Blackburn – Everton 1-3

Mynd: Everton FC.

Everton mætti Blackburn á útivelli í vináttuleik í dag. Byrjunarliðið: Howard, Oviedo, Distin, Jagielka, Hibbert, Pienaar, Gibson, Fellaini, Barkley, Mirallas, Kone. Kone í byrjunarliðinu í sínum fyrsta leik fyrir Everton. Baines ekki í hópnum þar sem hann fékk smávægilegt högg á ökklann á æfingu og Martinez vildi ekki taka neina áhættu. Baines æfði þó á Finch Farm um morguninn þannig að meiðslin eru ekki alvarleg og hann fer með til Bandaríkjanna.

Aðstæður voru góðar — sólskin, hlýtt og völlurinn í góðu ástandi og svo margir Everton stuðningsmenn mættir að þeir voru í meirihluta á áhorfendapöllunum. Uppstillingin: Howard í markinu, Distin og Jagielka miðverðir, Hibbert og Oviedo bakverðir en nokkuð framliggjandi og tóku virkan þátt í sóknunum. Pienaar á vinstri, Mirallas á hægri, Gibson og Fellaini á miðjunni, sá fyrrnefndi oft mættur mjög aftarlega til að sækja boltann úr vörninni og dreifa honum fram á völlinn. Barkely í holunni fyrir aftan Kone sem var frammi.

Líflegar fyrstu mínúturnar, Barkley gripinn sofandi í hornspyrnu Blackburn á 4. mínútu og Blackburn sóknarmaður náði flottum skalla en rétt framhjá markinu. Barkley átti svo flott skot strax í næstu sókn Everton sem markvörður Blackburn þurfti að hafa sig allan við til að verja.

Blackburn byrjaði leikinn nokkuð líflega en döluðu þega leið á hálfleikinn. Everton meira með boltann fyrsta korterið og mikið í sókn og jókst bara eftir því sem leið á. Gibson sterkur og átti nokkrar glæsilegar sendingar inn fyrir vörnina, t.d. á Oviedo sem hefði endað í dauðafæri vinstra megin ef hann hefði ekki verið rangstæður. Stuttu síðar, sendi Gibson Mirallas inn fyrir hægra megin og hann var næstum kominn einn á móti markverði en varnarmenn rétt náðu að stoppa hann.

Lítið mæddi á miðvörðum Everton fyrstu 20 mínúturnar og ekki mikið sést til Kone á sama tíma. Gibson og Mirallas líflegir, Barkley líka en nokkuð mistækur á köflum.

Everton skoraði á 24. mínútu eftir skot frá Mirallas sem breytti um stefnu af varnarmanni. Stuttu áður hafði Everton náði skyndisókn, þegar Oviedo komst inn í stugusendingu og náði að hreinsa frá til Pienaar, sem brunaði fram, gaf á Barkley sem fíflaði varnarmann inni í teig og náði skoti framhjá markverði en bjargað á línu af varnarmanni. Boltinn barst þó að lokum til Mirallas sem náði flottu skoti sem endaði í netinu — en skrifast þó líklega á varnarmanninn.

Mirallas átti stuttu síðar frábæra aukaspyrnu rétt fyrir utan teig vinstra megin sem markvörður varði glæsilega í horn. Barkley átti flott skot stuttu eftir hornið sem varnarmaður bjargaði í horn. Markvörðurinn líklega misst af honum aftur, erfitt að sjá það. Gildir einu, varnarmaður náði að hreinsa í horn sem ekkert kom úr.

Everton allt í öllu þegar hálftími var liðinn af leiknum og sóknir Everton komu hver á fætur annarri.

Kone hafði haft hægt um sig í fyrri hálfleik — átti eitt skot á markið utan teigs en rétt framhjá og náði næstum að koma Mirallas í færi en að öðru leyti lítið sést. Það breyttist rétt undir lok hálfleiks þegar hann komst einn inn fyrir, náði frábærri fyrstu snertingu sem lagði boltann vel upp fyrir hann einan á móti markverði. Hann náði föstu skoti framhjá markverði en boltinn fór í neðanverða slána og í bakið á markverðinum og aftur fyrir í horn.

Staðan 0-1 í hálfleik og frammistaðan fín. Barkley og Mirallas sérstaklega góðir í fyrri hálfleik og helst bara að vantaði meira frá Kone.

Sjö breytingar á liðinu í seinni hálfleik.

Út: Howard, Jagielka, Hibbert, Mirallas, Fellaini, Barkley, Kone.
Inn: Robles, Heitinga, Stones, Osman, Coleman, Naismith, Jelavic.

Martinez breytti líka leikskipulaginu — skipti yfir í 3-5-2 með Distin, Heitinga og Stones sem öftustu menn og bakverðina sem kantmenn: Oviedo á vinstri væng, Coleman á hægri. Pienaar, Gibson og Osman á miðjunni, Jelavic frammi og Naismith fyrir aftan hann. Heitinga greinilega með leyfi til að fara framar á völlinn í sóknum.

Pressan hélt áfram á Blackburn vörnina í seinni hálfleik; Naismith með fyrsta skotið utan teigs strax á 48. mínútu sem fór rétt yfir. Hann var svo aftur með skot á 54. mínútu eftir flotta sendingu inn í teig frá Coleman en varnarmaður náði að blokka og boltinn aftur fyrir. En hornið gaf mark: Gibson (að mig minnir) sendi háa sendingu fyrir markið og Jelavic stakk varnarmann sinn af og skallaði í netið á nærstöng. 0-2 fyrir Everton.

Og pressa Everton hélt bara áfram. Nákvæmlega ekkert að gerast hjá Blackburn í sókninni.

