David Moyes fer í lok tímabils

Mynd: Everton FC.

Þar með er það staðfest — David Moyes er á leið frá Everton í lok tímabils — líklega til Man United. Við kveðjum Moyes með töluverðum söknuði enda hefur hann unnið ómetanlegt starf fyrir Everton.

David Moyes tók við liðinu af Walter Smith þann 14. mars árið 2004 en Everton var þá að berjast fyrir lífi sínu í Úrvalsdeildinni — í bullandi fallbaráttu. Moyes sagði á fréttamannafundi þegar hann var kynntur að meirihluti íbúa sem hann hitti á götum Liverpool borgar væru stuðningsmenn Everton og nefndi klúbbinn því The People’s Club eða Klúbbur fólksins. Það féll vel í kramið hjá stuðningsmönnum og ekki síður óskabyrjunin sem hann fékk á vellinum, því Everton vann Fulham 2-1 á heimavelli í hans fyrsta leik. Árangurinn það sem eftir var tímabils var jafnframt nógu góður til að Everton héldi sæti sínu í Úrvalsdeildinni (endaði í 15. sæti) og Moyes kom svo liðinu í baráttu efstu liða, þar sem það á heima.

Moyes erfði gamalt og úr sér gengið lið og hófst handa við að yngja það upp og tókst oft frábærlega upp með að finna öfluga leikmenn fyrir litla fjármuni en Tim Cahill er þar kannski besta dæmið (aðeins 1M punda). Með David Moyes kom stöðugleiki, sem Everton þurfti sárlega á að halda og jafnframt stöðugar framfarir ár frá ári. Undir stjórn Moyes-ar náði Everton flestum stigum sem liðið hefur fengið frá stofnun Úrvalsdeildar (65 stig tímabilið 07/08) og einnig hæsta sæti frá stofnun (4. sætið tímabilið 04/05). Viðsnúningur á gengi Everton við komu Moyes-ar var ótrúlegur en nánast var hægt að ganga frá því sem vísu að Everton yrði í einu af 8 efstu sætunum og daðraði oft við Evrópusæti (sem náðist nokkuð oft) og jafnvel við Champions League sæti (sem náðist einu sinni). Ekki slæmt þegar litið er til þess að liðið var í fallbaráttu þegar Moyes tók við og þess að Everton hefur síður en svo fjárhagslega burði til að keppa við liðin í kringum sig í leikmannakaupum.

Fjórum sinnum í stjórnartíð Moyes-ar sló Everton þó klúbbmet í fjárfestingum á leikmönnum: fyrst þegar James Beattie var keyptur fyrir £6M árið 2005, svo Andy Johnson fyrir £8.6M árið 2006, Yakubu fyrir £11,25M árið 2007 og loks Marouane Fellaini fyrir £15M árið 2008. Wayne Rooney var seldur fyrir metfé (a.m.k. £23 milljónir) til Manchester United árið 2004, en tímabilið þar á eftir náði Everton 4. sæti í deildinni. Tímabilið 2006-07 endaði Everton í sjötta sæti í Úrvalsdeildinni og náði með því að tryggja sér sæti í UEFA bikarnum 2007-08 og aftur 2008-09. Árið 2009 náði David Moyes að komast með Everton í úrslit FA bikarkepninnar en tapaði 2-1 fyrir Chelsea. Moyes náði að koma Everton í meistaradeildina eftir tímabilið 2004-05 en duttu út í forkeppninni eftir að löglegt mark var dæmt af, með afar vafasömum hætti, eins og þekkt er. Moyes var valinn LMA stjóri ársins þrisvar (2002–03, 2004–05, 2008–09), stjóri mánaðar í Úrvalsdeild 10 sinnum og náði þeim áfanga árið 2012 að hafa verið 10 ár samfleytt við stjórnvölinn hjá sama Úrvalsdeildarliðinu (sem er meira en að segja það þessa dagana — aðeins Arsene Wenger og Alex Ferguson höfðu þá náð því).

Moyes tókst samt einhvern veginn aldrei að vinna titil með Everton og var oft gagnrýndur fyrir að vera of varnarlega sinnaður að ekki sé minnst á afleitan árangur í Evrópukeppnum. Hann skilar þó góðu búi: núverandi lið er það besta sem við höfum séð í áratugi, unglingalið Everton (U18 og U21) eru á meðal þeirra fjögurra bestu á Englandi, Everton í topp 8 sæti ár eftir ár og margir leikmenn blómstrað á undanförnum tímabilum, t.d. Jagielka, Baines og Osman (sem allir eru orðnir landsliðsmenn Englands), Fellaini og fleiri gæti maður talið.

