Hugleiðingar um næsta stjóra

Mynd: FBÞ

Það er hálf undarleg staða í dag hvað varðar stjórana í efri hluta deildarinnar. Efstu liðin tvö skipta pottþétt um stjóra eftir tímabilið: Ferguson að hætta með Man United, eins og við þekkjum alltof vel, og Mancini rekinn frá City. Benitez þykir mjög valtur í sessi og maður spyr sig jafnframt líka hvað gerist ef Arsenal nær ekki að vinna síðasta leikinn og missa af Champions League sæti til Tottenham. Ætli Wenger haldi starfi sínu ef það gerist?

Allra augu beindust svo að Roberto Martinez eftir að Wigan féllu úr efstu deild fyrr í dag eftir 4-1 tap gegn Arsenal. Ótrúlegt að þetta lið skuli hafa sigrað Everton og Man City í bikarnum, þegar frammistaðan í deildinni á árinu er skoðuð.

En þeir sem gagnrýna Martinez og vilja ekki fá hann sem stjóra benda gjarnan á að Wigan féllu, ekki síst vegna þess að vörnin er búin að vera skelfileg á löngum köflum. En það er ekki hægt að horfa framhjá því, sem Martinez benti á, að þeir misstu 5-6 leikmenn úr baklínunni í meiðsli á löngum köflum á tímabilinu, þmt. markvörð sinn Al Habsi, auk Alcaraz, Ramis, Caldwell og Figuroa. Sumir hafa jafnframt verið að spila meiddir og því ekki getað beitt sér að fullu. Ég spyr nú bara — hvar væri Everton eftir tímabilið ef Howard og 4-5 varnarmenn hefðu verið meiddir lungað úr tímabilinu?

Mér finnst erfitt að horfa framhjá Martinez sem vænlegum kosti í stöðunni þar sem hann á marga sameiginlega kosti með Moyes (eins og Follow Everton síðan benti á í grein sinni) — kostum sem hjálpuðu Moyes að ná jafn langt og raun ber vitni. Báðir vanir að vinna með afskaplega lítinn pening og nýta fjármunina vel — hefðum við til dæmis ekki alveg þegið Arouna Kone sóknarmann á 2.7M á tímabilinu? Martinez hefur einnig gefið ungum leikmönnum tækifæri, sbr. McManaman, McCarthy og Moses.

Ég viðurkenni reyndar alveg að ég er ekki 100% sannfærður um Martinez, rokka til og frá í skoðunum mínum á honum. En nú spyr ég: Af þeim sem nefndir hafa verið sem mögulegir stjórar — væri Martinez ekki einna líklegastur til að halda áfram með liðið á sömu braut hvað spilamennsku og aðferðafræði varðar?

NSNO síðan fjallaði einnig stuttlega um nokkra kosti í stöðunni, ætla ekki að endurtaka það allt hér.

Einn af þeim sem nefndur hefur verið sérstaklega er gamla hetjan okkar, Duncan Ferguson, sem Howard Kendall sagði að væri „fullkominn í starfið„. David Moyes fór einnig fögrum orðum um hann, en tjáði sig ekki um það hvort hann væri hæfur til starfsins (frekar en um aðra). Það kom mér á óvart að heyra þetta nefnt af sumum af þeim Everton mönnum sem ég umgengst því þó ég sjái alveg sjarmann við að fá hann í verkið er ég hálf smeykur við hann sem stjóra sökum reynsluleysis. Við þekkjum (dýrkum og dáum) leikmanninn Duncan Ferguson en hvað vitum við um knattspyrnustjórann Duncan Ferguson? Er hann tilbúinn að fara frá því að leiðbeina U18 ára liðinu (fyrsta liðinu sínu) í það að stýra Everton í Úrvalsdeildinni?

