég að hann hafi hreinlega verið að spila upp á jafnteflið í þeim leik. Ef ég þekki Mourinho rétt þá var það frekar vítið sem Lukaku klikkaði vs Bayern Munchen sem varð þess valdandi að hann lét hann á láni. Hann er nógu klikkaður að afskrifa menn útaf svoleiðis hlutum. En hver sem ástæðan er þá skiptir það ekki öllu máli, það sem skiptir máli er að við vorum að fá frábæran striker í okkar raðir 🙂

 19. Finnur skrifar:

  Liverpool menn sáu alltaf rautt þegar boltinn nálgaðist Fellaini, fínkembdu allar endursýningar í leit að minnsta vafaatriði sem féll honum í vil og létu SMS-unum rigna yfir okkur ef hann svo mikið sem rak við í fyrstu snertingu. Ég eiginlega öfunda United menn pínu yfir því að fá að njóta þess nú að espa upp Liverpool mennina enn frekar — ekki á ást þeirra á Fellaini eftir að minnka við flutninginn til United. 🙂

 20. Eyþór Hjartarson skrifar:

  Erum við ekki bara kátir með þessar aðgerðir.

 21. Finnur skrifar:

  Mjög svo. Ég var svolítið skelkaður fyrir lokin, sérstaklega þegar Fernando sagðist ánægður hjá Porto og West Brom litu út fyrir að vera búnir að stela Lukaku en ég er mjög sáttur núna. Flott upphæð sem við fengum líka fyrir Fellaini og Anichebe!

 22. Hólmar skrifar:

  Þetta var frábær gluggi. Tony Hibbert er hjá Everton, allt annað er aukaatriði. Vel gert að láta hann spila lítið í fyrra og byrjun þessa tímabils svona til að tryggja að önnur lið í deildinni og PSG og Real Madrid létu hann í friði í glugganum. Verður frábært að sjá hann spila aftur núna.

 23. þorri skrifar:

  ég er mjög kátur með að fellaní sé farinn til mannu fyrir þetta góða verð.Það er mjög gott að Lukaku til okkar. Það er svo sem alveg hægt að nota Bary líka Erum við þá ekki ornir nokkuð sáttir með manskapin eftir að þessi 2 komu..

 24. Ari S skrifar:

  Hvaða mórall er þetta út í Hibbert? Hann hefur verið okkar tryggasti leikmaður og aldrei klikkað. Meira að segja þegar meiðslapésarnir í miðvarðarstöðunni hjá okkur voru nánast allir meiddir þá steig hann í miðvarðarstöðuna og stóð sig með sóma.

  Kannski ertu bara að jóka og kannski ertu ekki að gera grín að honum með því að tala um PSG og Real Madrid í þessu sambandi en mér finnst hann eiga meira skilið frá stuðningsmönnum Everton heldur en þetta sífellda háð frá mörgum þeirra. Alls ekki bara þér Hólmar heldur mörgum stuðningsmönnum um allann heim.

  Áfram Tony Hibbert 🙂

 25. Ari S skrifar:

  Allt saman voru þetta snilldar tilfæringar hjá okkar mönnum í gær. Nema kannski með Fellaini þó að verðirð hafi verið fínt á endanum. Ég vildi samt meira. En viðskiptin í gær að versla MaCarthy fyrir 13 millur og selja Anichebe og Fellaini fyrir 33.5 eru góð viðskipti. Við gætum jafnvel séð enn fleiri koma til okkar í jan.

  Allir þrír leikmennirnir sem komu til okkar í gær gera tilkall í byrjunarlið. Ekki það sama og hinir fjórir sem komu til okkar í sumar þó að auðvitað eigum við eftir að sjá þá spila líka.

  Barry styrkir miðjuna verulega og það verður fínt að hafa hann ásamt Gibson til að vera Barkley til stuðnings. Mér sýnist MaCarthy ekki vera síðri leikmaður á miðjunni þó ég hafi lítð séð til hans en mér er sagt að hann sé góður og einnig hef ég lesið eitthvað um hann. Lofar góðu 22 ja ára gamall og gæti náð vel saman með Barkley í framtíðinni.

  En til hamingju allir með 7 nýja leikmenn og ekki skemmir að við héldum Baines sem er næstum því eins og að fá til okkar nýjan leikmenn eftir allt sem á undan er gengið í umjölluninni í sumar:)

  Tímabilið getur hafist núna takk fyrir !

 26. Hólmar skrifar:

  Ég er einlægur aðdáandi Hibbert. Fyrir mér er hann hr. Everton og minn uppáhaldsleikmaður. Vildi óska að Coleman væri pjúra kantmaður svo Hibbert gæti leikið sína stöðu. Sakna þess að sjá hann ekki spila meira. Vanmetinn varnarmaður, en kannski sem betur fer því við höfum fengið að njóta krafta hans allan hans feril. Vona innilega að hann skori í vetur.

  Þetta með PSG og Real Madrid var nú bara sett inn til að ljá skrifum mínum gamansaman blæ. Held að hann sé sennilega orðinn of gamall fyrir þessi lið.

 27. Finnur skrifar:

  Ari, þetta er góðlátlegt grín um Hibbert. Þessi Ronaldo norðursins er einn af mínum uppáhalds leikmönnum og ég hvet hann hiklaust til að skjóta að marki andstæðinganna jafnvel úr eigin vítateig.

 28. Ari S skrifar:

  Ég veit vel að þetta er grín og kannski hef ég virkað grimmur þegar ég sagði þetta til Hólmars… sry for that.

 29. Holmar skrifar:

  Þú virkar nú sjaldan grimmur Ari, mjög kurteis almennt. Ég tók þessum skrifum þínum nú ekki persónulega, en vildi bara hafa það alveg á kristaltæru að ég var ekki að gera grín að mínum uppáhaldsleikmanni.