Everton er nú á krossgötum og mikilvægt að vanda valið í framhaldinu. Margir stjórar hafa verið nefndir og sýnist sitt hverjum um þau nöfn, eins og gengur og gerist. Það er erfitt að meta hver framgangurinn verður eftir Moyes, enda er það svo skrýtið að Everton eflist oft við mótlæti (t.d. Champions League sætið eftir að hafa selt Rooney) en hrasar þegar brautin liggur bein við (t.d. „þarf bara að sigra Wigan í bikar og þá mætum við Millwall og komnir í úrslit“ — við munum hvernig það endaði). Svo gætu fjársterkir aðilar dottið inn — kannski menn með augastað á ákeðnum stjóra. Hvur veit. Nýr stjóri virkar einnig sem spark í rassinn á núverandi leikmönnum sem þurfa að sanna sig og þá kannski kemur í ljós hvað hópurinn getur virkilega náð langt? Ómögulegt að segja.

Einna mikilvægastu kostir Moyes-ar sem í mínum þarf að huga að í vali á nýjum stjóra er að hann kunni að vinna í þeim fjárhagslega veruleika sem Everton lifir í. Þetta eitt og sér finnst mér útiloka menn eins og Mark Hughes (sbr. Man City og QPR undir hans stjórn). Eins er mikilvægt að stjórinn sé jafn duglegur og lunkinn við að finna leikmenn víðs vegar um landið og meginland Evrópu — minna þekkta leikmenn sem hafa þó hæfileikana til að standa sig vel í Úrvalsdeildinni (Cahill, Coleman, Mirallas, o.s.frv.). Þessir tveir kostir eru að mínu mati það sem lagði grunninn að bættu gengi Everton, sem og þrotlaus vinna Moyes-ar að finna veikleika andstæðinganna á vellinum. Ef nýir fjárfestar koma inn breytist landslagið náttúrulega töluvert, en á meðan svo er ekki þarf að huga sérstaklega að þessum þáttum.

En þá aðeins að þeim nöfnum sem nefnd hafa verið en NSNO síðan tók saman eftirtalinn lista:

The Dream List

Jose Mourinho
Jurgen Klopp

The Cool Sexy Foreigners

Michael Laudrup
Vitor Perreira
Vincenzo Montella
Manuel Pellegrini
Diego Simeoni
Ole Gunnar Solskjaer
Marcelo Bielsa

The Could Do Worse

Steve Clarke
Roberto Martinez
Roberto Di Matteo
Slaven Bilic

The Not Ready Yets

Phil Neville
David Weir
Duncan Ferguson
Alan Stubbs

The Nightmare

Neil Lennon
Gary Megson
Walter Smith
Howard Kendall
Mark Hughes

The They’ll Never Be Managers

Alan Irvine
Steve Round

Hver er ykkar skoðun á þessu?

20 Athugasemdir

 1. albert gunnlaugsson skrifar:

  Þetta gæti orðið hvatning fyrir leikmennina og eins og þú segir og þá er það ekki beint meðmæli að hafa ekki unnið titil!
  Held að arftakinn sé ekki á þessum lista hér fyrir ofan!

 2. Finnur skrifar:

  Ertu nokkuð að tala um Rafael Benitez? 🙂

  Ég segi annars: þið megið fá Moyes, en við viljum Rooney til baka! 🙂

 3. Georg skrifar:

  http://www.manutd.com/en/News-And-Features/Football-News/2013/May/manchester-united-appoints-new-manager-david-moyes.aspx

  Moyes búinn að taka við Man Utd, tekur við þeim 1. júlí. Vill óska Moyes til hamingju með nýja starfið og þakka honum fyrir frábær ár með Everton. Frábær manager sem fékk aldrei þá peninga sem hann átti skilið og þetta hlaut að enda á einhverjum tímapunkti að hann myndi ekki nenna þessu lengur.

  Nú getum við farið að einbeita okkur að finna nýjan Manager þar sem þetta er staðfest, ég er sjálfur ekkert búinn að spá í nýjum stjóra, vildi fá staðfestingu fyrst að Moyes færi áður en ég nennti að pæla í því.

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Vona bara að Moyes hafi fengið að tilnefna eftirmann sinn. Treysti ekki Kenwright til að finna rétta manninn.

 5. þorri skrifar:

  þetta er pottetur stjóri ég seigi þeir gátu ekki fengið betri mann í brúna. Moyes á eftir að gera frábæra hluti með mansester liðið. Vonandi getum við fundið réttan mann hjá okkur.kveðja Þorri

 6. Eyþór Hjartarson skrifar:

  Svona er nú lífið, vona að við fáum einhvern sambærilegan í staðinn.