Og talandi um ungliðana: U21 árs liðið lék á útivelli gegn Tottenham í gær í undanúrslitum um enska meistaratitilinn og tapaði 2-3. Tottenham komust yfir á 11. mínútu en Conor McAleny jafnaði rétt fyrir lok hálfleiksins. Tottenham komust yfir strax á 47. mínútu en Everton jafnaði jafnharðan með marki frá Shane Long. Tottenham náði hins vegar marki á lokamínútunum og sló því Everton út og komust í úrslitin. U21 árs liðið tapaði þar með fyrsta leik sínum á árinu en geta þó verið stoltir af því að vera meðal fjögurra bestu U21s árs liða á Englandi.

Og í lokin má geta þess að skv. fréttum gerðu Moyes og Bill Kenwright með sér samning um að Moyes myndi ekki reyna að lokka bestu leikmenn Everton yfir til Man United. Gleðifregnir og vonandi að þær séu réttar.

78 Athugasemdir

  1. Halldór skrifar:

    Martinez verður frábær arftaki og vonandi spilar blússandi sóknarleik og kemur með sigra gegn top 4 en ekki bara jafntefli.

  2. Haraldur Anton skrifar:

    Vill fyrst og fremst þakka þér fyrir þetta góð skrif. En Bryan Laudrup er mitt fyrsta val. Það eru rosalega margir valmöguleikar á bak við það. Martinez hefur gert frábæra hluti en að halda okkur fyrir ofan topp 10 það er eitthvað sem þarf að koma í ljós, hann er frábær stjóri. Mourinho hefur líka verið kallaður til bara til að sýna að hann geti þetta.

  3. Halli skrifar:

    Mín skoðun er Di Matteo hann gæti þá tekið Duncan sem aðstoðarstjóra. Ef það koma tilboð td frá Chelsea í Fellaini og Moyes vill fá hann til utd haldiði að hann muni ekki gera tilboð fráleit hugmynd BR sagði þetta við Swansea í fyrra en tók svo Joe Allen með sér

    • Finnur skrifar:

      Ég hef nú meiri trú á því að Moyes sé maður orða sinna en Brendan Rodgers (þeas. ef sannleikskorn er í þessum fréttum á annað borð).

  4. Óðinn skrifar:

    Ég væri til að fá FC Porto bossinn Vitor Periera. Hann mundi koma með eitthvað nýtt inn í klúbbinn, svo er hann með reynslu í Evrópuboltanum

  5. Gunni D skrifar:

    Einn helsti gallinn á Moyes var hvað hann var tregur við að nota ungu strákana ,seinn með innáskiftingar,og á köflum varnarsinnaður.Svona pínu áhættufælinn.Það væri gaman að sjá hvort maður eins og t.d. Martines myndi breyta því.

  6. þorri skrifar:

    Hvaða félag var hann aftur með, Martinez? Hefur hann gert eitthvað gott? Spyr er sá sem ekki veit. Við skulum vona að það finnist góður stjóri, en það verður erfitt að finna mann eins og Moyes var.

  7. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Halli, Brian Laudrup hefur enga reynslu sem stjóri en Michael Laudrup væri kannski kostur en ég stend með Martinez í baráttunni:-)

  8. Ari S skrifar:

    Ekki gleyma því að Moyes var bara kjúklingur þegar hann tók við Everton. Núna í dag er hann eiginlega orðinn fljúgandi örn ef maður heldur áfram með fuglalíkinguna.

    Eddie Howe er interesting ég hef það frá vini okkar sem var með okkur í skoðunarferðinni um Goodison Park um daginn. Hann er stuðningsmaður Bournemouth og vildi meina að Eddie Howe myndi henta Everton mjög vel. Aðeins rúmlega 30 ára gamall en samt með smá reynslu enhann byrjaði að þjálfa ungur vegna meiðsla.

    Ég persónulega vildi fá Mourinho og skora á hann um leið að sýna hvað hann getur án þess að hafa helling af peningum. (er ég búinn að segja þetta áður hérna he he ) Hann er í fyrsta sæti á draumalistanum.

