Íslendingaferð – Everton vs Fulham

Mynd: FBÞ

22 Íslendingar tóku sig til og héldu í pílagrímsferð til Everton borgar að sjá Everton mæta Fulham á Goodison Park. Hluti þessa glaðlynda hóps, 16 að tölu, flaug á fimmtudeginum til Manchester og tóku stöðuna á börunum og næturlífinu og fóru svo í skoðunarferð um Goodison Park á föstudagsmorgninum. Hinir 6 að tölu mættu á föstudagseftirmiðdeginum og fóru á leikinn með okkur á laugardeginum en þeir fyrstu flugu til baka á sunnudeginum. Það var mjög margt gert í ferðinni, alls konar veitingastaðir, barir og verslanir heimsóttar, og í raun miklu meira en hægt er að gera skil á þessari síðu. Þrennt stóð þó upp úr. Fyrst ber að nefna skoðunarferðina á Goodison Park en við höfðum leigt okkur rútu undir hópinn og mættum tímanlega og fengum yfirlit yfir 135 ára sögu félagsins:

Myndirnar skoðaðarMyndir af liði Everton hvers tímabils þekur nokkra veggi á ganginum og nær
aftur til grárrar forneskju (félagið var stofnað 1878) . Mörg fræg nöfn þar á ferð.

Memorabilia úr sögu Everton

Takkaskór og boltar, svipaðir að gerð og notaðir voru
í árdaga félagsins. Fyrsti búningur félagsins var rauður
(litli bróðir lék í bláu þegar þeir voru stofnaðir löngu síður).

Takkaskór þeirra tímaEkki myndi maður vilja vera sparkaður niður af manni í svona skóm, því táin á þessu er grjóthörð!

Dixie DeanOkkar Lionel Messi, William „Dixie“ Dean, sem skoraði 60 mörk í 39 leikjum á einu tímabili,
sem er met sem stendur enn þann dag í dag og ekki líklegt að verði nokkurn tímann slegið.

Dixie átti stóran þátt í að Everton vann tvo (af samtals 9) Englandsmeistaratitlum og
einn (af sínum 5) FA bikarmeistaratitlum. Legend!

Horft út á völlinnVið fengum nasaþefinn af vellinum áður en haldið var niður í búningsklefana.

Búningarnir

Búningameistarinn („The Kit Man“) var mættur á svæðið og
búinn að stilla búningunum upp fyrir leikinn.

Alls konar leyndarmálum var ljóstrað upp um það hvernig aðstöðunni á Goodison er háttað
þannig að heimaliðið hafi alltaf forskot á keppinautinn. sem verður ekki endurtekið hér á
þessari síðu. 🙂

Walking the walkAð sjálfsögðu var gengið niður ganginn út á völl (eins og leikmenn gera fyrir leik) við
undirleik ZCars lagsins, að sjálfsögðu.

Mekka fótboltansÞetta er náttúrulega mekkan. 🙂

VöllurinnOrð að sönnu.

Séð að ofan frá
Fengum líka að sjá völlinn uppi úr stúku.

Þetta er náttúrulega bara smá brot af því sem við sáum í skoðunarferðinni og
yfirferðin á þessu hálf hraðsoðin svo þessi færsla verði ekki of löng en það var margt
skemmtilegt sem maður lærði um klúbbinn.

Hópurinn á GouchoÁ föstudeginum lentu 6 manns í viðbót og náði allur hópurinn sameiginlegum
kvöldverði á Gaucho í Manchester.

Hópurinn á GouchoSetið á tveimur langborðum og svo náttúrulega farið út að skemmta sér á eftir.

Menn voru misjafnlega vel stemmdir morguninn eftir 🙂 en hópurinn (22 manns) héldu
með rútu til Everton borgar, fyrst með viðkomu á Albert’s Dock þar sem menn
tæmdu Everton Two búðina og fengu sér einn kaldan og svo á pöbbana í nágrenni
við Goodison að upplifa andrúmsloftið á börunum.

Everton One búðinSumir gerðu aðra ferð í Everton One búðina (sem við tæmdum líka daginn áður) og svo var haldið á
pöbbana þar sem við spjölluðum við innfædda og eignuðumst marga nýja vini.

