Sitt lítið af hverju

Mynd: Everton FC.

Við höfum látið fréttir liðinna daga liggja milli hluta sökum anna í sumarfríi en bætum nú úr því.

Ljóst er orðið hvaða númer leikmenn munu hafa á næsta tímabili en nýju leikmennirnir fá eftirfarandi númer: Joel Robles númer 1, Arouna Kone númer 9, Gerard Deulofeu númer 10 og Antolin Alcaraz númer 32. Aðrir sýnist mér halda sínum númerum frá því á síðasta tímabili. Athygli vakti að Kone fékk hið sögufræga númer 9 sem Tony Cottee, Duncan Ferguson, Kevin Campbell, James Beattie, Louis Saha og Landon Donovan hafa skartað á undanförnum áratugum. Martinez útilokar ekki frekar styrkingu á hópnum en mun meta það út frá núverandi hóp á næstum dögum og vikum.

Enn eigum við eftir að sjá Kone á vellinum sem og Gerard Deulofeu en David Ruiz Marull, sem fylgst hefur með þeim síðarnefnda, segir að Deulofeu eigi eftir að heilla aðdáendur Everton með hæfileikum sínum og dáleiða varnarmenn. Það er vika í næsta leik (við Blackburn á laugardegi) og vonandi fáum við að sjá hann (og Kone og Jelavic) í þeim leik. Það verður líka spennandi að sjá hvernig Jelavic gengur að aðlagast nýju leikkerfi, eftir erfitt síðasta tímabil en Exectioner’s Bong velti fyrir sér ástæðum þess í greiningu sinni, sjá hér. Gibbo virðist aðlagast mjög vel, af síðustu leikjum að dæma.

U18 ára lið Everton vann Gothia Cup á dögunum þegar þeir lögðu sænska liðið IF Brommapojkarna 3-0 í úrslitum. Courtney Duffus skoraði tvö og Harry Charsley eitt en miðjumaðurinn Ryan Ledson var valinn leikmaður mótsins. Glæsilegur árangur hjá ungliðunum! Halldór Steinar Sigurðsson var á vellinum og fylgdist með okkar mönnum og sendi okkur eftirfarandi skýrslu:

„Sælir félagar, ég er staddur í Gautaborg þar sem fer fram fótboltamót sem heitir Gothia Cup fyrir ungmeni frá aldrinum 11 ára til 19. Ég hef búið hérna í 2 ár og þ.a.l. er sonur minn að keppa með sænsku liði í ár á þessu glæsilega móti sem er fjölmennasta yngriflokkamót í heiminum og þáttakendur í kringum 50þús! Rétt fyrir mót fór ég að skoða heimasíðu mótsins, til að athuga með leikja fyrirkomulag og sá þá að Everton var með lið á mótinu! Það var sem sagt U17 lið Everton sem tók þátt með þá Kevin Sheedy og Duncan Ferguson sem þjálfara. Og þvílík óvænt fótbolta veisla sem ég hef fengið að vera vitni að. Það er ekki hægt að segja annað en að framtíðin sé björt, nokkrir mjög svo efnilegir og auðvitað unnu þeir mótið þar sem þeir unnu Brommapojkana í úrslitum 3:0. Þeir spiluðu á móti sterkustu liðum Svíþjóðar og Danmerkur og komust í gegnum það nokkuð áfallalaust nema kannski á móti Elfsborg sem þeir slógu út í vítaspyrnukeppni. Þarna voru nokkrir bráðefnilegir en sá sem vakti mesta athygli hjá mér var framherji sem heitir Courtney Duffus. Stór strákur, mjög sterkur, eldfljótur, tekkniskur og góður skallamaður. Minnti soldið á Beckford en samt fjölhæfari. Svo var þarna frábær strákur á miðjuni sem heitir Ryan Ledson en hann var svo valin leikmaður mótsins, einnig mjög góður markmaður í liðinu, strákur í vörninni sem minnti á Alan Stubbs og svo kantmaður sem var endalaust ógnandi.“

Í öðrum fréttum er það helst að ungliðinn Chris Long skrifaði undir 2ja ára atvinnumannasamning við Everton sem nær fram til sumarsins 2015. Hann er 18 ára sóknarmaður og hefur verið hjá félaginu síðan hann var 6 ára gamall. Hann hefur leikið (og skorað með) öllum yngri stigum enska landsliðsins: U16, U17, U18 og var hluti af U20 ára hópnum sem fór til Tyrklands í sumar.