    En ef ég á að vera raunsær þá held ég að Martinez væri góður kostur en Laudrup jafnvel enn betri. Set ég því Laudrup í fyrsta sætið á raunsæislistanum.

    kær kveðja,

    Ari

  9. Ari S skrifar:

    Og svoer líka allt í lagi að horfa út fyrir þessafimm sem hafa verið nenfdir og láta hugann reika. Það eru fleiri stjórar en Martinez og Laudrup. Svona ef maður tekur bara raunsæislistann… 🙂

  10. Georg skrifar:

    Martinez, Laudrup og hugsanlega Pereira þjálfari Porto gætu verið áhugaverðir.

    Martínez er talinn af mörgum hugmyndasmiðurinn á bakvið Swansea liðið, þar sem hann mótaði liðið sem Brendan Rodgers tók við og svo Laudrup. Martínez tók við Swansea undir lok 2006/2007 tímabilið og tapaði liðið aðeins 1 af síðustu 11 og þá voru þeir í þriðju efstu deild (League One). 2007/2008 leiktíðina unnu þeir deildina og komust í Championship deildina, hann stýrði þeim svo 2008/2009 leiktíðina í 8 sæti í Championship deildina og aðeins 1 stigi frá umspilssæti. Eftir það fór hann til Wigan og tók þar við liði sem hann fékk aldrei fjárhagslega aðstoð og þurfti oftar enn ekki að selja bestu leikmennina.

    Eins og Finnur hefur komið réttilega inn á þá hafa Wigan verið gríðarlega óheppnir með meiðsli á öftustu línunni í vetur og hafa varamenn og jafnvel varaliðsleikmenn þurft að fylla í stöðurnar í öftustu línu, enda hefur liðið verið eins og gatasigti í vörninni í vetur, nema gegn okkur og City í bikarnum 🙂

  11. Gunni D skrifar:

    Martines er svona náungi líkt og moyes sem fær það besta út úr leikmönnum sínum.Fyrsta tímabilið í úrvalsdeildinni var Wigan spútniklið deildarinnar og var langt fram eftir vetri í 4-5 sæti. Síðan hafa þrir verið í strögli og bjargað sér oft á ævintýralegan hátt frá falli.T.d. í fyrra unnu þeir 5 af síðustu 6 leikjum tímabilsins.Það þarf pung í það.

  12. Gunni D skrifar:

    Er ekki Harry Redknapp laus?

  13. Hólmar skrifar:

    Nú segir orðið á götunni í Liverpool að umboðsmaður Beneath-us hafi sett sig í samband við Everton og tilkynnt þeim um áhuga hans Beneath-us á starfinu.
    Hann hlýtur að vera örvæntingarfullur að vilja taka við svona „litlum klúbbi“.

  14. Gunni D skrifar:

    Áttu við BR?!!

  15. Gunni D skrifar:

    Eða RB.

  16. Hólmar skrifar:

    Ég átti við Rafa Benitez. Sá þetta nú bara nokkrum mjög óábyrgum slúðursíðum svo það er best að taka ekki of mikið mark á því.

    En hvernig fyndist mönnum að fá the fat spanish waiter á Goodison Park?

  17. Finnur skrifar:

    RB er örugglega góður stjóri, þó hann vanti kannski integrity-ið sem Moses hefur. Ég er skeptískur gagnvart honum en ekki á móti endilega.

  18. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    vil ekki sjá benitez punktur

  19. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Neville er farinn að tala um að leggja skóna á hilluna og Kenwright talar um að hann sé nálægt því að útnefna nýjann stjóra og það sé ekki fjarri lagi að sá maður sé einhver þeirra sem mest hafa verið nefndir, Martinez, Lennon, Mackay, Stubbs, NEVILLE.
    Moyes hefur sagt að það séu nokkrir hjá félaginu nú þegar sem gætu tekið við.

    2+2=4, Neville er næsti stjóri.

    Ætla ekki að halda því fram að það geti ekki gengið. Það virkaði hjá Barcelona þegar Guardiola tók við og Villanova, eða hvað hann heitir tók við af honum.