 7. Finnur skrifar:

  Kenwright var sá sem fékk Moyes til Everton og hann getur örugglega fundið flottan eftirmann, hvort sem við treystum honum eða ekki. Það ku jú vera eitt af fríðindinum þegar þú kaupir fótboltaklúbb — að fá að velja framkvæmdarstjórann sem stýrir liðinu…

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Kenwright ætlaði að fá Gary Megson en Walter Smith taldi hann á að ráða Moyes. Líklega það eina af viti sem Smith gerði fyrir klúbbinn.

 8. Gunnþór skrifar:

  Blendnar tilfiningar

 9. Elvar Örn skrifar:

  Einhvern veginn vonaðist maður til að þetta gengi ekki eftir og Moyse yrði áfram hjá Everton sem fengi meira úr að moða, peningalega séð, í sumar.
  Nú er kallinn farinn og því ekkert annað en að vona að við fáum góðan stjóra. Hvernig væri Laudrup eða Solskjaer eða jafnvel Howe?
  Maður vonast samt til þess að Moyse kallinn taki ekki Fellaioni og Baines með sér eða álíka.
  Það eru spennandi tímar framundan en auðvitað er maður pínu smeykur.
  Ekki má þó gleyma því að Moyse vann engann bikar með Everton svo kannski er komið að öðrum að reyna fyrir sér.

  Hvaða stjóra viljið þið?

  Hvað með Pereira frá Porto?

 10. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

  Bara spennandi tímar framundan, og sammála Georg um það að það hlaut að koma að því að Moyes nennti þessu basli ekki lengur. Samt var maður að vona að hann væri að halda klúbbnum í smá spennu til að fá meiri peninga í sumar en sennilega er langt síðan hann vissi að hann fengi þetta tækifæri. Ég held að nýr maður verði bara til góðs fyrir okkur og vona að okkur beri gæfa til að ráða þann eina rétta og láta hann hafa svolítið af peningum í sumar:-)

 11. Ari G skrifar:

  Vill bara þakka David Moyes fyrir allt sem hann hefur gert fyrir Everton. Hann er ekki minni maður en Ferguson annar hafði nóg af peningum til að spila úr hinn mjög litla þetta er helsti munurinn á þessum 2 annars báðir frábærir. Knattspyrnuheimurinn á eftir að sakna Sir Ferguson enda besti stjóri allra tíma.

 12. Gunni D skrifar:

  Svona pund fyrir pund eins og þeir segja oft í hnefaleikunum (og þá meina ég enskt pund)þa er Moyes hundrað sinnum betri. Góðar stundir.

 13. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Er ekki bara kominn tími á nýtt Fergusonveldi? Í þetta skipti á Goodison.
  Held að hann og Stubbs kannski væru góðir saman.

 14. Finnur skrifar:

  Mér finnst ólíklegt — ef þeir vilja gefa einhverjum innanhússmanni stöðuhækkun — að Duncan Ferguson og Stubbs stökkvi yfir t.d. Alan Irvine (Duncan Ferguson er undirmaður hans) og Steve Round. Duncan er ekki einu sinni kominn með þjálfaragráðuna, ef ég skil þetta rétt.

  Af þessum stjórum hér að ofan — þekki þá náttúrulega ekki alla en það væri súper að fá Jose Mourinho eða Jurgen Klopp. Það er hins vegar ekki að fara að gerast.

  Vitor Perreira — sammála Elvari, ég held að við ættum að skoða hann, skilst að hann sé með lausan samning þannig að það þarf ekki að kaupa upp samninginn hjá honum.
  Michael Laudrup — hann væri fínn en hann sagðist ekki vera á lausu.
  Ole Gunnar Solskjaer — meh. Sé það ekki fyrir mér.

  Steve Clarke, Roberto Martinez, Roberto Di Matteo, Slaven Bilic — allt stjórar sem koma til greina að mínu mati. Ég var hrifinn af Martinez upphaflega en áhuginn hefur eitthvað minnkað.

  Phil Neville, David Weir, Duncan Ferguson, Alan Stubbs — finnst enginn af þeim vera tilbúinn í hlutverkið. Er ekki viss með Alan Irvine eða Steve Round.

  Sá sem ég er hræddastur við af þessum hér að ofan er Mark Hughes — hann virðist ekki vita hvernig á að setja saman lið þó hann fái fullt fullt af pening til þess. Íííík!

