Everton á Íslandi er 18 ára í dag

Mynd: Albert G.

Everton klúbburinn á Íslandi fagnar nú 18 ára afmæli sínu en klúbburinn var stofnaður á þessum degi, þann 6. maí árið 1995, með stofnfundi nokkurra meðlima (sjá mynd). Sextán einstaklingar skráðu sig á stofndegi (15 karlar og ein kona) en á félagatali voru yfir 60 manns áður en árinu lauk.

Everton fagnaði ýmsu á þessu herrans ári en Everton vann enska bikarinn aðeins um tveimur vikum eftir að klúbburinn var stofnaður — með því að leggja Manchester United að velli 1-0 með marki frá Paul Rideout. Everton vann jafnframt góðgerðarskjöldin það árið. Ekki má heldur gleyma því þegar Everton spilaði, eins og frægt er, gegn KR í Cup Winners Cup, bæði heima og heiman (og vann báða leikina).

Þau ykkar sem luma á skemmtilegum sögum eða myndum frá stofnun klúbbsins mega endilega hafa samband við okkur svo hægt sé að koma þeim heimildum fyrir í myndasafni klúbbsins.

Til hamingju með afmælið Everton, stuðnings- og aðdáendaklúbbur Íslandi!

11 Athugasemdir

 1. Halli skrifar:

  Til hamingju með daginn félagar

 2. Finnur skrifar:

  Það vantar að nafngreina þann sem heldur á fánunum tveimur, sem og þann sem er bak við Albert (í rauða vestinu). Þekkir einhver deili á þeim mönnum? (Aðrir eru þekktir).

  • Tryggvi Már skrifar:

   Þetta kann að vera ég þarna með hendurnar á fánunum. Var virkur í stofnun klúbbsins og haldiði ekki að maður lumi ennþá á hönskunum hans Southall eftir leikinn gegn KR 🙂

   • Finnur skrifar:

    Takk fyrir innleggið, Tryggvi.

    Flottur með hanskana! Ertu ekki búinn að ramma þá inn? 😉

    • Tryggvi Már skrifar:

     Þyrfti annars að sjá myndina í betri upplausn til þess að vera öruggur – en eitthvað rámar mig í þetta.

     Varðandi hanskana þá eru þeir einhverstaðar ofan í kassa og vafalaust fullnýttir, þeir voru svolítið happa og mér datt aldrei í hug að nota þá ekki 🙂

   • Ari S skrifar:

    Ég man alltaf eftir þér Tryggvi Már þegar þú sýndir mér hanskana á Ölveri… eða það var að rifjast upp núna þegar ég las þetta 🙂

 3. Orri skrifar:

  Til hamingju með daginn félagar ,þó að sé komið fram yfir miðnætti.

 4. Baddi skrifar:

  Til hamingju allir EVERTON aðdáendur um allan heim. 1995 var mjög gott ár, kv Baddi 🙂

 5. þorri skrifar:

  til hamíngju félagar þetta er góður klubbur og góðir félagar. Hann komin til að vera. Þetta er búið að vera mjög gott sem komið er því að við erum fyrir ofan stóra liðinu þar að seigja Livepool við meigum vera ánægir með það.kveðja þorri EVERTON MAÐUR

 6. þorri skrifar:

  til hamingju félagar . Við erum bestir ekki satt

 7. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

  Við erum langflottastir, til hamingju allir EVERTON menn nær og fjær 🙂