    Finnst þetta samt hálfgert metnaðarleysi hjá Kenwright (ekkert nýtt þar á bæ) ef þetta er rétt hjá mér. Finnst eins og það sé bara verið að velja ódýrasta kostinn.

  20. Ari G skrifar:

    Finnst ekkert liggja á að útnefna stjóra strax. Miklu betra að leita vandlega að besta kostinum og alls ekki einhvern sem hefur enga reynslu t.d. gæti Neville verið aðstoðarstjóri við hlið reynslubolta alls ekki sem aðalstjóri. Þótt ég sé ekki mjög hrifinn af Benitez þá er hann miklu betri kostur en einhver óreyndur samt er minn óskastjóri Martinez af þeim ódýrari en Real stjórinn væri sá besti en hann tekur sennilega við Chelsea. Vill alls ekki Mancini finnst hann ofmetinn stjóri.

  21. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    finnst skrítið að manutd hafi ekki valið neville ef Moyes finnst hann nógu góður handa okkur, ef neville verður gerður að stjóra þá missi ég allt það litla álit sem ég hef haft á stjórn klúbbsins okkar og verð algjörlega brjálaður 🙂

  22. Halli skrifar:

    Ég skil ekki afherju menn eru svona hrifnir af Martinez af þeim 8 árum sem wigan hefur verið í efstu deild þá voru þeir á fyrstu 4 árunum í 10, 17, 11, og svo 11 þá tók Martinez við og árangurinn er 15 tvisvar í 16 og svo fall í 18 er þetta það sem menn vilja allavega ekki ég. Þessi Pereira og Di Matteo líta best út að mínu mati

  23. Ari G skrifar:

    Þegar ég nefndi Martinez vildi ég horfa líka til spilamennsku. Finnst ekki gaman að sjá lið spila varnarleik t.d. Chelsea og Barcelona í fyrra mesti þjófnaður sem ég hef séð í knattspyrnuleikjum og vill alls ekki fá Di Matteo. Finnst miklu skemmtilegra að horfa á Everton spila flottann sóknarleik eins og núna síðasta vetur með nokkrum undantekningum. Þekki ekki til Pereira kannski er hann góður en honum vantar reynslu í enska boltann. Kannski er líka hægt að fá einn óþekktan sem gæti hentað vel

  24. Elvar Örn skrifar:

    Strákar, erum við að gleyma Jugen Klinsmann?
    Verður hann ekki bara næsti stjóri?
    Gætum gert verr en það, hmmmmm.
    http://www.nsno.co.uk/everton-news/2013/05/klinsmann-to-be-next-blue-boss/
    Þetta er díll held ég.

  25. Elvar Örn skrifar:

    Er Vitor Pereira frá Porto að taka við Everton?

    http://myevertonnews.com/highly-rated-porto-ace-to-follow-his-manager-to-everton/

    http://myevertonnews.com/vitor-pereira-has-meetings-in-london-could-he-be-the-next-everton-manager/

    Veit þó ekki hve áreiðanleg þessi síða er. En þessi er meira spennandi en margur annar sem hefur verið nefndur til sögunnar.

  26. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Tony Pulis………..einhver??? ha,ha,ha,ha,jiiiihaaaa

  27. Finnur skrifar:

    … bara það að þú ert búinn að ákveða það fyrirfram að Neville sé næsti stjóri Everton… 🙂

  28. Einar G skrifar:

    Samkvæmt veðbönkum eru líkurnar á næsta stjóra þessar.
    Roberto Martinez 4/1, Vitor Pereira 9/2, Allan Stubbs 7/1, Malky Mackay 8/1, Phil Neville 12/1, Neil Lennon 12/1 Gus Poyet 12/1 og svo aðrir með minni líkur. Athyglisvert að í gær voru líkurnar á Neville 18/1 og Pereira 7/1

  29. þorri skrifar:

    ég spyr nokkuð til stjóri sem var eins og moyes
    .Það verður eftir en vonandi finst hann mér finst þetta taka rosalega langa tíma.Er einhver leikmaður á leið til okka veit einhver um það.Einar mér ekkert á þennan hóp sem þú ert búin að skrifa hér.Hvern viltu þú fá .Kveðja þorri everton maður.