 15. marinó skrifar:

  Roberto Martinez, væri snild enn big dunc væri draumur allgjor draumur, held að hann myndi koma inn með kraft enn sammt reynslu laus og myndi kannski klúðra stóruleikjunum fyrst enn held að hann sé næsta stóra ferguson nafnið i enska 🙂 COYB

 16. marinó skrifar:

  eg held að það versta sé mark huges,steve bruce,martin oneaill steve macclaren alan pardew ef eitthvað af þessum monnum koma þá held eg að eg sleppi stoð2sport a næstu leiktíð

 17. Kristján Birnir skrifar:

  Sem stuðningsmaður Manchester United, verð ég að segja að ég er hæst ánægður með David Moyes hafi verið ráðinn til þess að taka við af Alex Ferguson. Þar sem ég hef lengi dáðst af framistöðu Moyes með Everton í þessum „money crazy“ fótbolta heimi á síðari árum. Moyes hefur alltaf virkað á mig sem mjög einbeittur stjóri og maður sem lætur ekki valtað yfir sig og stendst að mörguleiti vegna þessa saman burð við Ferguson. Því pott þéttur eftir maður að mínu áliti. Þó svo að það hafi verð vist áfall þegar Ferguson tilkynnt fyrr í vikunni að hann ætlaði að hætta enda hefur maður ekki þekkt aðra stjóra Manchester United en Ferguson.
  þ
  Þó skil ég vel að þið stuðningsmenn Everton séuð svektir enda Moyes besti stjórinn sem þið hafið haft á síðustu 20 árum eða svo. Þó hann hafi ekki unið bikar, enda það eins random og hugsast getur. Held því að þið eigið vandasamt verk fyrir höndum að finna eftirmann, ef ílla tekst til þá gæti svo farið að þið yrðuð að venjast neðri hluta töflunnar eða verra en Everton er einn af glæstustu klúbum enska boltans sögulega séð og á betra skilið en það.

 18. Finnur skrifar:

  Kristján Birnir: Takk fyrir það. Það á eftir að koma í ljós hvernig Moyes reynist ykkur en við skiljum sátt við hann og óskum honum alls hins besta. Hann skilaði mjög góðu búi þó enginn titill hafi náðst í hús undir hans stjórn.

  Það sem ég myndi hafa áhyggjur af er að Moyes er gallharður varnarmaður og
  og hefur mikið verið gagnrýndur í okkar herbúðum fyrir að vera mjög conservative í leikaðferðum og skiptingum (nánast allir leikir sem Everton spilar er 4-5-1, aldrei skipt inn á fyrr en á 70. mínútu og skiptingin oft varnarsinnuð). Honum gengur mjög vel að skipulegja lið varnarlega en stundum er eins og leikmenn hafi ekki trú á verkefninu. Við höfum t.d. séð allt of marga leiki þar sem leikmenn hafa virst koma gríðarlega illa stemmdir og tapað kjarknum eða einfaldlega virtst áhugalausir í súper mikilvægum leikjum fyrir Everton (Wigan í FA bikarnum í ár, Liverpool í FA cup semi final í fyrra).

  Það hefur jafnframt enginn sóknarmaður svo ég muni blómstrað undir hans leiðsögn — þeir hafa nokkrir verið keyptir og náð einu góðu tímabili en svo er eins og bara slokkni á þeim með óskiljanlegum hætti (James Beattie, Yakubu, Andy Johnson, Jermaine Beckford, Louis Saha, og náttúrulega nærtækasta dæmið: Jelavic, sem er varla svipur hjá sjón í dag). Einn af mínum Everton vinum kvartaði fyrir nokkrum vikum sáran yfir því að Moyes eyðileggi alla sóknarmenn sem hann komi nálægt. Veit ekki hvort ég sé tilbúinn að ganga svo langt, en ég hlakka til að sjá hvað Jelavic gerir undir nýjum stjóra. Yakubu blómstraði við að fara til Blackburn, þó þeir hafi fallið — vonandi nær Jelavic að rétta sig af. Þetta samt náttúrulega háir kannski United minna en Everton — þið getið alltaf bara keypt nýjan sóknarmann. 🙂

  Hvað um það. Moyes er topp maður og á örugglega eftir að ganga vel. Ég ber mikla virðingu fyrir honum og held hann eigi eftir að gera góða hluti með United. Hvort hann nær Ferguson hæðum verður að koma í ljós. Held þið getið allavega kvatt „Fergie time“ á OT. 😉

  En að öðru: Til hamingju Wigan, segi ég nú bara! Það er kannski meira varið í Martinez en ég hélt — skilst að allt Wigan liðið hafi kostað jafn mikið og Fellaini, og nú eru þeir búnir að leggja milljarðamæringana í City í FA bikarnum.

 19. Elvar Örn skrifar:

  Hvað með Gianfranco Zola eða Malky MacKay (Cardiff) eða jafnvel Gus Puyet?
  Svo hefði ekki komið manni á óvart að Phil Neville kæmi í umræðu milli Moyes og Kenwright, er kannski staðfest að Neville fari í þjálfarateymi M.United.