Nálgast kick-offEn svo var haldið á völlinn að sjá Everton mæta Fulham. Allt troðfullt fyrir utan, að sjálfsögðu.
Það þarf ekki að ferja fleiri þúsund Norðmenn á þennan leikvang til að fylla hann, enda
meirihluti borgarinnar Everton stuðningsmenn, meira að segja þjónustustúlkurnar á
Liverpool barnum sem við spurðum e-n tímann.

Leikmenn ganga inn á völlinnLeikmenn Everton og Fulham gengu inn á völlinn og tókust í hendur.

Everton menn fagna sigurmarkinuPienaar skoraði á 16. mínútu markið sem skildi liðin að. Mörk Everton hefðu þó hæglega getað
orðið fleiri, jafnvel 3-4 í viðbót viðurkenndi Martin Jol, þjálfari Fulham, en markvörður þeirra
átti stórleik og varði oft úr dauðafærum, maður á móti markverði.

Aðalsteinn fagnarÞað voru ekki bara leikmenn sem fögnuðu, það var allt vitlaust á pöllunum líka!

Flottur sigurleikur að baki sem maður fékk að upplifa í eigin persónu! Frábær ferð líka, að mínu mati, sem heppnaðist mjög vel í alla staði. Það var svolítið taugatrekkjandi að nýta sér ekki ferðaskrifstofu í að plana svona hópferð, heldur leigði stjórnin rútu, pantaði miða, skoðunarferð og borð á veitingastað svo eitthvað sé nefnt. En í þessum stóra hópi eru ekkert nema heiðursmenn og frábærir ferðalangar þannig að þetta gekk eins og í sögu.  Við þökkum öllum samfylgdina!

Þeir sem vilja sjá fleiri myndir úr ferðinni geta haldið á Google Plús síðu Everton klúbbsins, þar sem myndasafnið er geymt (bæði úr fyrri ferðum sem og úr sögu klúbbsins á Íslandi). Hvet menn líka til að rifja upp skemmtileg atvik sem gerðust í ferðinni og skrá í kommentakerfinu hér að neðan.

15 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Ég skal byrja á fjórum atvikum sem ég vil ekki gleyma:

  Ferðin byrjaði á því að Baddi var tekinn í öryggishliðinu, rótað í farangrinum hans og táfýluspreyið tekið af honum. Þá þakkaði ég fyrir að vera ekki með honum í herbergi það sem eftir lifði ferðar! 😉

  Í flugvélinni á leiðinni út var einn að rugla í flugfreyjunni og bað í gríni um símanúmerið hjá henni. Sagði svo, til að útskýra… „it is for my friend“, og benti á Óðinn. 🙂

  Í leikhléi á Fulham leiknum fórum við nokkrir Íslendingarnir á klósettið og vorum að spjalla saman (á íslensku) yfir pissuskálunum þegar rumdi í einum innfæddum (með þvíííílíkum scouser digurbarkalegum hreim) svo bergmálaði á klósettinu: „THESE SOUND LIKE LIVERPOOL SUPPORTERS!“. Klósettið náttúrulega rifnaði af hlátri.

  Haraldur Anton átti hins vegar frasa ferðarinnar í fatabúðinni þegar hann ætlaði að fá að máta hattinn en vantaði orðin sín. Greip þá til þeirra orða sem eftir voru í orðaforðanum: „This… is hat!“. 🙂

  Gaman að þessu. 🙂

 2. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

  Nú vill kvikindið hann gerrard vinna derbyleikinn fyrir carragher til að hann geti minnst þess að hafa sigrað í sínum síðasta grannaslag. Það er víst ykkur að þakka kæru félagar mínir að carragher getur sest í helgan stein eftir þetta tímabil. ÞIÐ gerðuð honum það kleift með því að versla af þessu kvikindi bjór á barnum hans meðan sumir létu sér nægja að fara inn til að míga og migu á gólfið!!!!

 3. Halli skrifar:

  Vel gert Finnur

 4. Eyþór skrifar:

  Þetta var skemmtileg og frábær ferð, takk fyrir samveruna 🙂

 5. Gunni D skrifar:

  Hva!!!Fá konurnar ekki að koma með í svona ferðir. Ég var að spá í að koma með næst og taka konuna með. Góðar stundir.

 6. Finnur skrifar:

  Það hafa verið skipulagðar ferðir á Goodison þar sem konurnar fóru með. Það var bara ekki núna. 🙂

 7. albert gunnlaugsson skrifar:

  Æðislegt og auðvita fer maður á skeljarnar og smellir kossi á völlinn!

