Smá tölfræði

Mynd: Everton FC.

Derby leikurinn nálgast óðfluga og af því tilefni leit ég aðeins yfir úrslitin á tímabilinu hjá liðunum tveimur. Liverpool menn eru kokhraustir eftir 0-6 sigur á Newcastle í síðustu umferð og ég held það henti okkar mönnum mjög vel, því ef Liverpool liðið hefur náð consistency í einhverju á tímabilinu þá er það að lyfta vonum stuðningsmanna sinna og bregðast þeim svo jafnharðan. Ég skoðaði að gamni úrslitin hjá þeim á tímabilinu og rak augun í nokkuð athyglisvert. Takið eftir mynstrinu í leikjum sem fylgja á eftir þeim leikjum þar sem Liverpool skorar a.m.k. fjögur mörk.

Þeir unnu Young Boys á útivelli, 3-5. Næsti leikur þeirra: 1-2 tap gegn Man United á heimavelli.
Þeir unnu Norwich á útivelli, 2-5. Næsti leikur: 2-3 tap gegn Udinese á heimavelli.
Þeir unnu Fulham á útivelli 4-0. Næsti leikur: 3-1 tap gegn Stoke.
Þeir unnu Norwich 5-0. Næsti leikur: 3-2 tap gegn Oldham í FA bikarnum.
Swansea unnu þeir 5-0 og þá duttu þeir úr Europa League gegn Zenit í næsta leik.

Það hefur aðeins verið tilefni fyrir þá að fagna einu sinni á tímabilinu í leik sem fylgdi á eftir leik þar sem þeir skoruðu fjögur mörk eða meira. En eigum við ekki að kalla það undantekninguna sem sannar regluna? 🙂 Maður var allavega farinn að ganga að því sem vísu að þegar forsvarsmenn þeirra fóru eftir hvern sigurleik að tala upp árangur liðsins og lýsa því yfir að markið væri nú sett á 4. sætið… þá kom um leið skellurinn í næsta leik sem kom þeim á jörðina aftur.

Það boðar jafnframt líklega gott fyrir okkar menn að Tottenham er eina liðið á tímabilinu sem Liverpool hefur tekist að vinna — af liðunum sem eru fyrir ofan þá í deildinni (þ.m.t. Everton) og hafa þeir aðeins sótt 12 stig af 30 og þremur mögulegum gegn þeim (36% hlutfall). Everton menn hafa aftur á móti sýnt það að þeir geta unnið hvaða lið sem er á góðum degi, eins og sigrar gegn Man United, Man City og Tottenham á tímabilinu sýndu. Og þeir voru reyndar alls ekki langt frá því að vinna tvöfalt gegn bæði City og Tottenham. 11 stig af 27 mögulegum (46%).

En þetta er náttúrulega tvöfalt meira en nóg um Liverpool í bili. Víkjum að skemmtilegri hlutum:

Pat Nevin hjá BBC greindi aðeins sérstöðu Leighton Baines og hvers vegna óvenjuleg sóknartaktík hans í samspili við Pienaar virkar svona vel. Skemmtileg pæling þar á ferðinni.

Klúbburinn tilkynnti einnig að þeir ætluðu að færa út kvíarnar en þeir ætla í samvinnu við Ajax að opna eins konar fótbolta akademíu í K’ina fyrir 14 til 17 ára unglinga með það fyrir augum að gefa þeim bestu færi á að komast að í akademíunni hjá Everton og Ajax. Einnig verður sjónvarpsþætti komið á fót í Kína til að auka áhugann á fótbolta og efla framgang íþróttarinnar þar í landi.