Jelavic var næstum búinn að senda Naismith inn fyrir vörnina með flottri stungusendingu á 58. mínútu en varnarmaður rétt náði að slengja fæti í knöttinn og redda þeim. Pienaar átti skot af löngu færi fyrir utan vítateig vinstra megin en beint á markvörð sem varði, þó hann næði ekki að halda knettinum í fyrstu tilraun.

Jelavic komst inn fyrir vörnina vinstra megin inni í teig eftir sendingu frá Pienaar (?) en varnarmaður reynir tæklingu sem gerir lítið annað en að lyfta boltanum aðeins upp fyrir framan Jelavic en hæðin á boltanum þýddi að eini kosturinn í stöðunni var að reyna að vippa yfir markvörðinn sem nálgaðist en boltinn fór yfir bæði markvörð og markið. Osman með slakt skot á markið á 62. mínútu, laust og beint á markvörð.

Coleman fíflaði svo vinstri bakvörð Blackburn illilega á hægri kanti og komst inn í teig, sendi til Jelavic sem náði fínum skalla á markið, sem markvörður rétt náði að verja. Þetta vakti loksins Blackburn liðið sem náðu sínu besta færi í leiknum, sendu stórhættulega sendingu fyrir markið af vinstri kanti en enginn af varnarmönnum Everton eða sóknarmönnum Blackburn (samtals 8-9 manns) náðu til boltans. Þeir reyndu svo skot af löngu færi á 73. mínútu en hátt yfir. Loksins eitthvað að gerast í sókninni hjá Blackburn.

Það var þó Everton sem bætti við marki — Coleman með stoðsendingu hægra megin í teig, vippar beint á Jelavic og svipaði mjög til aðdraganda marks númer tvö. Fyrra skotið (hægrifótar) hjá Jelavic varði markvörðurinn, það seinna (með vinstri fæti) ekki. 0-3 fyrir Everton og bara spurning um hversu stór sigurinn yrði.

Everton fékk svo aukaspyrnu á 82. mínútu sem Pienaar tók. Boltinn fyrir markið og algjör glundroði í vörn Blackburn, stórhætta en þeir náðu að hreinsa.

Þeir áttu svo hálffæri á 85. mínútu en Robles fljótur niður að grípa boltann. Skotið stefndi niður í hornið til vinstri við Robles. Þeir náðu upp smá pressu á næstu mínútu og fengu horn sem þeir náðu svo að skora úr. Boltinn á fjærstöngina, misskilningur milli Stones og Distin sem hvorugur dekkuðu manninn sem hljóp til móts við sendinguna og fékk frían skalla. Robles úr jafnvægi eftir að hafa reynt að slá boltann frá en ekki náð. Auðvelt skallamark. Blackburn búið að minnka muninn í 1-3.

Oviedo út af á 88. og ungliðinn Luke Garbutt inn á á vinstri kant.

Stones átti svo slæma sendingu á Heitinga sem skapaði sókn fyrir Blackburn en Robles vel á verði og það reyndist síðasta færið í leiknum. Fínn sigur og fín frammistaða liðsins sem dómineraði Blackburn á mjög löngum köflum, eins og kannski við var að búast.

Naismith, Osman og Coleman sérstaklega líflegir. Pienaar, Oviedo og Gibson fengu heilan leik (fyrir utan þessar tvær mínútur hjá Oviedo) og áttu allir flottan leik, Gibson mjög öflugur í fyrri hálfleik. Distin traustur að vanda og lék allan leikinn. Robles hefði mátt gera betur í markinu sem hann fékk á sig en að öðru leiti lítið að gera í vörninni. Stones virkaði fínn í þriggja manna vörn — pínu kærulaus með eina eða tvær sendingar en það skrifast á reynsluleysi. Heitinga ágætur. Frábært að sjá Jelavic setja tvö og hann líktist sjálfum sér meira en hann gerði á öllu síðasta tímabili.

Liðið heldur brátt til Bandaríkjanna að taka þátt í sterku móti. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þar.

11 Athugasemdir

 1. Albert Gunnlaugsson skrifar:

  Takk flottir okkar menn:)

 2. Orri skrifar:

  Þetta stefnir allt í rétta átt hjá okkur nú um stundir.

 3. þorri skrifar:

  þetta er bara flott og gott hjá okkur.Það er gott að vita að breidin sé til staðar.Það er líka gott að heyra að Martínes sé að prufa marga ekki veitir af því.Er það ekki allveg pottþétt
  að leikirnir verði á ölveri í vetur.SEIGJUM ÁFRAM EVERTON.VERÐA BESTIR.kv Þorri

 4. Finnur skrifar:

  Sá einhvers staðar að 365 hefðu tryggt sér beinar útsendingar af öllum leikjum ensku, þar sem ekki er um gervihnatta-útsendingar að ræða. Smæð markaðins að virka fyrir okkur, greinilega (ef rétt er). 🙂

 5. Halli skrifar:

  365 verða með flestar beinar útsendingar fra EPL í evrópu ef ég hef réttar upplýsingar.

  Jelavic verður 15-20 markamaður ï vetur með Mirallas sem okkar besta mann

 6. þorri skrifar:

  Það er rétt að 365 miðlar verður með allar þessar útsendíngar næstu 2 árin að ég held

 7. Elvar Örn skrifar:

  Nú eru bara tveir dagar í leik gegn Juventus. Eigum við að ræða það eitthvað?

 8. Finnur skrifar:

  #fiðringur 🙂

 9. Gunnþór skrifar:

  kemur alvöru prófraun á liðið sem er snilld í lok júlí.

 10. Elvar Örn skrifar:

  Er leikurinn sýndur kl. 20 að breskum tíma eða usa tíma?

 11. Finnur skrifar:

  Svarið er hér: http://everton.is/?p=5010
  (you are not going to like it)