Neil Dewsnip, yfirþjálfari Everton akademíunnar, yfirgaf klúbbinn á dögunum og tók við starfi hjá enska knattspyrnusambandsins. Þökkum honum vel unnin störf. Hann vann undir handleiðslu Alan Irvine og sá um alla flokka frá 9 ára og upp úr. Áherslan á ungliðana mun þó ekki minnka við brottför hans — þvert á móti, en Robert Elstone sagði að Martinez myndi leggja meiri áherslu á þjálfun þeirra en áður var.

Slúðurdeildin heldur áfram en Everton hefur á undanförnum dögum verið orðað við Toby Alderweireld, Guilherme Siqueira, Callum McManaman, Christian Atsu og James McCarthy. Einnig hefur verið rætt um að Heitinga sé á leið til Fenerbache og að United séu hættir að reyna að næla í Baines.

14 Athugasemdir

  1. Albert Gunnlaugsson skrifar:

    Frábært! Maður fyllist mikill bjarsýni á framtíðina hja´okkar mönnum. Frábær samantekt. Takk takk fyrir að halda okkur svona vel upplýstum.
    kv Albert

  2. Ari S skrifar:

    Enn og aftur frábær smantekt hjá everton.is, takk fyrir mig. Og takk Halldór Steinar.

  3. Ari S skrifar:

    Ég las Jelavic greinina hjá ex…bong, vel skrifuð og athyglisverð grein sem var gaman að lesa.

  4. Halldór S Sig skrifar:

    Ef ég tala aftur aðeins um þennan framherja Duffus aftur að þá er þetta einn magnaðasti ungi leikmaður sem ég hef séð lengi, frábær íþróttamaður í alla staði. Hjá klúbbnum er alltaf talað um U18 lið Everton en liðið sem ég var að horfa á þarna var að spila í flokki 17 ára stráka og því áætla ég að Duffus sé 17 eða jafnvel yngri.

  5. Finnur skrifar:

    Hann verður 18 ára í október.
    http://www.evertonfc.com/player-profile/courtney-duffus

  6. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    ég er algjörlega sammála þessum sem skrifaði þessa grein:http://stdomingos.com/2013/07/22/wrong-time-to-sell-jelavic-his-loss-of-form-was-moyes-fault/?

  7. Ari S skrifar:

    Já þetta er athyglisvert Diddi… við megum alls ekki við því að selja Jelavic.

  8. Halli skrifar:

    Erum við nokkuð að selja Jelavic. Hvað finnst mönnum um það.

  9. Finnur skrifar:

    Ef við fáum jafn mikið eða meira en við keyptum hann á þá má kannski skoða það, en ég sé það ekki gerast nú. Hann verður að fá tækifæri til að sanna sig undir nýjum stjóra áður en rétt er að gefast upp á honum.

    • Halli skrifar:

      Ég var að vonast til að sjá hann í 15-20 mörkum í vetur eða jafnvel meira

  10. Orri skrifar:

    Ég er sammála Halla og Didda,við eigum ekki að selja Jelavic.Hann vonandi skilar okkur mörgum mörkun á næstu leiktíð.

  11. Ari G skrifar:

    Jelavic vantar meira sjálfstraust. Vonandi spilar martinez með 2 framherja og með góða vængmenn ætti Jelavic að fá fullt af færum til að spila úr. Kannski er í lagi að gefa honum tækifæri allavega fram í janúar en ég vill alls selja t.d. Anechebe. Vonandi getur Everton haldið Baines og Fellaini en þá þarf Everton að gera nýjan samning við þá og hækka laun þeirra til að þeir fari ekki. Ekki mikið að hækka laun þeirra t.d um 1 millu á ári við hvorn þeirra. Gaman væri samt að sjá hverja 2 Marinez notar í byrjun Kone, Jelavic, Anichebe og Miralles. Mundi vilja byrja á Anichepe, Miralles og Pineer og Spánverjan unga á köntunum. Væri flott að hafa 4 góða framherja til að spila úr þá yrðu þeir að standa sig.

  12. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Þetta segir ýmislegt um okkar fyrrverandi stjóra ekki satt:http://toffeeweb.com/season/13-14/news/25182.html

  13. þorri skrifar:

    Ég er samála að selja ekki Jelavic. Því hann á eftir að skora fyrir okkur.Ég vona að Baines verði kyrr hjá okkur líka.Þetta verður flottur vetur hjá okkur ekki spurning.Kveðja ÞORRI Everton maður.ÁFRAM EVERTON.