Og meira um ungliða en í kvöld kemur í ljós hvaða liði Everton U21 mætir í úrslitakeppninni um Englandsmeistaratitilinn en þeir leika þann 7. maí á Goodison Park við annaðhvort Newcastle eða Bolton. Newcastle er með betri stöðu og teljast því líklegri mótherji. Einnig var tilkynnt að Tyias Browning, varnarmaður Everton U21, var aftur valinn í 18 manna hóp enska U19 ára landsliðsins en hann lék sinn fyrsta leik með þeim gegn Tyrkjum á dögunum og þótti standa sig frábærlega. Landslið Englands mætir Belgum U19, Georgíu U19 og Skotum U19 (sem okkar maður Matt Kennedy leikur með) í úrslitakeppni Evrópukeppni U19 ára landsliða.

23 Athugasemdir

  1. albert gunnlaugsson skrifar:

    Góðar pælingar.

  2. Liverpool skrifar:

    talandi um tölfræði. Liðin hafa mæst 29 sinnum frá aldamótum og Everton hefur aðeins náð 4 sigrum úr þessum leikjum. LOOSERS 😀

    Það verður æðislegt að sjá mína menn vinna enn einu sinni á sunnudaginn.
    En þið verðið nú alveg örugglega sáttir með að ná að enda aftur fyrir ofan okkur þetta tímabilið, en njótið þess vel þar sem að það mun ekki gerast aftur í bráð. Enda er aðeins eitt stórveldi í Liverpool borg!! og það er ekki Everton!

    Já, og þið gætuð kanski bent mér á hvenar Everton vann sinn seinasta titil? Eða bara hvenar Everton spilaði síðast í meistaradeildinni?

    • Halli skrifar:

      Hefur liverpool ekki unnið EPL jafn oft og EVERTON eða hvað?

  3. Finnur skrifar:

    > Já, og þið gætuð kanski bent mér á hvenar Everton vann sinn seinasta titil?

    Everton vann deildina síðast árið 1987, þremur árum áður en Liverpool vann sinn síðasta deildarmeistaratitil. Síðan þá er Liverpool búið að vera domestic cup lið að megninu til, þannig að ég myndi nú tempra aðeins hrokann.

    > Eða bara hvenar Everton spilaði síðast í meistaradeildinni?

    ‘Hvenær’ er ekki skrifað með a-i en Everton átti annars leik árið 2005 við Villareal á heimavelli í undankeppni Meistaradeildarinnar og var slegið út þar sem löglegt mark var dæmt af (sjá umfjöllun blaða eftir leikinn). Lítið við því að gera.

    > En þið verðið nú alveg örugglega sáttir með að ná að enda aftur fyrir ofan okkur þetta tímabilið,

    Miðað við stærð á mannskap og fjármunina sem liðin í kringum okkur eru að eyða þá er ekkert óeðlilegt við að vera sáttur við að vera í baráttu efstu liða um Evrópusæti fram í síðasta leik. Það eins sem Liverpool hefur að keppa að í dag er að vera fyrir ofan Everton í deildinni.

    > en njótið þess vel þar sem að það mun ekki gerast aftur í bráð.

    Það sögðuð þið líka í fyrra. 🙂

    • Halli skrifar:

      Var ekki liverpool svindlað inn í meistaradeildina þá ekki unnu þeir fyrir því heima fyrir. Rétt Finnur markið sem dæmt var af var til þess gert að England átti ekki að fá 5 lið í riðlakeppnina og Everton var fórnað

  4. Liverpool skrifar:

    Einmitt, domestic cup lið

    Evrópumeistar 2005
    Uefa Cup meistarar 2001
    Uefa Super Cup meistarar 2001,2006

    En þú svaraðir ekki með hvenær (sko kallinn) að þið unnuð ykkar síðasta titil en eftir smá google þá komst ég að því að það var árið 1995. Fa Cup meistarar. Lenga síðan en Arsenal vann sinn síðasta titil!

    En síðan þá höfum við unnið eftirfarandi titla

    Champions league- 2005
    Uefa Cup- 2001
    Uefa Super Cup- 2001,2005
    Fa Cup- 2001,2006
    League Cup- 1995, 2001, 2003, 2012
    Fa Charity/community shield- 2001,2006

    • Finnur skrifar:

      Ég sagði að megninu til. Jú, jú, þið voruð voða duglegir á síðasta áratug. Þið eydduð líka um efni fram og voruð korteri frá því að fara á hausinn.

