Af leikmannamálum

Mynd: Everton FC.

Í fyrramálið (kl. 8) kemur í ljós hvert leikjaplanið verður fyrir næsta tímabil og Martinez sagði að hann gæti ekki beðið eftir því að undirbúningstímabilið byrji. Talað var um að hann ætlaði að kaupa þrjá leikmenn fyrir næstu leiktíð til að styrkja liðið en Martinez sagði þó að þeir ætluðu að fara sér í engu óðslega í kaupum og vanda vinnuna þegar kæmi að því að velja leikmenn. Velja þyrfti menn ekki bara út frá getu heldur líka út frá því hvort þeir séu með rétt hugarfar sem passar inn í hópinn og fótboltaklúbbinn. Gott mál. Klúbburinn hefur verið orðaður við þó nokkra leikmenn. Til dæmis:

Dusan Tadic (serbneskur miðjumaður), Leroy Fer (enn á ný), Arune Kone (enn á ný), Stefan Johansen (norskur U21 árs landsliðsmaður) og Lamine Sane (miðju/varnarmaður frá Senegal). Erfitt að segja hversu mikið er að marka það en svo virðist sem Heitinga sé að hugsa sér til hreyfings ef marka má viðtal við hann (og náttúrulega þessa frétt hér á everton.is). Ekkert bólar hins vegar á tilboði frá Arsenal í Fellaini, sem slegið var upp sem staðreynd fyrir ekki svo löngu.

Af ungliðunum er það að frétta að U20 ára liðið vann Úrugvæ 3-0 og skoraði okkar maður Chris Long eitt markanna. Einnig spiluðu Luke Garbutt, John Stones, John Lundstram og Ross Barkley. Jake Bidwell, fyrrum landsliðsmaður okkar, hefur verið seldur til Brentford fyrir ótilgreinda upphæð. Um tíma áttum við báða vinstri bakverðina í enska unglingalandsliðinu (en Luke Garbutt spilar einnig þá stöðu) og þeir skiptu stundum með sér hálfleikum með landsliðinu. Nú er svo komið að Garbutt virðist vera að taka fram úr Bidwell og Bidwell væntanlega þar af leiðandi hugsað sér til hreyfings. Hann hefur verið á láni hjá Brentford undanfarið og leikið með þeim 70 leiki og er nú formlega orðinn leikmaður Brentford.

Klúbburinn tilkynnti að vel gengi að innleiða Desso Grassmaster kerfið og sýndi myndskeið af verktökunum að þræða gervigrasið inn í náttúrulega grasið sem er nýbúið að leggja. Á endanum verður 7% af grasinu á vellinum gervigras en álagspunktar fá meira (allt að 20% á hliðarlínu til dæmis).

Af öðru má nefna að haldið var fram að þetta yrði hönnunin á treyjunni fyrir næsta tímabil en það á náttúrulega eftir að koma í ljós.

Og My Likes þáttaröðin heldur áfram hjá Everton TV þar sem rætt er við leikmenn um þeirra daglega líf og áhugasvið: Sjá Jagielka og Gibson.

13 Athugasemdir

 1. Halli skrifar:

  Ég er svo spenntur fyrir leikjaplaninu og fara að velta fyrir sér hvaða leiki maður ætti að fara á

 2. Halli skrifar:

  Liverpool 23/11. Cardiff 15/3. Man u 19/4. Man c 3/5. hull 19/10. eru menn með einhverjar pælingar um leik til að sjá

 3. Elvar Örn skrifar:

  Ég á amk mjög erfitt með að bíða með næsta leik fram á næsta ár. Dauðlangar að fara fyrir áramót.

 4. Gestur skrifar:

  Ætla menn hjá Everton ekki að fara að vakna og kannski styrkja liðið!!!

 5. Finnur skrifar:

  Good things come to those who wait… 🙂

 6. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Efast um að nokkur verði keyptur fyrr en í júlí þegar Martinez er aðeins búinn að skoða og meta þá menn sem fyrir eru í aðalliðinu og u-21 liðinu.
  Efast líka um að það séu til peningar fyrr en einhver hefur verið seldur.

 7. Ari S skrifar:

  Já rétt við skulum gefa honum tíma til þess að skoða og meta þá leikmenn sem hann kemur til með að hafa í höndunum.

  Það er að ég held nokkuð öruggt að við höfum eitthvað til þess að kaupa þó við ekki seljum strax. Kannski ekki mikið en eitthvað samt 🙂

 8. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

  jæja, þá byrjar ballið, hvað viljið þið spá að sé langt þangað til Baines verði kynntur sem utd. maður? http://www.sportinglife.com/football/premier-league/news/article/312/8795674/united-baines-bid-turned-down

 9. Ari S skrifar:

  Þú ert óþolandi svartsýnn Ingvar 🙂 ég vona að hann verði ekkert seldur. Fellaini er frekar söluvara og ef ég ætti að velja milli þeirra tveggja til að fara frá okkur þá væri það Fellaini allan daginn.

  En mest vona ég að hvorugur þeirra verði seldur. Og að MArtinez versli nokkra góða leikmenn í sumar.

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Auðvitað vona ég það líka. En maður hefur séð þetta allt áður með bæði Rooney og Lescott. Og já ég er svartsýnn og svo lengi sem Everton er í klónum á Bill Kenwright og félögum þá sé ég ekki ástæðu til bjartsýni. Sorry ef það fer í taugarnar á einhverjum.

 10. Ari S skrifar:

  Það hefur hver og einn rétt á að hafa sína skoðun. En allir erum við með sama áhugamál og allir viljum við það sama fyrir félagið sem bindur okkur saman.

  Velgengni.

  Já það er alltaf sama sagan og sagt er að félagið sé illa statt peningalega. (hef nú reyndar ekki mikið séð það sagt að undanförnu) En það hlýtur að hafa lagast heilmikið við það þegar Lescott var seldur og einnig var góður díll að selja Arteta á sínum tíma þó ég hafi saknað hans. Og Rodwell einnig. Það getur ekki verið að sama ástandið sé alltaf til staðar. Vonum það besta kær kveðja, Ari