  30. Einar G skrifar:

    Mér persónulega lýst ágætlega á Pereira, en það þarf einhvern hund í þetta sem að mögulega getur kreist einhverja aura út úr Kenwright.

  31. Ari G skrifar:

    Hvernig lýst ykkur á Guðjón Þ. hann væri flottur stjóri og mjög ódýr. Fengi bara borgað fyrir unna leiki. Skil ekki af hverju gengur ekkert að fá alvöru stjóra. Trúi ekki að enginn alvöru stjóri vilji ekki taka við Everton. Detta í hug að fá Phil Neville sem stjóra er heimskasta hugmynd sem ég hef séð og vona að eigendur Everton taki sér tak og sýni alvöru metnað kominn tími til.

  32. Ari S skrifar:

    Ég er búinn að ákveða þetta.

    Klinsmann tekur við og Neville verður honum til aðstoðar.

    Done Deal.

    kær kveðja,

    Ari

  33. Elvar Örn skrifar:

    Vitor Pereira verður stjóri Everton.
    Óþarfi að ræða það eitthvað meira.

  34. Gunni D skrifar:

    Góðir stjórar fást ekki nema peningar fáist til leikmannakaupa.Svo einfalt er það.Þolinmæði Moyes var alveg einstök held ég.Nema hann hafi verið að bíða eftir þessu starfi og vitað eitthvað meira en við.Alkunna er að gott samband er á milli sir Alex og hanns.Þetta eru soddan nýskupúkar þarna á Goodison að það hálfa væri nóg.Vona samt að ég hafi rangt fyrir mér í því.Yrði ekki hissa þó nýr stjóri kæmi ekki fyrr en í ágúst.Er ég þó bjartsýnn að eðlisfari.Góðar stundir.

  35. Ari S skrifar:

    Þolinmæðin einstök hvað…? Moyes er einstakur og hann er the special one. Að bíða eftir þessu starfi og vita eitthvað meira en við…? Hvað er í gangi? Ekki rétt hjá þér Gunni D.

    Þetta er nú eitthvað það neikvæðasta sem ég hef séð hérna á síðnni lengi. Nískupúkar…..? Við vitum allir semfylgjumst með Everton að félagið hefur ekki haft mikið á milli handanna. Eitt er víst að Moyes hefur fengið mikinn stuðning og allann stuðning frá Kenwright sem hann mögulega gat fengið. Verum soldi raunsæ hérna og hættum þessum yfirlýsingum.

    Og að lokum þá er þetta bara kjaftæði hjá þér að góðir stjórar komi ekki nema peningar fáist til leikmannakaupa.

    Hvenær hættu stjórar að kunna að „þjálfa“ leikmenn….? Moyes var þekktur fyrir það að gera alla leikmenn betri og það var hans helsti kostur. Þarf ekkert að nefna öll þau nöfn leikmanna sem hann hefur gert betri, við vitum hverjir það eru.

    Ég vildi miklu frekar fá þjálfara sem getur verið stjóri líka heldur en stjóra sem að heldur að leikmannakaup séu upphaf og endir alls.