  5. Liverpool skrifar:

    Bara svona til að reyna að koma ykkur niður á jörðina með hvort liðið sé nú í raun „stærra“ liðið í Liverpool borg.

  6. Finnur skrifar:

    Það stendur raunar hvergi í greininni né kommentum að Liverpool sé litla liðið í borginni. Þú ert örugglega að hnjóta um orðin „litli bróðir“, sem þú getur ekki neitað því að Liverpool er. Everton var stofnað á undan og var meira að segja búið að vinna Englandsmeistaratitilinn — á Anfield — áður en Liverpool var til. 🙂

    Ég á lítinn bróður. Hann hættir ekki að vera litli bróðir minn þó hann fái hærri einkunn í íþróttum en ég í eitt eða tvö ár. Sama með Liverpool, þeir hætta ekki að vera litli bróðir þó þeim gangi aðeins betur um tíma.

  7. Liverpool skrifar:

    Bíddu, eru þá öll lið sem að stofnuð í nágrenni Liverpool borgar eftir stofnun ykkar þá „litli“ bróðir Everton liðsins?

    En nei, þetta voru ekki orðin sem að ég var að tala um. Það sem að ég var að tala um er þetta endalausa hjal í Everton stuðningsmönnum um að þið séuð stærra lið Liverpool borgar. Hef bæði séð það hér á síðunni og einnig heyrt það koma frá þeim Everton mönnum sem ég þekki sjálfur persónulega.
    Finnst það alltaf skondið að heyra þetta, enda er Everton ekkert annað en smáklúbbur sem að einstaka sinnum endar nálægt stóru liðunum.

  8. Shankley skrifar:

    Ég hef haldið með Liverpool í mörg ár. Veit það vel að stórleikur er framundan. Sá sem að skrifar undir nafninu „Liverpool“ hérna að ofan tala ekki fyrir munn okkar. Sumt af því sem hann segir hérna er bara barnaskapur. Alveg ástæða til að skammast sín. Kannski hann eigi of marga United vini, þetta er þeirra stíll.

    Megi betra liðið vinna á sunnudaginn.

  9. Finnur skrifar:

    Það er gömul saga og ný — það er auðvelt að espa upp Liverpool mennina. Minni á að þetta er bara fótbolti.

    Þetta er annars orðið ágætt hjá þér, „hr. Liverpool“. Þú ert búinn að létta af þér því sem þú þurftir að létta af þér. Ég hef hins vegar lítinn áhuga á að halda áfram að fylla kommentakerfið af Liverpool tali, sérstaklega frá mönnum sem eru ekki til í að leggja nafn sitt við það sem þeir kommenta á. Látum þetta vera þín lokaorð.

  10. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    ég hélt að sorry og svekktir liverpool aðdáendur hefðu sína eigin síðu til að grenja á, en Shankley er greinilega svolítið óhefðbundinn liverpool áhangandi enda var Shankley ekki alveg hálfviti:-)

  11. Finnur skrifar:

    Það duga greinilega ekki tvær síður til þess. 🙂

  12. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Er hræddur um að þetta verði okkar „annual analfailed bumming“. Vonandi ekki samt.

  13. Einar G skrifar:

    Er ekki mæting á Ölver?

  14. Finnur skrifar:

    Jú. Mæting á Ölveri. Leikurinn byrjar 12:30.

  15. Finnur skrifar:

    … morgun (sunnudag).

  16. Albert Gunnlaugsson skrifar:

    Voðaleg minnimáttarkend er þetta í þessum púllurum. 😉

  17. Halli skrifar:

    Bíttu í serba hvað þetta er góð umræða hér

  18. Baddi skrifar:

    Maður fær bara sting í félagaann hvað það er gaman að lesa þetta EVERTON blogg, sjáumst bara hressir á morgun á ÖLVER. kv Baddi