 8. Graham Smith skrifar:

  Nice to meet some fellow Evertonians on your flight back to Iceland. I sat next to Albert on the plane and I was impressed with the dedication of him and the rest of you to following the blues from a distance. I also spoke to a couple more of you (I’m sorry did not get your names) and was again impressed with both your knowledge and obvious love for the club. If you come over to a game next season it would be nice to meet up with you again and maybe enjoy some cheaper beer over talking all things blue. Glad you enjoyed your trip and also a win, I’m sure it made Alberts 5 hour onward journey all the more worth it. As the saying goes ‘Evertonians are born not manufactured’ just doesn’t mean they have to be born in the UK.

 9. Gunnþór skrifar:

  Ég er ekki viss um að þessar ferðir séu við hæfi kvenna miðað við sögurnar sem eru sagðar innan um þennan frábæra hóp.Er það nokkuð Baddi.

 10. Finnur skrifar:

  Graham: A big part of the fun is meeting like-minded natives and chat about everything Everton related. 🙂

  Gunnþór: Hann Baddi kann alveg að ritskoða sig þegar konurnar eru nálægt… er það ekki annars Baddi? 🙂

 11. Gunni D skrifar:

  Mín er ýmsu vön og lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna.Þið toppið varla togarasiglingu til Grimsby. Annars var þetta allt í gríni.Góðar stundir.

 12. Elvar Örn skrifar:

  Fínasta ferð og klárt að það verður farið í ferð á næstu leiktíð.
  Ég er þó alveg viss um að maður skipuleggur gistingu í Liverpool næst, þó alveg hugsandi að gista seinustu nóttina í Manchester ef flugið er svona skelfilega snemma eins og nú var.

  Það er ávallt mikið hlegið í þessum ferðum og gaman hve kjarninn er að stækka seinustu árin sem hefur áhuga á að ferðast saman.

  Nú þarf liðið bara að drullast til að vinna Lifrarpollinn á sunnudaginn því það eru að mig minnir um 14 ár síðan við unnum þá seinast á Andfíld.

  Ég tók nokkrar magnaðar myndir á símann minn þegar við vorum á barnum á leið á Goodison og einnig á leið að vellinum þar sem menn hreinlega pósuðu eftir pöntun.
  Spurning að ég sendi þær á Finn til að deila á ykkur hér t.d.

  Væri einnig gaman að heyra hvar menn vilja halda árshátíðina næst og þá hvenær?

  Takk fyrir ferðina félagar 🙂

 13. Finnur skrifar:

  Gunni: Nei, það er erfitt að toppa togarasiglingu til Grimsby. Konan þín greinilega ýmsu vön. 🙂

  Elvar: Það er klárt að það verður gist í Everton borg næst. Þetta var tilraun og mér fannst allavega á mönnum að það hafi verið fínt að gista í Manchester en það væri ekkert sérstakt sem sú borg hefði fram að færa yfir hina sem gerði það að verkum að við myndum vilja vera í Manchester næst.

  Varðandi árshátíðina þá vorum við að spá í að vera fyrir norðan næst, mögulega taka Siglufjörðinn á þetta. Það var allavega það sem við vorum að ræða eftir síðustu árshátíð.

  Og endilega sendu myndir á mig. Ég skal skella þeim í myndasafnið.

 14. Elvar Örn skrifar:

  Búinn að senda myndir á þig Finnur (via e-mail) og alveg sammála með Siglufjörð, það væri alveg magnað tel ég.
  Hafa það bara fyrr á næstu leiktíð svo það verði á þessu ári 🙂

  Já alveg sammála með Manchester, þegar ég pantaði flugið í upphafi bauðst okkur fjórum norðandrengjum gistin í Manchester og því alveg tilvalið að prufa það enda margir hrifnir af þeirri borg.
  Á hinn bóginn vill maður ná enn betri tengingu við menninguna í Evertonborg og aðdáendur þar og vera nær t.d. Everton One og Two búðunum.

  Ég var síðan skítrhæddur við að leiknum yrði frestað til Sunnudags en valdi þennan leik reyndar með hliðsjón af því að svo yrði ekki. Flugdagur og tími í bakaleiðinni var ekkert svakalega spennandi og myndi maður klárlega vilja skoða aðra kosti þar einnig.