Tilboði í Baines og Fellaini hafnað

Mynd: Everton FC.

BBC greindi frá því í dag að Everton hefði hafnað tilboði frá Man United í þá Fellaini og Baines. Þetta eru svo sem ekki alveg nýtt af nálinni þar sem tilboði fyrr í sumar frá David Moyes (í þá tvo) var einnig hafnað. Í þetta skipti hljóðaði tilboðið upp á 28M punda fyrir þá báða, þar af 16M punda fyrir Fellaini og 12M punda fyrir Baines. Ég verð að viðurkenna að maður verður eiginlega hálf gáttaður að lesa þessa frétt því það er svo margt rangt við þetta.

– Fellaini var keyptur til Everton á 15M punda (17.5M ef árangurstengdu greiðslurnar eru teknar með) og hefur bæði sannað sig í ensku deildinni og vaxið nokkuð mikið síðan hann kom. 16M er alls ekki nóg.
– Baines er besti bakvörður Englands og einn besti, ef ekki sá besti í allri Evrópu — eins og tölfræðin sýndi á síðasta tímabili — þannig að 12M punda fyrir hann finnst mér eiginlega einfaldlega hlægilegt verð.
– Þetta er auk þess sama upphæð fyrir Baines og var hafnað fyrr í sumar þannig að þetta útspil þykir ekki vænlegt til árangurs.
– Og að lokum má benda á það að rætt var um að Moyes hefði gert heiðursmannasamkomulag um það þegar hann fór til United að eltast ekki við bestu mennina í liðinu og hann virðist nú fara á bak við það samkomulag. Það tel ég honum til mikillar minnkunar.

Ég vona að fréttin hjá BBC sé ekki á rökum reist en þetta varpar kannski örlitlu ljósi á það hvers vegna David Moyes hefur gengið hörmulega að fá nýja leikmenn til liðs við sig.

En hvað segið þið? Mynduð þið selja annan eða báða ef rétt verð fæst?

21 Athugasemdir

  1. Ólafur Már Kjartansson skrifar:

    neibb hvorugan meigum ekki missa þá frá okkur

  2. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Official síðan er búin að staðfesta að Everton hafi hafnað tilboði frá manutd í tvo leikmenn svo þetta hefur greinilega átt sér stað. Ég er hræddastur um að transfer request komi frá þeim báðum og manutd fái þá á ca þennan pening þegar upp er staðið. Vonandi tekst okkur að halda þeim báðum.

  3. Finnur skrifar:

    Það passar, Sigurjón, linkurinn er hér:
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/08/19/club-statement

    „Those bids were immediately rejected out of hand as derisory and insulting.“

    Nokkuð mikið til í því.

  4. Jón G skrifar:

    Ansi hræddur um að þegar að United kallar þá brestur einhvað í hausnum á þeim tveimur.

    Og þeir heimti sölu frá liðinu. Það er pottþétt leikurinn sem að United er að spila, svo reyna þeir aftur með örlítið hærra tilboð!

  5. Georg skrifar:

    Það mátti svosem alltaf við þessu búast að Moyes myndi bjóða í þessa tvo leikmenn, en þetta eru móðgandi tilboð í þá báða. Það var mjög vel gert hjá félaginu að halda þessu leyndu fram yfir leikinn gegn Norwich svo það myndi ekki trufla undirbúninginn.

    Moyes virðist langa að það verði púað á sig þegar hann kemur næst á Goodison Park. Hann veit eflaust að hann er ekkert sérlega vinsæll hjá Evertonstuðningsmönnum með þessum tilboðum..

    Það má búast við því að Man Utd eigi eftir að leggja inn fleiri tilboð fyrir lok gluggan en ég ætla rétt að vona að við höldum þétt í þessa leikmenn, bæði er ekki gott að missa 2 af okkar bestu leikmönnum og hvað þá rétt fyrir lok gluggans og hafa lítinn tíma til að fylla í skörð þeirra sem eru alls ekki auðfyllt.

    Eitt er fyrir víst að Everton mun ekki íhuga að selja þessa leikmenn nema að Man Utd leggji verulega háar fjárhæðir í þessa leikmenn.

  6. Albert Gunnlaugsson skrifar:

    Spurning hvort þeir vilji vera „varamenn“ á bekknum hjá Utd. eða spila með Everton! Ekki gengur að halda þeim ef þeir vilja fara, en held að þeir séu ekkert of ákafir, en auðvita spila launin inn í!