    Eigið þið góðar stundir í dag,

    kær kveðja, Ari

  36. Gunni D skrifar:

    Rétt er það,hann er einstakur.En hann hefur ekki fundið handa okkur góðan framherja.Auðvitað á að sína ráðdeild í þessu eins og öðru,en stundum borgar sig að taka upp veskið og spreða aðeins.Gott dæmi um það er Fellaini.Öll góð lið þurfa að hafa framherja sem geta nýtt færin og skorað fullt af mörkum.Eina og eina þrennu.Hver skoraði síðast þrennu fyrir okkur?Og hvað er langt síðan?Yakubu 2009? Og var það kannski Nick Barmby á undan honum? Ég var að lesa einhversstaðar að Leygton Baines hefði skapað 140-150 færi,bara hann einn! Þetta þarf að nýta.Ég hef haldið með Everton síðan 1968, og þá voru komnir 6 englandsmeistaratitlar í hús.Þá voru Arsenal,Liverpool og Man utd á svipuðu róli.Síðan hafa komið þrír í viðbót hjá okkur en hin liðin stungið af.Það hefur verið svolítið sárt.En vonandi mun okkar tími koma.Það var gaman um miðjan níunda áratuginn.

  37. Gestur skrifar:

    Moyes er ekki eins frábær og þið eruð að lýsa hér. Það er eins og það sé ekki líf eftir að Moyes fari. Ég bíð spenntur eftir að hjá hver tekur við. Moyes var í 11 ár og skilaði ekki einum einasta bikar í hús sem er mjög lélegt , maður hefur þurft að horfir á önnur lið fagna sem eiga að teljast minni. Moyes var orðin alltof afturhaldssamur, spilaði oft leiðinlegan bolta og gaf þessum ungu strákum lítin sjens. Góðan framherja hefur Moyes ekki geta keypt þó að hann hafi fengið til þess mikla peninga eins og í byrjun , hann hefur alltaf náð að brjóta þá niður þannig að þeir geta ekki neitt saman ber Jelavic.
    Það væri gaman að fá þjálfara sem gefur ungu strákunum sjens og spilar sóknarbolta eftir að búið er að skora 1 mark.

    kveðja Gestur

  38. Elvar Örn skrifar:

    Svona stendur kostning á FollowTonians síðunni:

    Vitor Pereira (98%, 55 Votes)
    Roberto Martinez (2%, 1 Votes)

    Áhugavert finnst mér.

  39. Gunni D skrifar:

    Hefur Pereira lýst yfir áhuga á starfinu?

  40. Einar G skrifar:

    Eruð þið búnir að sjá nýja merkið????

  41. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Já Það er argasti hryllingur. Það er eins og eitthvað sem maður myndi sjá á einhverju drasli frá Fisher Price eða Toys R Us.

  42. Ari S skrifar:

    Hvað er í gangi með nýja merkið? Þeir gætu alveg eins sleppt turninum og haft merkið rautt!

  43. Ari S skrifar:

    Kannski venst maður þessu bara…?

  44. Finnur skrifar:

    Þetta með merkið er svolítið off-topic á þessum þræði en hvað um það…

    Viðbrögðin við nýja merkinu kallast á ensku Change Aversion og er vel þekkt meðal hönnuða. Fólk á alltaf erfitt með að höndla breytingar og gildir einu hvort um er að ræða breytingu á merki, fána eða notendaviðmóti. Það er ekki mikið sem hægt er að gera við þessu, þetta er bara mannlegt eðli og hönnuðir búast yfirleitt við því að fá að heyra alls konar fúkyrði þegar þeir innleiða breytingar en svo venst fólk þessu og finnst á endanum undarlegt að hugsa til þess að gamla hönnunin hafi verið í notkun.

    Ég minni á að gamla merkið er að mörgu leyti illa hannað. Til dæmis eru litirnir of ljósbláir og eiga meiri samleið með Man City litunum en Royal Blue of Everton. Turninn er jafnframt í engu samræmi við raunveruleikann, veit ekki hverjum datt í hug að lengja hann (!?) á merkinu sem er nú á útleið. Svo eru praktísk atriði sem fólk hugsar ekki um: Merkið skalast til dæmis illa niður á við, sérstaklega NSNO textinn sem verður algerlega ólæsilegur í smáu. Samt er sá texti partur af (gamla) merkinu og varð því að vera með, þó hann þjóni engum tilgangi (í smáu). En hann gerir það hins vegar að verkum að sjálfur skjöldurinn fyrir ofan hann verður óþarflega lítill þegar þetta er minnkað niður og erfitt fyrir þá sem eru ekki vanir Everton merkinu að átta sig á hvað þetta er.

