Chelsea vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton mætir Chelsea á útivelli kl. 15:00 á sunnudaginn í lokaumferð tímabilsins — en þetta er einnig síðasti leikur sem David Moyes stjórnar Everton þangað til hann heldur til Manchester United. Það þarf ekki að fjölyrða um árangur David Moyes á útivelli gegn Chelsea en hann hefur í mesta lagi náð jafntefli. Everton hefur auk þess ekki unnið þar síðan árið 1994 og er kominn tími til að breyta því. Chelsea spiluðu eins og kunnugt er í gær í úrslitum Europe League (unnu Benfica) og tímabilið því búið hjá þeim þar sem þeir eru búnir að tryggja sér Champions League sæti í deildinni — þó þeir tapi gegn Everton (nema kannski með 15 mörkum).

Leikurinn hefur heldur enga þýðingu fyrir Everton, sem geta hvorki færst upp né niður um sæti í lokaumferðinni, en væntanlega vilja leikmenn heiðra Moyes með góðri spilamennsku í síðasta leiknum, reyna að sigra og ná þar með hæsta stigafjölda sem Everton hefur náð í Úrvalsdeildinni. Chelsea var eina liðið sem náði að sigra Everton á Goodison Park (og þóttu heppnir) og leikmenn vilja örugglega sýna að það var tilviljun að Chelsea skyldu vinna þann leik.

Það eru allir heilir hjá Everton nema Neville og líklegt að sama lið hefji leikinn og síðast: Howard, Baines, Distin, Jagielka, Coleman. Pienaar og Mirallas á köntunum. Gibson og Osman á miðjunni. Fellaini fyrir aftan Anichebe frammi.

U18 ára lið Everton datt út í undanúrslitum um Englandsmeistaratitilinn eftir 4-0 tap gegn Reading. Þeir mega þó vera stoltir af árangrinum, enda sýndu þeir (eins og U21 árs liðið) að þeir eru meðal fjögurra bestu liða Englands.

Af landsliðsmálum er það að frétta að Baines og Jagielka voru valdir í vináttuleiki gegn Írlandi og Brasilíu. Fellaini og Mirallas voru valdir fyrir vináttuleiki gegn Bandaríkjunum — og Tim Howard að sjálfsögðu líka (fyrir Bandaríkin).

Í lokin má svo geta þess að stjóri U20 ára liðs England (Peter Taylor) sagði að hann væri með John Lundstram og Ross Barkley í huga fyrir heimsmeistarakeppni U20 ára liða í Tyrklandi í sumar.

4 Athugasemdir

 1. albert gunnlaugsson skrifar:

  Spá að við vinnum þá núna!

 2. Baddi skrifar:

  Enn eitt jafnteflið hjá okkar mönnum spái 1-1 Jelly með markið, allir að mæta snemma á Ölver á sunnudaginn, Áfram EVERTON 🙂

 3. Finnur skrifar:

  Osman meiddur líka. Kannski Barkley fái tækifæri?

 4. Halli skrifar:

  Sigur er það eina sem kemur til greina hjá Moyes í lokaleiknum 0-1 Fellaini