  7. Ólafur Már Kjartansson skrifar:

    það er algjörlega þannig Albert launin eru klárlega inn í þessu en það er spurning hvað þeir vilji gera Fella og Baines vilja þeir vera áfram hjá okkur eða vilja þeir fara í annan klúbb ég er bara ekki sjá það gerast að þeir fari yfir til Man.Utd vonum það besta fyrir okkar lið þeir eru mikilvægir hlekkir í okkar velgengni undanfarið COYB

  8. Halli skrifar:

    Var það ekki bara í Janúar síðastliðnum sem að Moyes sagði að Fellaini væri yfir 30 milljón punda virði og svo setur hann inn svona móðgandi tilboð ég vona bara að menn séu með hausinn réttskrúfaðann á og spili fyrir sinn klúbb áfram.

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Óttast samt að ef manure eða eitthvað annað lið bjóði yfir 30 m£, þà verði þeir seldir rétt àður en glugginn lokar og enginn tími til að fà menn í staðinn. Kenwright hefur àður leikið þann leik.

  10. Elvar Örn skrifar:

    Ef Moyes tekur þá báða á seinustu metrunum þá breytist hann úr Hero í Zero hjá mörgum Everton aðdáendum.

  11. Ari S skrifar:

    á no time

  12. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    ef satt er þá eru þetta aldeilis frábærar fréttir fyrir okkur : http://www.nsno.co.uk/everton-news/2013/08/moyes-admits-defeat-over-everton-duo/?

    • Elvar Örn skrifar:

      Skv. nýjustu fréttum þá er Moyes enn að láta heyra í sér í fréttum svo Fellaini og Baines viti að Man Utd er að falast eftir þeim. Sjá athugasemdir mínar hér að neðan.
      Vona bara að Moyes nái engum nýjum leikmanni í liðið fyrir veturinn ef hann ætlar að haga sér svona.

  13. Elvar Örn skrifar:

    Ef þetta reynist rétt þá er Moyes á góðri leið með að verða drullusokkur ársins í augum margra Everton manna:
    http://www.toffeeweb.com/season/13-14/news/25472.html?
    Einnig um málið hér:
    http://www.theguardian.com/football/2013/aug/23/david-moyes-marouane-fellaini-leighton-baines?
    Og hér, það vottar nú fyrir vænum hroka í kall garminum:
    http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/david-moyes-roberto-martinez-should-let-leighton-baines-and-marouane-fellaini-go-8782997.html
    Skulum vona að drengirnir standist þetta áhlaup Moyes.

  14. Ari S skrifar:

    „I signed every player at Everton so I know exactly how Everton work,” added Moyes, hinting at his old board’s policy of selling their best players.“

    Hroki, ógeðslegur hroki.

    Hvað næst … fer hann á hnén til þess að sleikja Manchester United merkið hvar sem hann sér það? Ömurlegt ef hann hefur sagt þetta sem ég vitna hérna í.

  15. Finnur skrifar:

    Ég hef gegnum tíðina verið einn dyggasti stuðningsmaður David Moyes en ef ég væri á pöllunum þegar United kæmu í heimsókn myndi ég púa all hressilega á hann löngum stundum. Þessi grein lýsir minni afstöðu ágætlega:
    http://www.nsno.co.uk/everton-news/2013/08/hypocritical-moyes-loses-respect-at-everton/

  16. Finnur skrifar:

    Sérstaklega vek athygli á byrjun greinarinnar :

    “I think other football clubs should not talk about players from other clubs in the media. If you do that, you’re destabilising the player or the club. I would hope I don’t do that.” – David Moyes, August 2009.

    “I won’t talk about players at other clubs, I don’t think it’s right, but I can tell you we’re trying to do some business.” – David Moyes, July 2013.

  17. þorri skrifar:

    David Moyes er bara vitleysingur ef hann heldur að geti tekið hvern sem er frá félaginu þá er það misskilningur. Hann er ekki kóngurinn. Eins og ég hef sagt áður þá má hann fá Fellani en Ekki Baines. Svo væri ég ekkert á móti að fá Alfreð Finnbogason. Ef ég væri Martínes þá mundi ég kaupa hann.

  18. þorri skrifar:

    hvað seigið þið um þetta,

  19. Finnur skrifar:

    Það væri nú ansi erfitt að segja nei við frambærilegum Íslendingi í liðinu. 🙂

  20. þorri skrifar:

    Það myndi ég nú seigja.Mér fynst hann jelavic ekki gera góða hluti enn sem komið er.