    Við myndum líklega sjá nákvæmlega sömu viðbrögð ef nýja merkið hefði verið í notkun í 30 ár og klúbburinn ætlaði að skipta yfir í merkið sem var notað á nýliðnu tímabili („Bíddu, eigum við ekki bara að skipta yfir í Sky Blue búninga!?“). Við þurfum bara að venjast þessu — þetta er erfiðast fyrst en ég er farinn að venjast því að sjá þetta núna. #yppir öxlum#

  45. Orri skrifar:

    Er ekki rétt af okkur að draga bara andan djúpt,og bíða bara sjá hver verður næsti stjóri.Ég trúi því það verði gott nafn.

  46. Finnur skrifar:

    Nýjustu fréttir (sem Haraldur Örn var að benda mér á)…

    Martinez var að tilkynna að hann er hættur með Wigan.
    http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/22691205

  47. Finnur skrifar:

    Mbl vill meina að viðræður séu þegar hafnar…
    http://www.mbl.is/sport/enski/2013/05/28/martinez_haettur_hja_wigan_raedir_vid_everton/

  48. Finnur skrifar:

    Og hvað Mark Hughes varðar getum við nú andað léttar:
    http://www.bbc.co.uk/sport/0/football/22686204
    Hann er farinn til Stoke.

  49. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Ralf Rangnick er líka fýsilegur kostur að mínu mati,

  50. Finnur skrifar:

    Hann er athyglisverður kostur. Hann virðist ná ágætum árangri með sín lið en á móti kemur að hann virðist nánast aldrei stoppa lengur en í 1-2 ár með hverju liði.

  51. Ari S skrifar:

    Já ég var akkúrat að „hrasa“ um það atriði í gær…. stoppar ekki lengi …

  52. Ari S skrifar:

    http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/next-everton-manager-ralf-rangnick-1926316

    Þetta er góður punktur sem þarna kemur fram. Að fá Ralf Rangnick og Phil Neville sem aðstoðarmann er fýsilegur kostur. Neville myndi síðan taka við eftir það.

    Möguleiki.

  53. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    ég vil frekar fá Duncan sem aðstoðarstjóra og svo framhaldsstjóra, ég vil má Neville systurina algjörlega af skrám EVERTON football club 🙂

  54. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    talandi um að Rangnick sé búinn að vera stutt hjá hverju félagi, þá er nú þessi Vitor Pereira ekki beint búinn að skjóta rótum þar sem hann hefur verið 🙂

  55. Finnur skrifar:

    Samkvæmt Sky Sports…
    http://www1.skysports.com/football/news/11671/8756099/Everton-agree-compensation-package-for-Roberto-Martinez-with-Wigan
    … sagði Whelan (stjórnarformaður Wigan) þeim að Everton er búið að ná samkomulagi við Wigan um bætur fyrir það að taka Roberto Martinez frá þeim, en hann á ár eftir að samningi sínum.

  56. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    mér líkar þetta 🙂

  57. Ari S skrifar:

    alltf getur maður treyst á nýjustu fréttirnar hérna….. já fínar fréttir….. 🙂 en enn bara 99%

  58. Halli skrifar:

    Þetta virðist alveg klárt. Þá er bara að fara að huga að næsta tímabili og það verður spennandi að sjá hvaða leikmönnum og hvar á vellinum RM vill bæta í liðið

  59. Ari G skrifar:

    Frábært að fá Martinez sennilega besti kosturinn í stöðunni. Vonandi stoppar þetta ekki á síðustu stundu.

  60. Orri skrifar:

    Er ekki fátt sem kemur í veg fyrir að Martinez komi til okkar.

  61. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    svo þetta sé algjörlega á hreinu: http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/06/03/everton-statement

    • Finnur skrifar:

      Dang, ég þarf greinilega að segja minna svo ég verði á undan þér með fréttirnar… (sjá næsta komment frá mér). 🙂

  62. Finnur skrifar:

    Það er erfitt að segja… Fréttamenn eiga það til að búa til sínar eigin fréttir þegar ekkert er að frétta. Frekar pirrandi.

    Klúbburinn var annars að senda frá sér tilkynningu sem ég held að sé hægt að endursegja í tveimur orðum…

    „Róa sig!“
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/06/03/everton-statement

    Líklega finnst mér þó að þau séu að benda á að þó (mögulega sé) búið að semja við Wigan eigi enn eftir að semja við Martinez og því geti allt gerst ennþá.

    Sigurjón, settu kampavínið aftur í kælinn — þú gætir enn séð Neville í stjórastöðunni. 🙂

  63. Jón G skrifar:

    Að RM sé að taka við okkar liði hræðir mig……
    Hvað hefur þessi maður gert?
    Fólk segir að hann sé undirstaðan í Swansea og allt það en gerði hann einhvað þar sjálfur? Nei, það voru aðrir þjálfarar sem að tóku liðið áfram.

    Fellur með WIgan og tekur svo við Everton

    Finnst þetta kjánalegt!

  64. Finnur skrifar:

    Martinez tók við Swansea á miðju tímabili í ensku C deildinni. Hann kom þeim strax á sigurbraut (nálægt því að ná playoff sæti) en þeir unnu svo C deildina á fyrsta heila tímabili undir stjórn Martinez-ar. Þeir voru auk þess ekki langt frá því að komast í play-off um sæti í Úrvalsdeildinni á fyrsta tímabili þeirra í B deildinni (Championship).

    Þetta er náttúrulega alltaf gamble en Martinez er allavega búinn að sýna að hann getur unnið FA bikarinn með ekki stærra liði en Wigan, sem er meira en Moyes getur sagt.

  65. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    ég held að bæði Wenger og Jurgen Klopp hafi fallið með lið sín á einhverjum tímapunkti og gott ef benitez hefur ekki gert það líka svo það segir ekki mikið um menn þó þeir falli með einhver drullulið. Við skulum bara styðja þann sem fær starfið nánast skilyrðislaust (neville P er undantekningin hjá mér) 🙂

  66. Ari S skrifar:

    Martinez er að upplagi sjúkraþjáfari (physio) og þjálfar (að mér skilst) leikmenn alla leið. Frá mataræði og uppúr. Fylgist vel með ástandi hvers og eins sem að MÉR finnst jákvætt.

    Hann verður góður fyrir Everton og er í dag jafngamall og Moyes var þegar hann tók við okkur. Það er jákvætt. Hvar var Moyes á sama tíma á hans aldri? Ég er alls ekki að reyna að gera lítið úr Moyes með því að minnat á þetta en þetta segir okkur aðeins að Martinez er mjög framarlega miðað við aldur og á framtíðina fyrir sér sem þjálfari.

    Það eru ekki margir 39 ára gamlir þjálfarar búnir að skila því sem hann hefur skilað í dag.

    kær kveðja,

    Ari

  67. Gunnþór skrifar:

    Sammála Sigurjóni og ég vona að Martinez verði farsæll fyrir Everton liðið.

  68. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ætli maður verði ekki að gefa honum séns en ég hefði frekar viljað Pereira.

  69. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Ætli þetta sé ekki bara að detta inn á eftir 🙂
    http://www.sportinglife.com/football/premier-league/news/article/312/8758284/everton-to-unveil-martinez

  70. Finnur skrifar:

    Þau hjá Everton hafa boðað blaðamannafund kl. 15:00 að íslenskum tíma. Við virðumst því allavega loksins sjá fyrir endann á því hver verður næsti stjóri — blöðin í Bretlandi vilja meina að það verði Martinez.

  71. Finnur skrifar:

    Klúbburinn hefur tilkynnt hver er næsti stjórinn!
    Sjá: http://everton.is/?p=4680